Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
50 ára Hrafnhildur er
frá Hvammstanga en
býr í Reykjavík. Hún er
landfræðingur frá HÍ og
er með MSc-gráðu í
skipulagsfræði og sam-
göngum frá HR. Hrafn-
hildur er ráðgjafi hjá
ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Hún er formað-
ur blakdeildar Þróttar Reykjavík.
Maki: Hrafn Margeirsson, f. 1966, sölu-
maður hjá Gæðabakstri.
Börn: Örn, f. 1992, Margeir, f. 1994, Eld-
ey, f. 2000, og tvíburarnir Hekla og Katla,
f. 2003.
Foreldrar: Brynja Bjarnadóttir, f. 1942, fv.
skrifstofukona, búsett á Hvammstanga,
og Brynjólfur Sveinbergsson, f. 1934, d.
2016, mjólkurbústjóri á Hvammstanga.
Hrafnhildur
Brynjólfsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Notfærðu þér þann hæfileika þinn
að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess
að vera með öðrum og að deila draumum
þínum og framtíðarvonum með þeim.
20. apríl - 20. maí
Naut Þetta getur orðið mjög skemmti-
legur dagur. Forðastu deilur við foreldra
þína í dag. Leitaðu ráða hjá þér reyndari
mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er að renna upp nýtt skeið í
lífi þínu. Hafðu það hugfast að kurteisi
kostar ekkert og með hana að vopni
nærðu betri árangri en með frekju og ólát-
um.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gættu þess vel að vera heill í sam-
skiptum þínum við aðra. Hafðu það að
leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur
fyrir eigin lífi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sumir vilja hafa stuð, en ekki allir þó.
Taktu lífið ekki of alvarlega. Annars verður
það áfram utan seilingar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur oft hjálpað að koma að
verkefnunum úr nýrri átt svo ekki sé nú
talað um að þiggja ráð hjá sér reyndari
mönnum. Sjálfstraust þitt mun verða öðr-
um innblástur og gæfan fylgir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst einhvern veginn allt rekast
hvað á annars horn. Láttu aðra ekki hafa
áhrif á ákvarðanir þínar í þessum efnum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það ekki hvarfla að þér
að láta aðra um að leysa þín mál. Og með
því að kenna öðrum getur þú æft þig í snilli
á þessu sviði.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þú megir ekki vanrækja
skyldur þínar í vinnunni ættirðu að reyna
að verja meiri tíma með fjölskyldunni.
Hugsaðu því vel þitt ráð.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér hættir til að leita langt yfir
skammt og það á við núna í því máli sem
þú þarft aðallega að fást við. Dagurinn í
dag færir þig skrefi nær markmiði þínu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Dagurinn í dag virðist klæð-
skerasaumaður til þess að eyða tíma.
Leyfðu öðrum að njóta gleðinnar með þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einbettu þér að starfi þínu og
frama. Vertu óhræddur við breytingar því
þær eru nauðsynlegur þáttur af tilverunni.
Sigurður Rúnar var kjörinn í
hreppsnefnd Laxárdalshrepps frá
1978, síðar Dalabyggðar, og var odd-
viti 1986-1998. Hann gegndi marg-
víslegum nefndar- og trúnaðar-
störfum og sat meðal annars í
sameiningarnefnd sveitarfélaga, í
stjórn Sambands sveitarfélaga á
Vesturlandi, stjórn Heilsugæsl-
unnar í Búðardal, stjórn Dala-
gistingar, þ.e. Hótel Eddu á Laug-
vörum féllu vel að þörfum neytenda
og unnu hylli þeirra auk þess sem
margar þeirra unnu til ýmissa verð-
launa. Þetta voru annasamir og
skemmtilegir tímar með góðum
starfsmönnum. Eftir 53 ára starf hjá
Mjólkursamsölunni er margs að
minnast og vil ég sérstaklega nefna
góð kynni mín af mörgum aðilum –
starfsfólki, bændum, kjósendum og
ýmsum öðrum aðilum.“
S
igurður Rúnar Friðjónsson
er fæddur 5. júní 1950 í
Reykjavík. Hann ólst þar
upp og í Búðardal en flutt-
ist síðan með foreldrum
sínum í Stykkishólm 15 ára gamall.
„Ég fór ungur í sveit á sumrin til afa
og ömmu á Breiðabólsstað og ásamt
sveitastörfum fór ég ungur að vinna
almenn störf.“
Sigurður Rúnar gekk í Barnaskóla
Búðardals, Laugarnesskóla í Reykja-
vík, var í Skógarskóla einn vetur og
síðan Gagnfræðaskólanum í Stykkis-
hólmi. „Að loknu skyldunámi fór ég
að læra húsasmíði í trésmiðjunni í
Stykkishólmi og lauk námi í 1.-2.
bekk frá Iðnskóla Stykkishólms . Ég
er því hálfur húsasmiður.“ Hann
hætti námi í húsasmíði og hóf nám í
mjólkuriðn 1967 og útskrifaðist frá
Dalum mejeriskole í Óðinsvéum í
Danmörku með framhaldsnám í
tæknifræði í júní 1971.
Sigurður Rúnar hóf síðan störf hjá
Mjólkursamsölunni í Reykjavík og
vann þar 1971-1977 við framleiðslu,
vöruþróun, verkstjórn og fleira.
Hann varð mjólkurbústjóri hjá
Mjólkursamlaginu í Búðardal í apríl
1977, auk Mjólkursamlags Vestur-
Barðstrendinga 1993-1999, MS
Hvammstanga 1999-2002, MS
Blönduósi 2000-2006 og MS Ísafirði
september 2002-31.12. 2006. „Segja
má að þessi samvinna hafi síðan verið
upphafið að sameiningu mjólkuriðn-
aðar á Íslandi.“ Síðan tók hann við
sem mjólkurbústjóri hjá MS Akur-
eyri eftir sameiningu eða frá 1.1.
2007-2013 en þá flytur hann til
Reykjavíkur. Sigurður Rúnar lauk
störfum hjá MS um síðustu mánaða-
mót.
„Vöruþróun og nýjungar, og tækni-
nýjungar, hafa alltaf heillað mig mjög
mikið. Hafa vinnufélagar mínir
stundum gert grín að mér hvað ég sé
nýjungagjarn. Fljótlega eftir að ég
hóf störf hjá Mjólkursamsölunni kom
ég ásamt fleirum að þróun Kókó-
mjólkur og sýrðum rjóma o.fl. Í Búð-
ardal hófum við síðan framleiðslu á
Dala Brie og Dala Yrju sem stuðlaði
að aukinni fjölbreytni á íslenskum
ostum. Svo má nefna Dala Feta, Hrís-
mjólk, LGG, bakaðar ostakökur og
margt fleira. Margar af þessum nýju
um, samgöngunefnd Vesturlands,
var formaður Gilsfjarðarnefndar, í
stjórn uppbyggingar á Eiríksstöðum
– Leifur heppni – og stjórn Dvalar-
heimilis aldraðra á Fellsenda. „Fé-
lagsmálin hafa alltaf heillað mig mik-
ið. Stóru verkefnin í hreppsnefndinni
voru vatnsveita, gatnagerð í Búðar-
dal, hitaveita, sameining sveitar-
félaga og vinna að ýmsum hags-
munamálum.“ Hann var enn fremur
formaður kjördæmisráðs sjálfstæð-
ismanna á Vesturlandi, varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins 1991-
1995 og sat sem varamaður á Alþingi
jan.-feb. 1994.
„Helstu áhugamál mín eru fjöl-
skyldan, ferðalög, kynna sér ný tæki-
færi og möguleika á ýmsum sviðum,
félagsmál og margt fleira.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar Rúnars er
Guðborg Tryggvadóttir, f. 11.4. 1948,
fyrrverandi stuðningsfulltrúi í
Grunnskólanum í Búðardal. Þau eru
búsett í Reykjavík. Foreldrar Guð-
borgar voru Tryggvi Gunnarsson, f.
12.12. 1884, d. 16.8. 1954, bóndi í Arn-
arbæli á Fellsströnd, og Guðmunda
Kristín Elísabet Þórólfsdóttir, f.
20.11. 1917, d. 30.10. 2015, húsfreyja í
Sigurður Rúnar Friðjónsson, fyrrverandi mjólkurbústjóri í Búðardal og á Akureyri – 70 ára
Með systkinum og foreldrum Efri röð frá vinstri: Þórður, Sigurður Rúnar, Steinunn Kristín, Helgi Þorgils og
Lýður Árni. Neðri röð: Kristín og Friðjón. Myndin er frá 60 ára afmæli Kristínar.
Kom með margar vinsælar vörur
Mjólkurbústjórinn Sigurður Rúnar að meta Dala Brie við upphaf fram-
leiðslunnar í Búðardal, en meðal fleiri nýrra vara voru Dala Yrja og LGG.
40 ára Elva Björk
er Vestmanna-
eyingur, fædd þar
og uppalin. Hún er
verkstjóri hjá Leo
Seafood og þjónn á
Einsa kalda.
Maki: Hörður Þór
Harðarson, f. 1978, bílstjóri hjá Leo
Seafood.
Börn: Birta Líf Jóhannsdóttir, f. 2000,
Hekla Sól Jóhannsdóttir, f. 2002,
Gabríel Þór Harðarson, f. 2008, og
Lúkas Goði Harðarson, f. 2016.
Foreldrar: Einar Bjarnason, f. 1956,
fjármálastjóri hjá Leo Seafood, og
Ester Ólafsdóttir, f. 1956, fisktæknir
hjá Leo Seafood. Þau eru búsett í
Vestmannaeyjum.
Elva Björk
Einarsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is