Morgunblaðið - 05.06.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 05.06.2020, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 hans Gústa, og Gústi farinn. Sem betur fer blandaði hann síðustu blönduna þremur dög- um áður en hann kvaddi, þannig að nóg var til. Gamla hornið með minna opinu, litli ferðapel- inn með 80% Stroh og nákvæm- lega blandað. Blanda sem færir manni fullkomna marengstertu í nefið. Nokkuð sem mér hefur ekki tekist að blanda ennþá þrátt fyrir margar tilraunir. 23 ára gamall kom ég í fjöl- skylduna hjá Gústa þegar við Ester fórum að vera saman, ég var óttalegur stráklingur. Mér fannst svo dásamlegt að mér var strax tekið fagnandi og varð partur af fjölskyldunni því ald- urinn skipti engu. Það var alltaf gaman að spjalla við Gústa; fróður, úrræðagóður og það varð að hugsa allt alla leið, ekki að ana að neinu. Í veikindunum hans vildi svo „vel“ til að ég axlarbrotnaði og gat því aðstoðað hann og verið mikið með honum þar sem ég var óvinnufær. Marga bíltúra tókum við og spjölluðum mikið, um lífið, framtíðina og dauðann þegar við vissum í hvað stefndi. Með æðruleysi og þökk í hjarta fyrir gott líf tókst Gústi á við bardaga, sem við vissum báðir að væri ósigrandi. Ég kveð með söknuði í hjarta góðan vin, Gústa á Kap, tengda- föður minn. Guðlaugur Ólafsson. „Mikið væri nú gaman ef ég þraukaði aðeins fram á sumar- ið,“ sagði Gústi nokkrum vikum áður en hann lést. Honum fannst sumrin skemmtileg, sennilega af því að þá var svo mikið um mannfögnuði. Held reyndar að honum hafi fundist allar árstíðir skemmtilegar, því hann sá til þess að hann hefði alltaf nóg fyrir stafni. Hvort sem það voru réttir á Ströndum á haustin eða Kanaríferðir á veturna. Vor og sumur fóru svo í húsbílaferðir hingað og þangað um landið, ásamt stórum vina- hópi, þar sem helstu bæjarhá- tíðir landsins voru heimsóttar. Alltaf var hann hrókur alls fagnaðar, miðpunkturinn í hverju partíi, með gítarinn á öxlinni. Hann var sérstaklega skipu- lagður, nákvæmur og með allt á hreinu. Ekki bara fyrir sína hönd, heldur líka allra í kring- um sig. Þannig að stundum var nóg af hinu góða. Hann átti það til að minna aðra á þegar fara ætti með bílinn í skoðun og hringdi daglega þangað til búið var að græja það. Hann sá til þess að sér og öðrum leiddist aldrei. Ekki bara vegna þess að það var gaman að vera í kring- um hann, heldur líka vegna þess að honum tókst að breyta ein- földu 10 mínútna verkefni í hálfs dags vinnu, fyrir tvo. En það var nú líka til þess að ekkert færi úrskeiðis. Gústi var einstakt ljúfmenni, lífsglaður, bóngóður, jákvæður og með mikið jafnaðargeð. Það var notalegt að vera í návist hans. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki spjallað við hann um allt og ekkert yfir kaffi og kleinu, sjá hann labba í ró- legheitunum inn í eldhúsið hummandi „bomm bomm bomm“, eða hlusta á hann spila á gítarinn fyrir stelpuna mína. Ég kveð þig, elsku Gústi, full af þakklæti með hlýju í hjarta. Mér finnst ég vera heppin að hafa fengið að kynnast þér og vera samferða þér síðustu árin þín. Mig langar að enda þessa kveðju með textabút úr lagi sem ég hef heyrt þig svo oft spila og var þessi hluti lagsins ævinlega spilaður, í það minnsta tvisvar sinnum of oft. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Þín vinkona og tengdadóttir, Erna Ósk. Þá hefur elsku besti afi minn kvatt okkur. Ég má teljast heppin að hafa flutt til elsku ömmu og afa í Vigtó síðasta sumar og hef því eytt miklum og frábærum tíma með þeim síðast- liðið árið. Heyra hann taka upp gítarinn nokkrum sinnum í viku og spila alltaf tvö lög og flauta með. Það varð að viðhalda sigg- inu á puttunum til að vera klár fyrir fjörið á Kanarí! Í covid- faraldrinum hvatti hann mig til þess að læra á gítar og kenndi mér nokkur grip og svo spil- uðum við saman. Þess vegna þótti mér tilvalið að setjast á rúmstokkinn hjá honum á síð- asta degi hans og spila fyrir hann nokkur lög. Það er mér mjög dýrmætt. Ég sagði honum hvað ég elskaði hann mikið og hann væri besti afi í heimi og kyssti hann góða nótt þar sem hann svaf vært og hraut. Þetta voru mín síðustu skilaboð til hans áður en hann fór til himna. Þessar stundir mun ég geyma að eilífu ásamt öllum þeim frá- bæru og skemmtilegu minning- um sem ég á um hann. Helsti kosturinn við afa var hvað hann var ávallt yndislegur og góður við alla, börn sem fullorðna. Hann var vinmargur og frábær vinur vina sinna. Þegar ég kvaddi hann tveim- ur dögum fyrir andlátið og sagði honum að ég elskaði hann og kyssti hann rankaði elsku afi við sér í nokkrar sekúndur þar sem hann sagðist elska mig líka og þakkaði mér fyrir að hafa klippt sig nokkrum dögum áður. Eftir þennan dag náði ég litlu sam- bandi við hann og er þetta því mjög dýrmæt stund fyrir mig að geyma. Ég trúi ekki að þessi frábæri og góði maður hafi þurft að lenda undir í baráttunni við krabbamein, en lífið getur verið svo ósanngjarnt. Elsku besti afi minn, þín verður svo ofsalega sárt saknað, ég mun alltaf elska þig. Þú varst minn fyrsti vinur sem barn og það er hvergi hægt að finna eins góðan og traustan vin og þig. Ég mun passa upp á ömmu fyrir þig elsku engillinn minn. Hvíldu í friði elskulegur við sjáumst hin- um megin þegar minn tími kem- ur. Góða nótt og Guð geymi þig. Þín Stella Guðlaugsdóttir. „Gústi afi er dáinn.“ Það er svo skrítið að segja þessi orð upphátt. „Ég er að fara til ömmu og afa.“ Nei, afi er dáinn. Afi var vinmargur maður, enda með eindæmum skemmti- legur. Gítarspilin hans voru þau skemmtilegustu og eru mörg lög „Gústa afa lög“. Ég hefði verið til í að sitja eitt partíið hans af svo ótalmörgum á Kanarí. Hann var aðalkallinn. Þetta voru skemmtiferðir hjá þeim ömmu og á sama tíma hálfgert tón- leikaferðalag. Hann afi minn var einstakur kall og er ég svolítið grobbin með að hann hafi verið afi minn. Hann var mikill húmoristi og hélt í það alveg fram á síðustu stundu. Hann var einnig mikill nákvæmnismaður og íhaldssam- ur. Fyrir nokkrum árum sátum við saman á Sóleyjargötunni og hann vantaði símanúmer frænda míns. Skvísan ég var komin með gsm-síma og las númerið fyrir hann. Nei, þessu tæki var sko ekki treystandi. Hann var með númerið ritað einhvers staðar í litlu vasabókina sína. Hann eyddi dágóðri stund í að fletta númerinu upp á meðan ég end- urtók „afi, ég er búin að segja þér númerið“. Að lokum fann hann það í bókinni sinni góðu. Það sem afi elskaði einna mest voru Strandirnar. Djúpa- vík átti allan hans hug og áttum við ógleymanlegar stundir þar saman á ættarmóti fyrir nokkr- um árum. Það sem ég minnist helst þaðan er þegar afi og fleiri fjölskyldumeðlimir voru að blúsa. Kallinn var svo flottur og þessari gleði hjá honum mun ég aldrei gleyma. Á dánarbeðinum sagði ég afa að ég mun fara aft- ur til Djúpavíkur, þau orð mun ég ekki svíkja. Ég er svo þakklát fyrir okkar stundir saman. Ég er svo þakk- lát fyrir þína góðu nærveru við börnin mín, langafabörnin þín. Ég er svo þakklát fyrir góðan vinskap ykkar Birkis. Ég er svo þakklát fyrir þig. Elsku afi minn, Gírúnin þín kveður þig með trega. Ég mun gæta ömmu fyrir þig. Hvíldu í friði, skipstjóri, ég mun sakna þín meira en orð fá lýst og elska þig af öllu mínu hjarta. Ása Guðrún Guðmundsdóttir Elsku afi Gústi, ég man þegar þú komst alltaf með kleinuhringi til okkar á morgnana síðasta sumar, þú vissir að kleinuhring- ir væru uppáhaldið mitt. Þú varst alltaf í góðu skapi og varst alltaf svo góður við mig. Ég man þegar ég var lítil, og við vorum í Djúpavík, þá var vaknað mjög snemma til að fara að veiða á bátnum þínum. Það var líka mjög skemmtilegt og kósí þegar þú spilaðir á gítarinn þinn á kvöldin í Djúpavík. Ég vildi óska þess að ég hefði hitt þig meira síðustu ár en það var svolítið erfitt þar sem ég bý í Noregi. Ég mun sakna þín ótrúlega mikið. Elska þig. Þín Hafdís Ósk. Elsku afi minn. Hvernig er veðrið hjá þér? Ég vona að það sé bara eins og á Ströndum, enda alltaf blíða þar. Ekki bjóst ég við því að missa þig svona snöggt. Ég sem var búinn að hlakka til að gera þig að langafa og fara þónokkrar ferðir norður á Djúpavík. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að við tveir mundum sigla út á bátnum þínum Trausta, krækja í nokkra þorska og ég ætlaði að biðja þig um að kenna mér að flaka, eins og þú einn kunnir best. Gústi afi minn. Alltaf hef ég verið ánægður og stoltur af nafninu mínu. Ég gæti ekki talið hversu oft ég hef grobbinn sagt frá því að ég heiti Ágúst eins og faðir minn en skírður Ágúst í höfuðið á þér. Það fannst Dön- unum merkilegt. Ég get einung- is vonað að með því að bera nafnið þitt fái ég brot af góð- mennsku og auðmýkt þinni. Sorgin yfir því að minning- arnar verði ekki fleiri er gífur- leg og söknuðurinn mikill. Þó er hamingjan yfir því að hafa haft þig í lífi mínu og þakklætið fyrir allt sem þú gafst mér yfirgnæf- andi. Þannig veit ég líka að þú hefðir vilja hafa það, gleðiberinn sem þú ert. Þegar ég hugsa til þín fyllist hjartað mitt af ást og hlýju sem mun fylgja mér alltaf. Góða ferð, elsku afi minn. Takk fyrir öll ferðalögin, allan sönginn, allan hláturinn og allt sem þú kenndir mér. Ég elska þig. Nafni þinn, Ágúst Einar. Það var verið að heyja inni í Kjós og Gústi frændi sá um að ferja heysáturnar til Djúpuvík- ur. Í einni ferðinni til baka í Kjósina fékk ég strákpjakkurinn að sitja á klárnum með klakk- inn. Við sungum hástöfum á leiðinni og ég var alsæll og glað- ur. Þetta var fyrsta skýra minn- ingin um Gústa frænda og þær áttu eftir að verða miklu fleiri. Árin á Djúpuvík urðu reyndar ekki mörg, því fjölskyldur okkar fluttu ekki löngu síðar búferlum til Hafnarfjarðar. Minningar- brot skýtur upp kollinum þegar Gústi kemur með Ásu í heim- sókn til foreldra sinna og það var tekin mynd af þeim í garð- inum á Hringbraut 7. Glæsi- legra par hafði ég ekki augum litið. Þegar Gústi flytur til Vest- mannaeyja slaknar á samskipt- unum, en samt er það sveitin okkar og sameiginlegur áhugi á tónlist sem bindur okkur saman. Frábært framtak Gústa var að blása til ættarmóts á Djúpuvík og öllum sem það sóttu minn- isstætt. Þakið ætlaði að rifna af hótelinu þegar hæstu tónarnir voru slegnir. Nokkrum árum síðar fóru fjölskyldurnar í svo- kallaða málningarferð til Djúpu- víkur í þeim tilgangi að mála verksmiðjuna sem feður okkar tóku þátt í að reisa. Ekki var sú ferð mikið síðri en ættarmóts- ferðin. Sveitin okkar var Gústa ávallt hugleikin og óteljandi eru ferðir hans í Árneshrepp. Hann hefur líka innrætt börn- unum sínum ræktarsemi til sveitarinnar og hafði Sæþór á orði á dögunum að það væri skrýtið að fara til Djúpuvíkur án föður síns. Ég og fjölskylda mín kveðjum Gústa með söknuði. Hann var ávallt glaðsinna, jákvæður og vildi öllum vel. Sannkallað sól- skinsbarn eins og Kamilla systir mín orðaði svo vel. Elsku Ása. Við Ella sendum þér og yndislegu börnunum ykk- ar og barnabörnum kærleik- skveðjur. Guð geymi góðan dreng. Gunnlaugur Sveinsson. Elsku Gústi okkar. Það sem okkur þykir vænt um ykkur Ásu. Takk fyrir allt. Allar góðu stundirnar okkar saman í Vestmannaeyjum og á Djúpavík. Ég var svo heppin að þú leist á mig sem fósturdóttur þína og það þykir mér afar vænt um. Eins varstu afi barnanna minna þar sem þau höfðu ekki pabba minn hjá sér. Þú talaðir alltaf svo vel um mig og mína. Heiðar og þú voruð svo nánir og góðir vinir strax eftir að þú mættir með kornvín eftir Ís- stöðvarfund en þá höfðuð þið aldrei hist. Börnin mín muna þig leika við sig og gefa góð ráð. Alltaf vildir þú fylgjast vel með öllu sem við vorum að gera og alltaf svo hjálpsamur við okkur mömmu. Takk fyrir allt, elsku Gústi okkar, og við pössum upp á Ásu þína. Gréta Hólmfríður Grét- arsdóttir og fjölskylda. Það er komið að leiðarlokum hjá Gústa vini mínum, miklu fyrr en ég átti von á og á hugann leita minningabrot sem ljúft er að rifja upp. Eyjamenn voru heppnir að fá Gústa í sitt lið en hann eins og margir efnilegir ungir menn réð sig á vertíð til Eyja. Gústi réð sig um borð í Ófeig III Ve. Þar var skipstjórinn Grétar Skapta- son og fékk Gústi leigt herbergi hjá honum og Bíbí konu hans. Ása systir Bíbíar bjó í hinum hluta hússins ásamt foreldrum þeirra systra. Ekki leið á löngu þar til Gústi og Ása fóru að vera saman. Fystu kynni mín af Gústa og Ásu voru í gegnum Ingólf Grét- arsson æskuvin minn og jafn- aldra og hafa þau góðu kynni enst nú í yfir 50 ár. Þau hjónin voru dugleg að bjóða okkur vin- unum heim í veislumat og voru alltaf höfðingjar heim að sækja. Það kom fljótt í ljós hvaða mann Gústi hafði að geyma. Hann tók öllum jafn vel, hafði traust og notalegt viðmót ásamt því að vera einstaklega hjálpsamur og aflaði það honum margra vina. Þegar mér stóð til boða að taka við vélstjóraplássi á Gjafari Ve 300 hjá Rafni Kristjánssyni, þá 19 ára, leitaði ég ráða hjá Gústa. Þá starfaði hann sem vél- stjóri í Fiskiðjunni. Hvatti hann mig til að taka plássinu og bauðst til að eyða sumarfríinu sínu um borð í Gjafari VE 300 til að koma mér inn í starfið. Ekki má gleyma gosnóttinni. Þegar ég kem niður á bryggju voru Gústi og Ása komin að skipshlið með börnin sín tvö, Ester og Guðmund, og var Ása þá langt gengin með Ágúst Grétar og voru þau fyrst um borð. Daginn áður var ég búinn að vera að vinna í vélarrúmi skipsins og var því skipið ekki tilbúið til gangsetningar. Gústi kom mér þá til aðstoðar og vorum við vinirnir í tæpan klukkutíma að koma skipinu í gang. Á þeim tíma fylltist skipið af flóttafólki og sigldi Gjafar VE 300 með 430 manns frá Vest- mannaeyjum til Þorlákshafnar þessa afdrifaríku nótt. Eitt árið fórum við hjónin ásamt dætrum okkar á æsku- stöðvar Gústa á Djúpuvík á Ströndum. Þar var Gústi í essinu sínu, sýndi okkur æskuheimili sitt og allt það markverðasta. Hann var þá á húsbílnum Götuskegg ásamt Sæþóri syni sínum og grilluðu þeir feðgar handa okkur silung í fjöruborðinu. Það var alltaf gaman að koma í tjaldið hjá Gústa og Ásu á þjóðhátíð. Söngur, gítarspil og mikil veisluhöld voru fastir liðir í tjaldinu þeirra í gegnum árin en Gústi var mikill gleðimaður og hreif allan mannskapinn með sér. Núna síðasta árið höfum við verið nágrannar á Strandvegi 30 í Vestmannaeyjum og áttum við oft notalegt spjall í fallegri íbúð þeirra hjóna. Þeir missa sem eiga og við sem áttum vin í Gústa söknum hans sárt. Við Ragnheiður sendum hjartanleg- ar samúðarkveðjur til Ásu og fjölskyldunnar allrar. Guðjón R. Rögnvaldsson. Faðir okkar, afi og langafi, GUÐMUNDUR W. VILHJÁLMSSON, lögfræðingur og fv. deildarstjóri, lést á Vífilsstöðum 26. maí. Útförin verður auglýst síðar. María Kristín Guðmundsdóttir Guðmundur Thor Guðmundsson Sara María Grau Anders Grau Vilhjálmur W. Birgisson Nína Júlía Machon Martin Machon og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞÓR ÞORBERGSSON frá Hraunbæ, sem lést laugardaginn 23. maí, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 9. júní klukkan 13. Margrét María Guðmundsdóttir Guðbjörg R. Pálmadóttir Einar Ó. Karlsson Guðmundur Jónsson Valgerður Sveinsdóttir Guðlaug Þ. Jónsdóttir Ragnhildur H. Jónsdóttir Einar K. Stefánsson Þorbergur B. Jónsson Guðný L. Egilsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍN EBBA SKAPTADÓTTIR húsmóðir, Forsölum 1, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 10. júní klukkan 13. Jóhannes Víðir Haraldsson Skapti Jóhannesson Hólmfríður Sigurðardóttir Haraldur Jóhannesson Soffía Guðrún Gísladóttir Jökull Trausti, Matthías, Kristófer Víðir, Ásdís Elín, Jóhanna Kara og Fróði Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS ANNA PÉTURSDÓTTIR frá Flögu, Hörgárdal, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu 16. maí. Jarðarför fór fram í kyrrþey á Möðruvöllum 30. maí. Björn Pálsson Örn Heimir Þórður Már Hulda tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.