Morgunblaðið - 17.07.2020, Síða 12
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
segir ekki tilefni til að gera mikið úr
veikingu krónunnar undanfarið.
Það sé engin sérstök ástæða fyrir
henni enda hafi hún komið fram
hægt og bítandi í nær engri veltu á
gjaldeyrismarkaði. Gengið gæti
hæglega styrkst aftur eftir sumar-
leyfin. „Nú er júlí og lítil hreyfing á
gjaldeyrismarkaði. Veikingin nú í
júlí hefur komið fram í mjög litlum
viðskiptum og ég myndi ekki lesa
mikið út úr því,“ segir Ásgeir.
Gengisstyrkingin eftir að
samkomubanni var aflétt hefur
gengið til baka. Gengið er því á svip-
uðum slóðum og í samkomubanninu.
Samtök ferðaþjónustunnar telja
ákjósanlegt að gengið verði á þessu
bili. Þannig megi bjarga störfum.
Seðlabankastjóri hefur sagt að
bankinn muni grípa inn í gjaldeyris-
markað til að tryggja stöðugleika.
Spurður hvort það verði gert að
þessu sinni segir Ásgeir bankann
hafa tryggt stöðugleika á gjaldeyris-
markaði og vega á móti öfgahreyf-
ingum en sé ekki beinlínis að snúa
við gengisþróuninni. „Við höfum far-
ið inn á markaðinn þegar stórar fjár-
hæðir hafa verið að fara í gegnum
hann til þess að koma í veg fyrir að
gengið hnikist mikið til. Þjóðin þarf
því ekki að óttast kollsteypu í geng-
inu,“ segir Ásgeir.
Til þess hafi bankinn um 900 millj-
arða í gjaldeyrisvaraforða.
Gæti styrkst með innflæðinu
Spurður hvort fjölgun erlendra
ferðamanna og tilheyrandi innflæði
gjaldeyris muni hugsanlega toga
gengið í hina áttina, til styrkingar,
segir Ásgeir „að slíkt geti vel gerst“.
Hann sjái ekki betur út frá tölum um
greiðslujöfnuð en að utanríkis-
viðskipti séu í góðu jafnvægi þrátt
fyrir nær enga erlenda ferðaþjón-
ustu. Þá bendir Ásgeir á að gengi
krónunnar hafi jafnan styrkst við út-
borgun launa um mánaðamót.
Spurður hvort einhver hætta sé á
því að gengisveiking síðustu vikna
muni leiða til
hærri verðbólgu,
svo vinda þurfi of-
an af vaxtalækk-
unum, segir Ás-
geir ekkert benda
til þess. Verð-
bólgan hafi verið
fyrir neðan mark-
mið bankans þeg-
ar gengið veiktist
í mars og hún hafi
því verið nákvæmlega 2,5% á fyrra
helmingi ársins líkt og markmið
bankans segi til um. Sú staða standi
óhögguð. Meðal annars muni sam-
dráttur í hagkerfinu í haust halda
aftur af verðhækkunum.
Leiðir ekki til veikingar
Meginvextir Seðlabankans hafa
lækkað úr 4,5% í maí 2019 í 1% sem
er sögulegt lágmark.
Spurður hvort vaxtalækkanir hafi
óbeint átt þátt í veikingu krónunnar,
með því að leiða til fjárflæðis úr
landi, segir Ásgeir ekkert benda til
að sú hafi verið raunin.
„Við höfum ekki séð fjármagns-
flótta úr landi. Það hefur meira að
segja ekki verið nettóútflæði hjá er-
lendum fjárfestum undanfarið. Er-
lendir fjárfestar keyptu í Heimavöll-
um í mars og hafa fjárfest bæði í
skuldabréfum og hlutabréfum á síð-
ustu mánuðum. Það sýnir styrk
krónunnar að við þurfum ekki lengur
mikinn vaxtamun til að halda henni
stöðugri. Við erum á allt öðrum stað
en áður hvað varðar jafnvægi í utan-
ríkisviðskiptum og traust á kerfinu,“
segir Ásgeir um stöðuna.
Til upprifjunar sóttu erlendir fjár-
festar í vaxtamun milli Íslands og
annarra ríkja á árunum fyrir efna-
hagshrunið og fylgdi því innstreymi
gjaldeyris og styrking krónu. Með
vaxtalækkunum bankans undanfarið
hefur vaxtamunur minnkað.
Batamerki í hagkerfinu
Ferðamálastofa áætlar að 63 þús.
erlendir ferðamenn komi til landsins
í ágúst. Það er umfram fyrri spá.
Spurður hvort ferðaþjónustan sé
að braggast betur en útlit var fyrir
segir Ásgeir að almennt virðist hag-
kerfið vera að taka vel við sér.
„Ferðaþjónustan virðist ætla að
koma mun hraðar til baka en við
þorðum að vona. En aðeins sá hluti af
henni sem er úti á landi,“ segir hann.
Önnur dæmi um batamerki séu
aukning í kortaveltu, mikil neysla
innlendra ferðamanna og „mjög já-
kvæð merki á fasteignamarkaði“ eft-
ir vaxtalækkanir. Þá hafi bjartsýni
um betri tíð aukist. Um það vitni
mælingar á væntingum neytenda.
Mögulega minni samdráttur
En skyldi samdrátturinn í ár
verða minni en óttast var í mars,
þegar samkomubannið var sett á?
„Mögulega erum við að horfa fram
á það. Óvissan er hins vegar mikil.
Ég hef áhyggjur af slæmum fréttum
frá Bandaríkjunum,“ segir Ásgeir og
vísar til fjölda kórónuveirusmita.
Hvað snertir sjávarútveginn hafi
verð á sumum afurðum hækkað en
aðrir markaðir gefið eftir. „Heilt yfir
met ég stöðu sjávarútvegsins mjög
góða. Hann er líka að fá lægra olíu-
verð og lægra gengi. Mér heyrist
hljóðið í sjávarútveginum vera til-
tölulega gott,“ segir Ásgeir.
Ekkert sem bendir til verðbólguskots
Seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki munu fara af stað þótt gengi krónunnar hafi gefið eftir
Vaxtalækkanir hafi ekki leitt til útflæðis fjármagns Efnahagsbatinn mögulega umfram spár
Ásgeir
Jónsson
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Ford F-350 XLT
Litur: Silver/ Grár að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of
torque
4X4
10-speed Automatic transmission
6-manna
Heithúðaður pallur
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Summit white/ svartur að
innan.
2020 GMC Denali , magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleirra.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
VERÐ
12.990.000 m.vsk
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
sumarútsala
al lt a ð 4 0 % a f s l á t t u r a f ú t s ö l u v ö r u m
Shea flip tungusófi með færanlegri tungueiningu / Stærð 233x162 / Verð kr. 176.000
útsöluverð
kr. 132.000
-25%
STUTT
● Tíu manns, bæði stjórnendur og al-
mennir starfsmenn, þar með talinn
forstjóri félagsins Sæmundur Sæ-
mundsson, hafa látið af störfum hjá
greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fé-
laginu. Þar segir einnig að hluti þeirra
stjórnenda sem áður mynduðu fram-
kvæmdastjórn félagsins verði áfram í
stjórnendahópi Borgunar.
Ríflega 130 manns starfa hjá fyrir-
tækinu eftir breytingarnar.
Í tilkynningunni segir einnig að
fyrirtækið, sem nú er í eigu alþjóðlega
fyrirtækisins Salt Pay Co Ltd., hyggist
ráða 60 nýja starfsmenn á næstu sex
mánuðum hér á landi. Stór hluti
nýráðninganna verður samkvæmt til-
kynningunni úr hópi nýútskrifaðra há-
skólanema.
Þá segir að Salt Pay Co Ltd. muni
leggja umtalsverða fjármuni í upp-
byggingu félagsins á næstunni en fé-
lagið tapaði tæpum 900 mkr. á síð-
asta ári og rúmum milljarði árið á
undan. „Ráðning stjórnar fyrirtækisins
á Eduardo Pontes og Marcos Nunes,
sem eru nýir forstjórar Borgunar, er
upphafið á endurskipulagningu félags-
ins.“
Tíu hættir hjá Borgun og 60 verða ráðnir
17. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.91
Sterlingspund 176.7
Kanadadalur 103.05
Dönsk króna 21.488
Norsk króna 15.003
Sænsk króna 15.454
Svissn. franki 148.78
Japanskt jen 1.3089
SDR 194.5
Evra 160.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.223
Hrávöruverð
Gull 1809.3 ($/únsa)
Ál 1640.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.07 ($/fatið) Brent