Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
María Jóna Magnúsdóttir,framkvæmdastjóri Bíl-
greinasambandsins, fjallaði í grein
í Morgunblaðinu í gær um árásir
skipulagsyfirvalda í Reykjavík,
eins og hún orðaði þær aðfarir
réttilega, á bíleigendur. Hún benti
á að skrif formanns skipulags- og
samgönguráðs í þetta blað fyrir
skömmu hefðu ver-
ið af þessu tagi og
allt verið fundið
einkabílnum til for-
áttu.
María Jóna spyrhvort það
ætti ekki að vera
þannig að skipulagsyfirvöld hug-
uðu að „hagsmunum allra í sam-
félaginu í stað þess að fjandskap-
ast við þann samgöngumáta sem
langflestir landsmenn hafa valið
sér? Þessi fjandskapur birtist með-
al annars í langvarandi og viðvar-
andi framkvæmdastoppi umferðar-
mannvirkja í Reykjavík sem virðist
miða að því að torvelda þeim sem
hafa valið einkabílinn að nota
hann. Er nú svo komið að ónauð-
synlegar þrengingar torvelda um-
ferð og bílastæðum í miðborg
Reykjavíkur fækkar hratt. Þetta
veldur fjölda fólks miklum óþæg-
indum og erfiðleikum“.
Þá segir hún ekkert að því aðskipulagsyfirvöld í borginni
styðji við almenningssamgöngur
„en það verður að vera einhver
skynsemi og sanngirni í ferlinu.
Það er óeðlilegt að skipulagsbreyt-
ingar hafi það helst að markmiði
að gera þeim erfitt fyrir sem vilja
nota bílinn sem samgöngumáta en
þegar á reynir kjósa langflestir
höfuðborgarbúar að nota einkabíl-
inn. Ljóst er að almennings-
samgöngur verða ekki byggðar
upp nema með gríðarlegum fram-
lögum frá skattgreiðendum, meðal
annars bíleigendum, sem eru
skattlagðir um ríflega 80 milljarða
króna á hverju ári“.
María Jóna
Magnúsdóttir
Borgin fjandskap-
ast út í val íbúanna
STAKSTEINAR
Rúmur þriðjungur starfsmanna hjá fyrirtækjum
í örum vexti starfaði í einkennandi greinum
ferðaþjónustu árið 2018. Þetta kemur fram í
greiningu Hagstofu Íslands.
Sé miðað við fjölgun launþega voru 752 fyrir-
tæki í örum vexti á tímabilinu 2015 til 2018.
Undir lok tímabilsins voru umrædd fyrirtæki
með yfir 30 þúsund starfsmenn og rétt um 938
milljarða króna í rekstrartekjur. Þar af voru ríf-
lega 17% fyrirtækjanna fjögurra eða fimm ára
gömul og voru alls með rúmlega 2.500 starfs-
menn á sínum snærum. Flest fyrirtæki í örum
vexti í lok árs 2018 voru í byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð, eða 179 fyrirtæki. Á undanför-
unum árum hafa flest fyrirtæki í örum vexti ver-
ið í einkennandi greinum ferðaþjónustu en þeim
fækkar töluvert á milli ára, úr 220 árið 2017 í
158 árið 2018, eða um 39% á milli ára. Árið 2018
voru fyrirtæki í örum vexti með 10.700 starfs-
menn í einkennandi greinum ferðaþjónustu,
fyrirtæki í heild- og smásöluverslun með 5.100
starfsmenn og fyrirtæki í byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð 3.900 starfsmenn.
aronthordur@mbl.is
Flestir innan ferðaþjónustunnar
Ör vöxtur hjá fyrir-
tækjum í ferðaþjónustu
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Þriðjungur starfsmanna hjá fyrir-
tækjum í örum vexti starfaði í ferðaþjónustu.
Litfagur rósastari spókaði sig á
Stakkagerðistúni í miðjum Vest-
mannaeyjabæ fyrr í vikunni. Sig-
urgeir Jónasson, ljósmyndari og
fuglaáhugamaður, notaði tækifær-
ið og bætti þessum fallega fugli í
myndasafn sitt.
Fram kemur á spjallsíðum fugla-
skoðara að rósastari hafi verið á
Seyðisfirði í fyrradag og fyrr í
mánuðinum sást rósastari sem
dvaldi í Garðinum í nokkra daga.
Þá sást rósastari í Suðursveit fyrir
rúmum mánuði. Á facebooksíðunni
Birding Iceland, sem er upplýs-
ingasíða um fugla hér á landi á
ensku, var nefnt fyrir tæpri viku að
fimm tilkynningar um rósastara
hefðu þá borist í sumar.
Heimkynni rósastara eru í Litlu-
Asíu, við Svartahaf og þar fyrir
austan. Stundum fara hópar rósa-
stara á flakk vestur um Evrópu.
Þeir eru fremur sjaldgæfir flæk-
ingsfuglar á Íslandi og hafa venju-
lega látið sjá sig hér síðsumars.
Þeir hafa flýtt för sinni nú.
gudni@mbl.is
Litfagur rósastari
á Stakkagerðistúni
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Rósastari Myndin var tekin í Vestmannaeyjum 13. júlí síðastliðinn.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Í aldanna raðir hefur neysla á rauðrófum
verið talin geta haft ýmis
heilsueflandi áhrif m.a. á:
100% náttúrulegt og án allra aukaefna. 2 hylki á dag
Nítröt í rauðrófum hafa áhrif á blóðþrýsting. Þeir sem hafa lágan
blóðþrýsting eða taka blóðþrýstingslyf ættu að ráðfæra sig við lækni
áður en þeir bæta rauðrófum við mataræði sitt.
• Lækkun blóðþrýstings
• Aukið blóðflæði
• Bættri súrefnisupptöku
• Aukið úthald, þrek og orku
• Minni bólguviðbrögð
• Heilbrigðara hjarta-
og æðakerfi
RAUÐRÓFUDUFT
í hylkjum
Lífrænt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/