Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 26
Ljósmynd/Bragi Kort
Þ
ær Árdís og Sóley kynntust á námsárum sín-
um fyrst árið 2013. Þær hafa allar götur síðan
verið afar samrýndar. Þær luku báðar náms-
samningum sínum á Vox. Héldu út á vinnu-
markaðinn og öfluðu sér upplýsinga og luku
einnig báðar meistaranámi í matreiðslu samhliða vinnu.
Síðla ársins 2019 stofnuðu þær saman veislufyrirtækið
Moon.
„Draumurinn var alltaf að byggja upp okkar eigin
rekstur, og ákváðum einn daginn að kýla á þetta. Margir
möguleika voru í boði þegar kom að því að velja í hvaða átt
við ættum að fara. Hvers konar fyrirtæki við vildum koma
með á markaðinn.
Vegna mikils áhuga okk-
ar á gæða sælkeravörum
ásamt vönduðum gjafaum-
búðum langaði okkur að
leggja okkar að mörkum og
koma með vandaðar og fjöl-
breyttar sælkeravörur á
markað sem framleiddar
væru af okkur. Ásamt því
höfum við alltaf haft gaman
af smáréttum, og passar
það fullkomlega við að okk-
ar mati.“
Ástandið sett strik í reikn-
inginn
Stór hluti tímans að und-
anförnu hefur farið í upp-
byggingu og skipulag á
rekstri Moon veitinga. En
þær stofnuðu fyrirtækið í
lok ársins 2019.
„Við leggjum mikið upp
úr faglegri en persónulegri þjónustu
og fer því mikill tími og metnaður í til
dæmis myndatökur fyrir auglýsingar,
samfélagsmiðla og slíka vinnu.“
Ástandið hefur sett sinn strik í
reikninginn, þar sem engar veislur
hafa verið á meðan á samkomubanni
stóð.
„Við höfum þó haft opið fyrir pant-
anir á sælkeravörum okkar og boðið
viðskiptavinum okkar upp á fría heim-
sendingu. Fólk hefur verið að nýta sér
þessa þjónustu til að mynda til að
koma fjölskyldu og sínum nánustu á
óvart. Vinsælt hefur verið að fá okkur
til að sendast með gjafir óvænt heim að dyrum, og hefur
fólk alltaf jafn mikið gaman af því. Við höfum einnig nýtt
þessa tíma fyrir breytingar á matseðli þar og meðal ann-
ars bætt nýjum réttum við. Matseðillinn okkar snýr að
mestu leyti að pinna- og smáréttaveislum sem henta vel
við ýmis tækifæri. Það getur verið afar skemmtilegt að
brjóta upp fyrirkomulagið og bjóða gestum sínum upp á
flotta og vandaða smárétti, andinn breytist úr formlegum
yfir í léttari og veitir það gestgjöfum meiri tíma með gest-
um sínum.“
Gott að reikna vel út magn fyrir veisluna
Árdís og Sóley hafa góða reynslu þegar kemur að
veislum. Þær segja mikilvægt að hafa í huga tímasetningu
á veisluhöldunum, en þær ákvarða viðeigandi veitingar
fyrir veisluna.
„Stór munur er á veislum sem haldnar eru á mismun-
andi tíma dagsins. Veisluhöld fyrri part dags eru oftar
með léttara sniðinu, boðið er fremur sjaldan upp á þungan
mat og eru því að mestu leyti sætari veitingar í boði.
Veisluhöld seinni part dags eru hins vegar með allt öðru
sniði og er mikilvægt að gestgjafar hafi í huga að þá þurfi
meira af veitingum. Eins og áður kom fram er það tíma-
setningin sem ákvarðar viðeigandi veitingar fyrir þína
veislu. Því má segja að við veisluhöld seinnipart eins og á
matmálstíma megi gera ráð fyrir að veislugestir vilji borða
sig sadda. Getur þar af leiðandi staðsetning á veisluhöld-
um skipt gífurlega miklu máli. Ef heitar veitingar eru
valdar er nauðsynlegt að réttur eldhúsbúnaður sé við
höndina, svo sem ofn af einhverju tagi. Gott er að fá fag-
lega ráðgjöf sem við feitum til að sporna við matarsóun.“
Auðséð er að þær leggja mikið upp úr fagurfræði mat-
arins.
„Við leggjum mikinn metnað í útlit á veitingunum. Veit-
ingarnar eru bornar fram á einsaklega flottum borðbún-
aði. Hægt er að útskýra þemað sem „rustic“ stíl en þó stíl-
hreinan.“
Gott að huga vel að afgöngum
Eigið þið góð hagnýt ráð þegar kemur að mat sem verð-
ur afgangs í veislum?
„Það er víst ekki alveg hægt að forðast afganga. Gott
ráð er að huga að geymsluþoli á þeim mat sem verður af-
gangs og athuga hvað hægt er að frysta eða geyma í kæli,
þar með passa að innsigla allar þær matvörur/afganga vel
fyrir þess konar geymslu. Annað ráð væri að bjóða nánum
fjölskyldu-meðlimum úr veisluhöldum að taka með sér
heim einhverja af afgöngunum, vera þá tilbúin með ein-
hvers konar bakka sem hægt væri fyrir aðra að taka með
sér heim. Einnig væri möguleiki að fara með vel með farna
afganga, þar á meðal pinnarétti, súpur og ýmsa rétti sem
hægt væri að hita aftur, til góðgerðarsamtaka eða á elli-
heimili og þar með gleðja aðra.“
Hvers konar skraut finnst ykkur fallegt að nota á kræs-
ingarnar ykkar?
„Við viljum láta veitingarnar njóta sín sem best. Því
finnst okkur vera óþarfi að fjárfesta stórum upphæðum í
skreytingar sem ekki eru fyrir hversdags notkun.
Þrátt fyrir að skreytingar geti að mörgu leyti verið
flottar á veisluborðin höfum við fremur mælt með því við
viðskiptavini okkar að bjóða veislugestum sínum upp á
gæða veitingar.“
Af hverju ekki að leggja
meira í matinn en skrautið?
Árdís Eva Bragadóttir og Sóley Rós Þórðar-
dóttir eru góðar að gera veislumat. Þær eru
eigendur Moon veitinga og mæla með að
leggja aðeins meira í veitingarnar en skrautið.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Litlir hamborg-
arar frá Moon.
Árdís og Sóley létu drauminn rætast
með veisluþjónustunni Moon.
Snittu-
brauð frá
Moon.
Franskar
makkarónur
frá Moon.
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
BRÚÐKAUPS MYNDIR