Morgunblaðið - 14.07.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu
að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa
og bilanagreina bílinn þinn
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151tímapantanir
Menn hafa oft tek-
ið eftir því að erfitt
getur verið að lesa í
orð Páls postula og
hafa menn reiknað
með að mörg bréfa
sem eignuð eru hon-
um séu fölsuð (pseu-
dografia). Það má vel
vera, en rétt er að
taka eftir því að Páll
bókstaflega segir, í
upphafi þriðja kafla Korinþubréfs,
að hann notist við það sem Terry
Pratchett heitinn kallaði lygar fyr-
ir börn, „A Lies-to-children“, í
bók sinni The Science of Disc-
world.
Páll segir nefnilega í þýðingu
Biblíu 21. aldarinnar: „Ég gat
ekki, bræður, talað við ykkur eins
og andlega menn, heldur sem
menn sem sjá ekki nema sjálfa
sig, eins og við ómálga börn í
Kristi. Ég gaf ykkur mjólk að
drekka, ekki fasta fæðu, því að
enn þolduð þið það ekki. Og þolið
það jafnvel ekki enn, því þið lifið í
sjálfshyggju.“ (1. Kór. 3:1-4.)
Ekki ber, að mínu mati, að
skilja þetta öðruvísi en svo að hér
segi Páll að hann hafi mögulega
einfaldað mál sitt til að breiða út
boðskapinn. Góð samlíking er þeg-
ar stjórnmálaflokkar fara með
bæklinga til framhaldsskóla barna
þar sem þeim er meðal annars lof-
að lægra vöruverði í búðum í
gegnum stefnu flokksins eða
lækkun áfengiskaupaldurs.
Svo víkur Páll máli sínu að því
að hann hafi heyrt að maður í
hreyfingunni haldi við konu föður
síns. Hann vill að þeim manni
verði sparkað hið snarasta en seg-
ir samtímis að hann sé ekki að
banna umgengni við
saurlífisseggi … bara
að hann vilji ekki sjá
þá í söfnuði sínum.
Svo skammast hann
yfir því að menn fari
með deilur fyrir dóm-
stól heiðingjanna þeg-
ar þeir ættu að geta
dæmt um öll innan-
safnaðarmál innan
safnaðarins. Hann tal-
ar einnig um að fólk
ætti helst ekki að gift-
ast, en ef girndin sé of sterk sé
betra að giftast en lifa saurlífi.
Meginkjarninn er þó nærri lok-
um bréfsins. Þar skrifar Páll að
dauðir muni rísa og því missi
menn ekki af ríki Guðs þótt þeir
deyi áður en það kemur. Þeir, sem
ekki hefur tekist að deyja fyrir
heimsslitin, þurfa þó ekki að ör-
vænta því að: „Sjá, ég segi ykkur
leyndardóm: Við munum ekki öll
deyja en öll munum við umbreyt-
ast, í einni svipan, á einu auga-
bragði, við hinn síðasta lúður. Því
lúðurinn mun gjalla og þá munu
dauðir upp rísa óforgengilegir og
við munum umbreytast.“ (1. Kór.
15:51-52.)
Nú hefur flesta sem hafa lesið
bréfið eflaust verið farið að gruna
að söfnuðurinn í Kórinþu hafi ekki
verið samansettur af snjöllustu
einstaklingum þeirrar fornu borg-
ar. Það er ekki laust við að maður
geti séð fyrir sér pirringinn í and-
liti Páls þegar hann skrifar text-
ann. Hins vegar vildi ég staldra
við þennan leyndardóm sem hann
sagði frá. Nú í dag er okkur öllum
kunnugt um hugmyndina um hinn
almáttuga og alsjáandi Guð, hvort
sem við trúum á hann eða ekki.
Okkur er það því alltaf sjálfgefið
að Guð geri hlutina ekki með hálf-
káki. Er því skemmtileg hugsun
að pæla í því hvort lúðurinn sem
Páll talaði um muni spila stef og
ef svo … hvaða stef er nægilega
fullkomið til að þóknast hinum
fullkomna Guði? Verður stefið
langt eða stutt? Verður lúðurinn
einn fullkominn lúður eða full-
komlega óendanlegir lúðrar?
Þeirri spurningu svaraði Páll því
miður aldrei, ekki einu sinni í síð-
ara Kórinþubréfinu.
Nú hafa glöggir menn ef til vill
athugað að skipulag þetta sem
Páll leggur til hérna samræmist
engan veginn þjóðkirkjumódelinu
sem við búum við á Íslandi. Þvert
á móti er það frekar við hæfi
trúarsafnaðar sem ég ætla ekki að
nefna hér, en þeir sem þekkja til
geta auðveldlega ímyndað sér
hvaða söfnuður er apókalyptískur,
andfélagslegur og vill útkljá deilur
meðal safnaðarmeðlima með dóm-
stóli hinna heilögu (frekar en dóm-
stóli heiðingjanna). Menn þurfa þó
ekki að örvænta né halda að þeir
séu ekki sannkristnir nema þeir
fylgi þessum reglum sem Páll út-
listaði í Kórinþubréfinu. Páll
kemst nærri því svo að orði að
bréfið sé stílað á hóp hálfvita og
inniheldur því einfölduð slagorð
frekar en raunverulega trú hans
og skoðanir, þ.e.a.s. mjólk en ekki
fasta fæðu, því börnin myndu æla
fæðunni ómeltri.
Á Íslandi þekktist það að full-
orðið fólk tuggði matinn ofan í
börnin. Ef barnið grenjaði óhóf-
lega þótti við hæfi að gefa því
dúsu með tuggðum mat til að róa
það. Vestanhafs mótmælir fólk
andlitsgrímum og telur geisandi
veirufaraldur vera refsingu Guðs.
Hérlendis (og erlendis) eru jafnvel
menn sem telja faraldurinn sam-
særiskenningu. Ég vildi að einhver
fullorðinn gæti tuggið ofan í þá
dúsu í stað þess að reyna að fóðra
þá með tormeltri fullorðins-
fæðunni. Henni er bara ælt upp
aftur ómeltri og gerir ekkert
gagn.
Nokkrar athugasemdir
um Kórinþubréfið
Eftir Arngrím
Stefánsson
Arngrímur Stefánsson
»Nokkrar athuga-
semdir um fyrra
Kórinþubréfið og skila-
boð þess í dag.
Höfundur er guðfræðingur.
Enn einu sinni hef-
ur komist í fréttirnar
ósvífin krafa borgar-
stjóra um að rífa
strax niður allt hús-
næði flugfélagsins
Ernis í Vatnsmýri,
sem hann vill flæma
af höfuðborgarsvæð-
inu. Fyrr hefði Sig-
urður Ingi Jóhanns-
son samgönguráð-
herra átt að svara
afdráttarlaust spurningunni um
hvort núverandi ríkisstjórn mæli
með því að Dagur B. geti að eigin
geðþótta skammtað sjálfum sér
fullt og ótakmarkað lögregluvald
til að reka öll flugfélögin og Land-
helgisgæsluna frá höfuðborgar-
svæðinu eða út fyrir landsteinana.
Vorið 2012 varð þáverandi inn-
anríkisráðherra, Ögmundur Jón-
asson, hinn versti og setti strax
hnefann í borðið þegar Dagur B.
sat uppi með skömmina eftir að
hafa tekið húsnæði flugfélags Ís-
lands ófrjálsri hendi til að kaupa
allt flugvallarsvæðið í Vatnsmýri í
andstöðu við 73%
Reykvíkinga, sem
telja núverandi flug-
völl mikilvægan fyrir
sjúkraflugið og innan-
landsflugið. Á fundi
með skoðanabræðrum
borgarstjóra var til-
kynnt 30. apríl sl. að
flugskýli Ernis yrði
rifið bótalaust vegna
nýs skipulags og lagn-
ingar nýs vegar í
gegnum svæðið, sem
Dagur B. vill taka í
leyfisleysi undir
borgarlínuna og flugvallarlestina
milli Keflavíkur og Reykjavíkur.
Framkoma borgarstjóra gagn-
vart stofnendum Ernis, sem aldrei
voru látnir vita af breyttum áform-
um vegna deiliskipulags í Vatns-
mýri, er til háborinnar skammar
og mun stíga honum til höfuðs.
Tímabært er að samgönguráð-
herra svari afdráttarlaust spurn-
ingunni um hvort allir lands-
byggðarþingmenn sem setja traust
sitt á innanlandsflugið skuli standa
saman sem ein heild og flytja á Al-
þingi þingsályktunartillögu um að
flugvöllurinn í Vatnsmýri verði
héðan af á forræði íslenska ríkis-
ins en ekki Reykjavíkurborgar,
sem misnotar stöðu sína, eftir að
árás borgarstjóra á flugfélagið
Erni komst í fréttirnar.
Ég spyr: Hverjum þykir það
verjandi að Alþingi og sitjandi
ríkisstjórn horfi aðgerðalaus á
þegar borgarstjórnarmeirihlutinn
lýsir fyrirlitningu sinni á sjúkra-
fluginu og sendir um leið frá sér
ósannar fullyrðingar um að flug-
völlurinn í Vatnsmýri sé einkamál
borgarstjóra og komi flugmönnum
Mýflugs á Akureyri og lands-
byggðinni ekki við?
Vegna hliðarvinds á norður-,
suður- og austur-vestur-flugbraut-
unum fyrstu vikuna í janúar 2016
neyddust þessir ágætu flugmenn
til að lenda með fárveikan mann á
neyðarbrautinni þegar Dagur B.
hótaði þeim lögsókn fyrir að neita
að lenda í 50 km fjarlægð frá
sjúkrahúsum höfuðborgarinnar.
Þessi krafa, sem borgarstjóri tefl-
ir fram undir pólitísku yfirskini,
um að bílstjórar sjúkrabifreiða
skuli hvort sem þeim líkar betur
eða verr leika sér með fleiri
mannslíf og flytja fárveikan mann
á meira en 240 km hraða frá
Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur
í 120 metra veðurhæð á sekúndu
um Reykjanesbrautina, snýst að-
eins um að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn megi óáreittur stefna ör-
yggi sjúkraflugsins í óþarfa hættu
þegar mínútur geta skilið milli lífs
og dauða.
Í árslok 2018 hófst uppbygging
á nýju þjóðarsjúkrahúsi Landspít-
alans þegar nauðsyn staðsetningar
innanlandsflugvallar í Vatnsmýri
var fest í sessi, sem Dagur B þoldi
illa. Þessu svöruðu skoðanabræður
borgarstjóra með hroka og útúr-
snúningi þegar starfandi læknar í
Reykjavík lýstu áhyggjum sínum
af því að öryggi íbúanna og ferða-
fólks á landsbyggðinni yrði strax
fórnað fyrir borgarlínuna og járn-
brautarbullið sem íslenskir skatt-
greiðendur geta aldrei fjármagnað
án þess að kröfuhafarnir bjóði
heimilin þeirra upp.
Hér skiptir það borgarstjóra
engu máli þó að söluverð fasteigna
um allt land standi aldrei undir
heildarkostnaðinum við þessi sam-
göngumannvirki, sem geta sam-
anlagt kostað meira en 700 millj-
arða króna fari allar kostnaðar-
áætlanir úr böndunum með ófyrir-
séðum afleiðingum fyrir íslenska
skattgreiðendur.
Fyrirætlanir Reykjavíkurborgar
um þvingandi aðgerðir gegn flug-
félaginu Erni, sem hóf starfsemi
sína á Ísafjarðarflugvelli árið 1970
og hafði í aldarfjórðung sinnt far-
þega-, póst- og sjúkraflugi á norð-
vestursvæðinu með góðum ár-
angri, eru til háborinnar skammar
og dæma sig sjálfar. Þessi fram-
koma gagnvart stofnendum Ernis,
sem er svívirðileg, segir ekkert að
borgarstjóri muni þótt síðar verði
standa uppi sem sigurvegari.
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Framkoma borgar-
stjóra gagnvart
stofnendum Ernis, sem
aldrei voru látnir vita af
breyttum áformum
vegna deiliskipulags í
Vatnsmýri, er til hábor-
innar skammar og mun
stíga honum til höfuðs.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Árás borgarstjóra á flugfélagið Erni
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is
Atvinna