Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Andrzej Duda vann nauman sigur í tvísýnustu forsetakosningum sem fram hafa farið í Póllandi eftir hrun kommúnismans. Hlaut hann 51,21% atkvæða en mótframbjóðandi hans, Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, 48,79%. Kjörsókn var 68,2%. Stjórnmálaskýrendur telja að hin jöfnu úrslit eigi eftir að leiða til átaka fyrir dómstólum. „Ég held að úrslitunum verði tvímælalaust mót- mælt og deilurnar rati alla leið upp í hæstarétt,“ sagði stjórnmálafræð- ingurinn Anna Materska-Sos- nowska við Háskólann í Varsjá. Til stóð að kosningarnar færu fram í maí, en þá stóð Duda mun betur en nú samkvæmt fylgismælingum. Var þeim frestað vegna kórónuveirufar- aldursins. Tekist á um framtíðina Flokkur Trzaskowskis (PO) sagð- ist í gær hafa hafið söfnun upplýs- inga um meint kosningasvindl. Meðal annars lægi fyrir að Pólverj- ar í öðrum löndum hefðu ekki fengið kjörgögn sín í tæka tíð til að geta kosið. Í kosningunum var hart tekist á um framtíðarsamskipti Póllands og Evrópusambandsins (ESB) og framtíð pólskrar þjóðar. Duda var frambjóðandi hægriflokksins Laga og réttlætis (PiS), sem er stærsti flokkurinn á pólska þinginu og leiðir bandalag hægriflokka á þingi. Rafal Trzaskowski er frambjóðandi Borg- aravettvangsins (PO), sem skil- greinir sig sem frjálslyndan íhalds- flokk og er langstærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn. Umdeilt Sigur Duda er talinn munu leiða til umdeildra breytinga á réttarfarskerfinu og áframhaldandi andstöðu við fóstureyðingar og réttindi samkynhneigðra. Í kosn- ingabaráttunni sætti Duda harka- legri gagnrýni eftir að hafa sagt réttindi samkynhneigðra og trans- fólks „hugmyndafræði“ sem meiri eyðilegging stafaði af en kommún- ismanum. Með sigri Duda getur PiS-flokk- urinn hrundið stefnumálum sínum í framkvæmd óhindrað í það minnsta fram að næstu þingkosningum, sem fram fara eftir þrjú ár. Í ljósi mik- illar kjörsóknar er Duda sagður hafa hlotið óskorað umboð. Þrátt fyrir að kórónuveirufarald- urinn hafi bitnað hart á efnahagslífi Póllands ætlar ríkisstjórnin að halda áfram vinsælum aðgerðum í velferðarmálum sem hjálpað hafa margri fjölskyldunni að brjótast úr sárri fátækt. Sú stefna PiS að ganga alla leið og ljúka yfirhalningu réttar- farskerfisins er líkleg til að mæta mikilli andstöðu. ESB hefur gagn- rýnt áformin og margar alþjóðlegar stofnanir segja þau grafa undan lögum og reglu í Póllandi. Því er spáð að áformin verði einungis til að auka á deilur Pólverja og ESB. Talið er að PiS kunni að notfæra sér sigur Duda til að herða pólitísk tök á sveitarstjórnum og einkarekn- um fjölmiðlum. Með lögum um tak- markaða eign útlendinga á fjölmiðl- um gengu Pólverjar gegn reglum ESB og kölluðu yfir sig reiði Bandaríkjanna, en vinsælasta sjón- varpsstöð Póllands, TVN, er í bandarískri eigu. Klofningur Sigur Duda er talinn endurspegla sterkan stuðning við félagslega íhaldssemi og gjafmilt opinbert vel- ferðarkerfi. Hin hnífjöfnu úrslit þykja einnig gefa til kynna að marg- ir kvíði tilraunum ríkisins til að inn- leiða enn hleypidómafyllra lýðræði. Pólskir fjölmiðlar sáu margar brotalínur í kosningaúrslitunum. „Ungir gegn öldnum, þéttbýlið gegn dreifbýlinu,“ sagði vikublaðið Polityka í fyrirsögn. Hið íhaldssama dagblað Rzeczpospolita kallaði eftir aðgerðum til að „sætta ágreining“ og sagði stjórnmálamenn alls póli- tíska litrófsins meðvitaða um að bráð nauðsyn væri á að „líma sam- an“ tvískauta samfélag. Sumir fréttaskýrendur segja að stórbokkar í fjölmiðlum og ríkis- kerfinu hafi verið virkjaðir gegn frambjóðanda stjórnarandstöðunn- ar. Kallaði frjálslynda dagblaðið Gazeta Wyborcza það bardaga „Davíðs og Golíats“. Polityka sér þeim sem urðu undir það til framdráttar að Trzaskowski hafi „blásið nýju lífi“ í „þreytulega“ stjórnarandstöðuna. Svipaða af- stöðu tók þýska stórblaðið Süd- deutsche Zeitung, sem bætti við að Trzaskowski væri „hetja jafnvel þótt sigur skorti“. Þjóð Duda klofin í tvennt AFP Stuðningur Fylgjendur Rafals Trzaskowskis bíða eftir honum á útifundi í Varsjá, þar sem hann er borgarstjóri.  Stjórnmálaskýrendur telja að hin jöfnu úrslit eigi eftir að leiða til átaka um gildi kosninganna fyrir dómstólum  Tekist á um erlent eignarhald fjölmiðla Yngsta dóttir Nelsons og Winn- ie Madikizela- Mandela, Zindzi Mandela, lést í fyrrinótt,en hún gegndi störfum sendiherra Suður-Afríku í Danmörku á dánarstundu. Cyril Ramaphosa, forseti Suður- Afríku, tilkynnti andlát hinnar 59 ára gömlu Mandela en tiltók ekki banameinið. Lést sendiherrann á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg. Zindzi Mandela hafði verið út- nefnd sendiherra í Líberíu þegar skipunartíma hennar í Kaupmanna- höfn lyki. Hún fæddist í Soweto og ólst þar upp á sama tíma og faðir hennar sat í fangelsi, en þar fékk hann að dúsa í 27 ár fyrir andstöðu sína við aðskilnaðarstefnu stjórnar Suður-Afríku. Eins og foreldrarnir var Zindzi Mandela virkur þátttak- andi í frelsisbaráttu Afríska þjóðar- ráðsins (ANC). Zindzi Mandela FRELSISHETJA DEYR Zindzi Mandela látin Viskíið Johnnie Walker, sem á sér 200 ára sögu, verður senn selt í pappírsflöskum. Diageo, eig- andi áfengis- verksmiðjunnar, kveðst munu hefja tilraunir með Johnnie Walker á vistvænum pappírsflöskum næsta vor. Ætlunin sé með því að draga úr notkun plastefna í áfengisílátum. Skoska veigin hefur að lang- mestu leyti verið seld á glerflöskum og munu þær víkja með tíð og tíma. Pappírsflaskan verður búin til úr trjákvoðu og verður að fullu endur- nýtanleg. Drykkjarfyrirtæki eru mörg að þróa pappírsflöskur til að gera framleiðsluna sjálfbærari og þar með draga úr mengun. Carls- berg-fyrirtækið kemur senn með bjórflösku á markað. Hjá Coca-Cola eru hins vegar engin áform fyrirliggjandi um að segja skilið við plastflöskur því neytendur vilji hafa glerið áfram. Skoska Viskíið á sér 200 ára sögu á glerflöskum. VISKÍ UMHVERFISVÆNT Viskí selt í pappa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að eðlilegt ástand í kjöl- far kórónuveirufaraldursins sé ekki í augsýn. Sagði stofnunin í yfirlýsingu að allt of mörg lönd tækju rangan kúrs í stríðinu gegn faraldrinum. Því væri aðeins hægt að segja að eðli- legt ástand kæmist ekki á nándar nærri strax. „Ég vil vera algjörlega hreinskil- inn við ykkur: til hins gamla góða ástands komumst við ekki í fyrir- sjáanlegri framtíð,“ sagði fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus. Kórónuveirufaraldurinn á eftir að verða „enn skæðari“ ef tilteknar ríkisstjórnir grípa ekki til afger- andi ráðstafana til að stöðva út- breiðslu veikinnar, bætti hann við. „Við erum vitni að hættulegri fjölgun tilfella í löndum þar sem að- gerðum til að draga úr hættunni hefur ekki verið hrint í framkvæmd eða fylgt eftir þótt þær hafi sannað sig. Veiran er óvinur fólksins núm- er eitt en gjörðir margra ríkis- stjórna endurspegla það ekki,“ sagði Ghebreyesus. Alls hefur kórónuveiran kostað um 570.000 mannslíf frá því hún spratt upp í Kína í desember síðast- liðnum. agas@mbl.is AFP Ókeypis Andlitsgrímum dreift á neðanjarðarlestarstöð í Montreal. Langt í það eðlilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.