Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
✝ Hulda KristínVatnsdal fædd-
ist í Reykjavík 7.
febrúar 1958. Hún
lést á Landspít-
alanum 24. maí
2020. Foreldrar
hennar voru Gissur
Þorvaldsson, f. 1.9.
1929, d. 22.11. 2018
og Jensína Fanney
Vatnsdal Karls-
dóttir, f. 23.10.
1931, d. 23.10. 1971.
Hulda átti sex systkini, al-
systir hennar er
Ragnheiður Jóna, f.
10.11. 1954. Hálf-
bróðir hennar sam-
mæðra er Karl
Kristinn Júlíusson,
f. 18.4. 1952. Hálf-
systkini hennar
samfeðra eru: Ás-
gerður Svava, f.
21.3. 1964, Þorvald-
ur Hrafn, f. 5.8.
1968, Hörn, f.
16.12. 1969 og Gunnlaug, f. 2.11.
1972.
Hulda átti tvö börn, Arnar
Þór Vatnsdal, f. 10.12. 1973, og
Söndru Dögg Vatnsdal, f. 7.2.
1989.
Hulda ólst upp í Reykjavík
með systkinum sínum Karli og
Ragnheiði. Hún bjó með móður
sinni og systur í Svíþjóð á ár-
unum 1969 til 1971. Hulda vann
ýmis störf frá unga aldri en fór
á fertugsaldri í sjúkraliðanám.
Árið 2010 flyst hún til Noregs
og starfar þar sem sjúkraliði, í
Kirkenes og Hammerfest, til
ársins 2012. Hún útskrifast úr
framhaldsnámi sjúkraliða í
öldrunarhjúkrun árið 2015 og
hélt áfram að starfa við umönn-
un.
Útförin fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 5. júní 2020, klukk-
an 15.
Elsku systir. Það er svo skrítið
að eiga ekki eftir að heyra í eða fá
skilaboð frá þér. Samskipti okkar
síðustu mánuði byrjuðu alltaf á
„sæl gullið mitt, hvernig hefurðu
það?“ og „hvernig er heilsan?“
Það eru svo margar góðar minn-
ingar um þig gullið mitt sem ég
geymi í hjarta mínu og get yljað
mér við. Þú varst mér svo margt,
þú varst með sterka réttlætis-
kennd, trú sjálfri þér, alltaf bein í
baki og svo falleg en fyrst og
fremst varstu systir mín og ég
elska þig. Ég kveð þig með þessu
lagi sem Eyjólfur Kristjánsson
syngur.
Góða ferð
Þér leiðist hér ég veit það kæra vina
Þú vilt á brott að kanna nýjan stig
en þig skortir kjark þú hikar og hugsar
dag og nótt
og hræðist að þú munir særa mig
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vina það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæl já góða ferð
Við áttum saman yndislega stund
við áttum sól og blóm og hvítan
sand
og skjól á köldum vetri er vindur nap-
urt söng
og von um gullin ský og fagurt lag
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vina það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæl já góða ferð
Þó farir þú í fjarlægð kæra vina
og fætur þínir stígi ókunn skref
Hve draumar ræst hafa’ aftur þú áður
sagðir mér
þín ást var mín og brosin geymt ég
hef
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vina það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæl já góða ferð
Elsku Arnar Þór, Sandra
Dögg og Eggert – mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur, hugur
minn er hjá ykkur.
Ragnheiður Gissurardóttir
(Gagga systir).
FÍ dag kveðjum við elsku syst-
ur okkar sem kvaddi mun fyrr en
við sáum fyrir. Hulda greindist
með krabbamein í nóvember á
síðasta ári og háði snarpa og erf-
iða baráttu við sjúkdóminn. Hún
tók veikindum sínum af miklu
æðruleysi og vopn hennar voru
styrkur og léttleiki. Hún var mik-
ill töffari og húmorinn sem var
kaldhæðinn og skemmtilegur var
alltaf til staðar.
Það var alltaf gaman að taka
kaffibolla og létt spjall um líðandi
stundir, en Hulda lá ekki á skoð-
unum sínum og hafði þann góða
eiginleika að sjá alltaf spaugileg-
ar hliðar á málunum.
Hulda var kraftmikil kona og
fylgin sér, hún fór ekki alltaf auð-
veldustu leiðina í lífinu en það
sem einkenndi hana var kraftur-
inn og eljan.
Við kveðjum þig með hlýju og
óskum þér góðrar ferðar í sum-
arlandið – á vit ævintýranna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Andý, Sandra og Egg-
ert – minning um sterka og
skemmtilega konu lifir.
Þín systkin,
Ragnheiður, Ásgerður,
Þorvaldur, Hörn og Gunn-
laug Gissurarbörn.
Elsku Hulda okkar er dáin eft-
ir stutta baráttu við krabbamein.
Hulda var uppáhaldsfrænka okk-
ar systra. Hún og börnin hennar,
Arnar Þór og Sandra Dögg, voru
hálfgerð framlenging af fjöl-
skyldu okkar og þær voru ófáar
helgarnar sem við áttum saman í
Borgarnesi þar sem við systur ól-
umst upp. Þá biðum við spenntar
eftir rútunni frá Reykjavík þegar
Hulda var að koma í heimsókn.
Þar sem Hulda var, þar var hlát-
ur, tónlist og þar voru sagðar
skemmtilegar sögur. Lífið færði
frænku okkar ekki alltaf auðveld-
ustu verkefnin, en hún leit ein-
mitt á þau þannig, sem verkefni
en ekki vandamál og þau voru til
að leysa. Hún var einstaklega úr-
ræðagóð. Hulda og mamma okk-
ar voru systur og þær voru alla
tíð mjög nánar.
Það er sárt að hugsa til þess að
hitta þig ekki aftur, elsku
frænka, sjá ekki fallega brosið
þitt, og heyra ekki smitandi ráma
hláturinn sem nú ómar í huga
okkar þegar við hugsum til þín og
yljum okkur við góðar minningar.
Þú fórst eigin leiðir hvað
varðaði stíl og var það einn af
þínum dásamlegu kostum. Í
mörg ár gekkstu í tréklossum,
alla daga, alltaf og í öllum veðr-
um. Þegar gömlu klossarnir
voru úr sér gengnir urðu þeir að
veggskrauti eða blómapottum.
Hrein og bein fram í fingur-
góma varstu alla tíð. Þú sagðir
hlutina eins og þeir voru. Þú
varst alltaf boðin og búin að að-
stoða okkur og ótrúlega vel les-
in. Lög- og reglugerðir varðandi
íbúðakaup, húsfélög eða annað
tengt fjölbýlishúsum, það vissir
þú og kunnir utan að. Ef við vor-
um í vafa með einhver svona
vesenismál sem fæstir nenna að
hugsa út í þá hringdum við í þig,
þú varst enga stund að finna út
úr þessu ef þú vissir ekki svarið
fyrir. Skötuveislan árið 2016
gleymist seint; þegar við ætluð-
um að elda skötuna úti í garði á
litlu hellunni í svo miklum snjó
og kulda að suðan vildi ekki
koma upp! Þá var mikið hlegið.
Dásamlegt Þorláksmessukvöld.
Þú varst þú alla leið og komst
til dyranna eins og þú varst
klædd. Samkvæm sjálfri þér
alltaf og góð fyrirmynd hvað
varðar heilindi og heiðarleika.
Þú hugsaðir svo vel um þína og
sást til þess að ættingjarnir hitt-
ust og héldu sambandi.
Við eigum svo margar góðar
minningar með þér og um þig
elsku besta frænka okkar. Tón-
list, gleði og hlátur einkenndi
þig alltaf og alla tíð. Við söknum
þín.
Elsku Andý og Sandra, við
erum hér fyrir ykkur, alltaf.
Sigrún, Ásrún og Eyrún.
Hulda Kristín
Vatnsdal
✝ Sigurður Rich-ardsson fædd-
ist í Reykjavík 17.
júní 1932. Hann lést
á hjúkrunar-
heimilinu Eir 27.
maí 2020.
Foreldrar Sig-
urðar voru Louisa
Norðfjörð Sigurð-
ardóttir, f. 15.2.
1892, d. 14.1. 1953
og Richard Eiríks-
son, f. 4.5. 1886, d. 30.9. 1971.
Bræður hans voru Jón Sigmar,
f. 1924 og Richard, f. 1926, báðir
látnir. Sigurður kvæntist 5.9.
1956 Guðríði Gísladóttur frá
Hellissandi, f. 5.9. 1933, d. 15.3.
Anna María Sigurðardóttir, f.
4.5. 1961, í sambúð með Viðari
Sigurðssyni, þeirra börn eru
Sigurður Viðarsson og Bryndís
Viðarsdóttir. 3) Brynja Sigurð-
ardóttir, f. 22.9. 1963, hennar
sonur Hákon Hermannsson.
Sigurður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1952, stundaði nám í lögfræði og
síðar viðskiptafræði við HÍ,
efnafræði við Technische Hoch-
schule í Vínarborg og við Freie
Universität í Berlín. Sigurður
starfaði sem kennari við Iðn-
skólann í Reykjavík frá 1957 til
1997. Hann kenndi eðlis- og
efnafræði ásamt stærðfræði en
síðustu árin kenndi hann að-
allega tölvufræði. Hann starfaði
við landmælingar öll sumur á
fyrstu árum kennslunnar.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 5. júní
2020, og hefst athöfnin klukkan
15.
2001, foreldrar
hennar Brynhildur
Sveinsdóttir, f.
1901, d. 1979 og
Gísli Þorsteinsson,
f. 1887, d. 1936.
Dætur Sigurðar og
Guðríðar eru: 1)
Louisa Sigurð-
ardóttir, f. 7.11.
1956, gift Pétri
Hauki Ólafssyni,
börn þeirra Hildur
Pétursdóttir, gift Hjörleifi Jóns-
syni, þeirra börn Jón Óli, Arndís
og Pétur Örn. Ólafur Haukur
Pétursson, í sambúð með Jónínu
Sif Eyþórsdóttur, þeirra dóttir
Anna Louisa Ólafsdóttir. 2)
Elsku afi minn, það er með
miklum trega sem ég kveð þig
nú.
Á stundu eins og þessari er
margt sem kemur upp í hugann
því stundir okkar voru margar.
Afi var besti afi sem hægt
var að hugsa sér og gott var að
geta alltaf leitað til hans því
hann var alltaf tilbúinn til að
hlusta á það sem ég hafði fram
að færa. Þeir sem þekktu hann
vita hversu klár og skemmti-
legur hann var og með stórt
hjarta.
Hann hafði í gegnum tíðina
haft ýmsar dellur, þá m.a. ann-
ars ljósmyndadellu sem gæti að
mörgu leyti skýrt minn áhuga á
ljósmyndun.
Mér þykir þó erfitt að geta
ekki ráðfært mig við þig þegar
ég þarf á því að halda en þó svo
að ég muni ekki hitta þig aftur,
þá mun ég halda áfram að
hugsa til þín og mun minningin
um þig ávallt lifa. Ég kveð þig
með mikinn söknuð í hjarta en
á sama tíma er ég þakklát fyrir
allar þær stundir sem við átt-
um saman.
Núna ertu kominn til ömmu
og ég veit að þið munið passa
vel upp á hvort annað.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Ég elska þig, afi minn, og
mun ávallt hugsa til þín.
Þín eina,
Bryndís.
Kveðja frá samstarfs-
mönnum við Iðnskólann í
Reykjavík
Nú þegar íslenska þjóðin er
vonandi að rísa upp úr kór-
ónukófinu fellur einn litríkasti
og skemmtilegasti kennari
landsins, Siggi Rikk, í valinn.
Ógleymanlegur öllum sem
kynntust honum.
Eftir stúdentspróf úr MA og
efnafræðinám í Vínarborg hóf
hann kennslu í raungreinum við
Iðnskólann í Reykjavík á sjötta
áratug síðustu aldar.
Hlutverk skólans þá var að
annast kennslu samningsbund-
inna iðnnema, aðallega í al-
mennum bóklegum greinum og
helstu faggreinum og fagteikn-
ingum.
Kennsluhættir Sigurðar
Richardssonar voru ólíkir
flestu sem nemendur höfðu áð-
ur kynnst úr skólakerfinu.
Hann byggði upp vel búna
kennslustofu í efna- og eðlis-
fræði og þar var lögð lítil
áhersla á formúlustagl með
dóseringum og yfirheyrslum
upp við töflu.
Siggi Rikk fór þá leið að
kynna helstu leyndardóma
raungreinanna með sýni-
kennslu og fór jafnan á kostum.
Kennslan var lífleg og
skemmtileg og enginn skemmti
sér betur en kennarinn. Hann
galdraði fram norðurljós undir
glerhjálmi með loftdælu og
spantæki, sýndi áhrif lofttæmis
á vökva og hluti og Van der
Graf-rafallinn skýrði áhrif
stöðurafmagns og kom nem-
endum í stuð.
Helstu lögmál eðlisfræðinnar
voru kennd með slíkum aðferð-
um. Hann lék líka listir sínar í
efnafræði þar sem efnahvörf
voru sýnd með litabreytingum í
upplausnum með tilheyrandi
gosum og sprengingum eða
framleiðslu á illþefjandi lyktum
sem stundum höfðu þau áhrif
að yfirgefa þurfti kennslustof-
una.
Í stuttu máli má lýsa kennsl-
unni sem vísindalegu uppi-
standi. Eftir á að hyggja er
hugsanlegt að sumir nemendur
hafi ekki gert sér fulla grein
fyrir því hversu hnitmiðuð
kennslan var heldur álitið þetta
sprell og leikaraskap. Það
væru bestu meðmælin með
góðri kennslu.
Siggi leit á nemendur sína
sem jafningja og félaga og
eignaðist ótal vini úr hópi
þeirra.
Þegar misvitrir námskrár-
gerðarmenn ákváðu að fella
niður þessar greinar í iðnnámi
breyttust kennsluhagir Sigga.
Þá tók hann að sér kennslu í
stærðfræði, bókfærslu og
þýsku.
Það gekk ágætlega en það
dró úr eldmóði og áhuga.
Kulnun í starfi? Nei aldeilis
ekki. Þegar ný námsgrein með
tilheyrandi búnaði og græjum
leit dagsins ljós í upphafi átt-
unda áratugarins reis Siggi
Rikk upp rétt eins og fuglinn
Fönix forðum.
Við upphaf tölvualdar var
hann réttur maður á réttum
stað á réttum tíma og undra-
fljótt tileinkaði hann sér
tæknina.
Líklega var hann með þeim
fyrstu til að átta sig á því að
tölvan er hvorki ritvél á ster-
um né leiktæki heldur framtíð-
aratvinnutæki með óteljandi
möguleika. Margir makkavinir
leituðu til hans og á svip-
stundu varð hann að tölvugúru
sem átti sinn þátt í því að Iðn-
skólinn tók forustu í tölvu-
kennslu.
Samstarf þeirra Ingvars Ás-
mundssonar, þáverandi skóla-
stjóra, og fleiri öflugra tækni-
manna leiddi til þess að
skólinn setti á stofn tölvu-
brautir fyrir vél- og hugbúnað.
Ekki skynjuðu allir skólamenn
og atvinnulífsforkólfar þörfina
á slíkri menntun en nú vildu
allir þessa Lilju kveðið hafa.
Um þátt Sigga í félagslífi
samstarfsmanna mætti margt
segja og oft var gengið með
honum um gleðinnar dyr. Ljúf-
mennska hans, orðheppni,
grallaraskapur og dillandi
hlátur lifa með okkur.
Við sendum dætrum hans og
fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Það er með virðingu, vænt-
umþykju og eftirsjá sem við
vinir og samstarfsmenn kveðj-
um goðsögnina Sigga Rikk.
Frímann I. Helgason.
Sigurður
Richardsson
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar
RAGNARS H. GUÐMUNDSSONAR,
Arnarási 15,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ísafoldar fyrir
umhyggju og alúð.
Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og systir,
HALLA ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést á spítalanum á Selfossi mánudaginn
18. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Ágústa Kristrún Ingvarsdóttir
Ragnhildur Björk Ingvarsdóttir, Tómas Th. Guðmundsson
Guðrún Ágústsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar