Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Makrílvertíðin hófst fyrr íár en undanfarin ár.Vertíðin hefur fariðfremur hægt af stað og
virðist sem makríllinn sé að mjög tak-
mörkuðu leyti genginn inn í íslenska
lögsögu, samkvæmt því sem fram
kom á heimasíðu Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað (svn.is) í gær. Þar var
rifjað upp að veiðarnar hefðu einnig
farið hægt af stað í fyrra. Í gær var
bræla á miðunum sunnan við landið
en horfur á betra veðri á morgun.
Fyrsta löndun 12. júní
Kap VE 4 hóf makrílveiðarnar á
þessu ári og landaði fyrsta farminum
12. júní hjá Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum (VSV) sem gerir skipið
út. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri upp-
sjávarsviðs VSV, segir að Huginn VE
55 hafi einnig byrjað veiðarnar
snemma og rétt á eftir Kap. Svo
bættist Ísleifur VE 63 við þannig að
þrjú skip VSV eru á makrílveiðum.
VSV hafði tekið við 8.000 tonnum af
makríl til vinnslu það sem af var ver-
tíðinni í gær. Þá var verið að vinna
makríl hjá VSV og átti að klára það í
nótt. Aflinn er bæði heilfrystur og
hausskorinn og frystur.
Veiðin hefur verið gloppótt
þennan rúma fyrsta mánuð, að sögn
Sindra. Svolítið hefur verið um síld í
aflanum í sumum túrum. Síldin fer í
bræðslu enda viðkvæm á þessum árs-
tíma.
„Makríllinn hefur verið stór og
vænn. Meðalvigtin er hærri nú en við
sáum á sama tíma í fyrra,“ sagði
Sindri. Meðalþyngdin var um 500
grömm í gær en þegar vertíðin byrj-
aði var hún 460-470 grömm.
Undanfarnir dagar hafa mikið
farið í leit og skipin verið mjög dreifð,
að sögn Sindra. Þau hafa verið austur
um, í Breiðamerkurdýpi, Stokknes-
grunni, Lónsdýpi og að Vestmanna-
eyjum og svo suður úr. Mest hefur
veiðst sunnan við Eyjar.
Sindri segir að markaðurinn fari
rólega af stað. Fyrsti makríllinn fer
mikið til Afríkulanda eins og Egypta-
lands, Gana og Nígeríu. Einnig til
Austur-Evrópu eins og t.d. Georgíu
og Aserbaídjan.
Samvinna um veiðarnar
Skip Síldarvinnslunnar (SVN)
hafa haft samvinnu um veiðarnar.
Þau sem taka þátt í því eru Beitir
NK, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK
og Margrét EA. Afla er dælt um borð
í eitt skipanna, sem flytur hann í land.
Þannig verða minni frátafir frá veið-
um og skipin þurfa ekki öll að sigla
langa leið með lítinn afla. SVN gerir
ráð fyrir að þessi háttur verði hafður
á meðan veiðin er treg.
Börkur kom til Neskaupstaðar í
fyrradag með um 800 tonn og var ein-
ungis um helmingur aflans makríll.
„Alls hefur tæplega 5.000 tonnum af
makríl verið landað í Neskaupstað til
þessa á vertíðinni og auk þess hafa
tæplega 1.800 tonn af síld borist á
land,“ segir í frétt SVN.
Fínasti fiskur
Fyrsta makríllöndun hjá Brimi
hf. á þessari vertíð var 18. júní.
Ingimundur Ingimundarson, út-
gerðarstjóri uppsjávarskipa Brims
hf., sagði í gær að Víkingur AK
100 væri að landa á Vopnafirði
og Venus NS 150 á leið í land
enda ekkert næði til veiða á
miðunum.
Heildaraflinn af makríl
hjá Brimi hf. var þá orðinn
rúmlega 5.000 tonn á vertíðinni.
„Þetta er fínasti
fiskur, kannski helst
að það vanti meira
smátt í hann,“ sagði
Ingimundur.
Makrílvertíðin hefur
farið rólega af stað
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hinn al-mennidómstóll
Evrópusam-
bandsins dæmdi í
vikunni gegn
framkvæmda-
stjórn sambandsins og með
Apple þegar hann komst að
þeirri niðurstöðu að fyrir-
tækinu bæri ekki að greiða
írskum stjórnvöldum um
14,3 milljarða evra í van-
goldna skatta. Fram-
kvæmdastjórn sambandsins
hefur nú tvær vikur til þess
að áfrýja dómnum til Evr-
ópudómstólsins.
Almennt er litið á úrskurð-
inn sem áfall fyrir fram-
kvæmdastjórnina, og þá ekki
síst Margrethe Vestager,
sem sér um reglur um ríkis-
aðstoð. Hún hóf málarekst-
urinn gegn Apple árið 2014
og reiddi þá hátt til höggs.
Málatilbúnaður Vestager
var sá, að írska ríkið hefði
ekki skattlagt dóttur-
fyrirtæki Apple, sem þá voru
með bækistöðvar á Írlandi,
nægilega mikið og hélt hún
því fram að í þeirri ákvörðun
fælist ólögleg ríkisaðstoð
írska ríkisins við Apple.
Þessi rök voru þó varla
meginástæða málaferlanna.
Kjarni málsins var sá að
framkvæmdastjórnin vildi,
og vill enn, reyna að koma í
veg fyrir að aðildarríki sam-
bandsins geti stundað „sam-
keppni“ í skattamálum hvert
við annað. Þeirri tilraun að
skilgreina þá samkeppni sem
„ríkisaðstoð“ var hins vegar
hafnað af almenna dóm-
stólnum, enda tókst ekki að
sýna fram á að írsk stjórn-
völd hefðu boðið Apple neina
slíka aðstoð, þó að þau
ákvæðu að skattleggja fyrir-
tækið ekki upp í rjáfur.
Framkvæmdastjórnin
íhugar nú hvernig hún getur
sett á reglur sem neyði aðild-
arríkin til þess að ganga
meira í takt þegar kemur að
skattlagningu fyrirtækja, en
einn helsti vandinn er sá að
mörg aðildarríkjanna hafa
enga löngun til þess að hlíta
slíkum takmörkunum, og
þykir víst að sum þeirra
muni beita neitunarvaldi
sínu á allar tilraunir til þess
að setja þær á.
Afstaða aðildarríkjanna
sem gegn þessari viðleitni
standa er afar skiljanleg,
enda er það eitt af hlut-
verkum fullvalda ríkja að
ákveða hvernig þau skatt-
leggja fólk og fyrirtæki inn-
an landamæra sinna. Það að
reyna að koma í
veg fyrir að þau
geti hagað skött-
um sínum á þann
hátt sem þau
kjósa er þannig
enn ein tilraunin
til að brjóta niður fullveldi
aðildarríkja Evrópusam-
bandsins, sem er orðið tak-
markað eftir áralanga þróun
í sömu átt.
Þrátt fyrir ósigurinn er
framkvæmdastjórnin ekki
hætt við málareksturinn og
skoðar möguleika á að áfrýja
til æðsta dómstólsins þó að
þeir lögfræðingar sem hafa
tjáð sig um málið séu flestir
þeirrar skoðunar að sú leið
sé afar torsótt.
Þá er framkvæmdastjórn-
in að skoða möguleikann á
því að sækja málið á nýjum
forsendum og halda því þá
fram að aðildarríki sem bjóði
lægri skatta en önnur valdi
truflunum á innri mark-
aðnum. Með slík rök að vopni
vonast framkvæmdastjórnin
til þess að geta knúið í gegn
lagabreytingu á sviði skatta-
mála sambandsins sem
krefjist aðeins meirihluta-
stuðnings og fari þannig
framhjá því að sérhvert ríki
hafi neitunarvald þegar
kemur að skattamálum.
Skattamál alþjóðlegra
stórfyrirtækja eru nokkuð
sem sjálfsagt er að skoða og
eðlilegt að ríki heims reyni
að finna leiðir til að þau
greiði sanngjarnan hlut eins
og önnur fyrirtæki. Hvort
Apple gerir það má deila um,
en í þeirri umræðu þarf með-
al annars að hafa í huga að
Apple segist vera stærsti
skattgreiðandi í heimi. Það
breytir því ekki að eðlilegt er
að skoða skattlagningu
slíkra fyrirtækja til að
tryggja að alþjóðleg fyrir-
tæki búi ekki við lægri
skatta þegar þau starfa í til-
teknum löndum en fyrirtæki
sem fyrir eru í þessum lönd-
um. Mikið hefur til dæmis
verið kvartað undan Face-
book og slíkum fyrirtækjum
í þessu sambandi og getur
samkeppni við þau verið afar
ósanngjörn fyrir fyrirtæki í
einstökum löndum.
Slík gagnrýni er hins veg-
ar af allt öðrum toga en sú
herferð sem framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins
stendur í gagnvart Apple og
snýst fyrst og fremst um að
ná tökum á skattastefnu ein-
stakra landa og skera enn
eina sneiðina af fullveldi
þeirra.
Skattamál ESB gegn
Apple er marg-
slungnara en virðist
við fyrstu sýn}
Apple leggur ESB
E
itt af grunngildum Framsóknar-
flokksins er að efla mennta-
kerfið í landinu. Menntun er
hreyfiafl framfara og því brýnt
að jafnræði ríki í aðgengi að
menntun fyrir alla. Ný lög um Menntasjóð
námsmanna tóku gildi 1. júlí. Þessi allsherjar
kerfisbreyting hefur verið baráttumál áratug-
um saman. Afar brýnt var að bæta kjör náms-
manna, auka réttindi og jafna tækifæri til
náms. Ég brenn fyrir það að ungmenni lands-
ins njóti góðs aðgengis að menntun óháð
efnahag og staðsetningu.
Eitt af því sem hefur ætíð staðið í mér er
hvernig ábyrgðarkerfi lánasjóðs námsmanna
þróaðist, þ.e. að ekki var veitt námslán án
þess að ábyrgðarmanna nyti við. Í þessu fólst
mismunun á aðstöðu fólks í gegnum lífsleið-
ina. Margar fjölskyldur hafa þurft að endurskipuleggja
fjármál efri áranna vegna þessa. Margir hafa þurft að
takast á við þá staðreynd að erfa gamlar ábyrgðir á
námslánum, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því.
Þetta hefur eðli málsins samkvæmt verið fólki þung-
bært. Þessu hefur, sem betur fer, verið breytt með nýju
lögunum þegar 35.000 ábyrgðir á námslánum féllu nið-
ur.
Þessi lög bera því með sér umbyltingu á náms-
lánakerfi hér á landi. Ný lög kveða á um að ábyrgðir
ábyrgðarmanna á námslánum, teknum í tíð eldri laga,
falli niður við gildistöku laganna, enda sé lánþegi í skil-
um á láni sínu. Markmiðið er að hver lánþegi
skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endur-
greiðslu eigin námslána og samræma þannig
námslán sem veitt eru fyrir og eftir árið
2009. Þá er tiltekið að ábyrgðir ábyrgðar-
manns falli niður við andlát hans enda sé lán-
þegi í skilum. Þessi breyting er í samræmi
við reglu sem lengi hefur gilt um lánþegann
sjálfan, þ.e. að skuldin falli niður við andlát
en erfist ekki. Þetta er gríðarlega mikilvægt
enda hefur verið vakin athygli á ágöllum á
þessu fyrirkomulagi í fjölda ára af hálfu
þeirra sem hafa fengið lánsábyrgð í arf.
Markmið mitt með þessum lagabreyt-
ingum er að draga úr aðstöðumun í sam-
félaginu ásamt því að tryggja jafna mögu-
leika og jöfn tækifæri til náms. Þannig á
möguleiki á menntun að vera án tillits til
landfræðilegra aðstæðna, kyns eða efnahagslegra og
félagslegra aðstæðna. Það hefur myndast góð samstaða
á Alþingi um að ráðast í þessar kerfisbreytingar sem
voru löngu tímabærar. Kerfisbreyting sem þessi leiðir af
sér aukið réttlæti í samfélaginu ásamt því að auka verð-
mætasköpun sem felst í því að fleiri hafa tækifæri á því
að mennta sig án þess að reiða sig á góðvild annarra.
Eitt af markmiðum nýrra laga var að námslánakerfið
væri sanngjarnara og réttlátara. Þessi kerfisbreyting
mun einnig greiða leiðina að áhyggjulausu ævikvöldi.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Áhyggjulaust ævikvöld
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Búið var að veiða rúm 26 þús-
und tonn af makríl í gær, sam-
kvæmt upplýsingum á heima-
síðu Fiskistofu um afla á þessu
ári. Þar af höfðu tæplega 972
tonn verði veidd í færeysku lög-
sögunni, væntanlega sem með-
afli með öðrum afla eins og kol-
munna í vor, en 25.045 tonn
höfðu veiðst í íslenskri land-
helgi.
Makrílkvóti Íslands á þessu
ári verður rúmlega 152 þúsund
tonn, samkvæmt ákvörðun
Kristjáns Þórs Júlíussonar sjáv-
arútvegsráðherra í vor. Í
fyrra var makrílkvótinn
140 þúsund tonn. Þá voru
um 20 þúsund tonn
geymd á milli ára og má
veiða þau nú.
Aukning varð í makríl-
ráðgjöf Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins í fyrra-
haust.
Búið að veiða
26.000 tonn
MAKRÍLVERTÍÐ HAFIN
Kristján Þór
Júlíusson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Makríll Aflinn hefur verið frystur til manneldis, ýmist hausskorinn eða
heill. Leiðindabræla hamlaði veiðum á miðunum sunnan við land í gær.