Morgunblaðið - 05.06.2020, Page 26
Ungi framherjinn þarf að skora mörkin fyrir
nýliðana í sumar Þróttarar hvergi bangnir
ÞRÓTTUR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Knattspyrnukonan Linda Líf Boama verður í
brennidepli hjá nýliðum Þróttar á Íslandsmótinu í
knattspyrnu í sumar. Linda er 18 ára gömul og
spilaði sitt fyrsta alvöru tímabil fyrir meistaraflokk
í fyrra þegar hún skaut Þrótturum til sigurs í 1.
deildinni en hún skoraði 22 mörk í 18 leikjum. Þar
áður spilaði hún tvö sumur með liði HK/Víkings og
skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum.
Þrótturum, sem síðast spiluðu í efstu deild 2015,
er víða spáð neðsta sætinu eins og gjarnan fylgir
nýliðum. Linda segist gefa lítið fyrir spárnar og
segir þær einfaldlega tækifæri fyrir liðið til að
koma öllum á óvart. „Fólk má spá okkur hvar sem
það vill, sagan segir okkur að þessar spár segja lít-
ið. Í fyrra var okkur spáð fjórða sæti og við unnum
deildina. Núna er okkur spáð tíunda sæti af tíu lið-
um og við förum pressulausar inn í þetta tímabil,
getum komið öllum á óvart og sýnt hvað við get-
um.“
Við duttum í lukkupottinn
En hvernig koma Þróttarar undan vetrinum og
furðulegu undirbúningstímabili? „Þetta hefur auð-
vitað verið mjög óhefðbundið undirbúningstímabil
og það er margt sem þarf að fínpússa, til dæmis eru
útlendingarnir okkar nýkomnir úr sóttkví en við
reddum þessu öllu fyrir tímabilið. Við verðum að
gera okkur grein fyrir því að öll liðin eru í sömu að-
stæðum.“
Þróttur hefur fengið þrjá útlenska leikmenn fyr-
ir átökin í sumar en það eru bakvörðurinn Mary
Alice Vignola frá Bandaríkjunum, miðjumaðurinn
Laura Hughes frá Ástralíu sem er nýkomin til
landsins og framherjinn Stephanie Riberio frá
Bandaríkjunum. Hins vegar er Lauren Wade frá
Norður-Írlandi farin til Skotlands en hún skoraði
20 mörk fyrir Þróttara á síðustu leiktíð.
„Við erum mjög heppnar og höfum dottið í
lukkupottinn. Við fengum frábæran vinstri bak-
vörð sem styrkir vörnina okkar gífurlega mikið.
Svo fengum við ástralskan miðjumann sem við höf-
um ekki getað verið í miklum samskiptum við en
erum spenntar að fá hana á miðjuna. Svo er fram-
herjinn Stephanie sem ég er mjög spennt að fá að
spila með í sumar, þótt við séum bara búnar að æfa
saman tvisvar og spila einu sinni. Það verður auð-
vitað erfitt að fylla í það skarð sem Lauren skilur
eftir sig, en hún er ekki síðri.“
Mörk félaganna jafn mikilvæg
Eins og fyrr segir skoraði Linda 22 mörk í fyrra
og verður í sumar án Wade en þær náðu einkar vel
saman á síðustu leiktíð. Það mun því mikið mæða á
ungum herðum í sumar en blaðamað-
ur hefur það á tilfinningunni Linda
sé róleg og stillileg, eins og
kannski ungir knattspyrnu-
menn sem skora yfir 20 mörk
á tímabili þurfa að vera.
„Ég segi bara
eins og ég hef
sagt áður; ég tek
einn leik í einu
og reyni mitt
allra besta í
hverjum og ein-
um. Ég mun ekki
reyna að skjóta úr einhverjum fáránlegum
færum til að auka við markatöluna mína. Í
sumar verður hvert og eitt mark alveg gíf-
urlega dýrmætt og við verðum að skora sem
lið. Mörk liðsfélaganna eru jafn mikilvæg og
mín,“ segir Linda og viðurkennir að Þrótt-
arar geti ekki alltaf spilað eins og í fyrra, þar
sem mikið var blásið til sóknar og liðið skor-
aði 74 mörk í 18 leikjum.
„Við vorum mjög sóknarsinnað lið í fyrra,
við vorum með hópinn í það. Þetta verður auð-
vitað erfiðari keppni í sumar. Ég finn
alltaf fyrir pressu þegar ég spila fót-
boltaleik en spennan yfirtekur
pressuna.“
Við vitum að þetta verður
mjög krefjandi, það vita það
allir. Við leggjum sumarið
upp með því að hafa
hausinn og liðsandann
í lagi, það gerir
gæfumuninn.
Það er ekki
mikil reynsla
í liðinu en við
erum með góð-
an kjarna frá því í fyrra
og frábæra útlendinga. Þetta
verður lærdómsríkt fyrir marga í
liðinu, mig meðtalda, en það
vantar alls ekki keppnisandann,
ég get alveg sagt þér það.“
Hlakka til að heyra lætin
Linda brautskráðist á dögunum frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð og til stendur að
hún fari til Boston í Bandaríkjunum í haust. Hve-
nær nákvæmlega hún heldur út í háskólaboltann
vestanhafs liggur ekki fyrir vegna heimsfaraldurs-
ins en hún segist þó ekki hafa áhyggjur, enda vilji
hún spila sem flesta leiki á Íslandsmótinu.
„Maður veit aldrei með þetta blessaða ástand,
þetta er skólastyrkur til Boston og hljóðið í þeim er
á þá vegu að þetta verði á réttum tíma. Ef því
seinkar eitthvað er það ekki hræðilegt, ég vil ná
sem flestum leikjum hérna heima. Ég er mjög
spennt fyrir þessu tímabili,“ segir Linda sem bíður
í ofvæni eftir fyrsta heimaleiknum í Laugar-
dalnum. „Við erum með geggjaðan stuðnings-
kjarna í kringum okkur og ég hlakka til að spila
fyrsta heimaleikinn og heyra lætin í fólkinu okk-
ar,“ sagði Linda ennfremur í samtali við Morgun-
blaðið.
Komum á óvart
Morgunblaðið/Hari
Markaskorari Linda Líf
raðaði inn mörkunum
fyrir Þrótt í fyrra.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 1. umferð:
JÁVERKS-völlur: Selfoss – Snæfell ...19:15
Hertz-völlurinn ÍR – KÁ ......................19:15
Fagrilundur: Smári – Njarðvík.................20
GOLF
Golbúðar-mótið hefst í dag á Hólmsvelli í
Leiru og lýkur á sunnudag. Er þetta annað
mótið á stigamótaröð GSÍ í sumar. Keppt
er í karla- og kvennaflokki þar sem spilaðar
eru 54 holur. Flestir af snjöllustu kylfing-
um landsins eru skráðir í mótið.
Í KVÖLD!
Arnar Pétursson, landsliðsþjálf-
ari kvennalandsliðsins í hand-
knattleik, hefur valið tuttugu og
tvo leikmenn til æfinga en hóp-
urinn mun hittast 15. júní og
æfa saman fram að mánaða-
mótum. Næsta verkefni lands-
liðsins er forkeppni HM sem
hefst í haust og eru æfingarnar í
júní hluti af undirbúningi liðsins
fyrir forkeppnina. Fjöldi leik-
manna hefur snúið heim úr at-
vinnumennsku undanfarið og fyrir vikið eru aðeins
tveir leikmenn í hópnum sem útlit er fyrir að muni
leika erlendis næsta vetur. Eru það þær Thea Im-
ani Sturludóttir og Sandra Erlingsdóttir. Hópinn
má sjá á mbl.is/sport/handbolti.
Flestar hér heima
Sandra
Erlingsdóttir
Heimilt verður að setja fimm
varamenn inn í leik í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu
þegar tímabilið hefst aftur 17.
júní eftir þriggja mánaða hlé
vegna kórónuveirunnar. Öll fé-
lögin samþykktu tillögu þess
efnis í dag en reglubreytingin
er tímabundin.
Þetta er í takt við breytingar
sem flestar deildir í Evrópu
hafa verið að setja til að hlífa
leikmönnum sem nú snúa aftur á völlinn eftir
langt hlé. Félögum verður áfram aðeins heimilt að
stöðva leikinn þrisvar til að skipta leikmönnum
sem og að nota leikhléið. Þá mega níu varamenn
vera á leikskýrslu. kristoferk@mbl.is
Fimm skiptingar
Pep
Guardiola
Knattspyrnumaðurinn Salko
Jazvin er genginn til liðs við
Leiknismenn frá Fáskrúðs-
firði en Leiknir verður nýliði í
1. deildinni í sumar. Jazvin er
27 ára gamall Bosníumaður
og sóknarmaður að upplagi.
Hann lék síðast með Zvijezda
Gradacac í B-deildinni heima-
landinu en Jazvin er sjötti
leikmaðurinn sem semur við
Leikni fyrir tímabilið. Bjarni
Jóhannsson og hans menn hjá nýliðunum í
Vestra fengu einnig leikmann í gær. Þar er um
að ræða 24 ára gamlan spænskan bakvörð, Rafa-
el Navarro Mendéz að nafni. Kemur hann til liðs-
ins frá Atlético Mancha Real. sport@mbl.is
Nýliðar styrkja sig
Bjarni
Jóhannsson
5. júní 1975
Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu vinnur geysilega
óvæntan sigur á
Austur-
Þýskalandi, 2:1, í
undankeppni
EM á Laug-
ardalsvellinum
en austurþýska
liðið endaði í 5.
sæti á HM ári áður. Ásgeir
Sigurvinsson og Jóhannes Eð-
valdsson skora tvö eftir-
minnileg glæsimörk, Jóhannes
með hjólhestaspyrnu, og Ís-
land eygir allt í einu von um
að komast áfram úr sterkum
riðlinum eftir að hafa áður
gert jafntefli við Austur-
Þjóðverja og Frakka.
5. júní 1982
Þórdís Gísladóttir sigrar í há-
stökki kvenna á bandaríska
háskólameist-
aramótinu í
Provo í Utah
þegar hún stekk-
ur 1,86 metra.
Óskar Jakobsson
kastar 20,61
metra í kúlu-
varpi á mótinu, er fjórði og
nær sjötta besta árangri Norð-
urlandabúa í greininni frá
upphafi.
5. júní 1983
Ísland sigrar Möltu, 1:0, í und-
ankeppni Evrópumóts karla í
knattspyrnu á Laugardalsvell-
inum. Atli Eðvaldsson, sem
sólarhring áður skoraði fimm
mörk fyrir Fortuna Düssel-
dorf í Þýskalandi, skorar
sigurmarkið. Hann og Pétur
Ormslev voru sóttir
til Düsseldorf með einka-
flugvél til að spila leikinn.
5. júní 1996
Kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu á von um að komast í
lokakeppni EM í
fyrsta sinn þegar
ein umferð er
eftir af und-
ankeppninni eft-
ir 2:0-sigur á
Hollendingum í
Hollandi. Katrín
Jónsdóttir og Ásthildur Helga-
dóttir skoruðu mörkin. Sig-
fríður Sophusdóttir varði víta-
spyrnu í leiknum og
Morgunblaðið segir hana hafa
átt stórleik í markinu.
5. júní 2007
Ragnar Óskarsson er marka-
kóngur í franska handbolt-
anum með 168 mörk í 25 leikj-
um. Hann er franskur meistari
með Parísarliðinu Ivry.
5. júní 2016
Rhein-Neckar Löwen verður
þýskur meistari í handknatt-
leik í fyrsta skipti í sögu
félagsins með íslensku lands-
liðsmennina Alexander Pet-
ersson og Stefán Rafn Sigur-
mannsson innanborðs. Liðið
hafnar stigi fyrir ofan Flens-
burg en í sigri á Lübeck í loka-
umferðinni 35:23 skorar Stef-
án tvö mörk og Alexander eitt.
Á ÞESSUM DEGI
Þórey Rósa Stefánsdóttir, lands-
liðskona í handknattleik, er barns-
hafandi og verður því ekki með
deildar- og bikarmeisturum Fram
þegar Íslandsmótið hefst í haust.
Þórey er annar lykilmaður ís-
lenska landsliðsins og Framara
sem á von á barni.
Einar Ingi Hrafnsson, barns-
faðir og unnusti Þóreyjar, sagði
frá því á samfélagsmiðlum að þau
ættu von á öðru barni sínu en
Einar er sömuleiðis handbolta-
maður, spilar með Aftureldingu í
efstu deild. Þórey á von á sér í
desember og sagði í viðtali við
RÚV að hún væri staðráðin í að
snúa aftur á völlinn eins fljótt og
auðið væri, þó innan skynsamlegra
marka.
Sem fyrr segir er Þórey ekki
ein um það að eiga von á barni í
Safamýrinni. Landsliðsfyrirliðinn
og leikstjórnandinn Karen Knúts-
dóttir á von á sér í september og
mun því einnig missa úr hluta af
tímabilinu en ætti þó að snúa til
baka fyrr. Það er stórt skarð sem
þær tvær skilja eftir sig en Fram-
liðið varð deildar- og bikarmeist-
ari í vor áður en aflýsa þurfti
tímabilinu vegna kórónuveiru-
faraldursins. Liðið þótt afar sig-
urstranglegt í úrslitakeppninni
með þær Þóreyju og Karen í far-
arbroddi. Síðan þá hefur félagið
samið við Guðrúnu Erlu Bjarna-
dóttur leikstjórnanda sem gæti þá
fyllt skarð Karenar að einhverju
leyti. Mögulegt er að Framarar
reyni að bæta við sig öðrum leik-
manni í sumar.
Landsliðskona barnshafandi
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Ólétt Þórey er annar Framarinn
sem á von á barni í vetur.