Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu
að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa
og bilanagreina bílinn þinn
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151tímapantanir
Ómar Friðriksson
Guðni Einarsson
Íslenskir leiðsögumenn urðu sér-
staklega illa úti í faraldri kórónu-
veirunnar og eiga margir þeirra enn
í stappi með að fá atvinnuleysisbæt-
ur. Flestir eru ferðaráðnir launa-
menn í tímabundin verkefni eða
verktakar og geta því ekki framvís-
að uppsagnarbréfi þegar þeir sækja
um bætur. „Þetta er þungt og það
hafa verið allskonar ljón á veginum,
bæði tæknilegir erfiðleikar við að fá
bætur og svo kemur það líka mjög
illa út fyrir leiðsögumenn hvernig
bæturnar eru reiknaðar,“ segir Pét-
ur Gauti Valgeirsson, formaður
Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.
Ekki gott upplýsingastreymi
milli VMST og greiðslustofu?
Einn leiðsögðumaður greindi
Morgunblaðinu frá því að hann hefði
misst vinnuna um miðjan mars,
skráð sig þá strax atvinnulausan hjá
Vinnumálastofnun (VMST) en enn
ekki fengið neinar bætur. Í sífellu sé
verið að biðja um meiri gögn og í lok
maí barst honum bréf frá Greiðslu-
stofu atvinnuleysisbóta á Skaga-
strönd, þar sem honum var tilkynnt
að erindi hans hefði verið móttekið
en afgreiðsla umsókna um bætur
gæti tekið allt að sex vikur. Skila
mætti gögnum í gegnum Mínar síð-
ur á vef VMST.
Leiðsögumaðurinn segist upplifa
það þannig að upplýsingastreymi
milli Vinnumálastofnunar og
greiðslustofunnar sé ekki gott. Allt-
af sé verið að biðja um sömu gögnin
aftur og aftur. Kveðst hann vera
orðinn langeygur eftir atvinnuleys-
isbótum og hafa reynt að fá svör við
því hvort nú bætist við sex vikna
frestur eftir tíu vikna bið frá því að
sótt var um atvinnuleysisbætur.
Eftir að hafa beðið í síma vel á
aðra klukkustund tjáði starfsmaður
honum að hann þyrfti m.a. að leggja
fram uppsagnarbréf. Hann er hins
vegar ferðaráðinn hjá ferðaþjón-
ustufyrirtæki og fær greitt fyrir
hverja ferð. Leiðsögumaðurinn fékk
því ekkert uppsagnarbréf þegar allt
lokaðist og ferðir féllu niður. Sagði
hann marga fleiri starfsfélaga sína
hafa lent í sambærilegri stöðu.
Pétur segist kannast vel við svona
dæmi. Leiðsögumenn hafi talið sig
vera búna að leysa úr málum en þá
sé beðið um nýja pappíra og af-
greiðslan dragist enn frekar á lang-
inn. Einn hafi fengið þau svör að
umsókn hans hefði tekið svo langan
tíma að hún væri komin neðst í
bunkann og gæti tekið 6 vikur til
viðbótar að afgreiða hana. Einhverj-
ir hafi svo lent í því að umsóknar-
ferlið hafi tekið svo langan tíma að
þeir virtust vera komnir í eitthvert
synjunarferli hjá stofnuninni. ,,Sum-
ir hafa ekkert fengið útborgað mjög
lengi,“ segir Pétur.
Hlutabótaleið aldrei í boði
Forsvarsmenn stéttarfélagsins
hafa fundað með VMST og í síðustu
viku fannst sú lausn á skilyrðum um
að leggja verði fram uppsagnarbréf
að nóg væri að senda inn staðfest-
ingu á að ferð hefði verið felld niður.
Pétur segir að leiðsögumenn séu
oftast launþegar sem ráðnir eru í
tímabundnar ferðir og allur gangur
hafi verið á því hversu langar þær
eru. Þar sem ekki er um formlegt
ráðningarsamband að ræða var
hlutabótaleiðin aldrei í boði fyrir
flesta leiðsögumenn sem stóðu uppi
tekjulausir frá þeirri stundu þegar
ferðamennirnir hurfu og allar ferðir
féllu niður við upphaf veirufarald-
ursins. ,,Einhverjir sem sóttu strax
um gátu fengið atvinnuleysisbætur
tiltölulega einfaldlega en mjög
margir eru í flóknari stöðu,“ segir
hann.
Leiðsögumaðurinn sem hefur nú
staðið í þessu stappi í bráðum þrjá
mánuði án þess að fá bætur minnti á
að leiðsögumenn voru meðal þeirra
fyrstu sem misstu vinnuna í faraldr-
inum og eftir öllum sólarmerkjum
að dæma verði þeir síðastir til að fá
aftur vinnu. Það sé því mjög mikil-
vægt fyrir þennan hóp að fá úr-
lausn.
Allskonar ljón á vegi leiðsögumanna
Margir verkefnalausir leiðsögumenn hafa enn ekki fengið neinar atvinnnuleysisbætur Sex vikna
frestur bættist við tíu vikna bið hjá VMST Gagnrýnt að beðið sé um sömu gögnin aftur og aftur
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Leiðsögumenn misstu
allar tekjur og fæstir eru fastráðnir.
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
„Túnin koma mjög illa undan vetri,
það lætur nærri að hægt sé að tala
um alkal túnanna, hátt í 90 prósent
þeirra eru svo kalin að þau mega
heita ónýt, nálægt 60 hekturum,“
sagði Ævar Marinósson, bóndi í
Tunguseli, við Morgunblaðið en
Tungusel er innsta býlið á Langa-
nesi og stendur á milli Hafralónsár
og Kverkár.
Ævar segir þetta vera verstu kal-
skemmdir á landinu sem hann man
eftir en hann er alinn upp á Tungu-
seli og hefur tekið við búi foreldra
sinna. „Heyfengur var hrakinn, rýr
og lélegur eftir sumarið sem aldrei
kom í fyrra, síðan þessi umhleyp-
ingasami vetur og ónýt tún; allt
þetta er mikil vinna sem kemur í
kjölfarið á sauðburðinum. En þetta
eru áföll sem bændur þurfa að tak-
ast á við og ekkert annað í boði en að
halda áfram og leita eftir heyfeng
annars staðar í sumar,“ sagði Ævar
bóndi en mikil vinna blasir nú við á
Tunguselsbænum.
Sauðburði er nú að ljúka og þar
með einum mesta álagstíma hjá
sauðfjárbændum. Á bænum eru um
700 fjár svo í mörg horn er að líta en
því fer fjarri að afslöppun sé þar
framundan því veturinn lék landið
grátt.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Ævar var hann að plægja upp land
sem hann hyggst nýta undir fóður-
kál í sumar. Sonur hans var einnig
að plægja upp nýræktartún sem er
ónýtt og í það verður einnig sáð fóð-
urkáli í sumar. Einnig munu þeir sá
grasfræi á á annan tug hektara.
Gagnslaus tún í Þistilfirði
Svipuð staða er á bænum Syðra-
Álandi í Þistilfirði og líklega fleiri
bæjum. Segir bóndinn þar, Ólafur
Birgir Vigfússon, að þeir bændurnir
skoði nú í sameiningu möguleika á
landnýtingu annars staðar því þeirra
tún séu nánast gagnslaus þetta sum-
ar.
„Tíðarfarið hefur verið bændum
alveg einstaklega óhagstætt síðasta
árið, sumarið brást alveg og í nóv-
ember brast á með slyddu og frosti.
Klaki var yfir alla jörð og látlaust
skiptist á þíða og frost svo klaka tók
ekki upp að neinu marki fyrr en í
apríl.“
Ólafur segir að túnin geti sloppið
liggi klakinn ekki lengur en um það
bil 3 mánuði en þegar tíminn er orð-
inn svona langur þá er oftast öruggt
að miklar kalskemmdir verða en á
Syðra-Álandi þarf einnig að plægja
upp tún.
„Ekki er hægt að beita á túnin svo
fénu er núna gefið rúlluhey, marg-
falt meira magn af heyi þarf í svona
árferði þegar beit er engin, það hef-
ur alveg vantað hlýindi og gott veð-
ur,“ sagði Ólafur ennfremur.
Ráðunautur frá Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins var nýfarinn frá
Syðra-Álandi þar sem túnin voru
dæmd nánast algjörlega ónýt.
Bændur vonast nú eftir góðri beit
á heiðunum í sumar, sagði Ævar í
Tunguseli, en vatnsbúskapur á heið-
um er góður eftir snjóalög vetrarins.
Mesta kal í áratugi
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Kalskemmdir Nöturlegt er að líta yfir mörg tún í Langanesbyggð, sem ættu
að vera orðin vel græn í venjulegu árferði. Tjón bænda er mikið.
Bændur á Langanesi og í Þistilfirði glíma við kal í túnum
Bóndi Ævar Marinósson í Tunguseli
hefur ærinn starfa við að plægja.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Við lok dags á mánudaginn hafði
5.331 kjósandi á höfuðborgarsvæð-
inu greitt atkvæði utan kjörfundar í
forsetakosningunum sem fram fara
27. júní. Þetta er langtum meiri
þátttaka en á sama tíma fyrir fjór-
um árum. Að sögn Bergþóru Sig-
mundsdóttur, sviðsstjóra hjá Sýslu-
manninum á höfuðborgarsvæðinu,
höfðu 1.519 greitt atkvæði utan
kjörfundar 6. júní 2016.
Bergþóra bendir á að frá upphafi
atkvæðagreiðslunnar 25. maí hafi
eingöngu verið kosið á 1. hæð í
verslunarmiðstöðinni Smáralind, en
árið 2016 var eingöngu kosið á
skrifstofu sýslumanns fram til 6.
júní er kjörstaður var opnaður í
Perlunni. Í Smáralind séu aðstæður
þar sem mikill fjöldi fólks komi
saman. Þar er opið frá klukkan
10.00 á morgnana til 19.00 á kvöldin
alla daga.
Frá 15. júní til 26. júní fer at-
kvæðagreiðslan fram á þremur
stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.
á 1. hæð í Smáralind, á 2. hæð í
Smáralind og undir stúkunni á
Laugardalsvelli. Þar verður opið
alla daga á milli kl. 10.00 og 22.00.
Þó verður lokað á þjóðhátíðardag-
inn, miðvikudaginn 17. júní.
Á mánudaginn hófst einnig at-
kvæðagreiðsla utan kjörfundar á
sjúkrahúsum, í fangelsum og hjúkr-
unar- og dvalarheimilum aldraðra.
Finna má upplýsingar um tímasetn-
ingar næstu daga á vefjum
stjórnarráðsins og sýslumanna.
Mun fleiri hafa kosið utan
kjörfundar nú en árið 2016
5.331 hafði kosið á mánudaginn 1.519 á sama tíma 2016
Morgunblaðið/Eggert
Forsetakjör Margir hafa kosið utan
kjörfundar í Smáralind frá 25. maí.