Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 29

Morgunblaðið - 05.06.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK Tvær frábærar eftir sögu Stephen King EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI »Leikhópurinn Lotta frumsýndi fjölskyldusöng- leikinn Bakkabræður eftir Önnu Bergljótu Thorarensen í leikstjórn Þórunnar Lárusdóttur á Lottutúni í Elliðaárdalnum í gær. Að vanda mun leikhópurinn sýna uppfærslu sumarsins úti um allt land á næstu mánuðum til að leyfa sem flestum að njóta sögunnar um bræðurna þrjá sem voru kannski ekki jafn vitlausir og margir héldu. Leikhópurinn Lotta frumsýndi Bakkabræður á Lottutúni í Elliðaárdal Morgunblaðið/Árni Sæberg Litadýrð Leikhópurinn skartaði litríkum búningum til að segja söguna. Öryggi Gott er að sitja í öruggum faðmi meðan horft er á sýningu. Leikhúsgestir Eftirvænting skein úr augum leikhúsgesta á Lottutúni. Útsýni Einn áhorfandi kom sér vel fyrir uppi í tré til að sjá betur. Tilhlökkun Þórunn Lárusdóttir leikstjóri sat aftast ásamt fjölskyldu sinni. Sumardagskrá Duus Safnahúsa hefst í dag kl. 18 með opnun fjög- urra sýninga. Í Byggðasafni Reykjanesbæjar verður opnuð sýningin Hlustað á hafið sem fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið. Í Gryfjunni verður opnuð sýningin Fólkið í kaupstaðnum og getur þar að líta ljósmyndir í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar með sérstakri áherslu á ljósmyndir Heimis Stígs- sonar og Jóns Tómassonar. Í Listasafni Reykjanesbæjar verður opnuð sýningin Af hug og hjarta. Haraldur Karlsson sýnir tilrauna- kennd vídeóverk sem byggjast á segulómmyndum af heila og hjarta. Gerðið nefnist svo innsetn- ing Steingríms Eyfjörð í safninu. Í henni nær hann tengslum við huldumann í gegnum miðil. Ókeypis aðgangur verður í söfn Reykjanesbæjar í júní, júlí og ágúst. Fjórar sýningar opnaðar í Duus Steingrímur Eyfjörð Hildur Guðna- dóttir tónskáld er tilnefnd til BAFTA-sjón- varpsverðlaunna bresku fyrir tón- list sína við þáttaröðina Chernobyl. Til- kynnt var um tilnefningarnar í gær og hlýtur þáttaröðin langflestar tilnefningar eða fjórtán alls. Segir í frétt BBC að þar með sé röðin komin í hóp þeirra sem flestar tilnefningar hafa hlotið í sögu verðlaunanna. Verðlaunin verða afhent 31. júlí. Þáttaröðin var frumsýnd í fyrra- vor og hefur Hildur þegar hlotið Emmy-verðlaunin fyrir tónlist sína við hana. Hildur tilnefnd til Bafta-verðlauna Hildur Guðnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.