Morgunblaðið - 19.06.2020, Side 39
Brúðhjónin tóku
brúðarvalsinn
að gömlum og
góðum sið.
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 39
Frjals &
otamin
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
´
´
Nýr ilmur
út og hafa tjörnina á móti mér. Það var mjög há-
tíðlegt. Svo er Hjörtur Magni svo skemmtilegur
prestur að við völdum alveg rétt að mínu mati.
Glersalurinn í Kópavogi er svo bjartur og fal-
legur salur og stóra útisvæðið heillaði okkur
mikið. Við buðum um 110 manns, en um 100
manns mættu, sem var bara stórkostlegt.“
Kjóllinn fékkst í Bournemouth
Alexandra var ánægð með brúðarkjólinn.
„Ég fann draumakjólinn minn. Ég fór í kjóla-
mátun á nokkrum stöðum. Ég bauð mömmu,
Söru mágkonu og Maríu vinkonu að koma til
Bretlands með mér að velja kjólinn ásamt
Sunnu sem var „au pair“ hjá okkur á þeim tíma.
Eftir æðislegan dag duttum við inn í litla brúð-
arkjólabúð í Bournemouth þar sem ég bjó og
þar fann ég hann, síður, smá vintage-fílingur,
með löngum slóða, opnu baki. Akkúrat það sem
ég var að leita að.
Ég fann mér líka flotta skó og slör og var
mjög sátt við heildarútlitið.“
Þau voru með góðar veitingar og höfðu mikl-
ar skoðanir á skreytingunum.
„Maðurinn minn valdi borðaskreytingarnar
og við settum saman okkar hugmyndir í gjafa-
poka. Svo vorum við með blómaskreytt skilti,
pabbi útbjó heimatilbúinn bakgrunn fyrir ljós-
myndatöku og svo ljósmyndavegg með alls kon-
ar myndum af okkur saman. Við vorum með
skreyttar krukkur og luktir á sviðinu og á úti-
svæðinu, sem settu sinn svip á salinn.“
Alexandra segir gott að byrja snemma að
undirbúa brúðkaupið.
Eyddu brúðkaupsnóttinni í sveitasælu
„Undirbúningurinn er svo skemmtilegt ferli
að ég myndi ekki tíma að bíða of lengi með hluti
sem er alveg hægt að dúlla sér í snemma. Við
bjuggum að vísu erlendis, svo að margt fór fram
í gegnum tölvupóst og svo voru fjölskyldur okk-
ar mjög hjálpsamar með allt. Ef það er eitt ráð
sem ég ætti að gefa, þá er það að leyfa sér að
nota pening í ljósmyndara og myndband af deg-
inum. Þetta er of dýrmætt til að gleyma og ég
veit ekki hversu oft ég er búin að skoða mynd-
irnar frá Írisi og horfa á myndband af deginum
okkar. Þetta eru svo góðar minningar og ekki
síst fyrir stelpurnar okkar sem voru þriggja og
fimm ára og vilja muna þennan dag með okkur.“
Alexandra segir að hún hafi alltaf séð fyrir
sér augnablikið sem hún gekk niður altarið og
sá tilvonandi eiginmann sinn standa þar.
„Fyrir mér var það aðalmálið að við skyldum
gifta okkur og fara hamingjusöm inn í framtíð-
ina með stelpunum okkar tveimur. Þessi dagur
var ekki síður merkilegur fyrir þær, en þær tala
alltaf um brúðkaupsdaginn okkar og segja
„Mamma, manstu þegar við vorum að giftast?“
Eftir veisluna keyrðum við upp í bústað foreldra
minna og vorum þar um nóttina í algjörri sveita-
sælu. Við erum bæði mikið fjölskyldufólk og
mömmur okkar eru æskuvinkonur, svo að þau
þekkjast öll mjög vel. Við nýttum því tækifærið
eftir brúðkaupið og buðum báðum fjölskyldum
að koma til okkar upp í bústað, grilla saman um
kvöldið og opna gjafirnar,“ segir hún.
Brúðguminn bakaði þessar
fallegu kökur.
Gestirnir tóku fallegar ljósmyndir
úr veislunni sem þeir merktu
#kristal19
Góðar hugmyndir eru gulls ígildi.
Brúðhjónin skemmtu sér
konunglega í eigin brúðkaupi.
Dóttir brúðhjónanna
að teygja sig í
nammi í veislunni.
Kleinuhringirnir voru
vinsælir í veislunni.