Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það heyrist stundum aðþjóðhátíðardagurinn17. júní endurspegli
ekki nægilega vel mikil-
vægustu skref frelsisbarátt-
unnar. Slík sjónarmið má rök-
styðja. En ekki síður hið
gagnstæða. Þarna var síðasta
skrefið stigið og fyrr ekki
hægt að setja punkt og fagna
öllum sigurstundunum á af-
mælisdegi þjóðhetjunnar. Og
sem betur fer getur enginn
grafið upp að Jón Sigurðsson
hafi leynt vafasamri fortíð svo
krefjast megi að standmynd
steypt úr eir verði fjarlægð af
Austurvelli. Reyndar kemur
fram í miklu riti Guðjóns Frið-
rikssonar um Jón að hann hafi
fremur sinnt eins konar þræl-
dómi fyrir landa sína í borg
kóngsins við sundin. Bréf bár-
ust honum úr öllum lands-
hlutum þar sem Jón var beð-
inn að annast erindi og sum
næsta smá í sniðum og ekki
beinlínis ætluð fyrir þjóð-
hetjur. En öllu sinnti Jón af
sama dugnaði og öðru og gerði
góða grein fyrir lúkningu og
kostnaði sem féll til.
Jón Sigurðsson var lykil-
maður í öllum þeim skrefum
sem stigin voru í upphafi
langrar leiðar og andi hans
fylgdi þeim skrefum sem stig-
in voru eftir lát hans. Horfa
má til endurreisnar Alþingis
um sömu mundir og einveldi
konungs missti fótfestu. Ný
stjórnarskrá sem Kristján 9.
færði þegnum sínum 1874 og
önnur standmynd er til stað-
festu þar um við Stjórnar-
ráðið. Risaskref var stigið með
heimastjórn íslensks ráðherra
í íslenskum höfuðstað árið
1904 og 14 árum síðar. For-
sætisráðherra og ríkisstjórn
komu 1917 en ríkisstjórnin
fólst áður í persónu ráð-
herrans. Ráðherrann sem
settist fyrstur slíkra að í
Stjórnarráðshúsinu er jafnan
talinn upp sem fyrsti forsætis-
ráðherrann, þótt forsæti hans
væri eitt „við borðið“.
Aðrir atburðir en lýðveldið,
svo sem heimastjórn og full-
veldi, „eiga afmæli“ í febrúar
og desember. Þótt dæmin
sanni að það geti bæði tekið og
barið í regnhlífar 17. júní þá er
sá dagur á sumartíð og fellur á
þær vikur sem bjartastar eru
bestar. Og tíðin er mikið atriði
fyrir atburð sem á að þjappa
þjóðinni saman.
Ekki voru allir ánægðir með
það hversu smátt var hugsað
um aldarafmæli fullveldisins.
Almenningur lét ekki sjá sig á
Þingvöllum enda benti ekkert
til þess að fyrirmenni vildu sjá
hann þar. Hann hafði það þó
upp úr krafsinu að sleppa við
að horfa upp á fulltrúa úr hópi
heiðursgestanna sjálfra slett-
ast um með óumbeðin rassa-
köst til að minnast sjálfs sín og
gleyma tilefninu.
En nú eru stór tímamót í
sögu Alþingis og er ekki vitað
hvort það vilji að þjóðin frétti.
Hinn 1. júlí verður 175 ára af-
mæli þess að Alþingi var end-
urreist samkvæmt ákvörðun
Friðriks konungs VII. Hús
Lærða skólans (Mennta-
skólans í Reykjavík) var nýris-
ið og setti mikinn svip á höfuð-
staðinn. Þótt það væri ekki
tilbúið til skólahalds var Salur
kominn í það horf að þar var
hægt að halda hið endurreista
Alþingi. Einveldið stóð enn
þótt fætur þess væru valtir og
veikburða og víða væri blásið
kröftuglega í lúðra lýðræðis.
Guðjón skrifar: „Þriðjudag-
inn 1. júlí 1845 koma svo þing-
mennirnir, 25 að tölu, ásamt
Bardenfleth konungsfulltrúa
og aðstoðarmanni hans og
túlki, Páli Þ. Melsteð kammer-
ráði, til guðsþjónustu í lág-
reistu Dómkirkjunni við Aust-
urvöll og ganga síðan fylktu
liði sem leið liggur um mold-
arborna stíga á bak við kirkj-
una um nýlega plankabrú yfir
Lækinn og upp brekkuna í hið
nýja skólahús.“ Síðar segir
hann að Hannes Stephensen
krefjist þess á fyrsta þing-
fundi að þingið fari fram í
heyranda hljóði eins og var á
alþingi hinu forna. Jón Sig-
urðsson sprettur þá úr sæti og
tekur undir og segir þessa
kröfu skýlausan vilja þjóð-
arinnar. Konungsfulltrúi gríp-
ur orð Jóns á lofti og segir:
„Hann (Jón) hefir sagt að það
sé vilji allrar þjóðarinnar að
þingið verði haldið fyrir opn-
um dyrum. Ég verð að biðja
menn hyggja að því að enn
sem komið er, eins og málið er
vaxið, þá verður einungis
spurt um vilja vors einvalds-
konungs en ekki um hitt, að
beita móti alkunnum konungs-
vilja þjóðarinnar vilja.“
Og um verkefni hins endur-
reista þings segir, sem er
eftirtektarvert: „Auk
stjórnarfrumvarpa sem lögð
eru fram á þessu fyrsta þingi,
en þau lúta flest að því að sam-
ræma íslensk lög dönskum …“
Nú er hið endureista þing okk-
ar komið í hring og mestur
tími fer í að samþykkja fyrir-
mæli frá Brussel og íslenskir
ráðgjafar túlka það svo að
þrátt fyrir beinhörð fyrirmæli
laga um hið gagnstæða sé
óheimilt að hafna einu eða
neinu af þessum sendingum.
Einvaldskonungurinn hefur
kíkt upp úr kistu sinni á ný.
Einhvern tíma birtir til og
menn taka við af mannleysum
og hrinda þessari niðurlæg-
ingu burt.
Gleðilega hátíð!
17. júní
R
áðgjöf Hafrannsóknastofnunar
fyrir næsta fiskveiðiár er mik-
ið áfall. Fiskifræðingar ráð-
leggja að þorskkvótinn verði
minnkaður um sex prósent, úr
272.593 tonnum í 256.593 tonn.
Þorskstofninn virðist í frjálsu falli. Stofn-
vísitölur þorskins, sem eru mikilvægur lið-
ur í stofnstærðarmati, vísa allar nánast lóð-
rétt niður og hafa gert undanfarin þrjú ár.
Nú er stofnvísitalan svipuð og hún var 2010
en þá var kvótinn um 170 þúsund tonn.
Horfur eru hverfandi á því að takast megi
að snúa þessari miklu og hröðu niðursveiflu
þorsksins við. Nýliðun stofnsins hefur verið
léleg um margra ára skeið. Nú eru 35 ár
síðan almennilegur þriggja ára þorskárgangur bætt-
ist við veiðistofninn. Grátt bætist síðan ofan á svart
með því að fiskifræðingar virðast vera búnir að týna
stórum hluta af svokölluðum milliþorski, sem er fisk-
ur milli 30 og 80 sentimetrar á lengd og á að vera
hryggjarstykkið í veiðanlegum hluta þorskstofnsins.
Hingað erum við komin eftir nálega 40 ára þrot-
lausa friðun með tilraunum til uppbyggingar á þorsk-
stofninum. Þessi auðlind skilaði stöðugt á bilinu 350
til 500 þúsund tonna ársafla á árabilinu 1955 til um
1980. Allar götur frá um 1990 fram til nú hefur
kvótaársaflinn rokkað frá um 270 þúsund tonnum
niður í 165 þúsund tonn. Þegar kvótakerfið var sett á
fyrir um fjórum áratugum var því heitið að nú skyldi
þorskstofninn byggður upp svo hann gæfi
um hálfa milljón tonna í árlega veiði. Eftir
allar þær fórnir sem hafa verið færðar
með hagræðingu sem leitt hafa af sér stór-
tjón á sjávarbyggðum og mannlífi allt um-
hverfis landið þá er árangurinn sá árið
2020 að við sitjum uppi með þorskstofn
sem virðist minnka mjög hratt og stjórn-
laust. Það er nú öll fiskveiðistjórnunin.
Dýrasta hagfræði- og líffræðitilraun Ís-
landssögunnar.
Þessi válegu tíðindi af fúskinu í veiði-
stjórnuninni sem viðgengist hefur um ára-
bil, lengst af í skjóli sjávarútvegsráðherra
Sjálfstæðisflokksins, verða enn ískyggi-
legri þegar við lítum norður í Barentshaf.
Þar er veiðum og nýtingu stýrt af Norðmönnum og
Rússum í sameiningu. Á næsta ári ráðleggja fiski-
fræðingar að þorskveiðar í Barentshafi verði auknar
um 20 prósent – heilan fimmtung! Þær fari þannig úr
738 þúsund tonnum í 885.600 tonn. Þar segja menn
að þeir treysti sér til að auka veiðarnar vegna þess
að hrygningarstofn barentshafsþorsksins sé sterkur.
Íslenskir hrokagikkir í sjávarútvegi hælast oft af
því að hér sé heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi.
Þetta fólk er með allt á hælunum. Ég kalla eftir upp-
gjöri um nýtingarstefnu fiskistofna við Ísland. Inn-
leiða þarf nýja hugsun ef ekki á að fara verr.
Inga Sæland
Pistill
Reiðarslag í fiskveiðistjórnun
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Tölur sýna að tæplega 10 prósent
Íslendinga, um 35 þúsund manns,
nota ekki öryggisbelti í akstri, þótt
það sé lagaskylda og talið lífs-
nauðsynlegt til öryggis í umferðinni.
Af þessum sökum hefur Samgöngu-
stofa hrint úr vör auglýsingaherferð
sem er til að hvetja fólk til að spara
sér ekki 2 sekúndur í því að spenna
á sig öryggisbeltin. Herferðin heitir
2 sekúndur og er henni ætlað að
varpa ljósi á fáránleika þess að nota
ekki öryggisbeltin.
Í frétt frá Samgöngustofu segir
að í samanburði við önnur Evrópu-
lönd séu Íslendingar í 17. sæti hvað
varðar almenna notkun öryggis-
belta: „Það teldist yfirleitt afleit
frammistaða í Eurovision eða öðrum
Evrópukeppnum. Það er töluvert
meira í húfi hvað þessa keppni varð-
ar og það tekur aðeins 2 sekúndur
að komast í fyrsta sæti. Öll þjóðin er
þátttakandi í þessari keppni um að
halda lífi og vera í efsta sæti.“
Aukin hæta á banaslysi
Fram kemur að sá sem notar ekki
bílbelti er í um 8 sinnum meiri
hættu á að lenda í banaslysi en sá
sem notar beltið. Þetta sést á sam-
anburði á beltanotkunartíðni annars
vegar og tíðni beltanotkunar þeirra
sem látast í umferðarslysum hins
vegar. Þá segir að í rannsóknum á
banaslysum þar sem fólk hefur ekki
notað belti hafi komið í ljós að í lang-
flestum tilfellum hefði viðkomandi
bjargast hefði hann notað beltin.
„Farþegarýmið er eins og vernd-
arbúr eða grind sem heldur utan um
og verndar okkur ef bíll t.d. veltur
og beltið veldur því að við köstumst
ekki til og slösum okkur og aðra í
bílnum. Ef einn er ekki með örygg-
isbelti í bíl innan um aðra farþega
stafar mikil hætta af viðkomandi,
velti bíllinn eða lendi hann í
árekstri. Þá kastast viðkomandi til
og lendir með miklum höggþunga
mjög líklega á hina farþegunum.
Mörg alvarleg slys eru rakin til
þessa,“ segja sérfræðingar Sam-
göngustofu.
Ennfremur segir að engu máli
skipti hvar maður sé í bílnum.
Áhættan er alltaf sú sama að nota
ekki beltin. Og það skipti engu máli
hvort verið sé að fara langar eða
stuttar vegalengdir. Flest slys verði
innan við 3 km frá upphafsstað. Þótt
farið sé hægt þurfi líka að nota ör-
yggisbeltin. Fólk hafi lent í lífshættu
þótt hraðinn hafi verið minni en 50
km/klst. Höggþunginn er það mikill.
Samgöngustofa hefur fengið til
liðs við herferðina fyrir bættri notk-
un öryggisbelta fjóra áhrifavalda á
samfélagsmiðlum, Gunnar Nelson,
Annie Mist, Önnu Láru og Flóna.
Birta þau texta og myndir herferð-
inni til stuðnings á Instagram-síðum
sínum.
Yfirleitt 80-100% notkun
Fjallað er um þessi mál í nýrri
OECD-skýrslu, Road Safety Annual
Report 2019. Þar kemur fram að al-
þjóðleg samtök, International Tran-
sport Forum (ITF), safna upplýs-
ingum um umferðaröryggismál hjá
37 þjóðum víðs vegar um heim, þar á
meðal öllum OECD-löndunum. Í
nær öllum þessum löndum er notk-
un öryggisbelta í fram- og aftur-
sætum bifreiða lagaskylda. Ekki er
hægt að afla upplýsinga um notkun
beltanna nema með því að spyrja í
úrtakskönnunum. Niðurstöðurnar
verða því aldrei ótvíræðar en gefa
sterkar vísbendingar. Fram kemur
að notkun bílbelta í framsætum sé
að jafnaði á bilinu 80-100% hjá þeim
þjóðum sem eru í gagnasafni ITF.
Þó eru dæmi um það í einstaka lönd-
um eins og Argentínu að aðeins 50%
þeirra sem sitja í framsætum noti
belti. Í Kambódíu nota aðeins 28%
öryggisbelti. Algengara er að örygg-
isbelti séu ekki nouð í aftursætum. Í
tólf af löndunum 37 nota aðeins 40%
farþega eða færri öryggisbelti í aft-
ursætum. Bílabeltanotkun í aftur-
sætum er almennust í Þýskalandi,
Ástralíu, Kanada og Tékklandi og er
þar um 95%.
Sérstaklega þarf að huga að ör-
yggi barna í akstri. Börn undir 36
kg eiga að vera í sérstökum öryggis-
búnaði, í bílstól eða á bílpúða með
baki og með spennt belti. Tryggja
verður að öryggisbúnaður sé rétt
notaður og að hann hæfi stærð og
þyngd barnsins, segir á vef Sam-
göngustofu. Fylgjast verður með því
hvort barn losi öryggisbúnað eða
geri hann á einhvern hátt óöruggan,
svo sem með því að færa þverband
öryggisbeltis undir handlegg.
35 þúsund nota ekki
öryggisbelti bíla
Notkun öryggisbelta í framsætum bifreiða
Skv. tölum frá 2018* Heimild: OECD, Road Safety Annual Report 2019
4. Japan 5. Litháen 6. Svíþjóð 7. Ástralía 8. Kanada
9. Austurríki 10. Danmörk 11. Holland 12. Noregur 95-98%
90-95%
80-90%
13. Nýja -Sjáland 14. Portúgal 15. Tékkland 16. Slóvenía
17. Sviss 18. Finnland 19. Írland 20. Pólland 21. Kórea
23. Belgía 24. Ungverjaland 25. Bandaríkin 26. Ísrael
27. Lúxemborg 28. Spánn 29. Nígería 30. Serbía
31. Síle 32. Úrúgvæ 33. Ítalía 34. Marokkó
35. Argentína 36. Mexíkó 37. Kambódía
70% 80% 90% 100%
* Eða nýjustu upplýsingum