Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2020, Blaðsíða 36
safnaði ég blómum í náttúrunni sem ég þurrkaði yfir veturinn og notaði í allar skreytingar. Við fengum ís- lensku ilmsturtuna frá Nordic Angan sem fyllti salinn af notalegum skógarilmi. Ilmsturtan er mjög falleg og bjó til skemmtilega upplifun fyrir gestina. Í stað þess að hafa „photobooth“ gat fólk farið í sturtuna og fengið mynd af sér í henni en við ákváðum að fara þá leið að vera með ljósmyndara í veislunni sem tók lifandi og skemmtilegar myndir allt kvöldið. Hann hefur ein- stakt auga og náði að grípa stemmninguna í mynd- unum. Þannig eigum við minningarnar ljóslifandi það sem eftir er.“ Brúðhjónin buðu upp á fjölbreyttan mat og lögðu mikið upp úr því að skapa upplifun í kringum matinn. „Þannig voru smáréttir bornir fram sem gestirnir deildu og svo vorum við með hlaðborð þannig að fólk stóð upp reglulega, hreyfði sig aðeins og hitti fleiri en sessunauta sína. Við röðuðum salnum upp í langborð og reyndum að hafa auka pláss við öll borðin og völdum síðan að sitja bara tvö við há- borðið með lausa stóla við borðið svo að gestir gætu heilsað upp á okkur líka. Það kom mjög vel út að mínu mati. Veislustjórnin var í höndum góðra vina okkar sem héldu uppi frábærri stemmningu. Í lokin var síðan dansað með hljómsveitinni Björtum sveiflum fram á nótt.“ Ítalskt góðgæti í eftirrétt Magnea segir að fjölskyldan elski að ferðast saman. „Til dæmis eyddum við fjölskyldan hluta af fæðinga- rorlofinu okkar í fyrra saman á Sikiley á Ítalíu þar sem við drukkum í okkur menningu, mat og upplifanir á okkar forsendum. Brúðkaupsgestirnir okkar nutu góðs af þeirri reynslu, þar sem við buðum upp á ítalskt góðgæti í eftirrétt sem við sérpöntuðum frá Sikiley.“ Magnea segir að þegar hún hafi tekið að sér að ráð- leggja konum með sérsaum fyrir brúðkaupið biðji hún þær að hugsa um uppáhaldsflíkur sínar. „Þó að brúðarkjóllinn sé flík sem á að standa upp úr og þú notar jafnvel bara einu sinni mæli ég með því að Hver einasti hlutur var listaverk í veislu þeirra Magneu og Yngva. Lagt var upp með að veitingarnar myndu skapa upplifun. Ljósmynd/Sunday & White Ilmsturta var í boði fyrir brúðkaupsgestina í veislunni. Brúðhjónin hamingjusöm saman í ilmsturtunni. 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Úrval af gíturum og bössum Fiðlur Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn GÍTARINN Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is í úrvali Brúðagjafir Magnarar Hljómborð MEDELI MC37A Trommusett Söngkerfi Dásamlegar veit- ingar sem glöddu bæði maga og augu gesta. Gestirnir gátu spreyjað sig með ilmi sem minnti á íslenska sumarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.