Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.06.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 ✝ Ágúst Guð-mundsson fæddist í Djúpavík á Ströndum 16. júní 1942. Hann lést í faðmi fjöl- skyldunnar 23. maí 2020. For- eldrar hans voru Guðmundur Pétur Ágústsson, f. 11. desember 1912, d. 30. október 1997 og Ester Lára Magnúsdóttir, f. 29. apríl 1917, d. 20. júní 2002. Ágúst kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Ásu Sigurjóns- dóttur þann 1. júní 1963. Ása er dóttir hjónanna frá Skóg- um, Sigurjóns Ingvarssonar, f. 20. desember 1895, d. 29. mars Árneshreppi og fluttist til Vestmannaeyja 1962 og bjó þar til dánardags. Hann nam vélstjórn og var vélstjóri á hin- um ýmsu skipum þar til hann stofnaði útgerð með Einari Ólafssyni skipstjóra árið 1971. Stofnuðu þeir félagið Bessa sf. og keyptu Kap II VE-4. Árið 1976 keyptu þeir síðan stærra skip sem þeir nefndu sama nafni og gerðu það út þar til þeir seldu skipið árið 1987 og hættu útgerð. Ráku þeir fyrir- tækið til dánardags Einars ár- ið 2014. Öryggismál sjómanna voru þeim hugleikin og kom Bessi að hönnun og uppsetn- ingu á öryggisloka fyrir spil- búnað og unnu þeir einnig með Sigmund Jóhannssyni að fyrsta sleppibúnaði fyrir björg- unarbáta sem bjargað hefur mörgum sjómanninum úr háska. Útförin fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 5. júní 2020, klukkan 13. 1986 og Hólmfríðar Guðjónsdóttur, f. 2. nóvember 1906, d. 11. mars 1991. Börn þeirra eru: 1) Ester Fríða Ágústsdóttir, f. 25. mars 1963, maki Guðlaugur Ólafs- son. 2) Guðmundur Ágústsson, f. 12. nóvember 1964, maki Andrea Inga Sigurðardóttir. 3) Ágúst Grétar Ágústsson, f. 3. apríl 1973, maki Erna Ósk Grímsdóttir. 4) Sæþór Ágústsson, f. 18. októ- ber 1979, maki Rampai Kasa. Barnabörn eru 11 og barna- barnabörn 3. Ágúst ólst upp í Djúpavík í Til hjartkærs eiginmanns. Nú leggur angan vorsins að vitum mínum, ó, vinur ég man, er ung ég í örmum þínum undi og lét mig ástfangin framtíð dreyma aldrei nokkurntíma ég mun þessum dögum gleyma. Við vorum svo ung og vegurinn var svo breiður, vatnið svo slétt og himinninn alveg heiður. Lífið það brosti og byrðarnar voru léttar, að brjósti þínu ég vafði mig örlítið þéttar. Síðan við höfum saman fetað lífsveg- inn langa. Ljúft mér það er að segja að létt hef- ur verið sú ganga. Þó ei fari allt að vonum, eða eins og við kjósum, auðvitað er ekki lífið eintómur dans á rósum. En nú vil ég vinur kæri í þessum létt- vægu línum láta þig vita hvað efst er í huga mín- um. Þakklæti bæði og virðing og vinátta, allt í senn. „Ég vil bara að þú skiljir að ég elska þig enn.“ Þín Ása. Elsku pabbi. Mér finnst nú nauðsynlegt að setja nokkur lokaorð niður á blað á þessum tímamótum. Kveðja þig, manninn sem kenndi mér allt. Þó svo að á yngri árum hafi ég kannski ekki verið sá móttækilegasti fyrir kennslunni, en hún síaðist inn hægt og rólega með árunum. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þolinmæðina sem þú sýndir mér á mínu „þroskaferli“ sem ég held að hafi bara tekist ágæt- lega þó það hafi ekki litið vel út á tímabili. Efst í huga mér, er ég hugsa til baka, er jú þessi þolinmæði sem ég er að minnast á, seiglan í að kenna mér að gera hlutina vel og hugsa vel um mitt, bæði fólk- ið mitt og eigur. Næsta sem kemur eru allar ómetanlegu minningarnar á ferðalögum okkar um landið. Þá auðvitað helst ferðalögin á Djúpavík sem var þér alltaf svo kær. Alltaf þegar ég ferðast um landið sjálfur fljúga í gegn minningar af ferðalögum okkar og flæða um mig hlýir straumar við þær, þær eru ómetanlegar. Heiti ég þér, elsku pabbi, að ég mun gera mitt besta við að búa til slíkar minningar fyrir mín börn líkt og þið mamma gerðuð fyrir okkur systkinin og barna- börnin. Mikið vildi ég óska þess að ófætt barn mitt hefði hlotið þann heiður að fá að kynnast þér. Það er kannski það sem mér finnst sárast í þessu, að þú fáir ekki að sjá „litlu stelpuna“, eins bjartsýnir og við vorum að það yrði. Það hefði verið gaman ef þið hefðuð farið saman á Strandirnar, allavega einu sinni. Að hafa fengið að halda í hönd þína síðustu metrana þína líkt og þú hélst í hönd mína fyrstu metrana mína var ómetanleg lífsreynsla. Hún mun óneitan- lega styrkja mig í því verkefni sem ég á fyrir höndum að koma ófæddu barni mínu af stað í lífið og skilja eftir ótrúlega fallegar minningar að ylja sér við í fram- tíðinni. Að sjá þig ekki aftur er alveg súrrealísk tilhugsun. Þú skilur eftir þig risastórt skarð í lífi margra. Þú varst svo mikill sel- skapsmaður að það er mikill missir að þér fyrir ótrúlega marga, en auðvitað sérstaklega okkur sem stóðum þér næst. Ég, til dæmis svona í seinni tíð, gerði aldrei nokkurn skapaðan hlut án þess að ráðfæra mig við þig. Þegar ég kom um nóttina í Ársalina og þú varst farinn yfir, glumdi setningin „hvað gerum við nú“ í hausnum á mér og það eina sem ég gat sagt við Ágúst bróður var „jæja bróðir, nú verðum við bara að fara að sjá um okkur sjálfir“ og fannst mér það bara ógnvekjandi tilhugsun þar sem við erum nú ekki nema á 41. og 47. aldursári. Takk fyrir alla kennsluna. Takk fyrir öll ferðalögin. Takk fyrir alla gleðina. Takk fyrir öll samtölin. Góða ferð í sumarlandið, þú gæða-strandamenni. Ég lofa „litlu“ ferð um landið og Strandir sýna henni. Við feðgin ferðir förum í í anda þinna ferða. Ég sýni henni hvert afi fór til að pabba litla herða. Ég mun elska þig til míns síð- asta dags, elsku pabbi. Hinsta kveðja, Sæþór. Ætlar pabbi ekki að fara að hringja? Ég hef ekki heyrt í honum í viku núna þegar ég skrifa þetta, það hefur ekki liðið svona langt á milli símtala frá því hann kom í land árið 1987. Ef þú hringdir þá ætlaði ég bara að segja þér nýjustu fréttir, við Erna eigum von á peyja, peyja sem fær að heyra sögur af Gústa afa sínum. Ég vildi líka láta þig vita að það væri blíða hjá okkur, vonandi er blíða hjá þér í stóru útilegunni með ömmu og afa, ég bið kærlega að heilsa þeim. Einnig erum við peyjarnir búnir að ná í bátinn þinn, hann Trausta, norður á Strandir. Það var skrítið að fara þetta án þín pabbi, þessar æskuslóðir þínar sem þér þótti alla tíð svo vænt um. Þín er sárt saknað í gömlu sveitinni þinni. Okkur var tekið opnum örmum hvert sem við komum því við erum peyjarnir hans Gústa í Djúpavík. Það var sárt að pakka saman bátnum og gera hann ferðakláran, enda stóð alltaf til að láta bátinn fylgja húsinu sem átti að byggja á uppeldislóðinni þinni sem þú átt en situr föst í klóm illa inn- rættra þjófa sem munu sitja uppi með skömmina út sitt líf og áfram yfir. Elsku pabbi minn, þrátt fyrir að hafa alla tíð vitað hversu gott er að eiga þig að sem pabba og vin þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér hversu gríðarlega tómlegt yrði hérna án þín, hversu verðmætt það er að heyra aðeins í þér á hverjum degi. Ég gæfi mikið fyrir eitt símtal í viðbót og enn meira fyrir eitt knús sem alltaf var svo þétt og einlægt. Þú varst nú svolítið af gamla jaxlaskólanum, pabbi minn, sem naust þess að borða hákarl, sig- inn fisk, saltað selspik og annað torfkofafæði eins og við höfðum gaman af að kalla það. Þetta var nú bara einn af mörgum sjörm- um þínum. Eins og margur harð- gerði sjóarinn varst því ekkert mikið í því að segja „ég elska þig“, en þú áttir mjög auðvelt með að láta okkur systkinin finna fyrir þinni skilyrðislausri föðurást, það sama var upp á teningnum með barnabörnin og barnabarnabörnin. Þú hafðir mikið lag á að láta mann finna fyrir hversu mikinn áhuga þú hafðir á öllu sem maður var að gera, hvað Erna mín var að gera og hvað krakkarnir voru að gera. Umhyggjan og ástin umvafði orð þín og spjall. Í huga mínum varst þú lífs- kúnstner og þú hafðir alla tíð einstakt lag á að láta fólki líða vel í kringum þig, hvort sem það var með jákvæðu spjalli, skemmtilegum sögum eða gítar- spili og söng. Það er þess vegna engin tilviljun að fólk hafi laðast að þér, að þú eigir svona marga vini, það er einfaldlega vegna þess að alla langar að líða vel og að hitta á Gústa á Kap lét manni líða vel, þetta er nú ekki flókið. Í allri sorginni yljar það manni að rifja upp allar góðu minningarnar sem þú skapaðir með okkur, á sama tíma og ég gæfi allt fyrir að bæta aðeins á þær. Ég mun geyma allar þessar gríðarlega verðmætu minningar og halda þeim að krökkunum þar til minn tími kemur. Ég skal passa upp á mömmu sem er búin að vera eins og klettur í gegnum veikindi þín og fráfall, missir hennar er ólýsan- lega sár. Ég mun sakna þín að eilífu, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Ágúst Grétar. Það er skrítin tilfinning að vera að fá sér korn úr dósinni Ágúst Guðmundssontinnuskeri, en einnig í Austvaðs- holti í Rangárþingi ytra og í Blá- fjöllum í seinni tíð. Aðrir staðir hafa einnig komið við sögu og sl. haust var spilað í Merkurlaut. Allmiklar mannabreytingar hafa verið í sveit okkar Flóa- manna í gegnum tíðina og höfum við jafnvel þurft að grípa til „leiguspilara“, svo notað sé orða- lag Höskulds af ákveðnu tilefni. Meiri stöðugleiki hefur verið í liði Höskulds og sl. haust voru hann og fyrrnefndur Pétur þeir einu sem spilað höfðu í öllum keppn- unum. Að aflokinni spilamennsku var á síðari árum sögustund og hlýddum við, „ungu mennirnir“ þá jafnan hugfangnir á sögur þeirra Höskulds og Árna Sverris, en báðir voru frábærir sagna- menn. Hjá þeim báðum fléttaðist saman Íslandsáhugi og Íslend- ingaáhugi, þessi hugþekka blanda sem lætur landið lifna við í tengslum við bras mannfólksins. Nú er allt breytt og báðir sveitarforingjarnir fallnir frá. Þar með eru höggvin stór skörð í okkar raðir. Fyrir tæpu ári and- aðist Árni Sverrir og 19. mars sl. lést Höskuldur. Það sem einkenndi Höskuld var notaleg hlýja, kímni og vel- vild í bland við djúpa inngróna háttvísi, þó alvara keppninnar væri ávallt undir niðri, enda mað- urinn allmikill keppnismaður. Hann minnti á breskan aðals- mann af bestu sort. Fyrir hönd okkar Tapsárra Flóamanna, þeirra Hannesar, Helga og Ingvars, sendi ég Gullu og sonum þeirra Höskulds okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingi S. Ingason Höskuldur Jónsson var góður félagi og vinur sem skilur eftir dýrmætar minningar og þakk- læti. Ég kynntist Höskuldi fljót- lega eftir að ég hóf störf í menntamálaráðuneytinu í upp- hafi áttunda áratugarins en hann starfaði þá í fjármálaráðuneytinu. Áttum við í miklum samskipt- um um mál sem snertu bæði ráðuneytin. Síðar fluttist starfs- vettvangur minn í fjármálaráðu- neytið þar sem hann var ráðu- neytisstjóri. Þetta voru umbrotatímar og nýir vindar blésu um það valdboðskerfi sem stjórnsýsla hér á landi hafði tekið í arf. Þótt hvorugur okkar hafi litið á sig sem byltingarmann fór ekki hjá því að viðhorf okkar mótuðust af nýjum viðhorfum, þörf á sam- félagslegri fjölbreytni og kröfum um víðsýni fremur en reglufestu. Meðal þess sem Höskuldur kom að var að koma umhverfi op- inberra starfsmanna hér á landi úr þeirri hjúastöðu sem yfirtekin hafði verið frá tímum konungs- veldisins og í það að samið væri um laun og starfskjör við samtök opinberra starfsmanna. Það var mikið í húfi að vel til tækist. Hagsmunir ríkisins, stofnana þess og starfsmanna þeirra voru misjafnir og viðhorfin ólík, m.a. vegna breytinga sem voru að verða á opinberri þjónustu og kröfum til menntunar og starfs- réttinda. Það þurfti festu og lipurð til að ráða fram úr þessum málum, ekki síst á tímum mikilla sveiflna í efnahagsmálum og átaka í stjórn- málum. Þá eiginleika hafði Hösk- uldur í ríkum mæli og farsælar lyktir þessara mála eru honum mikið að þakka. Höskuldur gerðist forstjóri ÁTVR um miðjan níunda áratug- inn. Stríðir vindar hafa löngum blásið um þá stofnun vegna þess hlutverks hennar að vera í senn hornsteinn lýðheilsustefnu en veita jafnframt þjónustu sem tal- in er nauðsynleg í nútímaþjóð- félagi og eftirsótt er af fjárafla- mönnum. Á fáum árum breyttist ÁTVR frá því að reka nokkrar búðarhol- ur sem seldu brennivín og vodka yfir borðið eða senda það með pósti út um land yfir í net af snyrtilegum verslunum sem auð- velda viðskiptavinum að velja sér vörur við hæfi en gætir hófs í markaðssetningu. Höskuldur lagði alla tíð rækt við áhugamál sín, útivist og nátt- úruvernd, og var forseti Ferða- félags Íslands um skeið. Eftir að hann lét af störfum hélst sam- band okkar og vinátta. Bauð hann mér sæti í bridgehópi með fé- lögum sínum frá skólaárunum þegar pláss í honum losnaði vegna brottflutnings eins þeirra. Áttum við marga eftirminnilega stund saman, ekki síst í árlegum spilaferðum okkar vor og haust á valda staði á landinu þar sem við undum við spil og spjall og göng- ur og nutum matar og drykkjar sem oftar en ekki var framreidd- ur af Höskuldi af kostgæfni og smekkvísi. Í Höskuldi átti ég traustari vin en í nokkrum öðrum manni. Í 50 ára samveru í starfi og leik bar aldrei neitt okkur í milli. Hann var mér fyrirmynd í störfum og fordæmi í viðhorfi til lífs, náttúru og fólks, heilsteyptur, sanngjarn og góðviljaður. Ég sakna hans mikið en mest hafa þó misst Guð- laug kona hans, samhentur félagi og jafningi, synir þeirra og barnabörn. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Indriði H. Þorláksson. Höskuldur Jónsson var forseti Ferðafélags Ísland á árunum 1985 til 1994. Í forsetatíð Hösk- uldar var mikill vöxtur og upp- gangur í starfi FÍ á öllum kjör- sviðum félagsins, bæði í ferðum, skálarekstri, útgáfustarfi og nátt- úruvernd. Höskuldur Jónsson var mikill leiðtogi, hugsjónamað- ur og framkvæmdamaður og setti sterkan svip sinn á allt starf fé- lagsins. Í raun má segja að Höskuldur hafi verið einn af mestu leiðtog- um félagsins í sögu þess og skipi sér á bekk með stofnendum fé- lagsins og frumkvöðlunum. Svo þekktur varð Höskuldur af starfi sínu sem forystumaður félagsins að jafnvel 20 árum eftir að hann lét af störfum sem forseti töldu margir að hann væri enn í for- ystusveit félagsins. Og það var hann svo sannar- lega en meira sem trúnaðarmað- ur og ráðgjafi. Hann kom reglulega í kaffi á skrifstofu félagsins, spurði frétta og veitti góð ráð og var óþreyt- andi að afla félaginu stuðnings til góðra verka á fjöllum. Höskuldur tók þátt í öllu starfi félagsins, fór í ferðir, var fararstjóri, tók þátt í skálarekstri og fór í vinnuferðir, var í fóstrahópi skála og hafði um tíma umsjón með spilakvöldum FÍ og leiddi þannig félagsstarfið á breiðum grunni. Skáli FÍ í Hrafntinnuskeri á Laugaveginum, Hökuldsskáli, er nefndur eftir Höskuldi, honum til heiðurs. Þau hjónin, Gulla og Höskuld- ur, höfðu bæði mikið yndi af því að ferðast og Gulla stóð þétt við hlið Höskuldar í öllu starfi félags- ins. Þórður sonur þeirra sat lengi í stjórn FÍ, var formaður bygging- arnefndar og leiðir nú Þórsmerk- urnefnd félagsins þar sem stór verkefni eru framundan. Fyrir hönd skrifstofu Ferðafélags Ís- lands sendi ég Gullu, Þórði og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan mann og mikinn leiðtoga lifir áfram með okkur. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. 1. apríl 1986 er dagur sem oft leitar á hugann. Þann dag tók Höskuldur við sem forstjóri ÁTVR. Mér var falið að kynna honum starfsmenn og starfsað- stöðu. Ég hafði haft nokkur kynni af Höskuldi áður og fannst mér eins og fleirum hann virka sem stífur embættismaður. Ég bar því nokkurn ugg í brjósti. Skemmst er frá því að segja að sanngjarnari og þægilegri manni hafði ég vart kynnst fyrr og frá þessum degi hófst samstarf okk- ar sem aldrei bar neinn skugga á. Það lá vel fyrir Höskuldi að stjórna og var honum auðvelt að virkja menn til starfa. Aldrei var vafi á að forysta hans var yfir alla gagnrýni hafin. Þessir stjórnunarhæfileikar voru að ég tel bæði meðfæddir og ekki síður áunnir eftir áralangt starf við stjórnun í fjármálaráðuneytinu. Ég er held ég ekki einn um þá skoðun að Höskuldur hafi verið einn af ágætustu embættis- mönnum okkar frá stofnun lýð- veldisins. Oft hefur vafalaust þurft að beita festu og ef til vill smá hörku við starf ráðuneytis- stjóra en fleiri en ég telja að Höskuldur hafi komist vel frá þeim vanda. Einn af mörgum kostum Höskuldar var að hann var al- gjörlega laus við að vera kvarts- ár. Hann tók því sem að höndum bar með stóísku jafnaðargeði. Oft var rifjuð upp pólsk ferða- saga. Þannig var, að heimboð frá pólskum yfirvöldum og vínfram- leiðendum í Póllandi hafði verið ítrekað og miðað við mikilvægi viðskiptanna var ákveðið að Höskuldur og frú sinntu þessu boði. Fundur norrænu einkasöl- unnar hafði þá verið ákveðinn í Finnlandi. Upplagt þótti að sam- eina þessar ferðir. Viku fyrir Finnlandsfundinn héldu þau hjónin til Póllands og síðan var ætlunin að hittast á fundinum í Finnlandi. Daginn eftir flug til Póllands hringdi Höskuldur og var nú ekki gott í efni. Allur far- angur þeirra hafði misfarist ein- hversstaðar á leiðinni. Við eftir- grennslan nokkrum dögum síðar varð hans vart einhversstaðar í Austurlöndum fjær. Í Póllandi þess tíma var verslunarúrval ekkert sérstakt. Þó tókst að út- vega nauðsynlegustu hreinlætis- vörur. Þau urðu því að gera sér að góðu að mæta í allar fínu veislur Pólverjanna í ferðafötun- um sem þau komu í. Þau bæði al- vön volki á íslenskum fjöllum létu þetta ekki slá sig út af laginu og sinntu sínum mætingarskyld- um með heiðri og sóma. Af far- angrinum er það að frétta að hann kom til Íslands og náðum við að taka hann með okkur til Finnlands. Sjaldan hefur okkur hjónum verið fagnað jafn hlýlega og þegar við birtumst. Ég sætti mig alveg við að farangurinn átti vafalaust sinn hluta af fögnuðin- um. Ekki veit ég til að nokkur eftirmál hafi orðið af þessu ferð- araski eða að Höskuldur hafi borið fram kvartanir, það var ekki hans stíll. Undanfarið, eftir að báðir luku opinberum störfum, hefur Höskuldur boðið mér og fyrrver- andi samstarfsmönnum til ár- legrar sviðaveislu. Veislan var haldin í hádeginu og þá voru snædd svið sem forstjórinn til- reiddi sjálfur og sauð á prímus úti á svölum og bar fram með finnskri kartöflustöppu. Eftir- rétturinn var svo yfirleitt kaka ársins. Því miður verða þessar sviðaveislur ekki fleiri, en minn- ingin er ómetanleg. Höskuldur stóð ekki einn. Við hlið hans var ávallt eiginkonan Guðlaug og saman tóku þau á gleði og sorgum hins daglega lífs svo unun var með að fylgjast. Um leið og við hjónin kveðjum góðan samferðamann sendum við eiginkonu og börnum innileg- ar samúðarkveðjur. Þór Oddgeirsson.  Fleiri minningargreinar um Höskuld Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höskuldur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.