Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Brynjar Níelssonalþingismaður
víkur í pistli á Fésbók
að sýndarmennsk-
unni í pólitíkinni. Til-
efnið er sjónvarps-
þáttur „um ásakanir
á hendur Samherja
tengdar viðskiptum í
Namibíu“ og þrír
stjórnarandstæð-
ingar í stjórnskip-
unar- og eftirlits-
nefnd þingsins hafi
þegar gripið boltann
á lofti og óskað eftir
frumkvæðisathugun
á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna
tengsla við Samherja, „sem munu
vera þau að hann starfaði fyrir 20 ár-
um hjá fyrirtækinu og þekkir vel for-
stjóra þess,“ segir Brynjar.
Þá rekur hann að farið hafi veriðrækilega yfir málið í nefndinni
og að eftir „að nefndarmenn höfðu
verið mataðir með teskeið um allt
sem tengist hæfi og vanhæfi í stjórn-
sýslunni var öllum ljóst, sem ekki eru
fastir í sýndarmennsku, að sjávar-
útvegsráðherra uppfyllir allar hæf-
isreglur til að gegna embættinu, en
hann þurfi, eins og aðrir ráðherrar,
að gæta að hæfi sínu við hverja
ákvörðun“.
Meirihluti nefndarinnar hafi þvíákveðið að ljúka frumkvæðis-
athuguninni en fyrstu fyrstu við-
brögð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur,
pírata og nefndarformanns, hafi ver-
ið að „dylgja opinberlega um feluleik
og samtryggingu annarra nefndar-
manna“. Sorglegt hafi verið að for-
maður Viðreisnar hafi elt hana í
þessu, en Brynjar segir „miður að
formaður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar þingsins skuli misnota for-
mennsku í nefndinni til að reyna að
koma höggi á pólitíska andstæðinga
sína. Trúverðugleiki nefndarinnar er
að veði. Trúverðugleiki formannsins
er hins vegar ekki að veði enda eng-
inn fyrir.“
Brynjar Níelsson
Enginn trúverðug-
leiki ekki að veði
STAKSTEINAR
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
óskaði eftir því við Heilbrigðiseftirlit
Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis
að gerð yrði undanþága um hollustu-
hætti í aðgerðarrými fótaaðgerða-
stofu. Ekki er ljóst um hvaða fóta-
aðgerðastofu ræðir, en í umsókninni
var þess óskað að undanþága yrði
veitt frá kröfu um handlaugar í að-
gerðarrýminu. Í reglugerð um holl-
ustuhætti er kveðið á um að í aðgerð-
arrými skuli vera handlaug, vaskur
til að þrífa áhöld og gott aðgengi að
skolvaski.
Aðspurður segir Hörður Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Heil-
brigðiseftirlits Hafnafjarðar- og
Kópavogssvæðis, að ráðuneytið hafi
heimild til að óska eftir undanþágu.
„Í einstaka tilfellum leita aðilar til
ráðuneytis vegna undanþágu varð-
andi einhvern búnað,“ segir Hörður
og bætir við að auk framangreindrar
leiðar geti aðilar kært úrskurði eftir-
litsins. „Við gerum kröfu um eitt-
hvað ákveðið og ef viðkomandi aðili
er ekki sáttur hefur hann möguleika
á að kæra til Úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála. Þá getur
hann sömuleiðis óskað eftir undan-
þágu,“ segir Hörður.
Ráðuneyti óskaði eftir undanþágu
Vildi að fótaaðgerðastofu yrði veitt
undanþága frá reglum um hollustuhætti
Morgunblaðið/Jim Smart
Snyrting Óskað var eftir undan-
þágu fyrir fótaaðgerðastofu.
Efling stéttarfélag gerði í fyrra hátt í
700 kröfur fyrir hönd félagsmanna
vegna þess að fyrirtæki greiddu ekki
rétt laun samkvæmt kjarasamning-
um eða ráðningarsamningi. Hljóðuðu
þessar kröfur upp á rúmlega 345
milljónir króna.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýbirtri ársskýrslu Eflingar fyrir
seinasta ár. Félagar í Eflingu eru hátt
í 27 þúsund talsins, af 56 þjóðernum,
en á seinasta ári aðstoðuðu starfs-
menn Kjaramálasviðs Eflingar tæp-
lega 1.100 þeirra. Fram kemur að
fyrirvaralausar uppsagnir starfsfólks
voru áberandi meðal þeirra mála sem
komu til kasta Kjaramálasviðs Efl-
ingar í fyrra.
Lögmönnum falin 370 mál
Alls voru fyrirvaralausar uppsagn-
ir 143 talsins og voru flestar tengdar
fyrirtækjum í gisti- og veitingaþjón-
ustu. Margar þeirra enduðu í launa-
kröfuferli þar sem félagið þurfti að
innheimta laun á uppsagnarfresti fyr-
ir viðkomandi félagsmenn sem fengu
ekki vinnu hjá vinnuveitanda á upp-
sagnarfresti og var þar með ólöglega
sagt upp störfum að mati félagsins að
því er segir í ársskýrslunni.
Meðalupphæð þeirra krafna sem
félagið gerði fyrir hönd félagsmanna í
þeim tilvikum þar sem fyrirtæki
greiddu þeim ekki rétt laun var 492
þúsund kr. eða sem jafngildir einum
og hálfum mánaðarlaunum fyrir um
700 einstaklinga sem eru á lágmarks-
launum að því er fram kemur í skýrsl-
unni. ,,Langflestar kröfurnar voru
settar fram gagnvart aðilum í ferða-
þjónustu, t.d. veitingahúsum og gisti-
stöðum og annarri tengdri þjónustu.
Lögmönnum félagsins voru falin 370
mál til frekari innheimtu og námu
kröfur um launagreiðslur vegna
þeirra tæplega 290 [milljónum
króna]. Fjöldi krafna að verðmæti um
80 [milljóna kr.] voru vegna gjald-
þrota fyrirtækja.“ omfr@mbl.is
Gerðu 700 kröfur
fyrir félagsmenn
Efling aðstoðaði um 1.100 félaga
Efling Starfsmenn kjaramálasviðs
höfðu í nógu að snúast í fyrra