Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.2020, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Bjarni heitinn Benediktsson, fyrr- verandi formaður Sjálfstæðisflokksins og einn ástsælasti for- sætisráðherra Ís- lands, ritaði áhuga- verða grein um Gamla sáttmála í 1. tölubl. Tímarits lögfræðinga 1962. Lokaorð Bjarna í þeirri grein lýsa vel þeim tilfinningum sem við flokks- menn Sjálfstæðisflokksins berum til sjálfstæðisbaráttunnar og í fram- haldinu stofnunar og síðar varð- veislu lýðveldisins. Við vitum ekki, hvernig viðraði á Þingvöllum 1262 þegar Íslendingar sóru Hákoni konungi land og þegna, en við vitum, að þaðan í frá og til 17. júní 1944 gengu margir daprir og dimmir dagar yfir þetta land. Við viljum engan ásaka fyrir það, sem fyrir löngu er liðið, heldur skulum við gæta þess, að aldrei aftur skap- ist hér á landi það ástand, sem neytt geti nokkurn Íslending til að feta í þau fótspor, sem mörkuð voru á Þingvöllum 1262 og í Kópavogi 1662. Því að vissulega er það rétt, sem Tómas segir í sínu ágæta kvæði Að Ásthildarmýri: „– gæt þess að sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst, er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af oss sjálf- um.“ Flokkur um sjálfstæði Sjálfstæðisflokkurinn varð strax við stofnun öflugasta stjórnmálaafl landsins. Með stofnuninni voru út- sjónarsamir stjórnmálamenn sam- einaðir undir einu merki til að fylgja eftir sjálfstæðisbaráttunni á þessum lokametrum hennar. Frelsið og sjálfsvirðingin var í sjónmáli. Ástæðan fyrir því að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið burðarstoð íslenskra stjórnmála og raunveru- lega það einstaka sameiningarafl sem hefur komið í veg fyrir póli- tíska upplausn felst í því að for- ystumenn flokksins hafa í gegnum tíðina gert sér fulla grein fyrir því að flokkurinn var stofnaður um ófrávíkjanlega og óumsemjanlega kröfu um frjálsa þjóð í frjálsu landi. Með því er átt við að það sé frumskylda full- trúa flokksins að halda vörð um lýðveldið. Jafnframt má sjá í ræð- um, ritum og verkum þeirra sem stýrðu flokknum í gegnum mikla sigurgöngu órjúfanleg tengsl við varðveislustefnuna og þá sameiginlegu sýn að það mætti aldrei ger- ast, hvað þá í einhvers lags skammsýnis- eða meðvirknikasti, að landsmenn myndu glata gersemum sínum eða fullveldi. Á Íslandi býr mjög fámenn og friðsöm þjóð, með mjög mikla sögu, sérstakar náttúruauðlindir og einstakt tungumál. Tilfinningar landsmanna til ættjarðarinnar og varðveislu hinna viðkvæmu auðlinda og þjóðareinkenna rista djúpt. Sam- stöðumáttur þjóðarinnar ber því vitni þegar hætta steðjar að. Vitundarvakning vegna veiru Sú vitundarvakning að við sem þjóð þurfum að standa á eigin fót- um, fara vel með landið okkar og verja það og forða undan hvers lags ásælni er líklega mikilvægasti lær- dómur síðastliðinna missera og ber að halda til haga. Fyrir veiruna voru ekki allir sammála um mikilvægi þess að matvælaframleiðsla væri á okkar höndum. Nú vita flestir að smaladrengurinn er einnig hetja og það er öryggismál að köll hans þagni aldrei. Fyrir veiruna var talið eðlilegt að framleiðsla mikilvægra lækningatækja og forefna lyfja færi fram í Austurlöndum fjær. Nú er það á flestra vitorði að upp geta komið vandræði sem hamla örum og þ.a.l. óþægilega viðkvæmum vöru- flutningum. Jafnvel einstök stjórn- valdsfyrirmæli virðast hafa vald til að stöðva framleiðslu á sumum svæðum. Fyrir veiruna voru jafn- framt raddir á lofti sem gáfu það til kynna að grundvöllur þjóðríkja væri brostinn. Aðdáunarverð fórnfýsi og samheldni bendir til annars og þeg- ar sagnfræðingar gera upp þessa tíma verður horft til baka með stolti. Miðað við höfðatölu fengum við Íslendingar töluvert magn smit- aðra á stuttum tíma en séu tölurnar yfirfærðar á Bandaríkin jafngilda tæplega tvö þúsund smit hér tveim- ur milljónum smita þar. Með samheldni tókst að bjarga lífum og koma í veg fyrir að ástand- ið varaði óþarflega lengi með tilfall- andi sorg, missi og enn frekari efna- hagsósköpum. Ekki allar þjóðir voru tilbúnar í slíkt; sumar frænd- þjóðirnar vildu ekki einu sinni fórna skemmtanahaldi, drykkjuskap og öðrum ósóma sem ætti ekki einu sinni að vera til umræðu á tímum þegar farsótt sem þessi tekur lífið og heilsuna af fólki. Í raun öxluðu allir ábyrgð hér- lendis. Þjóðin stóð þétt saman og sýndi það og sannaði að á Íslandi er enn sama sterka fjölskyldan og fór saman í gegnum móðuharðindin, sjálfstæðisbaráttuna og þorskastríð- in. Stétt með stétt var eitt sinn sagt um samstöðu allra stétta og allra þegna. Þær undantekningar sem fjölmiðlar reyndu að grafa upp voru mjög fáar. Ekki einu sinni prómill af menginu. Flest fyrirtæki og stofn- anir bjuggu vel um sinn mannafla og er ekki hægt að þakka nægilega fyrir. Starfsmenn gerðu það einnig og fórnuðu í mörgum tilfellum hluta af heimili fyrir vinnuaðstöðu. Börn keyptu inn fyrir foreldra sína og stilltu ferðum í hóf. Menn virtu nándarmörk, biðu rólegir í bið- röðum, sýndu ástandinu skilning og settu í forgang það sem Hannes Hafstein orti svo fallega um í ljóð- inu Aldamótin: Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið. Varðveisla lýðveldisins Eftir Viðar Guðjohnsen Viðar H. Guðjohnsen » Tilfinningar lands- manna til ættjarð- arinnar og varðveislu hinna viðkvæmu auð- linda og þjóðareinkenna rista djúpt. Höfundur er lyfjafræðingur og situr í stjórn Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál. Snemmsumars, þeg- ar dagur er hvað lengstur, rennur árleg- ur þjóðhátíðardagur okkar upp – að venju. Hann er einn af föstu punktunum í dagatal- inu eins og hinir sem einnig minna okkur á kaflaskil í sögu og tíma, t.d. verkalýðsbaráttu, sumarkomu, maka okk- ar, framliðna svo og fæðingu og dauða Jesú Krists. Sjálfstæð þjóð í frjálsu landi Árið 1944 náði íslensk þjóð end- anlegu og fullu frelsi eftir langa sjálfstæðisbaráttu sem oftast er tengd nafni Jóns Sigurðssonar, for- seta Kaupmannahafnardeildar Bók- menntafélagsins, og hlaut af því við- urnefnið forseti. Frelsi og lýðræði er ekki sjálf- gefið og því er auðvelt að glata, það heyrum við og sjáum oft í fréttum. Hver kannast ekki við t.d. Úganda, en þar tók tók Idi Amin sér alræð- isvald og kúgaði þjóð sína með hörku. Sama gerðist í Simbabve, sem áður hét Ródesía, en þar komst Mugabe til valda og hélt þeim af grimmd hátt í fjóra áratugi. Bæði þessi lönd voru áður nýlendur, rétt eins og Ísland var nýlenda Dan- merkur. Einnig má nefna Ceau- sescu í Rúmeníu og Franco á Spáni. Þá eru nokkur lönd þar sem ráða- menn hafa knúið fram lagabreyt- ingar sem gera þeim kleift að sitja að völdum eins lengi og þeir vilja. Með frelsi frá Danmörku er þann- ig alls ekki tryggt varanlegt frelsi – eða lýðræði á Íslandi. Hvort tveggja getur glatast á skömmum tíma, t.d. gegnum stjórnmál, samninga, þvinganir, blekkingar, fjármagn eða hervald – með eða án stuðnings ís- lenskra stjórnvalda eða lands- manna. Skemmst er að minnast snarpra deilna hér um EES- orkupakka 3 fyrir u.þ.b. ári sem nú þegar bindur hendur okkar varð- andi sölu rafmagns um streng úr landi. Þar er undir bæði söluverð, magn framleiðslu og rafmagnsverð á Íslandi. Svipað mun vera á ferð- inni varðandi vatnið okkar í orku- pakka 4 – sem eftir er að taka af- stöðu til. Fleira mætti nefna en niður- staðan er sú sama og hjá gömlu ný- lenduveldunum sem tóku dýra málma, matvöru og ýmsan varning og fluttu til síns heima. Ísland gæti orðið fátæk hráefnanýlenda. Auðvit- að viljum við ekki að þannig fari. Þetta er hins vegar nauðsynlegt að meta áður en illa fer. Vel færi á að framtíðin væri of- arlega í huga okkar í dag – og raun- ar alltaf. Hvernig þjóðfélag viljum við? Sem frjáls þjóð í eigin landi get- um við byggt upp þjóðfélag sem tryggir öllum öryggi, réttlæti og jöfn tækifæri í lífinu. Þjóðfélag sem hlúir að hverjum einstaklingi eins hann þarf – og vill – á hverjum tíma, allt frá vöggu til grafar. Ennfremur, hugsað til afkomenda okkar, reynt að tryggja að arfleifð þeirra verði ekki sviðin jörð, fisklaust haf, brotn- ir innviðir og land rúið náttúruauðlindum, fegurð og friði. Er þjóðfélagið okk- ar þannig núna? Nei, því miður ekki. Ekki meðan græðgi stýrir fólki og mótar lífs- gildin. Ekki meðan sumir skammta sér mánaðarlaun sem nema árslaunum hinna „lægra settu“ og fá- tækir og aldraðir lifa við hungurmörk. Ekki meðan þunglyndi, sjálfsvíg og ofbeldi – sem oft leiðir af fíkni- efnaneyslu, ofdrykkju og annarri fíkn – veldur ónefndu tjóni og harmi um allt þjóðfélagið. Mörgum kann að þykja að höf- undur sé kominn út fyrir efni dags- ins. Svo vön erum við því að pistill þjóðhátíðardagsins fjalli um sjálf- stæðisbaráttuna, Jón Sigurðsson og félaga hans, fegurð landsins, glæsi- leika fjallkonunnar, og auðvitað gjörvileika æsku landsins, kjósenda framtíðarinnar. Allt er þetta rétt og stendur fylli- lega fyrir sínu. En, því miður; undir þessari fallegu ábreiðu fagurrar orðræðu vaxa vandamálin og harm- urinn eykst. Góðu fréttirnar Thomas Jefferson, þriðji forseti Bandaríkjanna, komst einhvern veginn svo að orði: Þjóð sem telur að hún geti lifað hamingjusöm og frjáls við lýðræði án þess að gera neitt til þess lætur sig dreyma um það sem aldrei var og aldrei verður. M.ö.o.: Ef þjóð heldur ekki vöku sinni, stendur ekki vörð um það þjóðfélag sem hún vill byggja og veitir þeim aðhald sem stjórna – þá rætist draumurinn ekki. Alltaf munu einhverjir telja hag sínum betur borgið með því að fara eigin leiðir – á kostnað meðborgara sinna ef nauðsyn krefur. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær fyrir okkur Íslendinga að hér er ekkert að sem ekki er hægt að laga. Landið okkar er enn fagurt og gjafmilt. Lega þess hefur kosti sem ekki verða af okkur teknir. Þjóðin er fróð og góð og hefur oft sýnt að við getum staðið þétt saman um það sem máli skiptir. Látum 17. júní 2020 verða daginn sem við litum í eigin barm og ákváðum – hver eftir sinni getu – að halda sjálfstæðisbaráttunni áfram, því enn er að okkur sótt. Kæru landar mínir, þetta er okk- ar dagur. Til hamingju! 17. júní 2020 Eftir Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson »Ef þjóð heldur ekki vöku sinni, stendur ekki vörð um það þjóð- félag sem hún vill byggja og veitir þeim aðhald sem stjórna, þá rætist draumurinn ekki. Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð- arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004 bagustsson@mac.com baldur@landsmenn.is Það eru senn 150 ár síðan Christian IX Danakóngur kom með stjórnarskrá yfir hafið 1874. Mönnum fannst ómögulegt að Jón Sigurðsson [1811- 1879] skyggði á kónginn svo ómögu- legt var að Jón Sig- urðsson yrði á sama tíma í landinu. Jón forseti mótaði frelsisbaráttu þjóðar sinnar, var elskaður af þjóð sinni. Hann var ekki boðinn á Þingvöll 1874. Það var ekki stórmannlegt. Í fyrstu grein í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita 1841 fjallar Jón forseti um trúaraf- stöðu sína þegar hann leggur til að stofnaður verði Prestaskóli á Ís- landi. Jón forseti ritaði meðal annars: „Siðferðið hefir á öllum öldum farið eptir trúnni; hafi trúin verið dauf, þekkingin á guði óljós og þánkarnir ekki stöðugir á hinu æðra, þá hefir og siðferði manna verið að því skapi; sjálfselskan hefir ráðið mestu, al- mennings gagn hefir legið flestum í léttu rúmi, trygð og staðfesta manna á millum hefir verið mjög lítil, og alls konar lestir hafa smeygt sér inn. Hafi trúin verið sterk, og menn haldið huganum fast við hið guð- lega, og hafi þekkingin á því verið skír, þá hefir og siðferði manna látið í ljósi ávöxtu trúnni sam- boðna: menn hafa þá skoðað hvorr annan eins og borgara í hinu æðra ríki, elskað hvorr annan, og allra sameiginlegt gagn og sómi hefir verið hið fremsta, er hverr ein- stakur hefir kappkostað að efla og framkvæma. Að trú og siðir hljóti þannig að fara saman, liggur einnig í eðli þeirra. Þegar þánk- inn vaknar um þann, er hefir skapað alla hluti og stjórnar öllu, og þegar þessi þánki verðir skír- ari og skírari, þá kemur einnig upp í hugskoti mannsins sannfær- ing um þann vilja skaparans sé það lögmál er hann er skyldugur að hlýða. Hann metur þá allar sínar athafnir eptir því, hvort sem þær eru samkvæmar þessum vilja eður ekki. Það er því að líkindum að siðferði mannsins verði því betra, sem þekking hans á guði er skírari og trúin sterkari, og þegar svo er, þá er óhætt að kveða svo að orði, að siðferði fari eptir trúnni.“ Nú geta menn spurt sig hvort pólitíkin fari að ráðum Jóns for- seta. Upplýsa skólar landsins börnin um Drottin; líf og starf frelsarans frá Nazaret? Gerir pólitíkin eitthvað með ráð mesta jöfurs Íslandssögunnar? Þá skoð- un Jóns forseta að siðferði mannsins sé því betra sem þekk- ing á Guði sé skírari? Núverandi pólitík gengur út á að menn viti sem minnst. Er það ekki alveg stórmerkilegt? Jón forseti, trú og siðferði Eftir Hall Hallsson » Siðferði mannsins er því betra sem þekk- ing á Guði er skírari. Hallur Hallsson Höfundur er fréttamaður og sagnfræðingur. h.hallsson@simnet.is Nú þegar sameining útibúa Lands- bankans í Vesturbæ og Miðbæ hefur orðið að veruleika, og öllum virðist vel líka, þá velti ég því fyrir mér, hvernig stóð á því, að heilsugæslu- stöðin hér í Vesturbænum var ekki heldur sameinuð stöðinni í Mið- bænum frekar en þeirri úti á Sel- tjarnarnesi, þar sem það er miklu hagstæðara fyrir okkur Vest- urbæinga sunnan Hringbrautar að fara niður á Vesturgötuna til að hitta okkar lækni en að fara út á Seltjarn- arnes til þess, enda miklu styttra, a.m.k. fyrir okkur, sem búum við Hringbrautina og nálægar götur, að fara niður á Vesturgötu en út á Nes. Það hefði því verið miklu meiri hag- ræðing í því að sameina þessar tvær heilsugæslustöðvar en hafa þetta eins og nú er. Ég vona, að það geti einhvern tíma orðið af slíkri samein- ingu. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Heilsugæsla Ekki er gott að þurfa að fara langt frá heimili til að kom- ast á heilsugæslustöð. Um sameiningar útibúa og heilsugæslustöðva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.