Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
BÍLAMERKINGAR
Vel merktur bíll er
ódýrasta auglýsingin
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
B
irt
m
eð
fyrirvara
um
verð-
og
m
yndabrengl.
Óbreytt verð: 4.990.000 kr.
Fimm ára
ábyrgð
+ 178 hestöfl, 400 Nm
+ 2ja tonna dráttargeta
+ Fjórhjóladrif með læsingu
+ Ótrúlega rúmgóður
+ Gott aðgengi
+ Fimm ára ábyrgð
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636benni.is
Sjálfskiptur
ÖRFÁ SÝNINGAREINTÖK Á LAGER!
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Maður sem var dæmdur til að greiða
sekt fyrir að fella níu aspir sem
gróðursettar voru til minningar um
þau sem létust í snjóflóðinu á Flat-
eyri árið 1995 segir málið sorglegt
og er fluttur frá bænum vegna þess.
„Það voru engin illindi þarna á
bak við, ég leit svo á að við þyrftum
að sinna okkar lóð og lóðinni fyrir
aftan húsið þar sem bæjarfélagið var
mjög óliðlegt við að aðstoða okkur,“
segir Sveinn Yngvi Valgeirsson,
maðurinn sem var dæmdur, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Aspirnar felldi hann þar sem þær
voru farnar að skemma klæðningu á
húsi hans og var húsið þakið af
kvoðu frá öspunum, að því er kemur
fram í dómnum. Þá höfðu rætur asp-
anna orðið til þess að göngustígur í
grenndinni skemmdist og datt
drengur sem hjólaði þar síðasta
sumar.
Seldi og kom sér í burt
„Það vita það allir að þetta
skemmir út frá sér,“ segir Sveinn,
sem kvartaði ítrekað við Ísafjarðar-
bæ vegna trjánna. Að eigin sögn
hafði enginn frá bæjaryfirvöldum
samband við Svein fyrr en hann var
kærður.
Aspirnar voru á milli tveggja húsa
en Sveinn bjó í öðru húsinu og hafði
gert það upp. Húsið hafði áður verið
í slæmu standi í tuttugu ár. Eftir að
ákæra barst ákvað Sveinn að flytja
frá Flateyri.
„Þegar þetta sprakk allt upp í loft
í fyrra sumar ákvað ég að selja og
koma mér í burt því ég nenni ekki
þessu rugli. Við keyptum þetta hús
handónýtt og endurnýjuðum það allt
svo manni finnst við ekki alveg eiga
þetta skilið.“
Í dómnum kemur fram að Sveinn
hafi ætlað að gróðursetja víði í stað
aspanna. Það ákvað hann að gera
ekki eftir að hann var kærður. „Ég
hætti snarlega við það þegar þessi
óánægja kom í ljós.“
Sveinn segir að það hefði mátt
hugsa málið til enda þegar aspirnar
voru gróðursettar. „Aspirnar eru
kannski voða krúttlegar og litlar
þegar þær koma þangað en þetta
kemur ekkert til með að minnka.
Þær voru farnar að skemma klæðn-
ingu á húsinu hjá okkur og fleira.“
Sveini var gert að greiða 200.000
krónur í sekt og rúmar 640 þúsund
krónur í sakarkostnað.
Flutti úr bænum eftir höggið
Hjó minningaraspir Kæran gerði ekki boð á undan sér
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flateyri Sveinn Yngvi segir að dómurinn hafi komið sér á óvart.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Nefndin var sammála um að skoða
málið betur og því var ákveðið að
ræða við ráðherra og biðja hana um
að kanna þetta
betur,“ segir
Lilja Rafney
Magnúsdóttir,
formaður at-
vinnuvega-
nefndar og þing-
maður Vinstri
grænna. Vísar
hún í máli sínu til
frumvarps Þór-
dísar Kolbrúnar
R. Gylfadóttur
ferðamálaráðherra. Frumvarpið
sneri að breytingum á lögum um
pakkaferðir og samtengda ferðatil-
högun. Greindi Þórdís frá því í síð-
ustu viku að stjórnarfrumvarpið
hefði ekki stuðning meirihluta Al-
þingis.
Ef af hefði orðið væri ferðaskrif-
stofum og flugfélögum heimilað að
endurgreiða fólki með inneignarnótu
í stað peninga fyrir pakkaferðir sem
féllu niður sökum faraldurs kórónu-
veiru. Að sögn Lilju var frumvarpið
til umræðu í atvinnuveganefnd. Þar
hefðu nefndarmeðlimir verið sam-
mála um að óska eftir endurskoðun
ferðamálaráðherra. „Við fengum til
okkar marga gesti, þar á meðal
stjórnsýslufræðinga og EES-sér-
fræðinga. Að því loknu leist okkur
þannig á málið að við værum ekki að
fara að flytja málið sökum vafa um
nokkur atriði,“ segir Lilja og bætir
við að umrætt frumvarp hafi m.a.
vakið spurningar um stjórnarskrár-
varin réttindi einstaklinga.
„Sérfræðingar gerðu athuga-
semdir er vörðuðu EES-rétt og eign-
arréttinn. Nefndin var sammála um
að í ljósi athugasemda sérfræðing-
anna þyrfti að ræða við ráðherra og
biðja hana um skoða málið, sem hún
gerði,“ segir Lilja, sem kveðst gera
ráð fyrir að afstaða ESB til málsins
hafi vegið þungt við ákvörðunartöku
ferðamálaherra.
Aðspurð segir Lilja að hún eigi
síður von á því að sambærilegt frum-
varp verði lagt fram úr þessu.
„Tíminn hefur liðið og nú er hann í
raun að renna út miðað við tímabilið
sem þetta átti að nýtast á,“ segir
Lilja.
Hlustuðu á rök
sérfræðinga
Afstaða ESB til málsins vó þungt
Lilja Rafney
Magnúsdóttir