Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020 Á tímum samkomubanns reyndu stóru alþjóðlegu uppboðshúsin, Sotheby’s og Christie’s, fyrir sér í liðinni viku með ólíkum vefupp- boðum. Christie’s með sýnu metn- aðarfyllra og um leið flóknara fyrirkomulagi, þar sem fjórir upp- boðshaldarar í jafn mörgum lönd- um skiptust á um að bjóða upp mód- ernísk verk og samtímamyndlist á fjögurra klukkustunda löngu upp- boði. Um 20 þúsund manns munu hafa fylgst með því á netinu. Þrátt fyrir vissa tæknilega van- kanta og að áhorfendur hefðu ekki alltaf verið með á nótunum hver væri að bjóða upp hvaða verk segir í umfjöllun The Art Newspaper að ljóst sé að hægt sé að stunda við- skipti með verðmæta myndlist með þessum hætti. 80 verk voru boðin upp hjá Christie’s fyrir um 420 milljónir dala með gjöldum, sem var um 30 milljónum meira en áætl- uð lágmarksupphæð verkanna sam- anlagt. Þá skiptist salan með at- hyglisverðum hætti milli heims- hluta: 37% verkanna voru seld til Bandaríkjanna, 38% til Evrópu, Mið-Austurlanda, Rússlands og Ind- lands og 26% til Asíu. Hæsta verðið var greitt fyrir „Nude with Joyous Painting“ eftir Roy Lichtenstein. Málverkið var metið á um 30 milljónir dala en var að lokum slegið hæstbjóðanda fyrir um 46 milljóir dala, með gjöldum, tæplega 6,5 milljarða kr. Næsthæsta og sama verðið fékkst fyrir „Onement V“ eftir Bar- nett Newman og „Complements“ eftir Brice Marden, 81 árs gamlan bandarískan abstraktmálara, en bæði verk voru seld fyrir 30,9 millj- ónir dala, um 3,4 milljarða króna. Er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Marden. Þá var selt verk eftir Pablo Picasso, „Les femmes d’Alger“, fyrir rúm- lega 29 milljónir dala. Athygli vakti að hátt verð fékkst fyrir eina frægustu ljósmynd Rich- ards Avedons, sem mörg prent eru til af; myndin „Dovima with Ele- phants, Evening Dress by Dior, Cirque d’Hiver, Paris“ frá 1955 var seld fyrir 1,8 milljónir dala með gjöldum, um 253 milljónir kr. AFP Verðmætt Vörður hjá Christie’s gengur hjá verkinu Onement V eftir Bar- nett Newman. Það var selt hæstbjóðanda fyrir rúmar 30 milljónir dala. Dýr verk á flóknu streymisuppboði  Verk eftir Roy Lichtenstein dýrast Abstrakt Complements eftir Brice Marden kostaði 3,4 milljarða króna. Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnar- fjarðar verður haldin í fjórða sinn nú í vikunni og hverfist um tónleika næstu fjögur kvöld í Bæjarbíói og viðburði við Strandgötuna. Páll Eyjólfsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir þær skorður sem settar eru á samkomur vissulega hafa haft áhrif á skipulagningu há- tíðarinnar þar sem að hámarki 500 manns geti sótt viðburðina. „Úti- svæðið er minna en áður og er nú á Mathiesen-torginu hér bak við Bæjarbíó. Þar verður opið frá klukk- an 16 og fólk getur mætt þangað og notið ánægjulegrar samveru. Boðið verður upp á lifandi tónlist frá klukkan 18, flutning trúbadora víðs- vegar að sem við munum kynna áð- ur, og svo munum við varpa þangað tónleikunum sem fara fram inni í bíóinu, í mega-góðum hljómgæðum. Tónleikarnir inni hefjast allir klukk- an 20 og svo verður allt búið klukkan 23, eins og vera ber. Þetta er bæjarhátíð og Hafnar- fjarðarbær er með okkur í þessu af fullum krafti. Þótt við þurfum aðeins að breyta til í ár hvað varðar úti- svæðið og fjöldatakmarkanir ákváðum við samt að halda hátíð- ina.“ Og Páll segir að það hafi aldrei verið nein spurning eftir að ljóst var að fleiri en eitt hundrað manns gátu komið saman. Þá tekur Bæjarbíó innan við þrjú hundruð gesti svo þar er engin fyrirstaða. Vinsælir listamenn í Bæjarbíói Páll segir að á tónleikunum næstu fjögur kvöld sé boðið upp á „stór- skotaliðið“. Mannakorn ríða á vaðið í kvöld. Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og Ellen Kristjáns- dóttir munu ásamt hljómsveit leika lög sem hafa undanfarna áratugi sest að í þjóðarsálinni, á borð við „Garún“, „Reyndu aftur“, „Einhvers staðar einhvern tímann aftur“, „Braggablús“, „Gamli góði vinur“ og „Ó þú?“ Annað kvöld er komið að hljóm- sveitinni Stjórninni með Siggu Bein- teins og Grétar Örvars í framlínunni. Þau komu fram í Bæjarbíói í fyrra og segir Páll þá hafa verið gríðarlegt stuð og eins verði eflaust nú. Á fimmtudagskvöld kemur að tón- leikum Hafnfirðingsins Björgvins Halldórssonar. Í tilkynningu um þá segir: „Það er hreinlega óhugsandi að njóta ekki krafta og hæfileika Björgvins okkar í hans heimabæ! Hann hefur verið órjúfanlegur hluti af hátíðinni frá upphafi og er eini listamaðurinn sem hefur staðið á sviði Bæjarbíós öll árin. Björgvin kemur fram á hátíðinni í fjórða skipti ásamt hljómsveit en hana skipa auk Björgvins Jóhann Hjör- leifsson á trommur, Jón Elvar Haf- steinsson á gítar, Þórir Úlfarsson á hljómborð og Friðrik Sturluson á bassa. Á lokakvöldi hátíðarinnar, föstu- dagskvöld, stígur svo Nýdönsk á svið. Hljómsveitin hefur oft fyllt Bæjarbíó á tónleikum og verður ef- laust eins að þessu sinni. Hljóm- sveitina skipa sem fyrr Björn Jör- undur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson og þeim til aðstoðar er Ingi Skúlason bassaleikari. Hjarta sett upp í miðbænum „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið alla þessa fínu tónlistar- menn með okkur í ár,“ segir Páll. Hann segir að í dag verði „vígt“ hjarta sem sett er upp við bókasafn- ið í miðbænum, raunverulegt „Hjarta Hafnarfjarðar“. Fólk getur sest í það og látið mynda sig. „Það er skemmtilegt og hjartað mun standa, enda tengir bæjarfélagið það við hjarta Hafnar- fjarðar sem er þessi fallegi og skemmtilegi miðbær.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hafnfirðingur Björgvin Halldórsson kemur fram ásamt hljómsveit í Bæjar- bíói á fimmtudagskvöldið kemur. Hann kemur alltaf fram á hátíðinni. Boðið upp á „stór- skotalið“ í Bæjarbíói  Hátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefst í fjórða sinn í dag Á stuttum tíma seldist upp á þá þrennu tónleika sem Björk Guð- mundsdóttir tilkynnti að hún myndi halda í Eldborgarsal Hörpu í ágúst- mánuði. Sérstök efnisskrá verður á hverjum tónleikum þar sem ólíkir hópar íslenskra tónlistarmanna koma fram með Björk. Nú hefur verið tilkynnt að einum tónleikum verði bætt við, í Eldborg laugardaginn 29. ágúst klukkan 17. Með Björk kemur þar fram 15 manna strengjasveit úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands og á efnisskránni verða meðal annars lög af plöt- unum Homogenic og Vulnicura. Miðasala á þessa aukatónleika hefst á hádegi á föstudaginn kemur. Hluti af andvirði seldra miða á alla tónleikana rennur til styrktar Kvennaathvarfinu. Þeir sem ekki ná í miða á tón- leikana geta keypt aðgang að beinu streymi frá hverjum tónleikum fyr- ir sig. Bætt við aukatónleikum með Björk Ljósmynd/Santiago Felipe Tónlistarkonan Það seldist hratt upp á fyrstu þrenna tónleika Bjarkar í sumar. Bandaríska leik- konan Kelly Preston er látin, 57 ára að aldri. Banamein henn- ar var brjósta- krabbamein. Preston fór með viðamikil hlutverk í nokkr- um kvikmyndum. Þar má nefna Space Camp (1986), Twins (1988) þar sem hún lék á móti Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito og þá sló hún í gegn í hlutverki sínu í kvikmyndinni Jerry Maguire (1996), þar sem hún lék unnustu persónunnar sem Tom Cruise lék. Eiginmaður Preston, leikarinn John Travolta, greindi frá láti hennar á samfélagsmiðlum og sagði hana hafa barist hetjulega undanfarin tvö ár við krabbann. Þau hjónin léku fyrir tveimur árum saman í kvikmyndinni Gotti. Þau kynntust árið 1988, þegar þau léku saman í The Experts. Þau eign- uðust þrjú börn en annar sonur þeirra lést árið 2009 eftir flogakast. Leikkonan Kelly Preston látin Kelly Preston

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.