Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
hönnun en Logoflex sá um prentun á
texta og myndum og útvegaði und-
irstöður og uppistöður. Gunnar Þor-
valdsson og Tryggvi Rúnar Hauks-
Minningarskilti um Björn Þóri Sig-
urðsson, sem alltaf var kallaður
Bangsi, var afhjúpað í lok sjómanna-
messu á Bangsatúni á Hvammstanga
á sjómannadaginn 7. júní síðastliðinn
að viðstöddu fjölmenni. Birgir Jóns-
son, bróðursonur Bangsa, afhjúpaði
skiltið og að því loknu var boðið upp á
veitingar.
Kótilettunefndin í Húnaþingi
vestra hefur haft veg og vanda að
uppsetningu skiltisins. Í nefndinni
sitja sr. Magnús Magnússon, Jóna
Halldóra Tryggvadóttir, Guðmundur
Haukur Sigurðsson, Guðlaug Sig-
urðardóttir, Geir Karlsson og Jó-
hanna Jósefsdóttir.
Nefndin setti saman íslenskan
texta með æviágripi og persónulýs-
ingu á Bangsa og Sigurður Líndal
gerði útdrátt á ensku. Myndirnar eru
úr myndasafni Bangsa, Birgis Karls-
sonar, Feykis og Árna Sæbergs, ljós-
myndara á Morgunblaðinu.
Kristín Guðmundsdóttir á
Hvammstanga sá um grafíska
son sáu um uppsetningu skiltisins.
Kirkjukór Hvammstanga söng við
messuna undir stjórn Pálínu Fann-
eyjar Skúladóttur, organista við
Hvammstangakirkju, en Magnús
Magnússon, sóknarprestur á
Hvammstanga, þjónaði fyrir útialtari
og prédikaði. steinthor@mbl.is
Bangsatún Frá afhjúpun minningarskiltisins um Björn Þóri Sigurðsson, eða Bangsa á Hvammstanga.
Viðhöfn á
Bangsatúni
Minningarskilti um Bangsa afhjúpað
Stykkishólmsbær hefur í samvinnu
við Félag íslenskra landslags-
arkitekta, FÍLA, auglýst eftir þátt-
takendum í forval vegna samkeppni
um hönnun útsýnisstaðar í Súgand-
isey, einni af náttúruperlum Breiða-
fjarðar, eins og það er orðað í til-
kynningu bæjarins.
Eyjan var upphaflega sjálfstæð
rétt utan Stykkishólms, en var á
síðustu öld tengd landi með uppfyll-
ingu þegar ný hafnaraðstaða var
útbúin fyrir Breiðafjarðarferjuna.
Markmið hönnunarsamkeppn-
innar er að auka útsýnis- og nátt-
úruupplifun íbúa og gesta svæð-
isins, auka aðdráttarafl
Stykkishólms sem eftirsóknarverðs
ferðamannastaðar á Snæfellsnesi
og ekki síst að tryggja betur öryggi
þeirra er ganga á Súgandisey.
Verkefnið hlaut í mars styrk úr
Framkvæmdasjóði ferðamanna-
staða.
Valin verða fjögur teymi til þátt-
töku og fær hvert greiddar 750
þúsund krónur fyrir tillögur sínar.
Að auki verða fimm þúsund krónur
greiddar fyrir verðlaunatillöguna
og er stefnt að því að semja við
verðlaunahöfunda um áframhald-
andi hönnun útsýnisstaðarins.
Þeir sem hafa áhuga á að taka
þátt í forvalinu eru beðnir að senda
upplýsingar fyrir kl. 16 á morgun,
fimmtudag, til Ráðhúss Stykkis-
hólmsbæjar við Hafnargötu 3, 340
Stykkishólmi.
Senda má umsóknir með rafræn-
um hætti til verkefnisstjóra, Sigur-
bjarts Loftssonar, á netfangið
baddi@w7.is. Nánari upplýsingar
eru á vefnum fila.is.
Stykkishólmur Súgandisey er fremst á myndinni, áberandi kennileiti.
Hanna á útsýnisstað í nátt-
úruperlunni Súgandisey
Efnt til samkeppni
meðal arkitekta
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Óánægja er meðal íbúa í Hruna-
mannahreppi með áherslur, vöruúr-
val og verðlagningu hjá Samkaupum
á Flúðum. Þar
var til skamms
tíma starfrækt
búð undir merkj-
um Strax, en
henni svo breytt
snemma á þessu
ári og heitir nú
Krambúðin. Þar
er nú meiri
áhersla en áður
lögð á að sinna
ferðafólki með
skyndiréttum, sætindum og öðru
slíku. Heimamenn sakna hins vegar
þeirra verslunarhátta sem voru; að á
Flúðum sé alhliða nýlenduvöruversl-
un.
„Krambúðin stendur ekki undir
væntingum heimafólks hér og hefur
valdið vonbrigðum,“ segir Halldóra
Hjörleifsdóttir, oddviti Hruna-
mannahrepps. Allra algengustu
nauðsynjar og matvara fáist vissu-
lega í versluninni, en álagningin sé
há. Verðlagið fæli frá, rétt eins og
kemur fram á Facebook, á umræðu-
þræði íbúa sveitarfélagsins þar. Í
gær var hrundið af stað undirskrifta-
söfnun í sveitinni vegna verslunar-
mála hvar segir: „Okkur íbúum í
Hrunamannahreppi finnst verðlagn-
ing á vörum í Krambúðinni á Flúðum
of há í krafti einokunar. Því skorum
við á stjórn Samkaupa að bregðast
vel við ákalli íbúa og lækka vöru-
verð.“
„Í Krambúðinni er slikkerí og alls-
konar góðgæti sem ferðafólk grípur
með sér, en þarfir þeirra sem búa
hér í sveitinni að staðaldri eru af-
skiptar. Okkur hefði líka fundist að
grænmeti og afurðir héðan af svæð-
inu ættu að vera hafðar í öndvegi í
búðinni, enda eru hér stórar garð-
yrkjustöðvar og öflug matvælafram-
leiðsla. Við höfum talað fyrir því við
fulltrúa verslunarfyrirtækja að fá
hingað lágvöruverðsverslun,“ segir
Halldóra Hjörleifsdóttir og enn-
fremur: „Við teljum fullan grundvöll
fyrir slíku, enda eru Flúðir miðsvæð-
is á stóru svæði þar sem á góðum
dögum eru þúsundir fólks, meðal
annars í sumarhúsabyggðum hér í
uppsveitum Árnessýslu. Góð alhliða
verslun er einfaldlega hluti af inn-
viðum hvers samfélags, rétt eins og
t.d. skóli, heilbrigðisþjónusta og net-
tengingar.“
Ekki náðist í forsvarsmenn Sam-
kaupa í gær.
Krambúðin á
Flúðum veldur
vonbrigðum
Heimamenn vilja öðruvísi verslun
Verðlagið fælir frá Breytinga þörf
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flúðir Verslunin er í miðju þorpinu. Nú er þar höfðað talsvert til ferðafólks
en heimamenn telja sig sitja eftir og vilja aðrar vörur og lágvöruverðsbúð.
Halldóra
Hjörleifsdóttir
Nýr samningafundur hefur verið
boðaður í kjaradeilu Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga við rík-
ið. Fundurinn fer fram í húsakynn-
um ríkissáttasemjara klukkan
14:30 á morgun, fimmtudag. Síðasti
samningafundur var á mánudag og
honum lauk án niðurstöðu eftir að
hafa staðið í tæpar þrjár klukku-
stundir. „Þetta var þungur fundur
og erfiður,“ sagði Aðalsteinn Leifs-
son ríkissáttasemjari við mbl.is eft-
ir þann fund. Þá þótti ekki tilefni til
að boða nýjan fund en það hefur nú
verið gert.
Verkfall hjúkrunarfræðinga
hefst 22. júní ef samningar nást
ekki fyrir þann tíma. Verkfallið
myndi myndi lama heilbrigðis-
kerfið og setja verkefnið um skim-
un á landamærum landsins í upp-
nám.
Boðað til samningafundar á fimmtudag