Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 42

Morgunblaðið - 19.06.2020, Síða 42
Björg ákvað að nota blautan eyeliner frá YSL í brúnum lit til að ramma inn augnsvæðið og fá skarp- ari lögun á förðunina og maskara sem þykkir, lengir og nærir augnhárin yfir daginn. „Þar sem ég vil leggja áherslu á húðina og augun í brúðarförðunum þá ákvað að ég að hafa augabrúnir og varir mjög náttúrulegar. Ég notaði litað auga- brúnagel frá YSL til að ýfa og þykkja brúnirnar og frekar hlutlausan, bjartan varablýant og varalit. Volupté Rock’n Shine varalitur nr.14 gefur meiri ljóma en lit svo mér finnst hann algjörlega toppa förðunina. Lokaskrefið hjá mér er All Nighter Setting Sprey frá Urban Decay, það er leynivopnið til að halda förðuninni allan daginn. Það gefur 16 klst endingu, er vatnshelt og algjörlega þyngdarlaust á húðinni.“ B jörg segir að létt og fersk förðun þar sem áhersla er á ljómandi húð, skarpa augnförðun og ljósar varir eigi upp á pallborðið núna. Hún segir að við þessa förðun megi hárið vera svolítið frjálst, annaðhvort með léttum liðum eða „lazy bun“. „Fyrir ljómandi, jafna og ferska húð finnst mér lykilatriði að nota góðar húðvörur. Uppáhaldsvaran mín er Top Secrets-andlitsvatn sem gefur húðinni raka allan daginn og dregur saman opnar húðholur og fínar línur. Fyrir næringu, ljóma og jafnan húðlit notaði ég nýja YSL Pure Shots Light up-serumið sem inniheldur C-vítamín og Aquasource-augnkremið frá Biotherm sem dregur úr þrota á augnsvæðinu og gefur raka. Til að jafna yfirborð húðar enn frekar notaði ég svo Top Secrets Pore Refiner-farðagrunninn frá YSL sem dregur einnig úr olíu- myndun yfir daginn,“ segir Björg. Til að leyfa húðinni að njóta sín sem mest notaði Björg léttan, rakagefandi ljómafarða og hyljara með sömu eigin- leikum. „YSL Touche Éclat All-in-One glow farðinn og Touche Éclat-hyljarinn eru mínar „go to“-vörur eins og er þar sem báðar hafa rakagefandi og róandi eig- inleika sem sjá til þess að förðunin haldist lýtalaus yfir daginn. Fyrir hreyfingu og ferskleika notaði ég svo Threesome- skyggingarpallettu frá Urban Decay en hún inniheldur kinnalit, highlighter og bronzer. Mér finnst bleikir, sanseraðir tónar svo rómantískir og klæðilegir á brúðkaupsdag- inn og ákvað því að nota fimm skugga pal- lettu frá Lancôme í lit nr. 09. Lykilatriði til að láta augnförðunina endast er að nota augnskuggagrunn, ég notaði Primer Potion frá Urban Decay sem er vatns- heldur og gefur allt að 24 klst. endingu.“ 42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2020 Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunar- fræðingur YSL á Íslandi, segir að áhrifa gæti enn frá Meghan Markle þegar kemur að brúðarförðun. Hún farðaði Söndru Gunnarsdóttur með sérstakri brúðarförðun. Marta María | mm@mbl.is Blautur eye-liner frá YSL gerir mikið fyrir heildarmyndina. Það er nauð- synlegt að nota varalita- blýant. Þessi er frá YSL. Meghan Markle- áhrif í brúðarförðun Þessi farði frá YSL end- ist lengi, það skiptir máli. Björg Alfreðsdóttir farðaði Söndru Gunnarsdóttur í anda Meghan Markle. Gull- penninn er mesta þarfa- þing. Auga- brúnamask- arinn frá YSL er með- færilegur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Augnskugga- pallettan frá Lancôme er mjög brúð- kaupsvæn. Áhrif Meghan Markle eru sýni- leg í þessari brúðarförðun. Ljósar varir og falleg eye-liner- lína setja svip sinn á förðunina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.