Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 32

Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Hafrannsóknastofnun ráðleggur að aflamark í mikilvægustu fisktegund Íslendinga verði 6% minni á kom- andi fiskveiðiári (2020/2021) en á því yfirstandandi (2019/2020), en ráðleggingar stofnunarinnar voru kynntar í nýjum húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði í gær- morgun. Um er að ræða tæplega 16 þúsund tonna lækkun, eða úr 272.411 tonnum í 255.593 tonn. Var á fundinum sagt frá því að viðmiðunarstofninn hefði minnkað og að stóra árganga vantaði í þorskstofninn. Þrátt fyrir að sóknin hafi minnkað hefur meðalaldur þorska hækkað og er minna af loðnu í smáþorski en áður, en meira af ljósátu. Þá er talið áhyggjuefni að minna sé af fæðu nú en undan- farin ár. Gert er ráð fyrir að viðmiðunar- stofn þorsks verði svipaður 2021 og hann er nú og að hann verði svip- aður á næstu árum. Lækkar í fleiri tegundum Mesta lækkunin milli ára í ráð- gjöf stofnunarinnar varð í keilu og nemur ráðlagt aflamark 2.289 tonnum, sem er 41% minna en á yf- irstandandi fiskveiðiári þar sem aflamark nemur 3.856 tonnum. Þá ráðleggur stofnunin að aflamark í ufsa verði 78.574 tonn, sem er 2% minna en við fyrri ráðgjöf, auk þess er ráðlagt að aflamark í hlýra lækki um 12%, 16% í blálöngu, 14% í löngu, rúm 4% í gulllaxi og nemur lækkunin 20% í þykkvalúru, lang- lúru og sandkola. Þá vega nokkrar hækkanir á móti lækkunum og er ráðlagt afla- mark í ýsu 45.389 tonn, sem er um 9% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári, en aflamark í ýsu hafði verið lækkað um 25% eftir síðustu ráðgjöf. Hafrannsóknastofnun hækkar ráðgjöf sína í grálúðu um 10% og nemur hún 23.530 tonnum og hækkar ráðgjöf í síld um 3% og nemur ráðlagt aflamark 35.490 tonnum. Ráðgjöf fyrir steinbít hækkar einnig og nemur 8.761 tonni. Það er hækkun um 5% frá fyrri ráðgjöf. Áfall að stofninn vaxi ekki Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær að það hefðu verið von- brigði að Hafrannsóknastofnun hefði mælt með jafn mikilli lækkun í þorski og raun bar vitni. „Ég ótt- aðist það fyrir fundinn að eitthvert bakslag yrði í þorskinum en ég átti ekki von á því að það yrðu tæp 6%.“ Þá telur hann að greining stofnunarinnar gefi til kynna að viðmiðunarstofninn hafi gefi veru- lega eftir. „Þannig að við gætum búist við því að þetta sé fyrsta skrefið í að þetta fari áfram niður á við í þorskinum. Og hann er það sem skiptir mestu máli. Það er áfall að stofninn sé ekki í stöðugum vexti þegar búið er að veiða eftir þessari aflareglu og afl- inn hefur alltaf verið undir leyfileg- um heildarafla undanfarin ár. Þetta kallar væntanlega á frekari skoð- anir, meðal annars að skoða hvort rallið hafi verið eitthvað óvanalegt miðað við fyrri ár,“ sagði Örn. Verulegar tekjur í húfi Sé tekið mið af meðalverði á þorski á innlendum fiskmörkuðum á mánudag, þegar það nam um 370 krónum á kíló, eru aflaverðmætin sem felast í 16 þúsund tonna skerð- ingu rétt tæpir sex milljarðar króna. Örn segir að upphæðin sé mun stærri þegar litið sé til út- flutningsverðmæta. „Þetta er ekk- ert smá magn og getur verið um níu til tíu milljarðar í útflutnings- tekjum.“ Þá sé jákvætt að ráðlagt afla- mark í ýsu og steinbít hafi hækkað, sérstaklega þess síðarnefnda sem skipti smábátaútgerðir máli, að mati Páls. „En síðan er lækkun í flestum öðrum tegundum og það er áhyggjuefni.“ Reiðarslag „Þetta eru vonbrigði,“ svarar Valmundur Valmundsson, for- maður Sjómannasambands Íslands, inntur álits á ráðleggingum Haf- rannsóknastofnunar. „Innst inni vissi maður að það yrði samdráttur [í þorski] en ekki svona mikið. Það er alltaf vont þegar þetta sveiflar mikið,“ segir hann. Spurður hvort þessi ráðgjöf sé til þess fallin að hafa áhrif á tekjur sjómanna segir hann það líklegt enda hafi sjávarútvegsráðherrar á undanförnum árum gefið út að þeir fylgi ráðgjöf stofnunarinnar. Hins vegar kunni að fara svo að fiskverð fari að hækka þegar framboð minnkar að sögn Valmundar. „Það gerist stundum þegar er sam- dráttur. En þetta er reiðarslag fyr- ir okkur í þorskinum.“ Lækkanir í ráðleggingum Hafró  16 þúsund tonna lækkun í ráðlögðu aflamarki þorsks  Munar fleiri milljörðum í útflutningstekjur  Áhyggjuefni að stofninn vex ekki þrátt fyrir minni sókn  Staðan bæði vonbrigði og reiðarslag Áhyggjur Þungt var yfir sumum fundarmönnum þegar ný ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um aflamark fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 var kynnt í gær. Morgunblaðið/Eggert Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um afl amark fi skveiðiárið 2020/21 Ráðlagt afl amark, tonn Breyting milli ára, tonn Fiskveiðiárið 2019/20 Fiskveiðiárið 2020/21 Breyting milli ára, % Þorskur 272.411 256.593 -15.818 Ýsa 41.823 45.389 3.566 Ufsi 80.588 78.574 -2.014 Gullkarfi 43.568 38.343 -5.225 Djúpkarfi 12.492 12.384 -108 Síld 34.572 35.490 +918 Grálúða 21.360 23.530 +2.170 Skarkoli 6.985 7.037 +52 Steinbítur 8.344 8.761 +417 Langa 6.599 5.700 -899 Keila 3.856 2.289 -1.567 -41% Gulllax 9.124 8.729 -395 -6% -2% -12% -1% -14% -4% +9% +3% +10% +1% +5% Heimild: Hafrannsóknastofnun Hafrannsóknastofnun ráðleggur að heildarafli í hörpu- diski fiskveiðiárið 2020/2021 verði 93 tonn, þar af 62 tonn í Breiðasundi og 31 tonn í Hvammsfirði í Breiðafirði en veiðar á öðrum svæðum í Breiðafirði verði ekki heimilað- ar, að því er fram kom er ráðleggingar stofnunarinnar voru kynntar í gær. Magnið er kannski ekki mikið en ráðleggingin er sögu- leg fyrir þær sakir að veiðar hafa verið bannaðar frá árinu 2003 í kjölfar þess að stofninn hrundi á árunum 2000 til 2004, eins og það er orðað í ráðleggingunum. Bent er á að fjöldi hörpudiska á fermetra hefur haldist nokkuð stöð- ugur í Breiðasundi og í Hvammsfirði. „Á öllum öðrum svæðum minnkaði fjöldinn á milli ára.“ Þá segir í ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar að veiðar hafi ekki verið stundaðar frá þessum tíma að undanskildum tilraunaveiðum síðustu sex ár. „Markmið tilraunaveiðanna var að safna líffræði- og fiskifræðilegum upplýsingum í nokkur ár með því takmarki að hægt væri að leggja til sjálfbært veiðihlutfall fyrir hörpudisksveiðar í Breiðafirði. Tilrauninni lauk síðla árs 2019.“ gso@mbl.is Sjö ára veiðibann taki enda Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Samstarf Tilraunaveiðarnar hafa verið samstarfsverk- efni Hafrannsóknastofnunar og veiðirétthafa. Afurðaverð á markaði 16. júní 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 258,18 Þorskur, slægður 326,75 Ýsa, óslægð 310,76 Ýsa, slægð 311,16 Ufsi, óslægður 60,56 Ufsi, slægður 105,86 Djúpkarfi 176,00 Gullkarfi 197,89 Blálanga, óslægð 191,28 Blálanga, slægð 151,76 Langa, óslægð 104,54 Langa, slægð 114,57 Keila, óslægð 34,29 Keila, slægð 57,00 Steinbítur, óslægður 52,05 Steinbítur, slægður 110,22 Skötuselur, slægður 441,99 Grálúða, slægð 322,96 Skarkoli, slægður 182,51 Þykkvalúra, slægð 347,15 Langlúra, slægð 106,00 Sandkoli, slægður 42,00 Bleikja, flök 1.496,50 Gellur 817,45 Hlýri, óslægður 43,82 Hlýri, slægður 76,36 Lúða, slægð 724,35 Lýsa, óslægð 10,81 Náskata, slægð 12,00 Sandhverfa, slægð 1.359,00 Skata, slægð 52,80 Undirmálsýsa, óslægð 94,70 Undirmálsýsa, slægð 68,00 Undirmálsþorskur, óslægður 77,90 Undirmálsþorskur, slægður 80,32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.