Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
Fyrir sex árum var kona í Súd-an dæmd til dauða fyrir að
hafa snúist frá íslam til kristinnar
trúar. Eftir alþjóðleg mótmæli
slapp konan naumlega til Banda-
ríkjanna en lögin, eða öllu heldur
ólögin,
giltu enn.
Fleiriand-
styggileg
lög hafa
verið í
gildi í Súdan, líkt og í mörgum
ríkjum sem lúta stjórn strangtrú-
aðra múslima. Sem dæmi má nefna
refsingar sem fela í sér opinberar
hýðingar, heimild til umskurðar á
kynfærum kvenna og margvíslega
aðra kúgun og ofbeldi í garð
kvenna.
Í fyrra var leiðtoga Súdan tilþriggja áratuga velt af stóli og
nú hefur dómsmálaráðherra lands-
ins tilkynnt að hætt verði að dæma
fólk til dauða fyrir að snúa frá ísl-
am, þeir sem ekki séu múslimar
megi drekka áfengi, að vísu ekki
opinberlega, og ýmsar aðrar já-
kvæðar lagabreytingar verði
gerðar.
Vonast má til að þróunin verðiáfram jákvæð og verði til þess
að fleiru svipi saman en hjörtunum
í Súdan og Grímsnesinu. Og von-
andi verður þetta til fyrirmyndar
þeim löndum sem enn halda í ógeð-
fellda lagasetningu í nafni íslam.
Ekkert getur réttlætt að nota
trúarbrögð til slíkrar kúgunar og
ofbeldisverka.
Þá verður þessi breyting í Súdanvonandi líka áminning fyrir
Vesturlandabúa um það hve lán-
samir þeir eru að fá að lifa við
frelsi og réttarríki. Og þetta mætti
líka verða áminning til þeirra um
að verja þessi gildi og láta aldrei
grafa undan þeim.
Jákvæð þróun
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í breikk-
un hringvegar á Kjalarnesi, frá Varmhólum að
Vallá. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðar-
innar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu
Reykjavíkur. Lengi hefur verið beðið eftir því að
ráðist verði í þessa framkvæmd.
Um er að ræða breikkun á 4,13 km löngum
kafla hringvegar. Breikka á núverandi tveggja
akreina veg í 2+1-veg með aðskildum akbrautum.
Í verkinu eru hringtorg, tvenn undirgöng úr stál-
plötum, áningarstaður, hliðarvegir og stígar.
Fergja á vegstæði og framtíðarstæði stíga með-
fram hliðarvegum. Verkinu tilheyra ræsi, regn-
vatnslagnir, veglýsing, lagnir fyrir upplýsinga-
kerfi Vegagerðarinnar og breytingar á lögnum
veitufyrirtækja. Verkinu skal að fullu lokið fyrir
júní 2023. Tilboðsfrestur er til 11. ágúst 2020. Út-
boðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu
(EES).
Verkið í heild felur í sér breikkun vegarins á
um níu kílómetra kafla milli Varmhóla í Kollafirði
og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Seinni áfanginn,
Vallá-Hvalfjörður, verður boðinn út í haust en
verklok eru einnig áætluð 2023. sisi@mbl.is
Breikkun á Kjalarnesi boðin út
Breikkun Vesturlands-
vegar á að ljúka 2023
Morgunblaðið/sisi
Kollafjörður 1. áfangi frá Varmhólum að Vallá.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
(HMS) hefur úthlutað 138 milljónum
króna í sérstakt byggðarframlag til
átta byggingarverkefna á lands-
byggðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem
byggðarframlagi er úthlutað, að því
er segir í tilkynningu frá HMS.
Framlaginu er ætlað að styðja við
uppbyggingu á svæðum þar sem
skortur er á leiguhúsnæði og bygging
nýrra íbúða hefur verið í lágmarki
vegna þess að byggingarkostnaður er
hærri en markaðsvirði fasteignanna.
Verkefnin sem fengu úthlutað
byggðaframlag snúa m.a. að upp-
byggingu leiguhúsnæðis fyrir ein-
staklinga undir tekju- og eignamörk-
um og annarra sértækra húsnæðis-
úrræða sveitarfélaga.
Framlögin fara til Norðurþings,
Reykhólahrepps, Snæfellsbæjar,
Skagafjarðar, Strandabyggðar,
Vesturbyggðar og á Seyðisfjörð.
Alls 3,6 milljarða framlög
Byggðarframlögin voru hluti af út-
hlutun HMS til byggingar og kaupa á
600 hagkvæmum leiguíbúðum víðs-
vegar um landið, svokölluðum al-
mennum íbúðum. Alls nema stofn-
framlögin og byggðarframlagið 3,6
milljörðum króna.
„Báðar úthlutanirnar eru liður í
áætlunum stjórnvalda um að efla upp-
byggingu húsnæðis á landsbyggðinni
og slá á þann mikla húsnæðisvanda
sem lægri og millitekjuhópar hafa
mátt stríða við undanfarin ár. Fólk
sem leigir íbúð í kerfinu þarf ekki að
verja jafn stórum hluta af ráðstöfun-
artekjum heimilisins til húsnæðis og
það myndi í mörgum tilfellum gera á
frjálsa leigumarkaðnum og býr við
meira öryggi því ekki er hægt að
segja upp leigunni nema að ýmsum
skilyrðum uppfylltum,“ segir í til-
kynningu HMS.
Heimild til að úthluta sérstökum
byggðarframlögum var veitt með
breytingu á lögum um almennar íbúð-
ir í desember síðastliðnum.
138 milljónir króna
í byggðaframlag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Byggðaframlög Vesturbyggð er
meðal þeirra sem fá framlög.
Til að mæta skorti á leiguhúsnæði