Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gilsfjarðarbrúin, sem ekið er yfir þegar komið er úr Saurbæ í Dölum, er eins og rauður dregill sem rúllað er út fyrir konungskomu þegar komið er inn á Vestfjarðakjálkann. Áður þurfti að aka fyrir fjörðinn sem sker sig langt inn í landið. Innst í firðinum er eyðibýlið Gils- fjarðarbrekka, og þar byrjar Reykhólasveit. Hún er eitt af víðfeðmari sveit- arfélögum lands- ins en að hreppamörkum í vestri við Skiptá í Kjálkafirði er tæplega 140 km. vegalengd. Ef fylgt er flæðarmáli bætast um 100 km. við. Búskapur á 25 jörðum Samkvæmt skipan og orðfæri fyrri tíðar heitir þetta svæði Aust- ur-Barðarstrandarsýsla, sem er grasi gróin milli fjöru og fjallamúla. Mikill þörungagróður er í fjörum fjarðanna sem hér teygja sig langt inn í landið hver á eftir öðrum. Milli þeirra eru hálsar sem ganga frá Vestfjarðahálendinu í sjó fram; og eru þeir úr austri talið Hjalla-, Ódrjúgs- og Klettsháls. Vegir yfir þá fyrstnefndu eru farartálmar á vetrum, en þeir verða úr sögunni með vegagerð út með norðan- verðum Þorskafirði, um Teigsskóg og fyllingar yfir mynni Djúpa- og Gufufjarðar. Um það vegstæði og fórnina sem fylgir því að leggja veg um skóginn hefur verið þráttað í áratugi, en nú virðist landsýn í mál- inu. Framkvæmdir að hefjast á næstu mánuðum, gangi allt upp. Alls er setið á um um 25 bæjum í Reykhólasveitinni allri; hefðbund- inn búskapur er stundaður á nokkr- um jörðum og sumum fylgja hlunn- indi sem eru búsílag. Þá hefur ferðaþjónusta verið vaxandi vegur, segir Sveinn Ragnarsson á Svarf- hóli í Geirdal. Sjálfur sinnir hann vélaviðgerðum, smíðum og er rit- stjóri vefsins reykaholar.is, frétta- veitu svæðisins. Sveitin er miðsvæðis „Reykhólasveitin var lengi sem endastöð og nánast eins og eyja í landinu,“ segir Sveinn á Svarfhól og heldur áfram: „Með Gilsfjarð- arbrú sem við fengum fyrir 20 ár- um rættist úr. Enn betur fyrir tíu árum með vegi yfir Þröskulda sem eru leiðin á Strandirnar og aðal- leiðin á norðanverða Vestfirðina. Vegurinn um Teigsskóg mun svo bæta enn um betur; svo leiðin á Patreksfjörð og þær slóðir verður greið. Þar með verður Reykhóla- sveitin orðin miðsvæðis og öðruvísi mér áður brá.“ Þegar komið er í Reykhóla- sveitina blasa við Vaðalfjöll; tappar úr blágrýti sem eru um 100 metrar á hæð. Þetta eru svipsterk kenni- leiti í landinu sem eiga sér til- svörun í íslenskri byggingarlist. Hermt er að þegar Guðjón Sam- úelsson teiknaði Akureyrarkirkju með sínum tveimur turnum hafi Vaðalfjöllin verið höfð til hliðsjónar með vísan til þess að þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson var frá Skógum í Þorskafirði en síðast prestur í höfuðstað Norðurlands. Kirkjan þar í bæ er stundum nefnd Matthíasarkirkja svo sagan hér að framan gengur upp. „Hjalla meður græna“ Milli Berufjarðar og Þorska- fjarðar er Reykjanesið og þangað skal nú haldið og beygt út af Vest- fjarðavegi. Austurhlíðar Reykja- nesfjalls eru vaxnar birki og blómg- rösum og enginn hefur gert þessum slóðum jafn gagnorð skil og Jón Thoroddsen í ljóðinu Barmahlíð: „Hlíðin mín fríða / hjalla meður græna / blágresið blíða / berjalautu væna./ Á þér ástarauga / ungur réð ég festa / blómmóðir besta.“ – Og hann bætti svo um betur seinna í vísukorni: „Brekkufríð er Barmahlíð, / blómum víða sprottin, / fræðir lýði fyrr og síð: / Fallega smíðar drott- inn.“ Syðst á Reykjanesi eru Reyk- hólar; höfuðból liðinna alda þar sem goðorðsmenn, hirðstjóri, heljar- menni og fleiri slíkir koma við sögu. Þegar komið er inn í þorpið blasir síðan við minnismerki um fyrr- nefndan Jón Thoroddsen (1818- 1868) sem hér var fæddur árið 1850. Hann var sýslumaður og höf- undur fyrstu íslensku skáldsög- unnar, Piltur og stúlka. Frá Jóni og Kristínu Ólöfu Þorvaldsdóttir konu hans er mikill ættbogi kominn, Thorarensen-ættin. Langalangafa- og -ömmubarn þeirra er Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra. Þorp með 120 íbúum Í Reykhólahreppi búa um 260 manns, þar af um 120 í þorpinu á Reykhólum. Þar eru saltgerð og þörungaverksmiðjan, sem er stærsti vinnustaðurinn. Þarna eru líka skóli, hjúkrunarheimili, sund- laug, hreppsskrifstofa, verslun og fleira slíkt – allt mikilvægar stofn- anir eins og þarf svo samfélagið virki. Einnig má nefna báta- og hlunnindasýningu í gamla félags- heimilinu sem er strax á hægri hönd þegar ekið er inn í Reykhóla- þorp. Á sýningunni er brugðið ljósi á þær nytjar náttúrunnar sem gerðu Breiðafjarðarsvæðið að matarkistu og auðlind, svo sem æð- arvarpið en æðardúnn er eft- irsóttur og í dýru gildi hafður. Vestan Reykjaness er Þorska- fjörður og þar handan hálsa ábúð á nokkrum bæjum við Gufufjörð og á Skálanesi. Þeir teljast til Gufudals- sveitar en utar og að Kjálkfirði er Múlasveit, en síðustu bæirnir þar fóru í eyði fyrir nærri 50 árum. Því raskar í dag fátt haferninum, en þarna er kjörlendi hans. Óðulin leynast víða og að þeim flýgur örn- inn í forsal vinda. Hlíðin mín fríða  Á reiki um Reykhólasveitina  Firðir, fjörur og fjalla- múlar  Vaðalfjöll og Akureyrarkirkja  Blómin spretta í Barmahlíð  Höfuðból, hirðstjórinn og heljarmennið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ástarauga Hér er horft inn skógi vaxna Barmahlíðina og hnjúkar Vaðal- fjalla blasa við, en þeir sjást víða og langt frá í Reykhólasveitinni. Reykhólar Um 120 manns búa í þorpinu, þar sem eru skóli, verslun, sund- laug, kirkja, hjúkrunarheimili og fleira sem þarf svo samfélagið virki. Listaverk Minnismerki um Jón Thoroddsen, höfund Pilts og stúlku. Yst á Reykjanesi, rúma 10 kílómetra utan við Reykhóla, er bærinn Staður. Hvítmáluð hús með rauðu þaki, fjár- hús með burstalagi og stórt íbúðar- hús vekja hér athygli. Í þessum bæj- arhúsum er sterk teikning, ef svo má að orði komast. „Fólk segir stundum að hingað sé staðarlegt heim að líta og er þá ekki endilega með bæjarnafnið í huga,“ segir Sig- fríður Magnúsdóttir á Stað. Með dóttur sinni, Rebekku Eiríksdóttur, og manni hennar, Kristjáni Þór Eben- ezerssyni, stendur Sigfríður að merktarbúi á Stað – er með kindur og kýr – og jörðinni fylgja sömuleiðis nytjar af æðarvarpi. Ein af þeim hugmyndum sem reifaðar voru í sambandi við vegamál í Reykhólasveit var að leggja nýjan Vestafjarðveg út með Reykjanesi og fram hjá Stað, þvera Þorskafjörðinn og tengja leiðir þannig. Niðurstaðan varð hins vegar vegagerð um Teigsskóg og því fagnar Sigfríður. „Sú leið er ódýrari og eðlilegri, en þetta mál hefur annars verið mjög umdeilt hér í sveitinni,“ segir Sigfríður. Timburkirkja, reist árið 1864, er á Stað og er sterkur hluti af bæjar- myndinni. „Hingað koma margir til að skoða kirkjuna sem er falleg og byggð samkvæmt gullinsniði,“ segir Sigfríður. Vísar þar til þekktrar mælireglu; það er að breidd húss er hemingurinn af lengd þess og hæð turnsins á kirkjunni, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins. Guðshúsið með gullinsniði STAÐARLEGT AÐ LÍTA HEIM AÐ STAÐ Bóndinn Sigfríður Magnús- dóttir og kirkjan í baksýn. Staður Reisulegt bæjarstæði í Reykhólasveit á fallegum sumardegi. Gilsfjörður Reykjanes Reykhólar Þorskaf jörðurKo lla fjö rð ur Be ru fjö rð ur Kr ók sf jö rð ur Dj úp ifj ör ðu r Gu fu da lur Þr ös ku ld ar ■ Svarfhóll ■ Bjarkalundur VaðalfjöllHjal lahá ls Ódrjúgsháls Staður ✝ eReykhólasv it Ba rm ah líð 60 61 60 Sveinn Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.