Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020 Miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 16.30 Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 6. Önnur mál Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2020 Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. DAGSKRÁ Reykjavík 20.05.2020 Stjórn SL lífeyrissjóðs Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Íslensk íþróttahreyfing verður árlega af um 600 milljónum króna sökum veðmála Íslendinga á erlendum veð- málasíðum. Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslensk- um getraunum. Ráðgera má að samtals ráðstafi landsmenn um 3-4 milljörðum króna ár hvert á veðmálasíðum erlendis. Ef miðað er við almennt vinningshlutfall, 80%, er ljóst að hagnaður sem fer úr landi er að lágmarki 600 milljónir króna árlega. Til samanburðar er framlag Íslenskra getrauna til ís- lenskrar íþróttahreyfingar um 120 milljónir króna. Er það um fimmtung- ur af framlaginu sem hægt væri að leggja fram ef framangreind verð- mæti héldust innan landsteinanna. Íslenskar getraunir voru settar á laggirnar til að afla fjár til stuðnings íþróttaiðkun á vegum áhugmanna um íþróttir hér á landi. Félagið er því í eigu íþróttahreyfingarinnar hér á landi og rennur ágóði af starfseminni beint til íslenskra íþróttafélaga. Veðmál á erlendum veðmálasíðum hafa færst mjög í aukana síðustu ár og gera má ráð fyrir að af þeim sökum hafi íslensk íþróttafélög orðið af millj- örðum króna síðustu ár. Aðspurður segist Pétur hafa áhyggjur af vin- sældum ólöglegra veðmálasíðna hér á landi. „Við höfum haft áhyggjur af þessum síðum sem eru að bjóða upp á þjónustu hér án þess að hafa tilskilin leyfi,“ segir Pétur og bendir á að um- rædd hegðun komi niður á íþrótta- félögum hér á landi. „Ef stjórnvöld myndu koma í veg fyrir starfsemi ólöglegra erlendra vefsíðna og tippað væri hjá Íslenskum getraunum vær- um við að tala um kannski 600 millj- ónir aukalega inn í íþróttahreyfing- una árlega. Það er um fimmfalt meira en við leggjum nú þegar inn í hreyf- inguna,“ segir Pétur. Mikið veðjað á bikarinn Fyrsta umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu fór fram um síð- ustu helgi. Í umferðinni voru háar fjárhæðir settar á leiki sem finna mátti á erlendum veðmálasíðum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hafa í sumum tilfellum vaknað grunsemdir um veðmálasvindl. Spurður hvort slíkt hafi ratað inn á borð Íslenskra getrauna kveður Pét- ur nei við. Ekki hafi komið upp grun- ur um svindl. „Það þarf að vera grun- ur um eitthvert óeðlilegt athæfi. Það er auðvitað fylgst með slíkum hreyf- ingum,“ segir Pétur og bætir við að til að koma í veg fyrir veðmálasvindl bjóði Íslenskar getraunir ekki upp á neikvæð veðmál. Með því er átt við veðmál um atvik sem ekki hafa bein áhrif á úrslit leiksins. Er slíkt talið ýta undir freistnivanda og svindl. Að sögn Péturs var góð þátttaka hjá Íslenskum getraunum í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Skýrist það af því að leikirnir eru með fyrstu viðburðum eftir að hægja tók á far- aldri kórónuveiru. Í miðjum faraldri dróst sala hjá fyrirtækinu saman um 90% en hefur verið að rétta úr kútn- um undanfarið. Íþróttafélögin missa milljarða  Íslensk íþróttafélög verða árlega af um 600 milljónum króna  Framlag Íslenskra getrauna er nú um 120 milljónir króna ár hvert  Sala hjá Íslenskum getraunum dróst saman um 90% í miðjum faraldri Morgunblaðið/Árni Sæberg Bikarinn Fyrsta umferð Mjólkurbikars karla fór fram um síðustu helgi. Íbúar við Eiðsgranda í Reykjavík hafa sett sig í samband við Morgunblaðið vegna grjóthrúgna sem þar hafa staðið undanfarnar vikur og mánuði. Norðan við þess- ar hrúgur má finna gang- og hjól- reiðastíga. Hafa íbúarnir meðal annars lýst yfir mikilli óánægju með grjótið, sem þeir segja litla prýði vera að. Reykjavíkurborg segist kannast við óánægju íbúanna, búið sé að ræða við nokkra íbúa á svæðinu, og bendir á að verkið eigi enn eft- ir að taka einhverjum breytingum frá núverandi mynd. Hver end- anleg mynd verði sé ekki alveg vitað, mögulega verði einhver gróður settur í grjóthrúgurnar. „Þetta verður leyst í góðri sátt við árvökul augu nágrennisins,“ segir talsmaður borgarinnar, en hrúgurnar eiga að kallast á við sjávargrjótið í fjörunni skammt frá. khj@mbl.is Íbúar eru ósáttir við hrúgurnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skapandi Reykjavíkurborg segir sjávargrjótshrúgurnar eiga að kallast á við náttúru hafsins en íbúar eru ekki allir sáttir við þennan grjótgjörning. Ekki er útilokað að íbúar fleiri landa verði undanþegnir sóttkví við kom- una til Bretlands, en tilgreind eru á lista sem lagður var fram af bresk- um ferðaþjón- ustuaðilum. Til skoðunar er í breska þinginu að víkja frá kröfum um 14 daga sóttkví eftir komu frá ákveðnum löndum, en Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem tilgreind eru á lista bresks ferðaiðn- aðar. „Sá 45 ríkja er óskalisti ferða- þjónustunnar um lönd sem semja ætti við, hann kemur ekki frá stjórn- völdum og útilokar ekki að fleiri lönd verði undanþegin,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Breska sóttkvíin tók gildi á mánu- dag og ferðaiðnaðurinn er mjög óhress, margir telja einhverja hnökra vera á framkvæmdinni. Við höfum verið í samskiptum við bresk stjórnvöld og okkar fólk í Lundúnum vegna þessa en málið er ekki komið langt,“ segir Guðlaugur. Listi ferðaþjónustunnar, sem er að miklu leyti byggður á tillögum frá breskum flugfélögum, samanstend- ur af flestum ríkjum Evrópu, ein- hverjum ríkjum Norður-Afríku og loks Norður-Ameríku. Guðlaugur segir stöðuna sífellt vera að breytast og að unnið sé hörðum höndum að því að tryggja ferðafrelsi Íslendinga til sem flestra landa. „Við reynum að sjá til þess að ferðafrelsi okkar sé eins mikið og mögulegt er, Bretland er að sjálfsögðu inni í þeirri vinnu. Það er allt svolítið laust í reipunum á þessum tímapunkti, ekki bara með Bretland heldur líka með önnur lönd. Við erum í virku samtali við þau lönd sem við erum í nánu sam- bandi við og Bretland er þar ekki undanskilið. Þetta breytist allt frá degi til dags en við fylgjumst grannt með og reynum að bregðast við þeg- ar við getum,“ segir Guðlaugur. Undanþága ekki útilokuð ennþá  Ísland ekki á lista ferðaþjónustuaðila Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.