Morgunblaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.2020, Blaðsíða 32
Stella Önnudóttir Sigurgeirsdóttir opnaði 4. júní sl. sýningu á Mokka með yfirskriftinni Andartaks lotning. Er það ellefta einkasýning Stellu sem hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér á landi og erlendis. Stella vinnur út frá sölnuðum blóm- um og jurtum, jurtum sem hún hef- ur rekist á og hafa vakið áhuga hennar og eftirtekt. Hún tekur jurtirnar með sér á vinnustofuna og fylgist með atburðarásinni sem á sér stað þegar þær visna á náttúrulegan hátt. Öll verkin eru unnin í vatnslit, gull, hvítagull eða silfur á tré á þessu ári og í fyrra. „Líkt og manneskjan fer eitt lítið blóm í gegnum æviskeið sem mig langar til að draga fram. Þannig upphef ég óhjá- kvæmilegt aldursskeið þroska, hrörnun, sem við lítum almennt fram hjá og viljum jafnvel afneita að við eigum sameiginlega. Við upphefjum lífveru á hátindi lífsins, blómaskeiði sínu, en hér vil ég nema staðar við það sem gerist eftir að því blómaskeiði hefur verið náð,“ segir Stella um verk sín á sýningunni. Andartaks lotning á Mokka FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Fólk má spá okkur hvar sem það vill, sagan segir okk- ur að þessar spár segja lítið. Í fyrra var okkur spáð fjórða sæti og við unnum deildina. Núna er okkur spáð tíunda sæti af tíu liðum og við förum pressulausar inn í þetta tímabil, getum komið öllum á óvart og sýnt hvað við getum,“ segir Linda Líf Boama, miðherji Þróttar, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag. Þrótt- arar eru nýliðar í Pepsí Max-deildinni í knattspyrnu í sumar en Linda raðaði inn mörkum fyrir liðið í næst- efstu deild í fyrra. »26 Hefur ekki þungar áhyggjur af spá- dómum um gengi liðanna í sumar ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Minningarskilti um Björn Þóri Sig- urðsson, Bangsa eins og hann var gjarnan nefndur, verður afhjúpað á Hvammstanga á sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní næstkomandi. Athöfnin hefst með messu á Bangsa- túni kl. 13.00 þar sem sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, þjónar og prédikar. Kirkjukór Hvammstanga syngur undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista. Að lokinni messu verður minningarskiltið af- hjúpað og síðan verður boðið upp á veitingar undir bláhimni. Kótilettunefnd þriggja félaga í Húnaþingi vestra; Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, kven- félagsins Bjarkar á Hvammstanga og Húsfreyjanna á Vatnsnesi, ákvað snemma árs 2019 að koma upp minnismerki um Bangsa. Hann bjó alla tíð á Hvammstanga og var ókvæntur og barnlaus. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum, var til dæmis í byggingarvinnu, þá aðallega múrverki, bátasmíði, á sjó og í rækjuvinnslu. Hann andaðist haust- ið 2018, 83 ára að aldri. Gangandi kærleikur „Bangsi var gangandi kær- leikur, gat allt og var allra. Hann var hvunndagshetja sem kom eins fram við alla, gæðasál sem setti mark sitt á mannlífið með jákvæðum hætti,“ segir séra Magnús. Hann var með litla fiskverkun, verkaði hákarl og herti fisk. „Hann kom oft í kaffihorn- ið í kaupfélaginu, sat þar og spjallaði við mann og annan. Sérstök og stó- ísk ró fylgdi honum, hann var enginn æsingamaður heldur alltaf jákvæður og róaði umræðurnar, sérstök gæða- manneskja.“ Undanfarin fjögur ár hafa verið haldin þrjú kótilettukvöld til styrkt- ar tilteknu málefni innan héraðs. Magnús segir að sú hugmynd hafi komið fram fáum mánuðum eftir andlát Bangsa að tileinka honum eitt kvöld og samþykkt hafi verið að verja fjármunum, sem söfnuðust á kótilettukvöldinu í febrúar 2019, til þess að útbúa minningarskilti um Bangsa og varðveita bátinn, sem hann smíðaði og sjósetti 1958. Búið sé að koma bátnum í hús en verið sé að yfirfara hann, skrapa og slípa áð- ur en hann verður málaður, en eftir eigi að finna honum varanlegan stað. „Við viljum hafa hann þar sem al- menningur getur skoðað hann og koma þar jafnframt upp upplýsinga- skilti um bátinn.“ Minnismerkið er á Bangsatúni, rétt norðan við húsið sem Bangsi byggði á sjöunda áratugnum og nefndi Naust. Hann bjó í því allar götur síðan en húsið stendur við Höfðabraut 1. Á merkinu eru nokkr- ar myndir af Bangsa á mismunandi æviskeiðum við mismunandi iðju auk upplýsinga um hann bæði á ís- lensku og ensku. Bangsi jákvæð hvunn- dagshetja á Hvammstanga  Minningarskilti um hann afhjúpað á sjómannadaginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Miðfirði Björn Sigurðsson, alltaf kallaður Bangsi, á handfærum fyrir rúmum áratug, sæll með aflann og ánægður með lífið og tilveruna. Á Bangsatúni Guðlaug Sigurðardóttir, Jóhanna Jósefsdóttir, Magnús Magnússon, Jóna Halldóra Tryggadóttir og Geir Karlsson þar sem skiltið verður. Guðmundur Haukur Sigurðsson er líka í kótilettunefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.