Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 ÚRVAL ÚTILJÓSA Fyrir löngu var sjávarútvegsráðherra á Íslandi sem lét ein- hvern tíma hafa eftir sér eitthvað á þann veg að það væri sögulegt slys ef þorskafli við Ís- land færi niður fyrir 250 þúsund tonn á ári. Þetta var, að mig minn- ir, áður en sérfræð- ingar fengu allsherjar- vald yfir veiðum við landið og hefur sjálfsagt verið byggt á skráðum upp- lýsingum um þorskveiðar við landið í marga áratugi þar á undan. Um svip- að leyti voru sérfræðingarnir þó farn- ir að senda frá sér svartar skýrslur um yfirvofandi stofnhrun vegna meintrar ofveiði. Ekki voru þó allar yfirlýsingar þeirra á sama veg því ég minnist þess að einn þeirra, íslenskur prófessor starfandi í Noregi, hélt því fram að ekki væri hægt að ofveiða botnlægar fisktegundir líffræðilega heldur eingöngu hagfræðilega. Nú eru liðnir þrír eða fjórir ára- tugir frá því að ofangreind staða var uppi og hafa út- gefendur svörtu skýrsln- anna um yfirvofandi stofn- hrun þorskstofnsins fengið að ráða mestöllu allan tím- ann um veiðarnar. Ef mælikvarði Matthías- ar Bjarnasonar heitins er notaður á afrek þeirra vís- indamanna sem stýrt hafa fiskveiðum Íslendinga lengi fá þeir einkunnina „sögu- legt slys“. Rétt er þó að taka fram að Matthías var ekki að dæma einn eða neinn heldur beitti hann sögulegum rökum gegn vísindamönnum sem boðuðu í svörtum skýrslum yfirvofandi stofnhrun. Varðeldavísindi af því tagi sem um ræðir hafa síðan færst stöðugt í aukana og eru nú forsenda hafta og þvingana um allt mögulegt. Töfra- mennirnir hafa sem sé fengið til sín völdin með þessari gömlu aðferð og meira að segja fengið að stýra veiðum þannig að hrun virðist vera yfirvofandi af og til svo mikilvægi þeirra gleymist ekki. Mitt mat er að Matthías Bjarnason hafi haft rétt fyrir sér og að afstaða hans hafi byggst á skynsamlegri að- ferðafræði sem felst í að draga lær- dóm af sögunni frekar en að treysta ófullburða vísindum sem eru að reyna að gera sig gildandi með stórum yfir- lýsingum. Ég get einnig bætt því við frá eigin brjósti að ég tel slysið ekki einvörðungu sagnfræðilegt heldur ekki síður vísindalegt og pólitískt. Mælikvarðinn sem Matthías Bjarnason setti var hvorki stór né flókinn og sjálfsagt gátu flestir Ís- lendingar þess tíma verið honum sammála þá. Núna vilja þó arftakar töframannanna láta okkur líta á það sem góðan árangur eða afrek að kom- ast upp fyrir viðkomandi mælikvarða af og til og eflaust hafa einhverjar fálkaorður verið verðskuldað veittar fyrir það. Þessi breyting á sjálfs- mælikvörðum vísindamanna er ekk- ert einsdæmi og frekar regla en hitt. Lífsbaráttan í ráðgjafarvændinu hef- ur harðnað verulega vegna offram- leiðslu á sérfræðingum, því nota menn stórar upphrópanir til að ná athygli og völdum en reyna síðan að slá á vænt- ingar með áróðri og sögufölsun. Þegar gagnrýni á árangursleysið er síðan studd rökum og hugmyndum um ástæður er ekkert eftir nema þegja þunnu hljóði um það en halda samt áróðrinum áfram. Margir þeirra sem gagnrýna fisk- veiðistjórnunina vilja gera Sjálf- stæðisflokkinn ábyrgan fyrir öllu sem úrskeiðis hefur farið. Er þá jafnvel horft fram hjá því að flokkurinn var hvorki í stjórn þegar kerfið var sett á koppinn 1984 né heldur þegar fram- salið var samþykkt með undarlegum tilburðum um 1990. Sjálfstæðisflokk- urinn hvarf ekki frá stefnu um aft- urhvarf til frjálsra veiða fyrr en á landsfundi sínum 1995 þegar þeir vin- irnir Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson lögðust á eitt til að vinna afla- marksismanum brautargengi. Síðan þá hefur aflamarksisminn verið alls- ráðandi á Íslandi og stanslaus áróður um ágæti hans tröllriðið þjóðinni. Þeir sem hafa skilning á yfirburð- um frelsisins gagnvart ofurskipulagi áætlunarbúskapar, hvort heldur sem hann þjónar fjármagninu eða sam- félagsgerðum af ýmsu tagi, vita hvers lags drómi leggst yfir þjóðir ef frels- inu er úthlutað með skömmtunar- miðum. Ég er einn þeirra sjálfstæðis- manna sem telja löngu tímabært að flokkurinn endurnýi heit sín við frels- isgyðjuna og tel vel við hæfi að 90 ára afmælið verði notað til þess. Ég verð þó að viðurkenna að þróun siðferðis hjá stórfyrirtækjum virðist hafa farið út fyrir öll mörk í sumum tilfellum og geri mér því grein fyrir að setja verð- ur þeim skýr mörk svo þau misnoti ekki frelsið til glæpsamlegra athafna. Það er þó engin ástæða til að láta ótt- ann við óreiðu tilverunnar og lífríkis- ins valda því að við höfnum ódýrri þjónustu frelsisins á sem flestum svið- um. Festa og stöðugleiki eru fyrir- bæri sem hvorki lífríkið né tilveran munu ábyrgjast til lengdar eins og mörg dæmi sögunnar fyrr og síðar sanna. Lifið heil. Sínum augum lítur hver á silfrið Eftir Sveinbjörn Jónsson »Ég get einnig bætt því við frá eigin brjósti að ég tel slysið ekki einvörð- ungu sagnfræðilegt held- ur ekki síður vísindalegt og pólitískt. Sveinbjörn Jónsson Höfundur er sjómaður og ellilífeyrisþegi. svennij123@gmail.com Um 45 manns eru nú í sóttkví í Sótt- varnahúsinu á Rauð- arárstíg. Húsið er nær fullt að sögn umsjón- armanns þess. Fólkið í sóttkvínni er allt um- sækjendur um al- þjóðlega vernd. Ekki er hægt að ásaka þessa umsækjendur. Þau eru að gera sitt besta til að komast til lands sem sér þeim fyrir bærilegum lífskjörum, frábærum á þeirra mælikvarða. Nei, hér er einvörðungu við dómsmála- ráðuneytið að sakast. Stjórnlaus ólöglegur innflutningur fólks hefur verið staðreynd frá árinu 2016. Ár- leg bein og óbein útgjöld vegna svo- nefndra hælisleitenda nema líklega 10 milljörðum króna og fara vax- andi. Hvaða stjórnmálaflokkur hef- ur farið með málefni innflytjenda frá árinu 2016? Af óstjórninni að dæma skyldi maður ætla að það væri Samfylking. En Sigríður And- ersen náði ekki einu sinni árangri þrátt fyrir góð áform. Séð var til þess og henni síðan rutt úr embætti. Enda flýgur fiskisagan eins og dæmin sanna og vitað var. Útlend- ingar kunna nefnilega, merkilegt nokk, að afla sér upplýsinga á net- inu. Dómsmálaráðuneytið var ræki- lega varað við að stefna myndi í stórslys varðandi opnun landamæra ef ekki yrðu gerðar svipaðar ráð- stafanir hér og í öðrum löndum Evr- ópu. Eins og ræðismaður Íslands í Makedóníu benti á á sínum tíma eru þeir sem misnota sér bága stöðu flóttafólks vel upplýstir um tækifær- in. Umfram allt var varað við afleið- ingunum ef Ísland gripi ekki til sömu varúðarráðstafana og aðrir á tímum farsóttar. Hættan yrði marg- föld ef hingað flykktist fólk frá lönd- um þar sem lítið er vitað um út- breiðslu farsóttarinnar. Við bókun flugferða yrði að fylla út svonefndar APIS- [vegabréfs]upplýsingar. Endurupptaka landamæraeftirlits er aðildarríkjum EES heimil undir sérstökum kringumstæðum. Eftir- litsstofnun EFTA getur gefið álit um nauðsyn ráðstafana og meðalhóf hennar, en getur ekki beitt neit- unarvaldi gegn slíkri ákvörðun þeg- ar hún er tekin af aðildarríki. Ekki þarf lagabreytingu vegna þessa. Ferðamenn verða að geta sýnt auð- kenni innan Schengen-svæðisins og haft ferðaskilríki með sér (t.d. per- sónuskilríki eða vega- bréf/vegabréfsáritun). Ökuskírteini, banka- og kreditkort eða svipuð skjöl eru ekki viður- kennd sem gild ferða- skilríki eða sönnunar- gögn. Öll flugfélög geta látið farþega skrá upp- lýsingar um persónu- skilríki eða vegabréf við kaup á farmiðum eða í síðasta lagi við innritun. Enda gera þau það ef krafist er, t.d. þegar ferðast er til Finnlands, Bretlands, Kanada og Bandaríkjanna. Sama ætti við ef Ísland krefðist vegabréfs og vegabréfsáritunar þar sem við á. Til hvers að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ég tel að að ég sé í góðu sam- bandi við fjölda sjálfstæðisfólks, lík- lega langtum fleiri en margir for- ystumenn flokksins. Sum forgangs- verkefnin eru ekki ofarlega í huga okkar sjálfstæðismanna. Áfengis- verslun er ekkert forgangsmál þótt þar megi auðvitað gera umbætur. En verðlag á léttu víni er hér með því besta sem ég sé í Evrópu. Ef efni eru t.d. til að auka útgjöld eru málefni aldraðra í gersamlega óvið- unandi horfi. Íhaldsflokkur Danmerkur breytt- ist frá því að vera stór flokkur í smáflokk á skömmum tíma. Við sjálfstæðismenn og -konur erum ekki að kjósa okkar flokk til að þóknast Loga, Helgu Völu og Rósu Björk. Þeir sem vilja alíslenska stefnu í andstöðu við önnur Evr- ópuríki og m.a.s. í andstöðu við jafn- aðarmenn í Evrópu kjósa Samfylk- ingu. Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki ganga að meginhluta flokks- manna sem vísum. Dómsmála- ráðherrann veit hvernig lands- fundur greiddi atkvæði um hugðar- efni hennar á síðasta fundi. Taki flokkurinn sér ekki tak tökum við hatt okkar og staf ef við neyðumst til þess. Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson »Dómsmálaráðherra veit hvernig lands- fundur greiddi atkvæði um hugðarefni hennar. Taki flokkurinn sér ekki tak tökum við tilneydd hatt okkar og staf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Landamæraeftirlit og sóttvarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.