Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 6

Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 6
Það jafnast ekkert á við fallega köku á brúðkaupsdaginn. Lára Colatrella, stofnandi Baunarinnar, segir vegan kökuturna vinsæla um þessar mundir. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Kökuturnar vinsælir L ára er einstaklega listræn þegar kemur að því að gera kökur og segir fátt skemmtilegra en að þróa eitthvað nýtt í þeim efnum. Tíminn sem hún fær til þess núna er talsverður enda mikið verið að færa til brúðkaup vegna farsóttarinnar að hennar sögn. „Kökuturnarnir eru vinsælir um þessar mundir, þar sem ég býð upp á nýja fallega standa núna sem ég lána fólki undir kökurnar.“ Langar að kenna kökulistina áfram Lára er að undirbúa kökunámskeið þar sem hún mun kenna listina á bak við vegan kökur og hvernig sé best að skreyta þær. „Á námskeiðinu langar mig að kenna fólki grundvallaratriðin en svo munu allir fá að taka fallega köku með heim.“ Viðskiptin á bak við Baunina ganga vel og eru verkefnin alltaf að verða stærri og fleiri að sögn Láru. „Það er hægt að nálgast kökurnar mínar í gegnum netið, þá á heimasíðunni og Facebook-síðunni okkar. Eins er hægt að kaupa kökusneiðar hjá Systra- samlaginu, The Coocoo’s Nest og Luna Flórens daglega. Bráðlega verður eins hægt að nálgast vegan kökur frá Bauninni í Vegan búð- inni í Skeifunni.“ Vil tóna litina á kökunum niður Hvaða litir heilla þig mest þegar kemur að kökum? „Ég kann vel við að blanda ólíkum litum saman sem verða að náttúru- legum tónum. Ég reyni að tóna litina á kökunum niður og elska að gera dökk- an lit á kökurnar líka.“ Áttu sögu af skemmtilegu köku- verkefni sem þú hefur farið í? „Ég held mikið upp á samvinnuna við Hönnunarsafn Íslands, þar sem ég geri kökur í stíl við verkefnin hverju sinni. Ég hef gert kökur sem eru svo líkar listinni að erfitt er að greina á milli. Fallegar blómakökur fyrir utan safnið 17. júní voru áhugavert verkefni og ég gæti lengi haldið áfram að ræða verkefnin sem koma á borðið til mín.“ Vegan kökuturnar eru vin- sælir um þessar mundir. Ljósmyndir/Íris Ann Sigurðardó 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook GLÆSIKJÓLAR Í ÚRVALI SKOÐIÐ NETVER SLUN LAXDAL .IS É g er með Listræna ráðgjöf, þar sem ég að- stoða fólk við að skreyta fallega í veislum sem dæmi. Ég er einnig að byggja upp leigu á vörum sem ég hanna og pabbi smíðar. Í leig- unni er ég með kampstálhringi sem ég hef bæði á fæti og hangandi. Þeir koma allir með grænum gerviblómum sem ég vel vandlega en það er hægt að velja um nokkra mismunandi blómapakka til að bæta við á hringina eins og á allar þær vörur sem ég er með. Þá er hægt að gera vörurnar meira í stíl við þemað í brúðkaupinu – sem gerir hverja skreytingu einstaka. Viðarhringirnir koma einnig með ljósum, sem skapar fallegt andrúmsloft. Þeir geta einnig verið hangandi og standandi á borði. Blúnduhringirnir eru hugsaðir sem veggskraut, þeir eru t.d fallegir margir saman fyrir aftan brúðhjónin í veislusalnum eða sem myndaveggur.“ Svava er með óteljandi hugmyndir í vöruþróun. Sem dæmi má nefna servíettuhringi, boga og fleira. Hvað er í tísku þetta sumarið þegar kemur að brúð- kaupum? „Þurrkuð blóm eru mjög mikið í tísku. Það er mikið um stórar og miklar skreytingar í öllum regnbogans lit- um. Mér finnst meira vera um liti núna, ekki bara grænt og hvít. Fólk er að nota bláa, bleika og brúna tóna. Ég vinn mikið með þurrkuð blóm og hef verið að blanda þeim saman við fersk blóm.“ Faðir Svövu smíðar hringi sem hún skreytir og leigir út. Að blanda grófu við fínt Svava Halldórsdóttir er að eigin sögn algjör blómaálfur sem elskar að gera fallegar skreytingar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Svava mælir með þurrkuðum blómum í bland við fersk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.