Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 12

Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 12
sem gerðist. Bæði út af spennufalli, sem kom yfir mig um leið og við vorum sest til borðs, og magninu af áfengi sem var drukkið um kvöldið. Ég var brosandi allan daginn og dansaði allt kvöldið. Ég mun aldrei gleyma þessum fallega degi.“ Hvar keyptir þú kjólinn? „Ég keypti vintage-kjól sem var ónot- aður frá tískuhúsi sem heitir Rembo Styling. Þau sérhæfa sig í boho-stíl og fer hönnun fyrirtækisins fram í Belgíu og framleiðslan í Portúgal. Ég fann kjólinn í lítilli brúðarkjólabúð í Kaupmannahöfn sem selur notaða kjóla með allt að 40% afslætti. Ég hafði farið þangað með tveimur bestu vinkonum mínum árin áður þegar þær giftust og var því fullviss um að ég vildi kaupa kjólinn minn þar. Þjónustan er svo frábær og allt við brúðkaupið er nógu dýrt svo að það er gott að geta sparað einhvers staðar. Kjóllinn sem ég keypti hafði verið keyptur nýr til að nota sem annar kjóll í brúðkaupi, en var aldrei notaður. Ég fékk hann því á afslætti með merkimiðanum á.“ Hildi hefur alltaf þótt hugmyndin um tvo kjóla áhugaverð. Svo hún lét gera skemmtilega útfærslu af kjólnum fyrir brúðkaupið. „Mig langaði að vera smávegis hefðbundin prinsessubrúður, þegar ég gifti mig. Svo ég lét sérsauma æðislegt tjullpils sem ég gat verið í yfir kjólnum sem ég tók svo af fyrir veisluna. Á sama stað lét ég aðlaga kjólinn frá Rembo svo að hann passaði við pilsið. Ég opnaði aðeins niður hálsmálið og setti púða í framhluta hans.“ Alltaf dreymt um stórt brúðkaup Hefur þig alltaf dreymt um brúðkaup? „Já, ég vissi alltaf að ég vildi stórt brúðkaup. En hvernig brúð- kaup ég vildi hefur breyst mikið í gegnum tíðina. En eftir að ég kynntist manni mínum var þetta það brúðkaup sem við vildum bæði.“ Hildur segir mikilvægt að vera maður sjálfur á brúðkaupsdag- inn. „Ef þú ert ekki vön að vera með fulla förðun, þá myndi ég ekki gera það á brúðaupsdaginn. Ég mæli frekar með að vera maður sjálfur og ýta undir þá kosti sem maður hefur. En ekki breyta of mikið til á brúðkaupsdaginn.“ Þegar kemur að veitingunum á brúðkaupsdaginn vildi Hildur bjóða upp á mat í þeirra anda. Hamborgarabúlla Tómasar gerði smart hamborgara og sá um alla drykki á barnum fram eftir nóttu. „Þeir stóðu sig ótrúlega vel. Við buðum upp á íslenskan bjór, appelsín og sérvalda kokteila sem voru töfraðir fram um kvöldið. Síðan buðum við upp á rautt og hvítt vín um kvöldið einnig. Brúð- artertan kom einnig frá íslensku fyrirtæki en Bake My Cake stóð fyrir kökunni.“ Hildur segir veisluna hafa verið skemmtilega þar sem gestirnir skemmtu sér fram á nótt. „Við vorum með partí. Við vorum með geggjaðan plötusnúð sem spilaði allt gamalt og gott og meira að segja nokkur íslensk partíl- ög. Allir dönsuðu og höfðu gaman. Ég var borin upp í rúm rétt eft- ir miðnætti. Eins og ég sagði, þá var þetta alvöru partí.“ Hildur segir mikilvægt að skuldsetja sig ekki fyrir draumabrúð- kaupið. „Hægt er að forðast allskonar óþarfa þjónustu. Mikilvægt er að hugsa sig vel um hvort maður geti gert hlutina sjálfur fyrir betra verð. Við vorum sem dæmi með tvo þjóna, en mælt var með að við værum með sex.“ Allar blómaskreytingar í brúðkaupinu voru gerðar af Whispering Vintage eftir hugmyndum Hildar. Ljósmynd/Anthony Bogdan Skreytingarnar og umhverfið í veislunni er í anda heimilis Hildar og Claes. Mæðgurnar voru klæddar í stíl á brúðkaupsdaginn. Hildur og Claes Berland í rómantískum brúðarvalsi. Hildur og Claes með fjölskyldu og vinum á brúðkaupsdaginn. 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.