Morgunblaðið - 17.06.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 17.06.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Haust Vorið Sími 552 2018 info@tasport.is Erum að setja inn ferðir ogmeiri upplýsingar á tasport.is Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Okkur hafði alltaf langað til að fara út í eigin rekstur. Við ákváðum síð- an að láta slag standa árið 2018,“ segir Ágúst Freyr Hallsson, sem ásamt kærustu sinni Elísabetu Mettu Svan Ásgeirsdóttur hefur rekið veitingastaðinn Maika’i. Stað- urinn hefur undanfarin ár verið inni á veitingastaðnum Sætum Snúðum í Mathöll Höfða. Nú hyggur parið hins vegar á opnun staðar á Hafnar- torgi í Reykjavík, en ráðgert er að Maika’i verði opnaður þar síðar í júnímánuði. Á Maika’i er boðið upp á acai-skálar sem í grunninn eru búnar til úr handtíndum sambazon acai-berjum frá Brasilíu. Ofan á grunn skálarinnar stendur við- skiptavinum til boða að setja m.a. ber, banana og granóla. „Við erum að vinna okkar skálar úr berjum en ekki dufti eins og margir aðrir. Þetta er algjör nýjung hér heima,“ segir Ágúst. Salan jókst í faraldrinum Að sögn Ágústs hafa viðtökurnar allt frá opnun staðarins í Mathöll Höfða verið mjög góðar. „Það er bú- ið að vera mikið að gera hjá okkur. Þetta er auðvitað matur sem hentar öllum, er ferskt og gott. Þá erum við að fá marga til okkar sem ekki vilja borða heitan mat tvisvar á dag heldur taka í staðinn skál hjá okk- ur,“ segir Ágúst og bætir við að eftirspurnin hafi aukist enn frekar þegar áhrifa og útbreiðslu faraldurs kórónuveiru tók að gæta hér á landi. „Það var eiginlega bara meira að gera hjá okkur eftir að þetta skall á. Mötuneytum var lokað og fyrirtæki fóru að panta hjá okkur. Salan hefur verið að aukast jafnt og þétt hjá okkur í hverjum mánuði,“ segir Ágúst. Staðurinn á Hafnartorgi er frem- ur lítill eða rétt um 35 fermetrar. Hentar hann þó mjög vel fyrir starf- semi Maika’i. „Þetta er hugsað þannig að fólk taki skálarnar með. Það er ekki mikið um svona lítil rými þannig að við stukkum á þetta fyrst það var í boði,“ segir Ágúst. Auk þess að reka brátt tvo staði er parið með matarvagn þar sem skálar staðarins eru fáanlegar. Var vagninn keyptur í febrúar fyrr á þessu ári. Ágúst segir að hann muni nýtast við sölu í grennd við viðburði og samkomur. Fram til þessa hafi slíkt jafnframt vakið mikla lukku. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að opna jafnvel fleiri staði þegar fram líða stundir kveður Ágúst já við. Fyrst muni hann þó einbeita sér að því að byggja upp núverandi staði. „Maður vill hafa þetta þannig að maður ráði við þetta. Við erum auðvitað alltaf sjálf að standa vakt- ina. Síðar verður þetta þó vonandi komið á fleiri staði á landinu,“ segir Ágúst. Opna nýjan stað síðar í júní  Sala acai-skála heldur áfram að aukast  Eigendurnir standa vaktina Veitingar Ágúst Freyr Hallsson og unnusta hans, Elísabet Metta Svan Ás- geirsdóttir, hafa opnað veitingastað við Hafnartorg undir merkjum Maika’i. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Spennan er gríðarleg. Menn eru búnir að bíða lengi eftir þessum merkisdegi,“ segir Gylfi Jens Gylfason, einn eigenda sportbars- ins Ölvers í Glæsibæ. Flautað verður til leiks í enska boltanum í dag eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónu- veirunnar. Tveir leikir verða á dagskrá í dag og aðrir tveir á föstudag. Leikið verður stíft á næstunni og búast má við góðri mætingu á sportbari. Ekki hafa þó allir komið vel undan faraldrinum því Gumma Ben bar í miðborginni hefur verið lokað. Gylfi Jens segir að Ölver hafi verið lokað um hríð vegna veir- unnar en líflegt hafi verið á staðn- um eftir að samkomubanni var af- létt. „En það er mikið að vinna upp eftir síðustu mánuði. Við byrj- um á alvöruleik, Manchester City gegn Arsenal. Ég á ekki von á öðru en hér verði fullt. Í ljósi að- stæðna má eiginlega segja að sjálf þjóðhátíðin falli í skuggann. Það er ekkert betra að gera.“ Sigurhátíð á sunnudaginn? Hann segir að mikil eftirvænt- ing sé meðal hörðustu boltabullna. „Það er staðreynd að enski boltinn ber höfuð og herðar yfir aðrar deildir hér á landi,“ segir veit- ingamaðurinn. Útlit er fyrir að þetta tímabil verði sérstakt fyrir margar sakir. Ekki einasta hefur það riðlast mjög vegna kórónu- veirunnar heldur má líklegt telja að Liverpool tryggi sér fyrsta tit- ilinn í þrjá áratugi. „Liverpool keppir á sunnudaginn. Þá verður stappað hús. Ég tala nú ekki um ef City tapar á móti Arsenal. Þá geta Liverpoolmenn tryggt sér tit- ilinn.“ Sjálf þjóðhátíðin fellur í skuggann  Leikið á ný í enska boltanum í kvöld  Stuðningsmenn bíða afar spenntir Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningsmenn Mikil eftirvænting er meðal aðdáenda enska boltans en leikið verður á ný í kvöld. Stuðningsmenn Liverpool láta sig eflaust ekki vanta á Ölver þegar liðið leikur sinn fyrsta leik á sunnudag en þá gæti mótið klárast. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki gera ráð fyrir öðru en að hann muni taka við formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. „Þetta er hluti af samningi um nefndarsetu sem gerður var í upphafi kjörtímabilsins og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að hann haldi,“ sagði Jón Þór í samtali við mbl.is í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, samflokksmaður hans, sagði sig frá formennsku í nefndinni á mánudag. Mun hún taka sæti Jóns Þórs í velferðarnefnd. „Menn hafa sitt atkvæði en það sitja allir í skjóli síns þingflokks í þessum nefndum,“ sagði Jón Þór. „Meirihlutinn gerir samning við minnihlutann [um formennsku í nefndum] og innan minnihlutans skiptum við nefndum með okkur. Ég geri ekki ráð fyrir að menn vilji setja það í uppnám svona rétt fyrir þing- frestun.“ Næsti fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður á nefndadegi á föstudag og gerir Jón Þór ráð fyrir að gengið verði frá málum á þeim fundi. Gerir ráð fyrir að taka við formennsku Jón Þór Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.