Morgunblaðið - 14.07.2020, Side 24

Morgunblaðið - 14.07.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Útivistarskór SMÁRALIND www.skornir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 24.995 Stærðir 36-47 Netverslun www.skornir.is Le Florians High 60 ára Michael er fæddur í Cincinnati í Ohio, BNA en ólst upp að mestu leyti í Indi- anaríki og flutti til Ís- lands 1997. Hann er með doktorspróf í töl- fræði frá Háskólanum í Chicago og er tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Maki: April McKnight Frigge, f. 1960, vinnur í eldhúsinu í Seljahlíð. Börn: James, f. 1987, David, f. 1989, Paul, f. 1991, Sarah, f. 1993, Helen, f. 1998, og Teresa, f. 2003. Michael og April eignuðust sitt fyrsta barnabarn fyrir þremur dögum, sem er sonur James. Foreldrar: Frederic Frigge, d. 1993, og Alice Johnson. Hún er búsett í Flórída. Michael Lewis Frigge Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þín- ar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við þetta. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er rétti tíminn til þess að finna sér nýtt áhugamál, helst eitthvað sem ekki er háð tímatöflu, fyrirlestrum eða sérstökum klæðnaði. Leyfðu þeim að sanna sig fyrir þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Í vinnunni og annars staðar hef- urðu ekki vald yfir öðrum fyrr en þú hefur unnið fyrir því. Ný ástarsambönd liggja í loftinu og þau lofa góðu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samstarfsmenn þínir hafa sínar meiningar um það hvernig þú átt að fram- kvæma hlutina. En þú þarft líka á einveru að halda til þess að skipuleggja sjálfan þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú væri alveg kjörið að sinna litlum viðgerðum á heimilinu. Gefðu þér því tíma til að kryfja málin til mergjar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þig langar til þess að skipuleggja alla hluti svo vel en ýmis utanaðkomandi áhrif trufla þig. Taktu því við stjórnartaum- unum er færi gefst og stýrðu málum í höfn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sýndu sérstaka þolinmæði í sam- skiptum þínum við börn og unglinga í dag. Reyndu að draga aðeins úr henni í atvinnu- viðtölum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það ekki á þig fá, þótt þér finnist enginn veita framlagi þínu at- hygli. Einhver ágreiningur gæti komið upp varðandi heimilisþrifin og þá er að komast að samkomulagi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Betur sjá augu en auga svo vertu bara þakklátur þegar samstarfsmenn þínir vilja rétta þér hjálparhönd. Njóttu þess að sinna skapandi verkefnum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Alvarleikinn á sinn stað og sína stund – en ekki núna. Ef þú finnur fyrir minnimáttarkennd ýttu heni þá frá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. Erfiðleikar eru alls staðar og þeir eru til þess að sigrast á þeim. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert uppfinningasamur og ert með þroskaða hugmynd sem er tilbúin fyrir heiminn. Nálgastu þinn innri kraft. Magnússonar skólastjóra frá Tungu- nesi lauk ég 1. og 2. bekk í gaggó og síðan landsprófi.“ Síðan var haldið í Menntaskólann í Reykjavík og lauk Ásgeir þar stúdentsprófi í stærð- fræðideild 1966. Hann hafnaði náms- vist í byggingalist (arkítektúr) við Listaháskólann í Helsinki og skráði sig síðan í staðinn í læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan emb- ættisprófi (Cand.med. et chir.) 1973. „Eftir kandidatsárið og héraðs- skylduna á Seyðisfirði 1975 fórum við Björg með tvo syni til Bandaríkj- anna, nánar tiltekið til Cleveland í Ohio til sérnáms.“ Ásgeir lauk þar sérfræðinámi í lyflækningum og síð- ar meltingarlækningum, með áherslu á sérhæfðar speglanarann- sóknir og meðferð krabbameina í meltingarvegi. Til Íslands var snúið með eiginkonu og þrjú börn árið 1981. „Þá gerðist það ótrúlega, að flutn- ingaskipið Berglind, með allar eigur okkar frá Ameríku, lenti í árekstri við skipið Charm, í mikilli þoku við strendur Kanada. Berglind sökk og allt sem við áttum glataðist. Þetta var erfitt en við hjónin, ung og bar- áttuglöð, vorum samhent um að láta þetta ekki buga okkur og ákváðum fornt sveitalíf, skyldur og störf, bergmál og stöðugan árnið mótaði líf mitt enn frekar og var gott mótvægi og tilbreyting fyrir ungan dreng við bæjarlífið í Reykjavík. Eftir tímakennslu hjá Kristínu á Bárugötunni fór ég í Melaskólann, lauk þar námi og skráði mig í Gaggó Vest, sem þá var til húsa í Jóns Loftssonar-húsinu við Hringbraut. Undir harðri stjórn og aga Óskars Á sgeir Theodórs er fædd- ur 14. júlí 1945 í Reykjavík, nánar til- tekið í húsi í Vestur- bænum við Vestur- vallagötu sem heitir Lindarbrekka. „Afi minn, Jón Magnússon, og amma mín, Ingibjörg Ísaksdóttir, byggðu þetta stórfallega og merkilega hús á sínum tíma, sennilega í byrjun árs 1905. Afi og amma voru stórbrotið fólk og miklir höfðingjar. Fisk- verkun hans og vinar hans, Ingi- mundar, veitti mörgum vinnu við Litla-Dverg í Selsvörinni, en síðar í Stóra Dverg þar sem síðar kom Bæj- arútgerð Reykjavíkur við Granda- veg. Afi Jón lánaði pakkhúsið bak við Lindarbrekku og þar var haldinn fyrsti stofnfundur stéttarfélags verkafólks, Dagsbrúnar. Áhugavert, þar sem hann var athafnamaður og „atvinnurekandi“ mikill á þessum tíma.“ Æskuslóðir voru Vesturbærinn í Reykjavík. Útileikir og prakkara- strik voru áberandi. Nálægðin við leikvöllinn, KR íþróttafélagið, Fram- nes-knattspyrnuvöllinn og Þórólf Beck, tímakennsluna hjá Kristínu og Selsvörina. Allir þessir þættir mót- uðu mína æsku í leik, íþróttum, námi og þekkingu á náttúrunni og því afli sem sjórinn í Selsvörinni gaf. Á þess- um slóðum eignaðist ég mína æsku- og trygga vini sem hafa verið snar þáttur í lífi mínu allar götur síðar. Þar kom að því að ég skyldi send- ur í sveit. Foreldrar mínir gerðu góða tilraun á Suðurlandi, en það gekk ekki upp fyrir mig, þrátt fyrir að leitað væri á slóðir forfeðra minna í Landeyjum. Það varð úr að ég var sendur með vinnukonu okkar í Lindarbrekku norður í Húnavatns- sýslu, nánar tiltekið að Eldjárns- stöðum í Blöndudal. Eldjárnsstaðir var innsti bærinn í byggð í Blöndu- dal, og bjuggu foreldrar vinnukonu okkar þar með níu systkinum hennar. Þarna dvaldi ég í torfbæ í sex sumur við vægast sagt fornar að- stæður, en góða vist og sótti fast að komast í sveitina strax á vorin og koma heim í Vesturbæinn í Reykja- vík eins seint á haustin og mögulegt var. Dvöl mín þarna við Blöndu, við að halda ótrauð áfram að byggja okkur og börnum okkar bólstað á Íslandi.“ Ásgeir lauk síðar meistara- námi í lýðheilsu og stjórnun heil- brigðisþjónustu árið 2010 við Lýð- heilsudeild Háskólans í Reykjavík. Starfsferillinn „Það var mikið lán þegar mér bauðst staða við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þar fékk ég tækifæri til að byggja upp deild sem var sérhæfð meltingarsjúkdómadeild í nær þrjá áratugi. Þarna var deild sem var með mestu sérhæfinguna í meltingar- lækningum og stærst slíkra deilda hér á landi.“ Ásgeir var yfirlæknir og stýrði deildinni. Hann varð jafn- framt yfirlæknir St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þar til honum var lokað 2011. Hann var síðan umsjónar- læknir og annaðist sérhæfðar spegl- anir við speglunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og síðar Landspítala til 2018. Ásgeir hefur ritað fjölda greina í læknatímarit með áherslu á krabba- mein í meltingarvegi, haldið fjölda fyrirlestra um krabbamein í ristli og endaþarmi og skimun eftir þeim æxl- um. Hann hefur verið virkur að birta greinar í dagblöð með hvatningu um að hefja skimun eftir þessu algenga krabbameini. Ásgeir hefur verið formaður fé- lags sérfræðinga í meltingar- sjúkdómum nokkrum sinum. Hann hefur verið brautryðjandi í nýjung- um á sviði meltingarsjúkdóma og hefur hlotið viðurkenningar erlendis fyrir störf sín. Hann er heiðursfélagi CCU samtakanna á Íslandi og á síð- asta ári fékk hann viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag í barátt- unni gegn krabbameini og var gerð- ur að heiðursfélaga Krabbameins- félags höfuðborgarsvæðisins í mars á síðasta ári. Helstu áhugamál Ásgeirs eru byggingalist, tónlist, sagnfræði, golf, líkamsrækt og vinnan við sumarhús sitt í Reykjaskógi. Fjölskylda Eiginkona Ásgeirs er Björg Krist- jánsdóttir, f. 9.8. 1946, kennari og náms- og starfsráðgjafi við MH. Þau Ásgeir Theodórs læknir, M.Sc. – 75 ára Stórfjölskyldan Í tilefni sjötugsafmælis Ásgeirs og Bjargar á Cape Cod 2016. Leiðandi í meltingarsjúkdómum Hjónin Golfdagur í Los Angeles. 50 ára Vala er Akur- eyringur en býr í Reykjavík. Hún er rekstrarstjóri hjá Hannesarholti. Börn: Kristinn Logi Sigmarsson, f. 1991, og Magnea Sól Sig- marsdóttir, f. 1998, eitt barnabarn er á leiðinni, barn Kristins Loga. Systkini: Álfheiður Pála, tvíburasystir Völu, og Heiðar Þeyr, Finnur Reyr, Eva Dögg, Heiða Margrét og Díana Henríetta Fjölnisbörn. Foreldrar: Lára Hafsteinsdóttir, f. 1950, húsmóðir, og Magnús Gunnar Kristins- son, f. 1948, d. 1978, vélstjóri og búfræð- ingur. Stjúpfaðir er Fjölnir Sigurjónsson, f. 1949, bifvélavirki. Lára og Fjölnir eru bú- sett á Akureyri. Arnheiður Vala Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Hrannar Víðir Atlason fæddist 16. ágúst 2019 kl. 15.10. Hann vó 3960 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Sigríður Hermundsdóttir og Atli Heimir Arnarson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.