Morgunblaðið - 05.06.2020, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
✝ Sigurður fædd-ist á Felli í
Kollafirði á
Ströndum 18. mars
1935. Hann lést á
Höfða, hjúkrunar-
og dvalarheimili,
Akranesi 27. maí
2020.
Foreldrar hans
voru þau Hjálmar
Björn Jónsson
bóndi frá Kolla-
fjarðarnesi, f. 14. júlí 1910, d. 3.
júlí 1993 og Sæunn Ingibjörg
Sigurðardóttir frá Bolungarvík,
f. 29. apríl 1908, d. 4. apríl
1976.
Sigurður var næstelstur
fimm bræðra en þeir voru: Óli
Jakob, f. 9. júlí 1932, d. 2016,
Ágúst, f. 26. september 1944,
Jón, f. 3. apríl 1938, Árni Ágúst,
f. 30. nóvember 1948, d. 1987.
Einnig ólst sonardóttir hans
stoð og stytta við bústörfin.
Hann sinnti ýmsum störfum,
svo sem í fiskvinnslu og bygg-
ingarvinnu, tók meiraprófið og
starfaði sem bifreiðarstjóri,
lengst af hjá Sementsverksmiðj-
unni á Akranesi.
Sigurður Ingi kvæntist 1.
september 1962 Bjarnfríði Har-
aldsdóttir, húsmóður og verka-
konu, f. 16. mars 1940, d. 27.
nóvember 2018. Foreldar henn-
ar voru þau Haraldur Gísli
Bjarnason, f. 1905, d. 1998 og
Sigríður Þ. Guðjónsdóttir, f.
1910, d. 1995.
Sigurður og Bjarnfríður
eignuðust þrjú börn: 1) Sigríð-
ur, f. 8. febrúar 1962, maður
hennar er Jón Ágúst Þor-
steinsson, f. 24. mars 1962.
Börn þeirra eru: a) Hildur, f. 4.
maí 1990, maður hennar Guð-
mann Geir Sturluson, f. 28. júní
1990 og eiga þau þrjá syni:
Styrmir Ari, f. 14. mars 2014,
Óliver Ágúst, f. 14. júlí 2015 og
Sigurður Fannar, f. 14. janúar
2018. b) Þorsteinn, f. 30. sept-
ember 1991. c) Ingibjörg Elín, f.
27. maí 1998. 2) Sæunn Ingi-
björg Sigurðardóttir, f. 8. jan-
úar 1971, maður hennar er
Björn Baldursson, f. 14. maí
1970, börn þeirra eru Baldur, f.
21. mars 2003, Sigurður Ingi, f.
21. mars 2003 og Bjarnfríður
Ólöf, f. 14. febrúar 2005. Fyrir
á Björn tvo syni: Ármann Örn,
f. 13. júní 1990, unnusta hans
Katrín Sveinsdóttir Bates, f. 7.
september 1991 og Steinar, f. 9.
febrúar 1995. 3) Haraldur, f. 19.
mars 1975, sambýliskona hans
er Elín Heiða Þorsteinsdóttir, f.
6. mars 1984. Börn þeirra eru
Þorbergur Óttar, f. 21. júlí 2012
og Steinunn Inga, f. 3. júní
2014.
Sigurður og Bjarnfríður
stofnuðu heimili að Ásfelli 1 en
byggðu sér síðan hús að Ásfelli
3. Þar stunduðu þau búskap í
samstarfi við Ásfellsfjölskyld-
una, ásamt öðrum störfum,
voru samhent og undu sér vel
við sveitastörfin.
Þau bjuggu að Ásfelli þar til
vorið 2018, þegar þau fluttu á
Höfða.
Útför Sigurðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 5. júní
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
upp á heimili
þeirra, Sæunn Óla-
dóttir, f. 13. desem-
ber 1958.
Sigurður ólst
upp á Felli í Kolla-
firði á Ströndum,
en dvaldi einnig
mikið hjá ömmu
sinni og afa á
Kollafjarðarnesi,
allt til 13 ára ald-
urs en þá flutti fjöl-
skyldan suður að Innsta-Vogi
við Akranes. Þar bjuggu þau í
nokkur ár, fluttu svo á Akranes
en síðar keyptu foreldrar hans
Ásfell í Innri-Akraneshreppi og
bjuggu þar alla tíð.
Sigurður gekk í farskóla
norður á Ströndum og síðar tvo
vetur í Barnaskóla Akraness.
Hann gekk ungur í öll störf
sem þurfti að gegna á sveitabæ
og var alla tíð foreldrum sínum
Elsku pabbi. Okkur vantar orð
til að lýsa því hversu þakklát við
erum að hafa átt þig að.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á því
sem er engu öðru líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð
sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Með kærri þökk fyrir allt og
allt.
Sigríður (Sirrý), Sæunn
(Sæja) og Haraldur.
Nú kveð ég tengdapabba minn
eftir 30 ára yndislega samveru.
Margar skemmtilegar minningar
um hann mun ég geyma, hvort
sem það voru gleðistundir með
honum einum eða fjölskyldunni.
Einn fastur punktur í tilver-
unni var að fara með honum að
smala Akrafjallið á haustin, hann
í grænu úlpunni, stígvélum og
með prik í hendi. Þar var hann í
essinu sínu og spenntur fyrir
hverri skjátu sem fannst. Hljóp
um allt fjall þindarlaus. Svo þegar
féð var komið niður í girðingu við
réttina, þá beið okkar hún Fríða
tengdamamma með kaffibrúsa og
eggjabrauð. Það voru dýrðar-
stundir.
Ógleymanlegt var að ferðast
um landið með þeim hjónum, en
hann var mikill áhugamaður um
bæi og sveitir. Með reglulegu
millibili kom spurningin: „Veistu
hvað þessi bær heitir?“ en hann
þekkti þá flesta.
Hann var einstaklega minnug-
ur á kvæði og vísur og upplifun að
hlusta á hann fara með heilu
ljóðabálkana.
Af honum hef ég margt lært og
er þakklátur fyrir að hafa átt
hann að.
Jón Ágúst Þorsteinsson.
Dagarnir eru sífellt að lengj-
ast, allur gróður að komast í
blóma, ljúfur fuglasöngur fyllir
loftið nánast allan sólarhringinn
og þegar allt iðar af lífi, kvaddi
hann Siggi mágur minn og hélt á
nýjar slóðir.
Hann var orðinn lúinn og
þreyttur, en sáttur við allt og alla.
Vorið var hans tími, þá undi hann
sér vel í sauðburði og gladdist yfir
hverju nýju lífi sem leit dagsins
ljós í fjárhúsunum. Hann átti nán-
ast alla ævi eitthvað af kindum og
það voru sannkallaðar dekurkind-
ur sem hann nostraði við á allan
hátt.
Það koma margar minningar
upp í hugann þegar ég hugsa um
Sigga. Lítil stúlka er komin í
skóla.
Á morgnana fær hún far með
mjólkurbílnum, en að skóladegi
loknum þarf hún að ganga heim.
Þó að kílómetrarnir séu ekki
margir, er leiðin löng í huga henn-
ar.
Á þessum tíma eru bílar ekki
margir í sveitinni og nánast engin
umferð. Þegar veðrið er gott er
allt í lagi, en stundum er hvasst á
móti og kalt, frostið bítur í kinn-
arnar og tær og fingur dofna af
kulda.
Þá er oft litið til baka. Það eru
nefnilega suma daga á ferðinni
bílar að sækja möl inn í sveit.
Hann Siggi keyrir einn þeirra og
hann stansar alltaf og býður far.
Það gera sjaldnast aðrir bílstjór-
ar. Og það lifnar yfir litlu stúlk-
unni þegar Siggi kemur.
Hann er alltaf brosandi og hlýr,
kíminn á svipinn og spjallar á leið-
inni. Þannig eru fyrstu minningar
mínar um Sigga.
Árum seinna er ég á þorrablóti í
sveitinni og þá segir Siggi: „Dans-
aðu við hann Jón bróður.“ Síðan
höfum við Jón dansað saman í
gegnum lífið í 55 ár. Þannig ófust
örlagaþræðir saman, allt Sigga að
þakka.
Í rúmlega 50 ár áttum við Siggi
eftir að búa nánast hlið við hlið og
aldrei bar skugga á vináttu okkar.
Ótal sinnum höfum við setið sam-
an í kaffi og spjallað um alla hluti.
Sigga voru æskustöðvarnar
norður í Strandasýslu einkar
kærar, þangað leitaði hugurinn
oftar, eftir því sem á ævina leið.
Fyrir nokkrum árum buðum við
Jón þeim Fríðu og Sigga með
okkur norður á Strandir um helgi.
Þá var farið að Felli á æsku-
stöðvarnar, þar þekkti Siggi
hverja þúfu. Þetta er ógleyman-
leg ferð.
Þó að Siggi stundaði bifreiða-
akstur nánast alla starfsævi sína
var hann bundinn sveit og sveita-
störfum sterkum böndum og
áhugi hans á því sviði mikill. Í
samkomubanni höfðum við ekki
hist í langan tíma, en talast við í
síma.
Þremur dögum fyrir andlát sitt
bað hann dóttur sína að hringja til
mín og fá fréttir af okkur og vita
hvernig sauðburður hefði gengið.
Það var honum mikið áfall þeg-
ar Fríða hans lést skyndilega fyr-
ir einu og hálfu ári; en hann bar
sig vel. Siggi var mikill fjölskyldu-
maður og honum leið svo vel þeg-
ar öll fjölskyldan kom saman.
Hann var barngóður og hafði
unun af að sjá barnabörn og lang-
afastráka vaxa úr grasi.
Lífsbókinni hans Sigga hefur
verið lokað. Góður maður er
genginn. Eftir standa ljúfar
minningar sem við getum ornað
okkur við.
Við fjölskyldan sendum Sirrý,
Sæju, Haraldi og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur
Ragnheiður Guðmundsdóttir
(Ragga).
Sigurður Ingi
Hjálmarsson
✝ Margrét Hel-ena Högna-
dóttir fæddist 19.
október 1939 í
Bergen, Noregi.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 27. maí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Högni
Kristófersson,
bóndi í Mið-Dal, f.
18.4. 1896, d. 1.2. 1969, og
Anny Hermansen, f. 12.4. 1918,
d. 25.11. 1965.
Systkini hennar eru Auður,
f. 1941, d. 2014, Anna, f. 1943,
d. 2015, andvana stúlka, f.
1945, Kristbjörg, f. 1946, Au-
bert, f. 1948, Helga, f. 1950, d.
2012, Ingibjörg, f. 1951 og Jó-
hanna, f. 1954.
Margrét giftist
11. janúar 1969
Hallgrími Sigurðs-
syni, f. 11. apríl
1944. Foreldrar
hans voru Sig-
urður Einar Ein-
arsson, f. 13. febr-
úar 1899, d. 23.
maí 1984, bóndi á
Hólavatni í Austur-
Landeyjum, og
kona hans Elín Jónína Ingv-
arsdóttir, f. 1. mars 1906, d. 17.
mars 1991. Börn Margrétar og
Hallgríms eru: 1) Elín Sigríður,
f. 16. ágúst 1968, maki Sig-
urjón Eyþór Einarsson, börn
þeirra eru Hrafnhildur, maki
Emilian Jasinski, börn þeirra
eru Alexandra Barbara, Sig-
urður Einar og Natalía Rós. Ír-
is, barn hennar er Emilía Elín.
Einar Vignir. 2) Anna Helga, f.
10. apríl 1970, börn hennar eru
Guðjón Arnar, maki Sigríður
Jóhannsdóttir og barn þeirra
er Jóhann Jakob. Bjarni Þór.
Eydís Ósk, maki Dagur Eg-
ilsson, börn þeirra eru Valtýr
Nökkvi og Ísold Nótt. 3) Hafdís
Björk, f. 29. ágúst 1972, d. 22.
nóvember 2019, maki Sæmund-
ur Ólafsson, barn þeirra er
Margrét Alda.
Margrét ólst upp í Mið-Dal í
Vestur-Eyjafjallahreppi, hún
starfaði á yngri árum á vertíð-
um í Vestmannaeyjum og á
hóteli í Hveragerði. Hún var
lengst af bóndi á Hólavatni í
Austur-Landeyjum. Margrét
var virk í félagsstörfum og
starfaði í fjölmörgum kórum í
gegnum árin, einnig starfaði
hún í kvenfélögum og í orlofs-
nefnd kvenna á Suðurlandi.
Útför Margrétar fer fram
frá Áskirkju í dag, 5. júní 2020,
klukkan 11.
Elskulega mamma mín
mild og blíð var höndin þín.
Æskusporin átti ég smá
oft þú gladdir hugann þá.
Létt og björt var lundin þín
líkt og í heiði er sólin skín.
Margar fagrar minningar
man ég enn til huggunar.
Enn rís sól við austurfjöll
árdagsgeislar skína á völl.
Eins er mynd þín hrein og há
hún mér lýsir velferð á.
Þegar loks mín lokast brá
og lýk ég göngu jörðu á.
Ég bíð þín milda móðurhönd
mig leiði þá í sjónarlönd.
(Pálína Pálsdóttir)
Elsku mamma mín ég þakka
samfylgdina í gegnum lífið.
Þín dóttir,
Elín Sigríður
Hallgrímsdóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku Stúlla, mig langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Þegar ég kynntist henni Hafdísi
þá tókstu mér eins þú hefðir
þekkt mig í mörg ár. Þú tókst mér
svo vel og vildir allt fyrir okkur
gera.
Við kunnum mjög vel að meta
aðstoð þína við að undirbúa af-
mæli eða önnur tilefni.
Þegar við eignuðumst Mar-
gréti Öldu tókstu henni með opn-
um örmum.
Þú elskaðir að koma í heim-
sókn til okkar í mat, kaffi eða bara
til að spjalla.
Takk fyrir allt, elsku Stúlla.
Sæmundur.
Elsku hjartans Stúlla mín,
mikið er sárt að þurfa að kveðja
þig og hafa ekki hitt þig í langan
tíma vegna Covid 19. Þegar ég
hringdi í þig í maí þekktir þú mig
strax í símanum og sagðir:
„Gunna mín, hvenær kemur þú
eiginlega til mín?“ Ég sagði að við
mamma myndum koma um leið
og það væri búið að opna fyrir
gesti aftur. En kallið kom áður en
búið var að opna Hjúkrunarheim-
ilið Skjól.
Þegar ég talaði við þig varstu
syngjandi kát og talaðir um að þig
langaði að fara bíltúrinn okkar í
Hafnarfjörð, sem var okkar húm-
or í gegnum tíðina. Við töluðum
um að við þyrftum að kíkja þang-
að og fórum við þó nokkuð marg-
ar ferðir í Hafnarfjörðinn, ég, þú
og mamma. Minningarnar
streyma um huga minn og ylja
mér um hjartarætur. Ég var
sannarlega heppin að vera ein af
þeim sem áttu einstakt og traust
samband við þig alla tíð. Ég er svo
þakklát fyrir allar minningarnar
okkar saman. Þú hélst mér undir
skírn, eldaðir gómsætan mat fyrir
ferminguna mína, passaðir Tönju
í Kjarrhólmanum efst á 4. hæð og
svo margt fleira. Þú varst hjá okk-
ur í nokkra daga og í eitt skipti
baðstu mig um blýant og nokkur
blöð og ég botnaði ekkert í því
hvað þú ætlaðir að gera við það.
Þegar ég kom heim úr vinnu
varstu búin að elda mat fyrir okk-
ur Tönju og teikna á nokkur blöð
mynd af Esjunni, ég var alveg
heilluð af þessu listaverki og þú
sagðist ætla að klára það og gefa
mér. Ég er svo fegin að þegar við
mamma komum fyrir jólin tókum
við upp nokkrar jólakveðjur frá
þér og sendum á fólkið, ég er svo
þakklát fyrir það og öll mynd-
böndin sem ég á þegar við
mamma komum til þín og þú varst
að syngja falleg lög fyrir okkur.
Elsku hjartans Stúlla mín, með
sorg í hjarta og táraflóði kveð ég
þig í hinsta sinn og ég veit að
elsku Hafdís tekur á móti þér og
systur þínar líka. Elska þig til
tunglsins og til baka.
Þín elskandi að eilífu,
Guðrún (Gunna)
Ósk Hermansen.
Margrét Helena
Högnadóttir
Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN Á. FJELDSTED,
fyrrv. skólastjóri,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 30. maí.
Ragnheiður Óskarsdóttir Fjeldsted
Ragnhildur Fjeldsted Einar Sveinn Þórðarson
Júlíus Fjeldsted Áslaug Salka Grétarsdóttir
Ásta Sigríður Fjeldsted Bolli Thoroddsen
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi,
GRÉTAR GUÐMUNDSSON
taugalæknir,
andaðist á Landspítalanum 27. maí. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 12-E fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Þuríður Rúrí Jónsdóttir
Marta Sæmundsdóttir
Árdís Grétarsdóttir Guðjón Sigurður Arinbjörns.
Áslaug Salka Grétarsdóttir Júlíus Fjeldsted
Tinna Grétarsdóttir Einar G. Kvaran
Arngunnur Ýr Gylfadóttir Larry Andrews
Bryndís Halla Gylfadóttir Þórður Magnússon
Baldur Gylfason
Yrsa Þöll Gylfadóttir Gunnar Theodór Eggertsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR MARKÚS ÞÓRÐARSON
byggingartæknifræðingur,
áður til heimilis á Háteigsvegi 18,
lést föstudaginn 29. maí.
Útförin verður frá Háteigskirkju fimmtudaginn 11. júní
klukkan 15.
Blóm og kransar afþökkuð, þeim sem vilja minnast hans er bent
á góðgerðarsamtök að eigin vali.
Jenný Einarsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN JÓHANN VIGFÚSSON
vélfræðingur,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 29. maí.
Útför fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. júní
klukkan 13.
Steinunn Kristín Jónsdóttir Sigurður Jakob Halldórsson
Ingi Þór Jónsson Dalla Rannveig Jónsdóttir
afabörn og langafabörn