Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 51

Morgunblaðið - 17.06.2020, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2020 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Stjórnendur útvarpsþáttanna Ísland vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar, en næsti áfangastaður K100 er Vestmannaeyjar. Dagskrá K100 föstudaginn 19. júní verður öll úr hjólhýsi í Vest- mannaeyjabæ en þangað munu koma ýmsir góðir gestir af svæðinu. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ís- land vaknar, með þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Vestmannaeyinginn Jón Axel innanborðs, hefst stund- víslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað, fjallað verður um það helsta sem er að gerast í bænum og Siggi Gunn- ars í Síðdegisþættinum mun skoða hvað gerir Vestmannaeyjar að áhugaverðum stað og eftirsóknar- verðum til að heimsækja, starfa á og búa á. Vestmannaeyjar eru meðal annars þekktar fyrir fjölskrúðugt fuglalíf, einskæra náttúrufegurð, áhugaverða sögu og gróskumikið mannlíf og því er von á afar fjöl- breyttri umræðu. Verður í Spröngunni Jón Axel, sem er ættaður úr Vestmannaeyjum, segist hlakka mikið til að heimsækja heimaslóð- irnar, fá að hitta fjölskylduna og ræða við áhugaverða viðmælendur þaðan. „Ég hlakka mikið til að fara til Eyja. Ég á frábæra fjölskyldu í Vestmannaeyjum,“ segir Jón Axel í samtali við Morgunblaðið. „Ég er með Vídó-blóð í æðunum og uppruninn er þar. Svo á Siggi Vídó afi 95 ára afmæli á sunnudag- inn þannig að það er skemmtileg til- viljun að þetta komi upp. Það verð- ur snilld að hitta alla,“ sagði hann og bætti við kíminn: „Ég verð svo bara í Spröngunni um helgina!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjan bjarta Vestmannaeyjar eru meðal annars þekktar fyrir einskæra náttúrufegurð og áhugaverða sögu. Leggja leið sína til Eyja Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á föstudaginn verður öll dagskráin í beinni frá Vestmannaeyjum. Ísland vaknar Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif verða í beinni frá Eyjum snemma á föstudag. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjólhýsi Siggi Gunnars verður í útsendingarhjólhýsi K100 í Vestmannaeyjum á föstudag. Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun Frábært úrval af sundfatnaði Höfum opnað netverslun www.selena.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.