Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 L ára og Aron eru sammála því að vinskapur sé það sem gott hjónaband byggist á. Þau starfa bæði í kvikmyndaiðnaðinum. Aðalstarf Láru er hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sem CRM-sérfræðingur og Aron er fjölmiðla- tæknir og upptökumaður. Þau eru bæði alin upp í Mosfellsbæ, gengu í sama skóla og áttu sameiginlega vini þótt þau hafi ekki kynnst eða tekið hvort eftir öðru fyrr en örlögin leiddu þau saman á unglingsárunum. „Við byrjuðum saman 1. ágúst 2007 þegar ég söng lag með hljómsveitinni hans Arons. Aron spilaði á trommur og frændi hans, sameiginlegur vinur okkar, bað mig að syngja fyrir þá. Ég var þá að verða fimmtán ára og Aron var sex- tán.“ Lára og Aron segja ákvörðunina um brúðkaupið hafa komið auðveldlega til sín. Þau tóku sér góðan tíma í undirbúninginn og fengu einnig góða aðstoð vina og fjölskyldu. Brúðkaup haldið úti í náttúrunni Hvar hélduð þið brúðkaupið? „Brúðkaupið var haldið úti í náttúrinni, í bakgarði félagsheimilis Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdaln- um. Veislan var síðan haldin á sama stað um kvöldið og brúðkaupsgestir voru rétt yfir 60; svo það var fá- mennt en góðmennt. Eingöngu nánustu vinir og ætt- ingjar,“ segir Aron. Hvernig er tilfinningin að giftast? „Við upplifðum bæði mikla hamingju og þakklæti fyrir að geta upplifað daginn með fólkinu okkar, sem kom og fagnaði með okkur,“ segja þau. Þau fengu Marinó Flóvent ljósmyndara til að festa augnablikin á filmu og sjá ekki eftir því. „Hann tók hefðbundnar brúðkaupsmyndir og einnig ljósmyndir í veislunni, sem gaman er að eiga í dag.“ Lára og Aron vildu nota íslenska náttúru sem bak- grunn á myndunum. „Við vildum fara óhefðbundnar leiðir og varð Kleif- arvatn fyrir valinu. Náttúran er dæmi um að fegurð og fullkomleiki eru ekki sami hluturinn, þótt sam- félagið sé kannski ekki alltaf á sama máli. Til að ná þessu fram vildum við vera í okkar fínasta pússi í grófri náttúrunni,“ segja þau og bæta við að ljós- myndirnar veki ennþá eftirtekt fólks þar sem þær hanga á góðum stað heima hjá þeim. Mæla með að fá aðstoð hjá fjölskyldu og vinum „Thelma Baldursdóttir og Helga Þóra Bender voru veislustjórar; Lena Líf og Diljá Dögg Valsdætur voru Ljósmyndir/Mr. Flóvent Upplifðu ævin- týralegt brúð- kaupsferðalag í Los Angeles Lára og Aron segja að brúðarmyndirnar veki ennþá mikla lukku. Þær hanga á fallegum stað á heimilinu þeirra. Þegar Lára og Aron fóru í brúðkaupsferðalagið var það í fyrsta skiptið sem þau fóru til útlanda saman tvö ein.  SJÁ SÍÐU 16 Lára Björk Bender og Aron Bragi Baldursson eru hjón en einnig bestu vinir sem hafa mikinn áhuga á kvikmyndagerð. Þau upplifðu drauminn í brúðkaupsferðalagi sínu þar sem þau gengu rauða dregilinn á frumsýningu með fræga fólkinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÍSLENSK HÖNNUN Brúðagjafalistar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.