Morgunblaðið - 19.06.2020, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020
V
ið vildum gera ævintýralegt vetrarbrúð-
kaup með íslenskri sumarstemningu.
Við giftum okkur reyndar ári áður nánast
upp á dag í febrúar og héldum því í raun
upp á eins árs brúðkaupsafmælið okkar.
Það voru mjög persónulegar ástæður fyrir því að við
létum pússa okkur saman með litlum fyrirvara í fyrra
en planið var alltaf að halda stóra veislu. Við lofuðum
henni innan árs og stóðum við það,“ segir Magnea.
Hannaði kjólinn sinn sjálf
Hvað getur þú sagt okkur um brúðarkjólinn?
„Ég ákvað að hanna kjólinn minn sjálf eftir mikla
leit að rétta kjólnum. Það var viss áhætta í öllum
undirbúningnum sem fylgdi brúðkaupinu að bera
ábyrgð á kjólnum og ég viðurkenni að það gat alveg
verið stressandi á köflum en ég sé alls ekki eftir því og
var mjög ánægð með útkomuna. Ég var með
ákveðnar hugmyndir sem voru samt að þróast fram á
síðasta dag en fékk ómetanlega aðstoð frá góðri vin-
konu sem er klæðskeri við að útfæra þær, sníða og
sauma. Mig langaði að hafa pilsið sítt og með slóða og
ákvað því að hafa kjólinn tvískiptan þannig að ég gæti
auðveldlega skipt í styttra pils þegar leið á kvöldið.
Toppurinn var hnepptur í síða pilsið með fallegri tölu
en svo batt ég styttra pilsið við toppinn til að fá aðeins
afslappaðra útlit. Ég lagði áherslu á að nota fallegt
gæðaefni í kjólinn og valdi hvítt silki í tveimur þykkt-
um sem ég vann með. Ég vildi ekki blúndur eða neitt
skraut í efninu heldur bara að leyfa sniðinu og smáat-
riðunum að njóta sín. Ég valdi síðan skó og fylgihluti í
ljós grá/bleikum tónum sem poppuðu heildarmyndina
dálítið upp.“
Magnea bjó til stakan eyrnalokk og armband sem
hún hengdi í eyrað öðrum megin og á höndina hinum
megin sem braut upp á „symmetríuna“ í kjólnum.
Vetrarbrúðkaup sem
minnti á sumarið
Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður og
eigandi fatamerkisins MAGNEA, og
Yngvi Eiríksson, verkfræðingur, trúlof-
uðu sig í París haustið 2017. Þau héldu
ævintýralega fallegt brúðkaup í febrúar
á þessu ári þar sem þau lögðu áherslu
á upplifun í mat og drykk.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Dóttir brúðhjónanna skemmti sér konunglega í brúðkaupinu.
Hjónavígslan var haldin í Dómkirkjunni.
Athöfnin var einföld,
stílhrein og falleg í
anda brúðhjónanna. Magnea ásamt bróður sínum.
Já!
Persónulegar athafnir
fyrir alls konar fólk