Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2020 Flugvöllurinn í Vatnsmýri þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innan- landsflugs og sem slík skiptir staðsetning og umgjörð flugvallarins miklu máli. Enn mik- ilvægara er þó hlut- verk flugvallarins sem miðstöð sjúkraflugs í landinu, en þar er um brýnt öryggismál landsmanna að ræða. Uppbygging á nýju bráða- og háskóla- sjúkrahúsi fer nú fram við Hringbraut. Það er lykilatriði að flugvöllurinn, þar sem sjúkraflugvélar lenda með bráðveika sjúklinga, sé stað- settur nálægt okkar sérhæfðustu bráðaheilbrigðisþjónustu á landinu. Sérstaklega þar sem nauðsynleg bráðaþjónusta er illu heilli sjaldnast í boði í heimabyggð á landsbyggð- inni. Reykjavíkurborg er því að bregðast hlutverki sínu sem höf- uðborg allra landsmanna þegar yf- irlýst markmið hennar er að flytja innanlandsflugvöll okkar allra burt úr Vatnsmýrinni. Aðför Reykjavíkurborgar að innanlandsflugi Fyrirætlanir Reykjavíkurborgar um þvingandi aðgerðir gegn flug- félaginu Erni, sem hefur í áratug- araðir sinnt innanlandsflugi og sjúkraflugi með myndarbrag, eru með öllu óviðunandi. Fyrirhugað var að taka viðhaldsstöð félagsins eign- arnámi og rífa niður til að greiða fyr- ir veglagningu án þess að greiða bætur fyrir. Þegar fyrirtæki sem gegnir veigamiklu samgöngu- hlutverki á landsvísu stendur frammi fyrir einu erfiðasta rekstr- arári í sögu fyrirtækisins lagði Reykjavíkurborg til enn frekari at- lögu gegn starfsemi þess. Það ætti öllum að vera ljóst að Reykjavík- urflugvöllur hefur í gegnum tíðina verið ákveðinn þyrnir í augum Reykjavíkurborgar og kysi hún að flytja flugvöllinn annað enda land- svæðið í Vatnsmýrinni eftirsótt og verðmætt. Nýleg framkoma meiri- hlutans í borginni gagnvart flug- rekstraraðila er hins vegar svívirði- legt skref að því markmiði. Landsbyggðinni fórnað fyrir hag Reykjavíkurborgar Hugmyndir um flutning Reykja- víkurflugvallar voru raunhæfar á sama tíma og staðsetning nýs Land- spítala var óráðin. Bráða-, skurð- og fæðingarþjónusta hefur víða um land verið skert eða lögð niður í hagræð- ingarskyni eða undir því yfirskini að sérhæfða bráðaþjónustu beri að veita þar sem helstu sérfræðingar landsins eru að störfum. Það er því grunn- forsenda að miðstöð innanlandsflugs sé í seilingarfjarlægð frá slíkri sér- hæfðri bráðaþjónustu svo að allir Ís- lendingar eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita líkt og lög kveða á um. Í bráðatilfellum er ljóst að hver mínúta skiptir máli og vegalengdir milli innanlandsflugvallar og bráða- sjúkrahúss eru lífsspursmál. Það er óumflýjanleg staðreynd, sama hversu óþægileg andstæðingum flug- vallarins í Vatnsmýri þykir hún. Þeg- ar skóflustunga var tekin í lok ársins 2018 og uppbygging hófst á nýju þjóðarsjúkrahúsi Landspítalans var nauðsyn staðsetningar innanlands- flugvallar í Vatnsmýri fest í sessi. Að öðrum kosti væri verið að fórna heilsu og öryggi íbúa og ferðamanna á landsbyggðinni. Sterk landsbyggð er allra hagur „Þið veljið að búa þarna“ eru kjör- orð þeirra sem hafa takmarkaða þekkingu á mikilvægi sterkrar lands- byggðar. Mikilvægi dreifðrar búsetu um víðfeðmt landið hefur sjaldan verið jafn augljóst og einmitt við þær krefjandi aðstæður sem við stöndum frammi fyrir í dag. Með frekari þéttingu byggðar á höfuð- borgarsvæðinu og fjölgun íbúa stendur borgin frammi fyrir vaxandi samgönguvandamálum. Jafnframt eykst samkeppni um störf á höf- uðborgarsvæðinu, um grunnþjón- ustu á borð við leikskólapláss, heil- brigðisþjónustu eða hreinlega að komast á kassa síðdegis á föstudegi í næstu kjörbúð. Það má leiða líkum að því að lokun á Hreiðrinu, fæðing- arþjónustu við Landspítalann, hafi t.a.m. orðið í beinu samhengi vegna vaxandi álags á fæðingardeild Land- spítalans í kjölfar skertrar fæðing- arþjónustu við landsbyggðina. Sam- kvæmt ársskýrslum Landlæknis- embættisins um barnsfæðingar hefur fæðingum á fæðingarstöðum á landsbyggðinni fækkað um 30% á undanförnum áratug. Það að skera niður þjónustu á landsbyggðinni þýðir nefnilega ekki að þörfin á þjónustunni hverfi. Skorum á Reykjavíkurborg að láta sér annt um hagsmuni landsbyggðar Undirritaðir kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins úr öllum lands- fjórðungum skora á meirihluta Reykjavíkurborgar að láta af fyr- irætlunum sínum á flugvallarsvæð- inu sem munu þrengja enn frekar að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýr- inni. Við skorum á Reykjavíkurborg að tryggja óskerta starfsemi flug- vallarins, fagna mikilvægu hlutverki hans sem miðstöð innanlands- og sjúkraflugs og styrkja uppbyggingu hans með ráðum og dáð í stað þess að leggja í sífellu steina í götu hans. Við skorum jafnframt á Reykjavík- urborg að axla ábyrgð sína sem höf- uðborg allra landsmanna. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál allra, ríkis og sveitarfélaga, að tryggja öruggar samgöngur til höf- uðborgarinnar, auka ferðafrelsi en um leið tryggja jafnan rétt Íslend- inga að bestu mögulegu heilbrigðis- þjónustu sem völ er á hverju sinni. Saman getum við meira. Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna? Eftir Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, Hafdísi Gunnars- dóttur, Njál Trausta Friðberts- son og Berglindi Hörpu Svavars- dóttur » Fyrirætlanir Reykjavíkurborgar um þvingandi aðgerðir gegn flugfélaginu Erni Hildur Sólveig Sigurðardóttir Hildur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum. Hafdís er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Ísafirði. Njáll er al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Berglind er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði. Hafdís Gunnarsdóttir Berglind Harpa Svavarsdóttir Njáll Trausti Friðbertsson Svandís Svavars- dóttir heilbrigðis- ráðherra var ómyrk í máli þegar hún kynnti ákvörðun sína um verð- lagningu á sýnatöku við opnun landamæra. „Hagkvæmara að láta ferðamenn standa straum af kostnaði við sýnatöku að teknu tilliti til áhrifa þess á fjölda ferðamanna.“ Að einu leyti er stað- hæfingin óumdeilanleg. Íslenskum ferðamönnum mun fækka og þeir verða þ.a.l. ekki á flækingi í útlöndum að eyða þar dýrmætum gjaldeyri. Hvað varðar erlenda ferðamenn hef- ur frú Svandís bara ekki hugmynd um hvaða áhrif svona gjaldtaka hefur á komu þeirra, en þau byrjuðu sam- dægurs að koma í ljós í formi afpant- ana frá hópum og einstaklingum. Og snarhægði á nýjum bókunum. Hvað kostar þetta þjóðarbúið? Og er þetta í takt við ákvörðun stjórnvalda um átak í landkynningu til að koma ferðaþjónustunni aftur á lappirnar? Það er umdeilanlegt hvort skimun sé nú rétta leiðin fram á veginn en sé hún farin á gjaldtakan að vera ásætt- anleg og sanngjörn fyrir tilvonandi erlenda gesti. Og byrja frekar of lágt og hækka svo ef þurfa þykir og svig- rúm virðist vera til staðar. Þess vegna má hefja gjaldtöku 15. júní, mér er ekki ljóst hvað gjaldfrjálsar tvær vikur eiga að gera. „Að vel yfirlögðu ráði og ekki til- efni til endurskoðunar,“ segir ráð- herrann um fjárhæðina, kr. 15.000. Við höfum nú fylgst með hvernig nefndin (þessi sem talaði ekki við Kára Stefánsson) hefur verið að hossa tölum varðandi þetta. Fyrst sáum við að kostnaður per sýni ætti ekki að vera meiri en kr. 50.000. Nokkrum dögum síðar var þessi tala komin niður í 30.000. Og nú birtist ráðherra með kr. 15.000. Í millitíðinni hafði Kári Stefánsson áætlað 3-4.000 en hvað veit hann, deCode hef- ur ekki tekið nema 40.000 sýni. „Einhugur innan rík- isstjórnarinnar.“ Sama daginn og heilbrigð- isráðherra kynnti sitt útspil var haft eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra: „Ég geri ekki athugasemdir við að mönnum finnist 15 þúsund krónurnar of háar og við verðum að kanna hvaða áhrif það eigi eftir að hafa.“ Og svo nokkrum sinnum: „Þetta er ákvörðun heilbrigðisráðherra.“ Ekki alveg ein- hugur, eða hvað? Í viðtalinu fræga við Einar Þor- steinsson frábað Kári Stefánsson sér að vinna undir stjórn heilbrigðisráðu- neytis og hvort sem sú er skýringin eða ekki var verkefnið um opnun landamæra, þ.m.t. sýnatakan, stað- sett undir forsjá forsætisráðuneytis. En Svandís átti ás í erminni, hún mátti ákveða gjaldið! Einhver myndi segja að Svandís Svavarsdóttir væri að valta yfir meðráðherra sína. Svandís valtar Eftir Karl Sigurhjartarson Karl Sigurhjartarson » Að einu leyti er staðhæfingin óum- deilanleg. Íslenskum ferðamönnum mun fækka og þeir verða þ.a.l ekki á flækingi í útlöndum að eyða dýr- mætum gjaldeyri Höfundur starfaði að ferðamálum. Það hafa margir höfundar tekið að sér að lýsa fyrirheitna landinu, full- komna ríkinu þar sem öllum líður vel. Thomas More er einna þekkt- astur, enda gaf hann okkur orðið út- ópía, með bók sinni um eyjuna góðu með þessu nafni. Síðan þá getum við lýst óraunhæfum plönum sem út- ópíu, skýjaborgum sem aldrei verða reistar. Fleiri bækur mætti nefna, sem í senn lýsa óraunverulegum heimi og gagnrýna um leið ástand í umhverfi höfundar. Ferðir Gúlivers og Robinsons Crusoe eru í þessum flokki og jafn- vel Don Kíkóti lét sig dreyma um ódáinseyju úti í fjarskanum, þar sem Dúlsína fagra biði hans. Og hvað eru íslensku huldu- fólkssögurnar annað en út- ópíur um betra og fullkomnara líf, þegar nátt- úran og landið ætluðu að ganga af þjóð- inni dauðri á hörmungatíð? En hvað bíð- ur okkar núna og heimsins alls? Er það „Hvergiheimur“ þar sem óvissan ríkir ein, og ekkert öruggt nema óöryggið? Enginn veit. Það er allt búið sem maður veit, nú kemur það sem maður ekki veit. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Í Hvergilandi Huldufólk Lifði huldufólk betra og fullkomnara lífi en mannfólkið? Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA TILBOÐ Sparaðu 10.000 Verð nú 55.000 www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi Í JÚNÍ kr. kr. LauraStar Lift Red Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.