Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva og tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísbendingar eru um að kórónu- veiran geti leitt til einkenna sem líkjast einkennum síþreytu (ME – Myalgic Encephalomyelitis) hjá sumum sem hafa fengið Covid-19- sjúkdóminn. Þetta kom fram í máli dr. Anthonys Faucis, sem leiðir sótt- varnateymi Hvíta hússins, nýverið á blaðamannafundi. CNN greindi frá. Fauci segir að af frásögnum fólks að dæma hafi kórónuveirusmitið valdið eftirköstum hjá sumum sem höfðu náð sér af sjúkdómnum og valdið þrekleysi og fleiri einkennum svo vikum skipti. Fólki líði illa, það eigi erfitt með að einbeita sér og sé alltaf þreytt, líkt og á við um marga ME-sjúklinga. Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítalanum, segir að fólk hafi komið fram í íslenskum fjölmiðlum og lýst því að það hafi verið lengi að jafna sig eftir veikindin. Sumir séu ekki búnir að jafna sig að fullu. „Það er verið að rannsaka þetta. Það er verið að kalla inn fólk. Þetta er í raun órannsakað en það eru vís- bendingar um að sumir eigi nokkuð lengi í þessu eftir frumsýkingu, eins og gildir um fleiri sýkingar. Það eru þekkt tengsl á milli sýkinga og þrek- leysis og síþreytu í kjölfarið,“ segir Magnús. Leitar eftir endurhæfingu Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er viðtal við Magdalenu Ásgeirs- dóttur, yfirlækni á Reykjalundi, um fólk sem kemur í endurhæfingu eftir að hafa veikst af Covid-19. Hún segir þetta einnig eiga við um sjúklinga sem ekki voru lagðir inn á sjúkrahús í baráttu sinni við veiruna. „Fólkið sem fékk vægari lungna- einkenni en glímdi við önnur ein- kenni, eins og vöðvamáttleysi, gríðarlega þreytu eða úthaldsleysi, er nú að koma til okkar eitt af öðru í endurhæfingu,“ segir hún í viðtalinu. Fólkinu líður eins og slytti í 8-12 vik- um eftir veikindin. Ekki er vitað hve langan tíma tekur að ná fyrri styrk. Fram kemur í greininni að þau sem hafa notið endurhæfingar séu allt frá 40 ára aldri og að áttræðu. Meðhöndlunin er ekki ósvipuð því sem fólk nýtur eftir alvarlega lungnabólgu og fjölkerfasýkingar. Ekki er mælt með endurhæfingu fyrr en átta vikum eftir að fólk smit- aðist. Magdalena segir bera á því að endurhæfingarstöðin fái beiðni frá Virk, starfsendurhæfingu, vegna fólks sem glímdi við Covid-19. Hún hvetur því lækna til að hafa sam- band séu þeir í vafa um ferilinn og beina fyrirspurnum beint til sín. ME-félag Íslands hefur fengið nokkrar fyrirspurnir frá fólki sem smitaðist af Covid-19 og glímir við eftirköst, að sögn Guðrúnar Sæ- mundsdóttur, formanns félagsins. Erindið er aðallega að afla upplýs- inga um hvert hægt er að leita til að fá greiningu. „Það er ekki staðfest að þetta fólk sé komið með ME og því getum við lítið gert fyrir það,“ segir Guðrún. Hún segir að ME-einkenni þurfi að hafa fyrirfundist hjá viðkomandi í a.m.k. hálft ár áður en skimað er fyr- ir sjúkdómnum og læknir staðfestir að um ME sé að ræða. Guðrún segir að erfitt sé að fá greiningu. „Við höfum aldrei haft ferla til að vísa fólki í. Heilsugæslustöðvarnar greina ekki ME. Við erum bara ný- lega komin með lista með nöfnum 6-8 lækna sem treysta sér til að greina sjúkdóminn,“ segir Guðrún. Í þeim hópi eru taugalæknar, hjarta- læknir og endurhæfingarlæknar. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Kórónuveiran Sumir sem hafa náð sér eftir smit glíma við eftirköst og eru einkennin lík þeim sem fylgja síþreytu. Sumir lengi að ná sér eftir kórónuveirusmit  Einkenni svipuð síþreytu  ME-félag fær fyrirspurnir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ökumaður jeppabifreiðar sem fór út af brúnni á Núpsvötnum á Skeiðarár- sandi í lok desember 2018 ók of hratt miðað við aðstæður og yfir hámarks- hraða. Vegrið brúarinnar lét undan vegna þess að bil var í því. Þeir þrír farþegar í bílnum sem létust í slysinu voru ekki í bílbeltum eða með viðeig- andi öryggisbúnað. Slysið varð 27. desember 2018. Sjö erlendir ferðamenn voru í Toyota Land Cruiser-jeppabifreið. Þrír far- þegar létust og ökumaður og þrír far- þegar slösuðust talsvert þegar bíllinn hafnaði ofan í grýttum árfarvegi. Far- þegarnir sem létust voru tvær konur á fertugsaldri og 11 mánaða gamalt barn. Vegrið gaf sig Í skýrslu rannsóknarnefndar sam- gönguslysa um banaslysið kemur fram að hraðaútreikningar gefi til kynna að bifreiðinni hafi verið ekið á um 114 km hraða á klukkustund (frá- vik geta verið 8 km til lækkunar eða hækkunar) en leyfður hámarkshraði var 90 km við bestu aðstæður. Brúin er einbreið með tveimur útskotum. Fimm orsakir eru nefndar við greiningu á ástæðum slyssins. Öku- maður hafi ekki virt hámarkshraða eða viðvörunarmerki við brúna, ekið of hratt inn á hana og misst þar stjórn á bifreiðinni. Vegrið hafi látið undan þar sem bil var í því yfir þenslurauf í brúnni. Farþegar sem létust voru ekki með öryggisbelti spennt og ungbarnið sem lést var ekki í barnabílstól. Þá er talið sennilegt að veggrip á brúnni hafi verið skert vegna ísingar. Helstu orsakir banaslysa Í ábendingum sínum vekur rann- sóknarnefndin enn og aftur athygli á því að of hraður akstur er ein af al- gengustu ástæðum banaslysa í um- ferðinni og ítrekar hún mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa. Einnig ítrekar hún mikilvægi þess að ökumenn og farþegar séu ávallt með bílbelti spennt í akstri, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri leið- ir. Vanhöld á bílbeltanotkun eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni. Segir nefndin mikilvægt að sérstakur öryggisbúnaður fyrir börn sé not- aður. Flýtifé notað í nýja brú Brúin yfir Núpsvötn er að verða fimmtug. Vekur rannsóknarnefndin athygli á því að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan þá og brúin standist ekki núverandi staðla. Hámarkshraði á Núpsvatnabrú var lækkaður í 50 km eftir slysið. Verið er að hanna nýja brú og er gert ráð fyrir að sérstök fjárveiting til samgöngu- framkvæmda á árunum 2021-2023, svokallað flýtifé, verði meðal annars notuð til að byggja brúna og er miðað við næsta ár, samkvæmt upplýsing- um frá Vegagerðinni. Hvetur rann- sóknanefndin Vegagerðina og stjórn- völd til að fylgja þessum áætlunum eftir. Þess má geta að brúin yfir Stóru- Laxá sem er á Hrunamannavegi á leið til Flúða er einnig á sömu áætlun fyrir næsta ár. Þar hafa orðið alvarleg um- ferðarslys, síðast nú fyrir helgina. Voru ekki í bílbeltum eða barnastól  Ökumaður bílsins sem fór út af brúnni á Núpsvötnum er talinn hafa ekið á 114 km hraða á brúnni  Farþegarnir sem létust spenntu ekki bílbelti  Áformað að byggja nýja brú á næsta ári Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skeiðarársandur Núpsvötn eru á fjölfarinni ferðamannaleið um Suðurland. Þar um liggur meðal annars leiðin að Jökulsárlóni. Tuttugu þúsund Íslendingar hafa nýtt sér svokallaða sumargjöf Bláa lónsins. Þetta staðfestir Bára Mjöll Þórðardóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, í samtali við Morgunblaðið. Með sumargjöfinni stendur Ís- lendingum til boða að kaupa inneign í lónið fyrir 3.990 krónur í stað 8.990 króna. Þannig er veittur fimm þús- und króna afsláttur á veglegasta að- gangi Bláa lónsins. Í honum er inni- falinn kísil- og þörungamaski, drykkur að eigin vali og afnot af bað- sloppi og inniskóm auk annars. Að sögn Báru er mjög ánægjulegt hvernig til hefur tekist með mark- aðsátakið. „Það er ánægjulegt hversu vel Íslendingar hafa tekið í sumargjöf Bláa lónsins og hafa heim- sótt okkur í Svartsengi frá því að við opnuðum aftur hinn 19. júní,“ segir Bára. Bláa lónið hefur líkt og önnur ferðaþjónustufyrirtæki orðið fyrir talsverðu höggi vegna heimsfarald- urs kórónuveiru. Vonir eru bundnar við að með markaðsátakinu sé hægt að fá Íslendinga til að heimsækja lón- ið í auknum mæli. Fram til þessa hef- ur ásóknin verið misjöfn eftir dögum og veðri. Mest er eftirspurnin þegar veður er gott, en þó lætur fólk sjá sig á öllum tímum. „Ásóknin er mjög mismunandi eftir dögum og veðri en gestir í sumar hafa að langmestu leyti verið Íslendingar. Íslenski markaðurinn er mjög ólíkur þeim er- lenda; fyrir utan það hversu miklu minni hann er þá er flæðið ólíkt því sem við eigum að venjast. Alla jafna er jafnt yfir daginn og milli daga en nú eru það sólardagarnir og miðbik dagsins sem er vinsælast,“ segir Bára. aronthordur@mbl.is Íslendingar hóp- ast í Bláa lónið  Tuttugu þúsund hafa nýtt sumargjöfina Morgunblaðið/Árni Sæberg Bláa lónið Fjöldi fólks hefur nýtt sumargjöfina það sem af er sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.