Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
✝ HalldóraBjörnsdóttir
fæddist í Georgs-
húsi á Akranesi 13.
september 1933.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 30.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðbjörg Hall-
dórsdóttir hús-
móðir, f. 31. maí
1906 á Bíldudal, d.
14. janúar 1987, og Björn Ás-
mundur Jóhannsson Björnsson
vélstjóri og forstjóri, f. 11. októ-
ber 1905 á Akranesi, d. 28. maí
1969. Bróðir Halldóru fæddist
andvana 11. október 1941.
Hinn 20. maí 1955 giftist Hall-
dóra Þórði Óskarssyni skipstjóra
og útgerðarmanni, f. 6. nóv-
ember 1929, d. 28. október 2005.
Foreldrar hans voru Halldóra
Rannveig Þórðardóttir, húsmóð-
ir í Súðavík, f. 24. nóvember 1895
á Svarfhóli í Álftafirði, d. 25. des-
ember 1954, og Óskar Magn-
ússon, skipstjóri í Súðavík, f. 31.
desember 1896 á Fæti í Súðavík-
urhreppi, d. 24. janúar 1930.
Börn Halldóru og Þórðar eru: 1)
Halldóra Rannveig, f. 12. febrúar
Magnúsdóttir, f. 27. maí 1988.
Börn þeirra eru Kolbeinn, f.
2018, og Kristín, f. 2020. c) Helgi,
f. 2. júní 1993. Eiginkona hans er
Dagný Björk Jóhannesdóttir, f.
19. des 1995. Barn þeirra er Lóa,
f. 2018. 4) Þórður, f. 20. nóv-
ember 1964. 5) Guðbjörg, f. 26.
desember 1977. Eiginmaður
hennar er Oddbergur Sveinsson,
f. 6. febrúar 1980. Barn þeirra er
Kolbrún, f. 2. apríl 2015. Guð-
björg á Dagnýju Lilju, f. 16. jan-
úar 2004, og Halldóru Sóleyju, f.
29. nóvember 2005, með fyrri
sambýlismanni sínum, Arnari
Sigurðssyni, f. 1975.
Halldóra ólst upp á Akranesi.
Bjó fyrst í Georgshúsi og fluttist
með foreldrum sínum á Vitateig.
Halldóra kláraði hefðbundna
skólagöngu. Fór síðar í Versl-
unarskóla Íslands og lauk versl-
unarprófi vorið 1954. Halldóra
vann hjá Sambandinu, við skrif-
stofustörf og önnur störf. Fór svo
til Englands í enskuskóla eftir
verslunarpróf. Halldóra og Þórð-
ur byggðu sér hús á Vitateig 2 en
áður stóð þar Georgshús sem var
lengi vel stærsta hús á Akranesi.
Árið 1988 fluttist Halldóra ásamt
fjölskyldu í Mosfellsbæ og síðar í
Garðabæ árið 2002 og bjó hún
þar þangað til hún fór á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Útför Halldóru verður gerð
frá Garðakirkju í dag, 10. júní
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
1956. Fyrrverandi
eiginmaður hennar
er Gunnar Frið-
geirsson, f. 1956.
Dætur þeirra eru: a)
Sólveig Helga, f. 18.
júní 1980, sambýlis-
maður hennar er
Björgvin Guðleifs-
son, f. 16. des. 1980.
Barn þeirra er
Hekla Rannveig, f.
2019. Sólveig Helga
á Magnús Sigurð, f. 2003, og
Gunnar Friðgeir, f. 2005, með
fyrrverandi sambýlismanni sín-
um, Jóni Kristjáni Magnússyni, f.
1979. Björgvin á Ástu Margréti,
f. 2009, og Erlu Guðfinnu, f. 2012.
b) Þóra Halldóra, f. 7. janúar
1985. 2) Björn, f. 4. apríl 1957.
Fyrrverandi sambýliskona hans
var Oddbjörg Jónsdóttir, f. 1942,
d. 2019. 3) Óskar, f. 26. júlí 1959.
Eiginkona hans er Rósa Jóns-
dóttir, f. 20. janúar 1962. Synir
þeirra eru: a) Þórður, f. 28. nóv-
ember 1985. Sambýliskona hans
er Sóley Guðmundsdóttir, f. 25.
september 1985. Börn þeirra eru
Óskar, f. 2016, og Þórdís, f. 2019.
b) Jón Þórir, f. 25. febrúar 1990.
Sambýliskona hans er Áslaug
Elsku mamma mín. Mikið var
ég heppin að eiga þig sem móður.
Hjartalagið þitt var svo fallegt og
hreint. Þú hafðir svo góða nærveru,
glaðlynda og mjúka framkomu. Þú
vildir öllum svo vel og gafst svo
mikið af þér. Það var svo auðvelt að
elska þig. Alltaf að aðstoða fólkið
þitt og hafðir áhyggjur af því. Um-
hyggjusöm með eindæmum og það
fór aldrei neinn svangur frá þér.
Það var gott að tala við þig og þú
hafðir þolinmæði til að hlusta á það
sem öðrum lá á hjarta.
Fórum oft saman á bókasafnið,
lestur um heilsumál og andleg
málefni var henni hugleikinn með-
al annars. Hún spilaði handbolta
með ÍA og einnig í námi sínu við
Verslunarskóla Íslands og horfði
oft á handboltaleiki í sjónvarpinu.
Oft var farið í bíltúra út fyrir
Akranes og eitt af því sem hún
fékk mig til að taka eftir voru fal-
legu steinarnir, sem enduðu oft í
steinabeðinu á Vitateignum.
Mamma var mitt andlega bjarg
svo lengi og því var það erfitt þeg-
ar ég gat ekki talað við hana um
mín mál. Svo þroskuð og án for-
dóma. Bara yndisleg og kærleiks-
rík mamma.
Mamma var sérstaklega nýtin,
nægjusöm og mikil húsmóðir en
einnig ákaflega gjaldmild, setti
mikið þarfir annarra á undan sín-
um. Handlagin, samviskusöm,
dugleg og ákaflega stundvís.
Næm á ýmsum sviðum og ber-
dreymin.
Í byrjun árs 2009 byrjuðu veik-
indin er mamma fékk heilaáfall.
Eftir það var hún ekki söm og áð-
ur og síðar greindist hún með alz-
heimer. Erfitt hefur verið að horfa
á móður sína missa tökin á tilver-
unni stig af stigi en alltaf var hún
svo jákvæð.
Hún kvartaði ekki undan verkj-
um og það var ekki fyrr en á síð-
ustu mánuðum sem hún þurfti að
upplifa þá eftir að hafa dottið illa
fyrir rúmu hálfu ári. Þá dró mikið
af henni og lífið varð henni erf-
iðara. Mamma var alveg einstök
því að þegar aðeins voru fáir dag-
ar eftir veitti hún okkur frið í
hjarta, alltaf svo tillitssöm. Hún
sagðist þurfa að komast á sinn
stað, hún væri komin í röðina. Hún
var svo tilbúin til að fara úr þessu
erfiða hlutverki sem veikindin
voru. Hún vildi fara til pabba. Ég
fékk að vera hjá henni á dánar-
stund ásamt fleirum úr fjölskyld-
unni, erfitt en líka blessun. Sjá
hana fá frið eftir þessa þrauta-
göngu var dýrmætt. Hún lenti á
góðri deild, starfsfólkinu var mjög
umhugað um hana og augljóst að
því þótti vænt um hana. Hún var
bara þannig hún mamma mín, tók
í höndina á fólki og sagði eitthvað
fallegt við það.
Mamma setti fjölskyldu og
heimili í forgang en hún var ákaf-
lega listræn og málaði svolítið af
myndum. Fékk hún meðal annars
heitið „Kjarval“ á einu námskeið-
inu. Hún hefði getað orðið mikil
listakona ef hún hefði valið þá leið
er ég viss um.
Velferð fjölskyldunnar skipti
hana miklu máli, enda af nógu að
taka, veikindi pabba og fleiri í fjöl-
skyldunni urðu hennar verkefni
og stóð hún við hlið pabba í öllum
hans veikindum þar til yfir lauk.
Þakklát og stolt er ég að hafa
átt þig sem mömmu. Takk fyrir
allt, elsku, yndislega mamma mín.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessun minning býr mér ætíð hjá,
ég björtum geislum strái veg minn á.
(Höf. ók.)
Blessuð sé minning þín.
Meira: mbl.is/andlat
Þín dóttir,
Guðbjörg.
Lít ég liðin árin
langa farna braut.
Gleði, sorg og sárin,
sigur, tap og þraut.
Brosir myndin bjarta,
besta drottins gjöf.
Móðurhönd og hjarta,
helgar líf og gröf.
(M.M.)
Elsku mamma mín er farin
þangað sem við förum öll að leið-
arlokum.
Hún var alveg tilbúin til að fara,
sagði okkur það á mjög sérstakan
og fallegan hátt nokkrum dögum
áður en hún lést. Alveg í hennar
anda að láta okkur líða sem best
með það að hún væri að kveðja.
Mikill tómleiki og sorg komu
yfir mig er mamma kvaddi en
einnig þakklæti fyrir lífið sem hún
gaf mér. Einnig þakklæti fyrir
það, að hún væri komin þangað
sem hún óskaði sér eftir langa ævi
og heilsuleysi síðustu ár.
Mamma fékk alzheimersjúk-
dóminn og það var erfitt að horfa
upp á hana missa færni og minni.
Mamma var yndisleg kona og
öllum þótti vænt um hana. Hún
hugsaði alltaf fyrst um aðra en
sjálfa sig. Hún var mjög gestrisin
og enginn fór svangur frá henni.
Við fórum oft niður í salinn á
Hrafnistu þar sem við nutum þess
að sitja og fá okkur kaffi og með-
læti. Oft fannst henni að við vær-
um komnar á kaffihús úti í bæ.
Mamma var mjög tengd for-
eldrum sínum, og bjuggum við í
sama húsi og var gott að hafa afa
og ömmu nálægt sér.
Mamma var einbirni og ætlaði
sér alltaf að eiga mörg börn og
eignuðust hún og pabbi fimm
börn.
Ég er elst og síðan þrír bræður
og svo systir mín. Því var nóg að
gera hjá henni að hugsa um okkur
og pabbi á sjónum.
Amma fæddi andvana dreng er
mamma var átta ára gömul. Er
mamma minntist þessa tók það á
hana að ræða það.
Mamma var mjög listræn og
handlagin og margt til lista lagt og
það vafðist ekki fyrir henni að
mála veggi og flísaleggja.
Mamma var mikil fjölskyldu-
kona og gaf mikið af sér. Hún
gladdist mikið ef afkomendum
hennar gekk vel í lífinu og fátt
gladdi hana meira en að frétta af
fjölgun langömmubarna en lítil
langömmustelpa fæddist þremur
dögum áður en hún lést.
Á seinni árum fór mamma á
myndlistarnámskeið og málaði
myndir sem hún hafði mikið yndi
af og tók þátt í sýningu fyrir eldri
borgara. Það var því synd að 2009
fékk hún blóðtappa í heila og eftir
það gat hún ekki málað lengur og
missti ýmsa færni og var það upp-
hafið að veikindum hennar.
Pabbi lést 2005 og var mamma
hans stoð og stytta alla tíð og sér-
staklega í veikindum hans.
Við gátum verið hjá mömmu á
Hrafnistu vikuna áður en hún lést
og var það okkur fjölskyldunni
ómetanlegt að geta verið með
henni þessa síðustu daga hennar
vegna þess að við höfðum ekki
getað heimsótt hana í margar vik-
ur vegna covid-19. Þá sáum við
ennþá betur hve starfsfólkið var
hlýlegt og gott við hana og hún
snerti við því með sinni góð-
mennsku og þakklæti.
Við fjölskyldan viljum færa
starfsfólki Ölduhrauns á 3. hæð-
inni á Hrafnistu í Hafnarfirði
bestu þakkir fyrir góða umönnun
og hlýhug. Og bestu þakkir fyrir
hve notaleg þau voru við okkur
fjölskylduna og vildu allt fyrir
okkur gera er við vorum hjá henni
síðustu dagana.
Dætur mínar, Sólveig Helga og
Þóra Halldóra, minnast ömmu
sinnar með miklum hlýhug og
þakklæti fyrir allar stundirnar
sem þær áttu með henni í gegnum
lífið.
Elsku mamma, ég kveð þig með
miklum hlýhug og þakklæti.
Þín dóttir,
Halldóra.
Meira: mbl.is/andlat
Halldóra
Björnsdóttir
✝ Þau leiðu mis-tök urðu að
greinar um Guð-
mund Skúla birtust
í gær, degi of
snemma, en útför
hans er í dag. 10.6.
2020. Beðist er vel-
virðingar á mistök-
unum.
Guðmundur
Skúli Kristjánsson
fæddist í þorpinu á
Kvíabryggju við Grundarfjörð
þann 16. desember 1929. Hann
lést 21. maí 2020.
Hann var sonur hjónanna Jó-
hönnu Steinþórsdóttur, f. 12.
ágúst 1907, d. 15. nóvember
1980, og Kristjáns Eyfjörðs Guð-
mundssonar, f. 26. júní 1904, d. 3.
apríl 1981. Þau fluttu af Snæ-
fellsnesinu 1931 og settust að í
Hafnarfirði. Þar ólst Skúli upp
ásamt þeim systkinum sínum er
komust upp. Systkini hans eru
Klara, f. 1928, Halldór Eyfjörð, f.
1931, d. 1931, Rakel, f.1939, og
Steinþór Diljar, f. 1948.
Þann 15. mars 1952 kvæntist
Skúli Áslaugu Magnúsdóttur frá
Stapaseli í Stafholtstungum, f.
11. janúar 1930, d. 6. apríl 2016.
Foreldrar hennar voru Sigríður
Guðmundsdóttir, f. 1891, d. 1982,
og Magnús Finnsson, f. 1884, d.
barn. Margrét Guðmundsdóttir
Hales, f. 1962. Hennar maður er
Jeffrey Keith Hales. Hún á eina
dóttur og eitt barnabarn. Hanna
Íris Guðmundsdóttir, f. 1963.
Hennar maður er Guðmundur
Hjörtur Einarsson. Börnin urðu
þrjú og eitt barnabarn, en sonur
þeirra Guðmundur Skúli (yngri)
lést 2014. Ásmundur Orri Guð-
mundsson, f. 1963. Kona hans er
Fjóla Haraldsdóttir. Börnin eru
þrjú. Eru afkomendur Skúla og
Áslaugar orðnir 107.
Skúli og Áslaug bjuggu allan
sinn búskap í Hafnarfirði. Skúli
vann hin ýmsu störf bæði til sjós
og lands. Síðast hjá Eimskip í
Hafnarfirði. Hann var bæði söng-
og kvæðamaður. Söng á sínum
yngri árum með IOGT-kórnum
og um tíma með karlakórnum
Þröstum. Í Kvæðamannafélagi
Hafnarfjarðar var hann einnig.
Skúli var mikill hagleiksmaður
er kom að smíðum og báru húsin
hans þess merki. Um tuttugu ára
skeið voru þau með eyðibýlið
Grafarkot í Borgarfirðinum á
leigu og notuðu sem sum-
arbústað. Þar var húsið gert upp
og mikið gróðursett og áttu þau
margar góðar stundir þar. Eftir
að Skúli settist í helgan stein
sinnti hann sínu áhugamáli sem
voru smíðar á hinum ýmsu mun-
um og eiga afkomendur hans
margan dýrgripinn sem hann
smíðaði. Er heilsunni tók að
hraka fluttu þau á Hrafnistu í
Hafnarfirði og þar lést Skúli 21.
maí 2020.
Útförin fer fram í kyrrþey.
1946, bændur í
Stapaseli. Þau eign-
uðust sex börn en
fyrir átti Áslaug
þrjú börn sem Skúli
leit ávallt á sem sín.
Börnin eru: Hólm-
fríður Jóhann-
esdóttir, f. 1947.
Hennar maður er
Stefán Eggertsson.
Börnin eru sjö, 23
barnabörn og tíu
barnabarnabörn. Jóhanna Jó-
hannesdóttir, f. 1948, d. 1990.
Hennar maður var Vilhjálmur
Reynir Sigurðsson. Þau áttu eina
dóttur og tvö barnabörn. Magnús
Heimir Jóhannesson, f. 1949.
Hans kona er Sigríður Margrét
Baldursdóttir. Dæturnar eru
fimm og ein uppeldisdóttir,
barnabörnin eru sextán. Heimir
ólst upp á Króki í Bisk-
upstungum. Birna Guðmunds-
dóttir, f. 1953. Hennar maður er
Guðmundur Alfreðsson. Börnin
eru fjögur, sjö barnabörn og eitt
barnabarnabarn. Sigríður Diljá
Guðmundsdóttir, f. 1955. Hennar
maður er Kjartan Jósefsson.
Börnin eru fjögur og níu barna-
börn. Kristján Eyfjörð Guð-
mundsson, f. 1959. Hans kona er
Lilja Aðalbjörg Þórðardóttir.
Dæturnar eru tvær og eitt barna-
Vertu sæll pabbi minn, þín
verður sárt saknað.
Þín dóttir,
Margrét.
Við leiðarlok finnst mér viðeig-
andi að minnast hans með nokkr-
um orðum. Sjálfsagt í því sem
Guðmundur Skúli var búinn að
benda mér á að margir lendi í
þegar skrifaðar eru minningar-
greinar „að tala meira um sjálfan
sig en hinn látna“.
Þegar ég tengdist fjölskyld-
unni að Nönnustíg 3 var hús-
bóndinn þar sjómaður í.þ.m. á
vetrarvertíðum. Í fyrsta kvöld-
spjalli okkar Skúla man ég að
umræðan barst að meðferð á fiski
og þá mun á lifandi- eða dauð-
blóðguðu. Ég var lítillega búinn
að vinna við saltfisk í Keflavík og
þar fundum við umræðuefnið og
þetta var ekki vitlausara en hvað
annað til að byrja á.
Það var ekki alveg eins fljót-
legt fyrir ungan tengdason að
vinna sig í álit hjá Guðmundi
Skúla eins og hjá blessuninni
henni Áslaugu, en það kom, að ég
held, og mikið er hann búinn að
gera fyrir okkur Hólmfríði og
margt búinn að gefa, svo sem
listavel smíðaða gripi. Hæfileikar
hans lágu víða þó hann hafi ekki
verið mikið í skólum, að ég viti,
gat hann smíðað bæði smátt og
stórt. Ég man að við Kristján Ey-
fjörð faðir hans stóðum á spjalli
vestan við húsið á Nönnustíg 3,
Skúli hafði nýlega lokið við að
klæða húsið upp á nýtt og ég
sagði eitthvað um fráganginn.
Svaraði þá Kristján, „já, hann
Skúli minn er millimetramaður“.
Upptalning á því sem við eig-
um honum mest að þakka: Haust-
ið 1970 fluttum við inn á þau á
Nönnustígnum í nokkrar vikur
(sennilega ekkert borgað fyrir
það). Haustið 1974 þegar við vor-
um með allstórt fjárhús í smíðum
en illa horfði með að tækist að
gera fokhelt fyrir vetur kom Guð-
mundur Skúli og smíðaði hér í
tvær eða þrjár vikur. Þó var hann
búinn að gera sig ómissandi í
vöruskemmu Eimskips og hefði
verið lengur hjá okkur hefði
skyldan ekki kallað í Hafnar-
fjörðinn. Ekki er það svo slæmt
að ég hafi ekkert borgað fjár-
húsasmíðina. Ég man hvað upp-
gjörið var dásamlega nákvæmt,
taxtinn sá sem hann hafði í
skemmunni. Svo er það fleira en
gjafir og greiðar sem við viljum
þakka Guðmundi Skúla. Ég man
hvað var gaman að fá fjölskyld-
una í sumarheimsóknir, fyrst á
lélegum Skóda sem þurfti lag-
færingu á Húsavík, seinna á
Toyota Mark2, alveg úrvals tæki.
Það var í rétta átt og sem betur
fer hjá flestum, en endalokin
verða ekki flúin.
Stefán Eggertsson
Guðmundur Skúli
Kristjánsson
Nú er dapurt í sveit-
um og dapurt í borg
en dýrlega minningin sárust
og fjölmargir vinir, þeir fylltust af sorg
þegar fréttir um andlátið bárust.
Þú áttir svo friðsama og fallega lund
og framleiddir bros hvar sem gekkstu,
og gaman var alltaf að fara á þinn
fund
er á frjálslegu strengina lékstu.
Og nú ertu horfin, vor dalanna dís,
og dapur er ástvina fjöldinn.
Í Paradís er sú vera þér vís
er verndar þig handan við tjöldin.
(Benedikt Björnsson)
Við hittumst fyrst í dölunum.
Ég var á ferðalagi og kom við, en
þú varst í dvöl
um tíma. Við tókum tal saman
og m.a. sagði ég eitthvað á þá leið
„að Guð hefði sent mig til þín“. Oft
Erna Aðalheiður
Marteinsdóttir
✝ Erna Að-alheiður Mar-
teinsdóttir fædd-
ist 27. apríl 1936.
Hún lést 16. mars
2020.
Útför Ernu Að-
alheiðar fór fram
7. maí 2020.
eru við búnar að hlæja
að þessu því þú sem
alltaf varst svo trúuð
hélst helst ég væri
galin og um kvöldið
talaðir þú um þetta
við leiðbeinandann.
Hún sagði þér þá að
þú skyldir endilega
hafa samband við mig
þegar þú kæmir í bæ-
inn, því ég væri búin
að vinna í þessum
málum í tvö ár og mér gengi vel.
Þú hafðir þá þegar tekið þá
ákvörðun, sem ávallt stóð, að
hlusta á þá sem vænlegt virtist
vera til farsældar. Ég hef svo
stundum sagt í gríni að ómögulegt
sé að vita hvort þér hafi gengið
svona vel vegna þess að ég varð
trúnaðarkonan þín eða sloppið vel
þrátt fyrir það. Þetta var 1987 og
síðan hefur verið taug á milli okk-
ar sem smátt og smátt þróaðist
upp í trúnaðarvináttu á báða bóga.
Það hefur orðið mér mikil gæfa
og vonandi þér líka.
Smátt og smátt kynntist ég
þinni stóru fjölskyldu, af þinni frá-
sögn, þú hefur átt því láni að fagna
að eiga góða samheldna fjöl-
skyldu, bæði foreldra og stóran
systkinahóp og síðar afkomendur
þínir og Steina. Það er heilt æv-
intýri að fá að þekkja svona stóran
og góðan hóp í gegnum þig.
Fyrst eftir að þú fórst upplifði
ég að þú hefðir siglt burt á stóru
skipi með allt þetta fólk og aldrei
kæmi neitt aftur. Það er það erf-
iðasta, allt er tómt. En ég hef
Siggu og það er mikil blessun.
Ég er svo glöð fyrir þína hönd
að þú skyldir fá að sjá litla Dodda
áður en þú kvaddir. Stóri Doddi
fæddist rétt áður en við kynnt-
umst og hann var fyrsta barna-
barnið sem ég fékk að fylgjast
með frá upphafi.
Ég er að reyna að skrifa mig frá
allri þessari sjálfsvorkunn sem ég
sit uppi með og skipta yfir í þakk-
læti, endalaust þakklæti fyrir allt
sem þú hefur gefið mér. Við töl-
uðum einmitt svo oft um hvað
sjálfsvorkunnin skemmir og getur
verið hættuleg. Öðrum megin á
blaðinu er þakklæti, en hinum
megin sjálfsvorkunn og niðurrif.
Ég sé þig fyrir mér ávíta mig
fyrir allskonar vesöld og með
þinni léttu lund og glettni hrein-
lega gjörbreyta andrúmsloftinu.
Ég á fullar skúffur og skápa af
andans efni sem við höfum fyllt í
sameiningu og nú er að nota það
og hugsa til þín.
Ég sendi ykkur öllum sem þótti
vænt um hana mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið ykkur allr-
ar blessunar.
Rúna Knútsdóttir