Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020
✝ Bryndís Þor-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. september
1923. Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Grund 9.
júlí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Geirsdóttir Zoëga
skriftarkennari, f.
29. nóvember 1887,
d. 4. mars 1955, og Þorsteinn
Þorsteinsson hagstofustjóri, f. 5.
apríl 1880, d. 22. febrúar 1979.
Bryndís var yngst systkina.
Bræður hennar voru Geir, f.
1916, d. 2005, Hannes, f. 1918, d.
2009, Þorsteinn, f. 1920, d. 2015,
og Narfi, f. 1922, d. 1989.
Bryndís giftist 22. ágúst 1947
Helga Hannesi Árnasyni
byggingaverkfræðingi, f. á Kljá-
strönd 30. ágúst 1921, d. 7. maí
2009. Foreldrar hans voru
Hrefna Jóhannesdóttir hús-
móðir, f. 1890, d. 1959, og Árni
B. P. Helgason, héraðslæknir á
Patreksfirði, f. 1890, d. 1943.
Börn Bryndísar og Helga eru
maki Jónína Á. Steingrímsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 1954.
Dætur þeirra eru a) Bryndís, f.
1985, maki Mille Landvad. b)
Unnur Arna, f. 1989, maki
Gunnar Geir Hinriksson. Dóttir
þeirra er Karólína Edda. c)
Steinunn Helga, f. 1996.
Bryndís ólst upp á Laufásvegi
57, gekk í Austurbæjarskóla og
var í hópi fyrstu nemenda skól-
ans eftir að hann tók til starfa
1930. Hún lauk prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík og
starfaði í nokkur ár á Hagstofu
Íslands. Hún var við nám í San
Francisco í Kaliforníu veturinn
1945-́46. Bryndís og Helgi
dvöldu í Sviss 1947-́48 þegar
hann var við framhaldsnám í
verkfræði. Þau byggðu hús að
Laugarásvegi 63 og bjuggu þar
frá 1953. Helgi lést árið 2009.
Bryndís flutti í eigin íbúð að
Hæðargarði 29 árið 2015 og
þaðan á hjúkrunarheimilið
Grund 2018.
Bryndís hafði áhuga á vel
unnu handverki og fékkst við
sauma, prjón og vefnað. Hún
vann í verslun Íslensks heimilis-
iðnaðar í nokkur ár. Þá var hún
annálaður matgæðingur í hópi
fjölskyldu og vina og hafði yndi
af garðyrkju.
Útför Bryndísar verður gerð
frá Áskirkju í dag, 17. júlí 2020,
klukkan 15.
1) Dagný arkitekt,
f. 22. ágúst 1949,
maki Gunnar H.
Egilson þýðandi, f.
1949. Börn þeirra
eru a) Helgi Gunn-
ar, f. 1985, maki
Kristín Líf Valtýs-
dóttir. Synir þeirra
eru Hákon Hrafn,
Þorgeir Hugi og
Styrmir Þór. b) Ása
Bryndís, f. 1986,
maki Andrés Þorleifsson. Dóttir
þeirra er Klara Björt. c) Kári
Geir, f. 1988. d) Þorsteinn Örn, f.
1991, unnusta Þórhildur Briem.
2) Árni, f. 22. apríl 1952, maki
Rósa Guðný Jónsdóttir, f. 1951.
Sonur Árna og Brynhildar
Magnúsdóttur er Pétur, f. 1971,
maki Íris Dögg Ægisdóttir.
Börn þeirra eru Gabríel Snær,
Ægir Logi og Birta Dögg. 3)
Guðrún jarðfræðingur, f. 7.
september 1953, maki Atli Rún-
ar Halldórsson blaðamaður, f.
1953. Synir þeirra eru Halldór,
f. 1994, og Helgi Hannes, f. 1996.
4) Þorsteinn, f. 15. ágúst 1958,
arkitekt og myndlistarmaður,
Bryndís fékk eilífðarhvíldina
eftir langa og gæfuríka ævi. Í
minningunni bregður henni fyrir
sem drífandi húsmóður sem hafði
mikinn myndugleika til að bera
og naut þess mjög að taka á móti
gestum, veita og gefa. Hún var
létt á fæti og glæsileg á velli. Hún
hikaði ekki við að skora eigin ald-
ur á hólm og sást príla í tröppu og
stiga við að snyrta trjágróður og
skola ryk af gluggum komin vel á
níræðisaldur. Grannar hennar
supu hveljur en Bryndísi þótti
ekkert sjálfsagðara en að bjarga
sér eins og hún hafði alltaf gert.
Hún fór ferða sinna á bíl og sætti
sig illa við að fá ekki framlengd
ökuréttindi um nírætt. Henni
þótti sem vegið væri ómaklega að
sjálfstæði sínu og frelsi til at-
hafna. Bílinn notaði hún ekki síst
til að líta til vinkvenna hér og þar
í borginni og aðstoða þær eftir
mætti og þörfum. Sú félagsmála-
aðstoð hennar fór ekki hátt en var
alltaf til staðar.
Bryndís fylgdi eiginmanni sín-
um, Helga H. Árnasyni, til grafar
vorið 2009 eftir ástríkt og fallegt
samband í 62 ár. Fáeinum árum
síðar seldi hún húsið á Laugarás-
vegi 63 sem þau reistu og bjuggu í
meira en hálfa öld. Þá var eins og
lífsneistinn slokknaði eða svo gott
sem. Hún saknaði Helga sárlega
og leyndi því ekki.
Börn Bryndísar og Helga hafa
unnið að því undanfarnar vikur
og mánuði að rýma íbúðina henn-
ar við Hæðargarð. Þá kemur
skýrt í ljós hve vel og samvisku-
samlega hún hélt utan um safn
minninga fjölskyldu sinnar og
forfeðra þeirra Helga langt inn í
fortíðina. Sendibréf, blaðaúr-
klippur, ljósmyndir, teikningar
barna, póstkort og alls kyns gögn
og hluti er að finna í fórum henn-
ar sem rifja upp margt sem fennt
hafði yfir í minninu. Sumt telst til
sögulegra gersema, til dæmis
ljósmyndir af löngu horfnu fólki
sem hún dundaði við að skrá nöfn
á. Heimildargildi myndanna
verður að sjálfsögðu annað og
meira en ella þegar fyrirsætur
eru þekktar og nafngreindar.
Með fráfalli fyrrverandi hús-
móður á Laugarásvegi 63 verða
skýr kaflaskil í tilverunni. Fari
hún í friði til fundar við sinn heitt-
elskaða. Alltaf mun ríkja birta og
gleði yfir minningunni um
tengdaforeldra mína, Bryndísi og
Helga.
Atli Rúnar Halldórsson.
Nú hefur Bryndís tengdamóð-
ir mín kvatt eftir langa og farsæla
ævi. Ég minnist hennar sem
hinnar sönnu húsmóður og ætt-
móður, því fjölskyldan var henni
afar hjartfólgin. Það var alltaf
tekið á móti okkur Dagnýju og
börnum okkar opnum örmum
hvenær sem okkur datt í hug að
líta við í Laugarásnum.
Bryndís var glæsileg kona og
gustaði oft af henni enda vön því
að stjórna stóru heimili styrkri
hendi. Samt var alltaf stutt í bros-
ið og hláturinn og væntumþykja
hennar í garð barnabarnanna var
augljós og mikil.
Hún var hamhleypa til verka
og alltaf að, ýmist prjónandi á
barnabörnin, í vinnugallanum á
hnjánum í garðinum, jafnvel að
sinna stöku viðgerðum á húsinu
eða moka snjó. Hún vílaði ekki
fyrir sér að saga sjálf niður tré
sem henni þóttu orðin fullfyrir-
ferðarmikil. Bryndís var líka mik-
il blómakona eins og garðurinn
bar fallegt vitni um. Þegar þau
hjónin komu í heimsókn til okkar
var hún iðulega með vönd af
blómum úr garðinum meðferðis.
Matarboðin í Laugarásnum
voru alltaf tilhlökkunarefni. Mat-
urinn sem Bryndís töfraði fram
var frábær og tengdapabbi sá um
að vökva sálartetrið, oft með eig-
in framleiðslu sem voru hinar
ágætustu veigar.
Þau Helgi voru einstaklega
samhent hjón og áttu mjög far-
sælt líf saman. Eftir að hann féll
frá 2009 var sem dofnaði yfir
henni. Börn hennar hugsuðu þó
vel um hana og sáu um að bjóða
henni oft í heimsókn. Við Dagný
fórum þannig stundum með hana
í bíltúra, m.a. á Þingvelli sem var
hennar uppáhaldsstaður úti á
landi. Þar naut hún þess að sitja í
laut í faðmi náttúrunnar með
heimagert nesti. Henni þótti líka
skemmtilegt að aka um Reykja-
vík og sjá hin ýmsu nýju hverfi
sem hún hafði ekki séð áður, enda
margt breyst í borginni hennar
frá því hún var ung. Það var sér-
lega gaman að fara með Bryndísi
í þessa bíltúra því hún var svo
hrifnæm og upplifði svo sterkt
það sem fyrir augu bar enda hafði
hún næmt auga fyrir hönnun og
arkitektúr og hafði sínar ákveðnu
skoðanir á því.
Nú er hún fallin frá, en minn-
ingin um hana og þau heiðurshjón
bæði mun lengi lifa.
Gunnar Halldór Egilson.
Nú, þegar sumarið er í al-
gleymingi og náttúran skartar
sínu fegursta, hefur kær tengda-
móðir mín, Bryndís Þorsteins-
dóttir, kvatt þetta líf eftir farsæla
og viðburðaríka ævi. Á stundum
sem þessum leitar hugurinn aftur
í tímann og ljúfar minningar
streyma fram. Margar af þessum
minningum tengjast einmitt
sumrinu, samkomum í garðinum
þeirra Bryndísar og Helga við
Laugarásveginn, þar sem sólpall-
urinn var þeirra sælureitur og
vettvangur alls kyns skemmtileg-
heita. Þegar barnabörnin voru lít-
il fengu þau að busla í „sundlaug-
inni “ sem blásin var upp úti á
túni á góðviðrisdögum. Á meðan
gátum við foreldrarnir setið í
makindum og spjallað og notið
alls þess sem Bryndís reiddi
fram. Fastir liðir voru brauð-
hornin hennar og rifsberjasultan
sem voru eitt af hennar „spe-
ciale“. Hún kunni svo vel listina
að gleðjast og gleðja aðra og þau
Helgi höfðu einstakan hæfileika
til að gera þessar samverustundir
ógleymanlegar, bæði fyrir börnin
og okkur sem eldri voru.
Bryndís var sterkur persónu-
leiki, vel gefin, frjáls í fasi og
glæsileg og hvar sem hún fór var
eftir henni tekið. Hún var sann-
kölluð heimskona, hafði ferðast
víða um heim sem ung kona, ein-
mitt á þeim tíma þegar slík ferða-
lög voru alls ekki eins sjálfsögð
og þau eru í dag. Þetta mótaði
hana og hún hreif okkur með sér
þegar hún sagði okkur skemmti-
legar ferðasögur og sýndi okkur
myndir frá þessum tíma.
Alla tíð lagði Bryndís sig fram
við að fylgjast með nýjungum og
var farin að flokka sorp og rækta
sitt eigið grænmeti löngu áður en
slíkt þótti sjálfsagt. Hún sýndi
hugðarefnum ungu kynslóðarinn-
ar einlægan áhuga og var dætr-
um okkar Þorsteins góð fyrir-
mynd. Hún fylgdist vel með því
sem þær tóku sér fyrir hendur,
var alltaf til í að rétta hjálpar-
hönd og veita góð ráð. Hún hafði
glöggt auga fyrir hönnun og var
smekkvís eins og heimili þeirra
Helga bar gott vitni um. Hún var
gjarnan álitsgjafi okkar þegar
hönnun bar á góma og urðu hug-
myndir hennar oft ofan á þegar
upp var staðið. Þannig var hún
áhrifavaldur í lífi afkomenda
sinna en margir í fjölskyldunni
hafa einmitt lagt fyrir sig hönn-
un.
Á meðan heilsa leyfði fylgdist
hún vel með þjóðmálum og því
sem efst var á baugi hverju sinni
og missti varla úr fréttatíma. Hún
hafði því alltaf um nóg að spjalla,
var hrein og bein og lá ekki á
skoðunum sínum.
Þegar Helgi, eiginmaður
Bryndísar, lést fyrir 11 árum
höfðu þau hjón átt farsæla sam-
leið í yfir 60 ár. Þau kunnu að
njóta lífsins saman og voru rómuð
fyrir gestrisni sína. Vinahópurinn
og frændgarðurinn var stór og
var Bryndís alla tíð dugleg að
rækta sambandið við sitt fólk,
halda veislur og miðla af því sem
hún átti. Í því hlutverki naut hún
sín. Hennar er nú sárt saknað.
Ég kveð Bryndísi tengdamóð-
ur mína með virðingu og þakka
henni samfylgdina. Hlýjar minn-
ingar um einstaka konu lifa áfram
með okkur ástvinum hennar.
Jónína Á. Steingrímsdóttir.
Elsku amma. Mig langar að
minnast þín með nokkrum orð-
um. Minningarnar eru margar og
góðar. Ég var svo lánsamur að
búa hjá ykkur afa á Laugarásveg-
inum frá 11 ára aldri og fram á
fullorðinsár og þið gáfuð mér gott
veganesti sem ég hef búið að alla
ævi. Hjá ykkur fann ég hlýju og
fékk gott uppeldi á yndislega
heimilinu ykkar. Sundferðirnar í
hádeginu með ykkur afa, göngu-
skíðaferðir upp á Hellisheiði og
ófáar stundir í garðinum á
Laugarásveginum eru nokkrar af
mörgum ómetanlegum minning-
um sem aldrei gleymast. Eftir að
ég flutti í eigin íbúð um miðjan
þrítugsaldurinn fækkaði óneitan-
lega samverustundunum en ég
var áfram fastagestur á Laug-
arásveginum og alltaf var tekið
vel á móti mér. Þú hafðir sjaldan
tíma til að setjast sjálf niður þeg-
ar gestir voru í heimsókn því vild-
ir alltaf vera að dekra við gestina
með mat og drykk. Eftir að við Ír-
is eignuðumst börnin okkar tókst
þú að þér að passa þau og alltaf
fannst þeim jafn gaman að koma í
heimsókn á Laugarásveginn til
ömmu löngu eins og þau kölluðu
þig.
Elsku amma. Ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig. Hvíl þú í friði og guð geymi
þig.
Þinn
Pétur.
Á Laugarásvegi 63 var hlýja
og ró sem greip mann samstund-
is. Amma Bryndís var einstök
þegar hún dekraði við barnabörn-
in og við Halldór bróðir nutum
þess þar í pössun. Búið var að
setja upp stífa dagskrá og skipu-
leggja dvölina. Eftir kökur og
djús í sólskini á pallinum mátti
leika sér klukkutímum saman í
sandkassa í garðinum. Þá kallaði
amma að kominn væri tími á ís.
Svo góður var ísinn að sögur
gengu í skólabekknum mínum
um ömmuna sem alltaf ætti til ís í
brauðformi. Fullir tilhlökkunar
fórum við í rúmið og vissum að
alltaf biði okkar langt og gott fót-
anudd og sögur á segulbands-
spólum sem afi Helgi hafði lesið
inn á. Amma kunni upp á tíu að
passa börn.
Amma Bryndís var einstak-
lega ljúf og indæl kona sem við
bárum mikla virðingu fyrir. Hún
bar sig eins og sjálf Bretadrottn-
ing, alltaf vel til fara, fínar blúss-
ur og glæsilegir skór við hæfi.
Hún var fjörug baráttukona sem
naut þess að hóa stórfjölskyld-
unni saman. Fjölskyldufundirnir
veittu henni orku og ánægju. Þá
sat hún alsæl með bros á vör í sín-
um stofustóli og horfði stolt á öll
barnabörnin sín. Henni fannst
auðvitað réttilega að þessi sköp-
unarverk væru algjörlega full-
komin!
Ættmóðirin skilur eftir sig
stórt skarð í tilverunni. Erfitt er
að ímynda sér aðra manneskju
sem gat gefið jafn mikið af sér og
hún gerði. Nú er hún komin á
betri stað og hittir þar fyrir afa
Helga Hannes. Samband þeirra
var svo fallegt og einlægt, fyrir-
myndarhjónaband.
Hvíldu í friði elsku amma mín,
þín verður saknað alla tíð.
Helgi Hannes Atlason.
Kæra amma.
Þegar ég hugsa til baka þá
koma fyrst upp í hugann allar
heimsóknirnar til þín og afa í
Laugarásinn í gegnum tíðina.
Það var alltaf mikil tilhlökkun
að koma í heimsókn eða fá að
gista hjá ykkur. Þú og afi tókuð
alltaf svo vel á móti manni hvort
sem það var í formi góðrar elda-
mennsku eða bara að sýna áhuga
á því hvernig mér gekk í skóla,
íþróttum eða því sem var í gangi í
mínu lífi á þeim tíma.
Þegar maður kom og leit til
ykkar í Laugarásnum þá voru
meiri líkur á að hitta þig með því
að labba beint út í garð heldur en
að hringja dyrabjöllunni því oftar
en ekki varstu úti að sjá um gesti,
lóðina eða rækta gróðurinn af
þeirri framtakasemi og alúð sem
þú sýndir öllu. Það var því ansi
góð leið að bjóðast til að hjálpa
þér með allt garðtengt ef maður
vildi komast í mjúkinn hjá þér.
Það verður skrítið að hafa þig
ekki lengur í lífinu því þú litaðir
svo margt og marga í kringum
þig með hlýjum og litríkum per-
sónuleika sem verður sárt sakn-
að.
Þinn
Kári.
Þegar ég hugsa um ömmu leit-
ar hugurinn sjálfkrafa í eldhúsið í
Laugarásnum. Þar var amma á
heimavelli. Minningarnar af
krúsinni hennar með ljósbrúna
sykrinum, sem ég stráði út á
skyrið þegar ég gisti, og svo háu
glösunum með stálsogrörunum
sem amma gaf mér kakómalt í,
eru ljóslifandi. Enn þann dag í
dag hugsa ég strax til ömmu þeg-
ar ég finn baksturslykt af horn-
um sem hún töfraði fram við
minnsta tilefni.
Amma sá um garðinn á Laug-
arási af mikilli natni enda var
hann algjör sælureitur. Stundum
fékk ég að hjálpa ömmu við garð-
verkin, þótt hjálp mín hafi fyrst
og fremst falist í því að fylgjast
með henni stússast á meðan ég
nartaði í graslauk og hundasúrur.
Góðu stundirnar í garðinum eru
óteljandi og í minningunni var
þar alltaf sól og blíða. Þar lékum
við barnabörnin á hverju sumri,
þá helst í krokket með afa, og við
köstuðum síðan mæðinni á pall-
inum þar sem amma kom færandi
hendi með ískaldan djús og rjúk-
andi heitt bakkelsi. Það var síðan
einstaklega mikið sport þegar
hún gaf okkur ís í brauðformi
beint úr eldhúsglugganum, sem
minnti þá helst á litla ísbúð.
Á þessum tímamótum þykir
mér sérstaklega vænt um að
amma hafi náð tæpum þremur
árum með langömmubarni sínu
og á ég því til dýrmætar minn-
ingar og myndir af fjórum kyn-
slóðum í beinan kvenlegg saman.
Elsku amma, takk fyrir að
vera bæði fyrirmynd og vinur og
jafnframt stoð og stytta í gegnum
ævina. Það er hughreystandi að
vita að þið afi eruð sameinuð á ný.
Þín
Ása Bryndís.
Amma Bryndís skipaði stóran
sess í hjörtum okkar og munu all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
með henni lifa áfram með okkur.
Amma var okkur mikill innblást-
ur og góð fyrirmynd og það er
margt sem við höfum tileinkað
okkur frá henni í gegnum tíðina.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann þegar við rifjum
upp gömlu góðu stundirnar með
ömmu. Okkur eru efst í huga
stóru fjölskylduboðin. Súkku-
laðikakan hennar ömmu var í
miklu uppáhaldi, eða öllu heldur
smjörkremið sem setja átti á kök-
una. Oft vorum við frændsystk-
inin búin að „smakka“ svo oft á
kreminu að lítið var eftir af því
þegar kom að því að smyrja því á
kökuna. Við frændsystkinin feng-
um oft að gista hjá ömmu og afa
eftir fjölskylduboðin. Þá var oft
mikið fjör þar sem farið var í felu-
leik og amma hjálpaði okkur að
finna felustað svo afi ætti erfiðara
með að finna okkur.
Okkur fannst pitsurnar hennar
ömmu svo einstaklega góðar, þær
voru bæjarins bestu að okkar
mati. Eitt sumarið kom upp sú
hugmynd að opna pitsustað að
Laugarásvegi 63. Amma var með
okkur að skipuleggja útfærsluna
á staðnum. Boðið yrði upp á pits-
ur með nautahakki og ís í brauð-
formi í desert. Matinn átti að ser-
vera í gegnum lúgu sem lá úr
eldhúsinu út á sólpallinn. Amma
tók þátt í þessu af svo mikilli ein-
lægni og sannfæringarkrafti að
ímyndunarafl okkar fór á flug,
sem gerði það að verkum að hug-
myndin varð svo lifandi og raun-
veruleg fyrir okkur.
Amma hafði græna fingur og
naut þess að sýsla í garðinum sín-
um. Oftar en ekki tók hún á móti
okkur í garðyrkjudressinu og
með garðhanska. Fyrir utan að
rækta grænmeti og graslauk í
matjurtagarðinum tíndi hún oft
marga tugi kílóa af rifsberjum á
haustin. Þá fengum við að hjálpa
til við að tína og sulta. Sérstak-
lega er okkur líka minnisstæður
moltuhaugurinn þar sem meðal
annars eggjaskurnin og kaffi-
korgurinn fengu endurnýjun líf-
daga. Við erum þakklátar ömmu
fyrir að kenna okkur að vera nýt-
in og sjálfbær.
Amma hafði gott auga fyrir
hönnun og lagði mikið upp úr fag-
urfræði hlutanna. Stíll hennar
var klassískur og tímalaus.
Amma arfleiddi okkur að falleg-
um klæðum og skóm sem við höf-
um notað mikið í gegnum tíðina.
Það var alltaf spennandi að sjá
hvað leyndist í fataskápnum
hennar. Hún hafði líka næmt
auga fyrir smáatriðum og fyrir
stuttu gaf hún Steinunni góð ráð
varðandi leturgerð í hönnunar-
verkefni sem hún vann að við
Listaháskóla Íslands. Ömmu
fannst vanta jafnvægi í verkefnið
og benti á hvernig mætti gera
betur. Þannig var amma okkur
innblástur hvað varðar fagur-
fræði og stíl.
Okkur er minnisstætt að hún
leiðrétti okkur gjarnan þegar við
notuðum orðið „bara“ í tengslum
við þau verkefni sem við vorum
að takast á við í lífinu hverju
sinni. Hún sagði oft að það væri
ekki neitt „bara“, og að við ættum
ekki að gera lítið úr því sem við
værum að gera og kenndi okkur
um leið að vera stoltar af því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Við erum þakklátar ömmu
Bryndísi fyrir allt sem hún gaf
okkur og allar góðu stundirnar
sem við áttum með henni.
Bryndís, Unnur Arna
og Steinunn Helga
Þorsteinsdætur.
Bryndís
Þorsteinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Bryndísi Þorsteins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
KRISTRÚN GÍSLADÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 6. júlí. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð
og hlýhug.
Þorsteinn Ingólfsson
Sólrún Þorsteinsdóttir Vignir Stefánsson
Ingólfur Þorsteinsson María Garðarsdóttir