Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.06.2020, Qupperneq 2
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Ég elska sushi og eiginlega allan japanskan mat. Svo finnst mér mexíkóskur matur líka frábær. Þetta fer dá- lítið eftir því hvernig stuði ég er í. Svo finnst mér ein- faldur matur úr góðu hráefni alltaf frábær.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég borða ekki morgunmat en ég fæ mér rótsterkt engiferskot á morgnana. Svo drekk ég vatn og svart kaffi fram eftir degi og brýt föstuna oftast með prótein- bústi með banana, mangó og sítrónu út í.“ Hvað keyptir þú þér síðast í eldhúsið? „Ég keypti mér matardiska en ég var búin að vera með brúðarstellið frá ömmu minni og afa frá því ég byrjaði að búa fyrir 23 árum og það var byrjað að fækka verulega í því. Þar á undan keypti ég Aarke-sóda- stream-tæki sem er frábært og ég vissi ekki að það væri svona mikill munur á þessum tækjum fyrr en ég prófaði það. Mæli með því.“ Hver er besti steikarhníf- urinn að þínu mati? „Ég nota japanska hnífa og á ágætt safn af Masahiro- hnífum. Þeir eru mjög góðir og á fínu verði.“ En uppáhaldskryddið? „Kardimommur finnst mér vera æðislegar.“ Hvaða fimm rétti mynd- ir þú bjóða upp á í brúð- kaupi? „Súkkulaðihjúpuð jarð- arber, sushi, tempura- kóngarækjur, grísarif og svo hamborgara á miðnætti.“ Hver er uppáhalds- veitingastaðurinn? „Það er erfitt að svara þessari því ég á tvo veit- ingastaði, en Yuzu er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni.“ Áttu þér uppáhaldshönnuð? „Vivienne Westwood er geggjuð og svo elska ég Aftur. Ég er alltaf í að minnsta kosti einni flík frá Aftur.“ Hvað keyptir þú þér síðast heim? „Ég keypti listaverk um jólin eftir hann Hrafnkel Sigurðsson.“ Hver er uppáhalds- staðurinn heima? „Við breyttum hús- inu fyrir tveimur árum og þá eignaðist ég loks- ins stofu en við höfðum ekki verið með sófa fyrir það í sjö ár því það var engin stofa svo það er örugglega minn uppá- haldsstaður að vera á.“ Hvað gerir þú til að dekra við þig? „Ég fer í nudd til Olgu Harnar Fenger sem er besti nuddari í heimi að mínu mati. Mér finnst einnig mjög mikið dekur að vera á námskeiði hjá Önnu Eiríks- dóttur í Hreyfingu.“ Hver er uppáhaldssnyrti- varan? „Aasop er uppá- haldsmerkið mitt. Mér finnst það duga endalaust. Tvær uppáhalds Aasop- vörurnar mínar eru svitalyktareyðirinn og svo olíufarða- hreinsirinn sem passar mér mjög vel.“ Hvað er í snyrti- buddunni? „Svitalyktareyðir, Cornu- copia-ilmvatnið mitt frá Andreu Maack, rakakrem og hárbursti. Ég mála mig ekki dagsdaglega svo allt annað bíður bara heima þar til tilefni er til að nota það.“ Hver er uppáhaldsliturinn? „Blár er svona allra tíma uppáhalds.“ Væri með súkkulaðihjúpuð jarðarber í brúðkaupi Stjörnukokkurinn Hrefna Rósa Sætran á Grill- og Fiskmarkaðnum elskar sushi. Hún er fagurkeri sem kann að meta góða hluti í eldhúsinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Aarke-sódastream- tækið er vinsælt þessa dagana. Hrefna mælir með súkkulaði jarðaberjum í brúðkaupið. Hrefna elskar sushi. Hrefna Rósa Sætran er mikið fyrir japanskan mat. Allt sem Hrefna gerir er einstaklega fallegt á að líta. Þegar Hrefna ætl- ar að dekra við sig fer hún í nudd. Uppáhalds kryddið hennar Hrefnu er Kardimommur. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@m- bl.is Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Anthony Bogdan H efur þú einhvern tímann farið í leið- inlegt brúðkaup? Svo leiðinlegt að þú neyddist til að spila kapal í símanum þínum? Ég er ekki viss um að margir geti svarað þessari spurningu ját- andi enda eru brúðkaup ástar- hátíðir þar sem hreyft er við hverri einustu taug mannslíkam- ans. Á ástarhátíðum skiptir máli að setja fókusinn á brúðhjónin og reyna ekki með neinum hætti að skyggja á þau. Þú hefur nefni- lega milljón tilefni til þess að láta ljósið skína á þig en akkúrat þennan dag skiptir máli að geta samfagnað þeim sem okkur þykir vænt um. Ekki grípa vöndinn og láta brúðkaup vinar þíns fara að snúast um þig! Ekki mæta í hvítari og flottari kjól en brúðurin og ekki vera með flottari förðun en drottning þessa dags. Ef þú ætlar að halda ræðu, láttu hana þá snúast um brúðhjónin, ekki þig! Þú hefur hugsanlega 364 aðra daga til að vera miðpunktur athyglinnar og þennan dag ætlar þú að beina athyglinni að brúðhjónunum. Ef þú átt í basli með að halda skemmtilega ræðu um brúðhjónin – slepptu því þá! Og alls ekki tala í 45 mínútur! Ef þú sérð þér ekki fært annað en að rifja upp vand- ræðalegustu augnablik vina þinna sem eru að ganga í hjónaband slepptu þá ræðunni. Mikill einkahúmor á heldur aldrei heima í ræðum í stórum veislum. Mál- tækið segir að það sé bannað að hvísla í afmælum og það á líka við um brúð- kaup. Það skemmtir sér enginn vel ef hann veit ekki um hvað fólk er að tala. Ef þú ætlar að haga þér alveg upp á 10 skaltu passa þig að drekka ekki of mikið. Það væru ekki allir fangaklefar oft og tíðum fullir ef fólk drykki bara vatn og borðaði salat. Þú vilt ekki þurfa að upplifa það sama og brúðhjónin sem gengu í hjónaband í fyrra eða hitteðfyrra og allt gekk ógurlega vel þangað til bróðir brúðgumans missti stjórn á sér. Til að gera langa sögu stutta mætti lögreglan og handtók manninn fyrir óspektir. Brúðhjónin enduðu á því að hnakkrífast og brúðurin æpti yfir síðustu gest- ina að hún ætlaði að skilja við manninn. Það vill eng- inn enda eins og bróðir þessa brúðguma og hafa það á samviskunni að hafa sturtað niður heilu brúð- kaupi. Það vill heldur enginn vera fulli karlinn sem dans- aði svo mikið að hann datt ofan á konu sem fékk heilahristing og er enn að jafna sig (eða svona næst- um því). Sumarið er tími brúðkaupa og því skiptir máli að allir vandi sig svo brúðkaupsdagur brúðhjónanna verði góður. Það er svolítið glatað að vera búin/n að tjalda öllu til, láta sérsauma föt, fá sérfræðinga til að skreyta salinn, fá hljómsveit til að spila og kaupa dýrasta kampavínið ef veislugestir eru ekki búnir að fara í gegnum hegðun 101. Maður er manns gaman og þegar allir eru í essinu sínu, þá er gaman, alveg sama þótt borðskreytingarnar séu úr plasti! 101 í hegðun (í brúðkaupum) Marta María Jónasdóttir V E I S L U R F Y R I R 2 0 - 1 5 0 M A N N S N O T A L E G T U M H V E R F I A Ð E I N S 4 5 M Í N F R Á R E Y K J A V Í K R A U D A H U S I D . I S / B R U D K A U P 4 8 3 - 3 3 3 0 Á s t Í L O F T I Ð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.