Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 32
að fram á haust eða næsta ár. Einnig eru dæmi um að fólk
haldi athöfnina á réttum degi og bjóði þá bara nánustu að-
standendum en fresti veislu um nokkra mánuði, sem er
frábært tækifæri til að geta farið tvisvar í brúðarkjólinn.“
Gifti sig í fallegum kjól sem hún á enn
Giftir þú þig í fallegum kjól sjálf?
„Já, ég gifti mig í æðislegum pallíettukjól sem ég fékk í
Kjólum og konfekti á sínum tíma.“
Hvað þurfa konur að hafa í huga þegar kemur að
brúðarkjólnum?
„Mikilvægast að öllu er að vera tímanlega. Það er eðli-
legt að byrja brúðarkjólaferlið ári fyrir brúðkaup, það
getur tekið allt að sex mánuði að fá kjólinn afhentan og
svo þarf yfirleitt að gera minniháttar breytingar eins og
að stytta kjólinn og fleira í þeim dúr. Þess vegna er mik-
ilvægt að vera tímanlega til að forðast allt stress. Einnig
er mikilvægt að koma í mátun og máta ólíka kjóla. Það er
mjög algengt að skoðanir og plön um kjóla breytist eftir
að búið er að máta ólíka kjóla.“
Þegar kemur að aldri brúðar segir Ásdís konur á öllum
aldri vera að gifta sig í dag. Algengasti aldurinn sé þó án
efa þrítugsaldurinn.
Ólíkar konur velja sér ólíka kjóla
Velja þær sér eins kjóla eða er munur á milli kynslóða?
„Það er alltaf smá munur á íburði kjólanna eftir aldri en
svo eru konur líka bara svo ólíkar týpur að það hefur
kannski áhrif frekar en aldurinn.“
Ásdís er á því að konur ættu að fylgja hjarta sínu þegar
kemur að því hvað þær gera við brúðarkjólinn eftir brúð-
kaupið.
„Fyrir margar konur er kjóllinn svo miklu meira en
bara kjóll sem var farið í einu sinni. Hann hefur oftar en
ekki mikið tilfinningalegt gildi þegar aðdragandinn að
kaupunum er svona langur og þær búnar að vera með
hann í huganum í marga mánuði fyrir stóra daginn. Þeim
konum getur reynst erfitt að láta kjólinn frá sér og þá
finnst mér mikilvægt að þær varðveiti hann. Þær konur
sem tengja öðruvísi við kjólinn og vilja gefa honum fram-
haldslíf ættu eindregið að koma kjólnum sínum áfram. Ég
legg mikið tilfinningalegt gildi í kjólana og hef því ákveðið
að geyma minn kjól áfram.“
Ásdís Gunnarsdóttir kjólameistari telur tilfinningalegt
gildi brúðarkjóla mikið og ákvað því að geyma kjólinn
sinn áfram. Hún aðstoðar konur við að upplifa drauminn
á brúðardaginn í gegnum verslunina sína Loforð.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Ásdís hefur
óbilandi áhuga
á brúðarkjólum.
Brúðarkjóll með
breiðum hlýrum sem
liggja á öxlunum.
Það fer vel um
viðskiptavini
Ásdísar í versluninni.
Brúðarskórnir
skipta miklu
máli upp á
heildarútlitið.
Verslunin Loforð er
staðsett í Hafnarfirði.
Gull og gersemir
í Loforði.
Brúðarkjólar geta haft
tilfinningalegt gildi
Á
sdís er ekki í nokkrum vafa þegar kemur að
fallegustu brúði allra tíma.
Þær eru reyndar tvær en þær giftu sig
þannig að myndir af þeim úr brúðkaupinu lifa í
hugum heimsbyggðarinnar enn í dag.
„Það eru Grace Kelly og Audrey Hepburn. Þær giftu
sig í fallegum kjólum og áttu dásamlegan brúðkaupsdag
og brúðkaup sem eftir var tekið.“
Gekk lengi með hugmyndina um Loforð
Ásdís stofnaði verslunina Loforð fyrir nokkru, þar sem
hún býður upp á eigin kjóla en einnig kjóla frá erlendum
tískuhúsum.
„Ég lærði kjólasaum og útskrifaðist með sveinspróf
2009 en ég tók starfsnám mitt tengt brúðarkjólum hér
heima á brúðarkjólaleigu en svo fór ég líka til New York
2008 og starfaði í nokkra mánuði sem nemi fyrir heims-
þekktan brúðarkjólahönnuð í Soho en sú reynsla var al-
gjörlega ómetanleg. Ég fór með lestinni í efnahverfið að
sækja efni, fékk að grípa í saumavélarnar, handsauma
perlur í kjóla sem kostuðu mörg hundruð þúsund en svo
var ég líka mikið í því að sækja kaffi fyrir alla. Þessi
reynsla gerði það að verkum að ég vissi að mig langaði að
gera þetta í framtíðinni. Ég hef einnig starfað við förðun
og saumaskap og vann lengi í Kjólum & konfekti. Það er
einmitt vinkona mín sem á þá verslun. Ég lærði mikið af
henni um rekstur og innkaup sem ég bý að í dag.“
Í Loforði er fjöldi erlendra brúðarkjólamerkja, skart-
gripa og fylgihluta auk þess sem boðið er upp á breyt-
ingar og sérsaum.
Tækifæri til að nota brúðarkjólinn tvisvar
Hvað er í tísku tengt brúðarkjólum í ár?
„Brúðarkjólatískan er mjög fjölbreytt í ár. Hún er allt
frá því að vera bóhem og rómantísk klassík yfir í mjög
klassíska mínímalíska kjóla. Þægindi og ákveðinn léttleiki
er þó áberandi í flestum kjólum, mattar pallíettur og leik-
ur með mismunandi áferðir.“
Hvernig telur þú að fólk skipuleggi brúðkaupið á þessu
ári?
„Mér heyrist flestar sem eru að gifta sig frá og með júní
vera nokkuð bjartsýnar og halda í vonina um að geta hald-
ið brúðkaup á settum tíma. Þær sem voru fyrr hafa frest-
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
er gjöf ástarinnar
hafið
D R A U M A B R Ú Ð K A U P S V E I S L U R V I Ð
H A F I D B L A A . I S / B R U D K A U P
A Ð E I N S 4 0 M Í N F R Á R E Y K J A V Í K
V E I S L U R F Y R I R A L L T A Ð 1 0 0 G E S T I