Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 8

Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Jón Magnússon fv. alþingis-maður ræðir um aðsúg „mót- mælenda“ að liðnum tíma í Lund- únum.    Þeir töldu sér ögrað að þurfa aðhorfa á minnismerki um Nel- son sjóliðshetju og Churchill sem bjargaði heiminum frá Hitler.    Mótmælendursögðu að þessi sögulegu stór- menni hefðu haft aðrar skoðanir en þeir sjálfir og því bæri að brjóta niður steingerða ímynd þeirra!    Fasískari afstöðu er erfitt aðkoma sér upp:    Svo brá við að fólk úr ýmsumáttum dreif þá að, til að standa vörð um enskan menning- ararf, minnismerki og styttur af fólki sem skarað hefur fram úr í bresku þjóðlífi, þar á meðal stytt- una af Churchill.    Í fréttum Ríkisútvarpsins af at-burðunum í London var talað um mótmælendur þegar vísað var til þeirra, sem vildu eyðileggja styttur og minnismerki, en um hægriöfgamenn þegar vísað var til þeirra, sem vildu varðveita og gæta að þjóðlegum hefðum, þjóð- legum arfi og minnismerkjum.    Hvernig skyldi standa á þessumgreinarmun hjá fréttafólki RÚV?    Af hverju voru mótmælendurnirekki nefndir réttu nafni, „fas- ískir vinstriöfgamenn“ eða „óþjóðalýður“ í stað þess að kalla þá bara því meinleysislega heiti mótmælendur?“ Jón Magnússon Flestir vita svarið STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tónleikaröðin „Sumartónleikar Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar“ verður ekki haldin í ár eins og verið hefur undanfarið 31 ár. Mikil óánægja er með þetta meðal tónlistarfólks og seg- ir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar til margra ára, í opinni færslu á Face- book á mánudaginn að ástæðan sé ekki Covid-19-faraldurinn „heldur áhugaleysi þeirra sem taka ákvarðan- ir um starfsemina í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar“. Hún segir að tón- leikagestir í fyrra hafi verið um eitt þúsund og ekki hafi verið tap á þeim. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (LSÓ) hefur frá 2012 verið rekið sem deild innan Listasafns Íslands. Anna Guðný Ásgeirsdóttir, fjármála- og mannauðsstjóri Listasafns Íslands, sagði Morgunblaðinu aðspurð um skýringar á málinu að tónleikaröðin hefði frá upphafi verið í höndum fjöl- skyldu Sigurjóns Ólafssonar en hald- in með velvilja Listasafns Íslands. Fulltrúi fjölskyldunnar, Geirfinnur Jónsson, sem verið hefði potturinn og pannan í öllu skipulagi og undirbún- ingi, hefði tilkynnt henni í vor að hann treysti sér ekki til að standa fyrir tón- leikunum í sumar og að ekki hefði ver- ið sótt um styrki til að halda þá. Anna Guðný segir að þótt tónleikarnir verði ekki í sumar þýði það ekki að ákvörð- un hafi verið tekin um að hætta tón- leikaröðinni til frambúðar. Engir sumartónleikar verða í LSÓ  Mikil óánægja meðal tónlistarfólks  Hafa verið haldnir samfleytt í 31 ár Sumar Listasafn Sigurjóns. Ráðist verður í framkvæmdir og endurbætur við Sundmiðstöð Reykjanesbæjar í sumar. Bæjar- yfirvöld hafa að undangengnu útboði gengið frá samningum við Sportís ehf. um hönnun og kaup á tveimur nýjum vatnsrennibrautum og stiga- húsi. Hærri rennibrautin verður 74 metrar að lengd og níu metrar á hæð. Styttri rennibrautin verður 28 metrar að lengd og um 4,5 metrar á hæð. Uppgönguturn að rennibraut- um verður lokaður og upphitaður en hann er tíu metra hár. Að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanes- bæjar verður hægt að stýra lýsingu og hljóði í brautunum til að auka upplifun gesta. Rennibrautin verður tvöföld og er töluvert stærri en nú- verandi rennibraut, en horft var til útlits og upplifunar þegar hún var valin. Auk þessa verður farið í fram- kvæmdir við útisvæði sundlaugar- innar í sumar. Svæðið vestan við úti- laugina verður brotið upp og nýju pottasvæði verður komið fyrir þar. Nýja rennibrautin verður sett upp sunnan við sama svæði. „Fram- kvæmdinni verður skipt upp í tvo áfanga. Í fyrri áfanga verður eldri rennibraut fjarlægð, steypt áhorf- endasvæði brotin í burtu, byggðir upp tveir heitir pottar og einn kald- ur pottur. Í áfanga tvö verður sett upp saunaklefi og vatnsgufa. Einnig verða settir upp nýir útiklefar fyrir karla og konur,“ segir á heimasíðu Reykjanesbæjar. Framkvæmdir hefjast núna í júní og verktími er áætlaður fjórir mánuðir. Ekki er fyrirhugað að loka sundlauginni á meðan á framkvæmdum stendur. hdm@mbl.is Nýja rennibrautin verður níu metra há  Framkvæmdir við Sundmiðstöð Reykja- nesbæjar í sumar Nýir tímar Vatnsrennibrautin verð- ur níu metra há og 74 metra löng. Afmælistilboð Fríform fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Við bjóðum viðskiptavinum okkar 20% afslátt af öllum innréttingum í júní. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.