Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 18

Morgunblaðið - 17.07.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 ✝ Emma Kol-beinsdóttir fæddist í Eyvík í Grímsnesi 11. mars 1923. Hún lést á Ljósheimum 3. júlí 2020. For- eldrar hennar voru Steinunn Magnúsdóttir frá Haga og Kolbeinn Jóhannesson frá Eyvík. Systkini Emmu voru Jóhannes Guð- mann, Anna Margrét og Sól- veig sem öll eru látin. Auk þess ólust upp með þeim frænkur þeirra þær Jenný Marta Kjartansdóttir, látin, og Guðrún Jóhannsdóttir. Hinn 9. maí 1953 giftist Emma Reyni Tómassyni, f. 28. maí 1925, d. 21. júní 2001, frá Syðri-Neslöndum í Mývatns- sveit. Foreldrar Reynis voru Guðrún Hólmfríður Sigtryggs- dóttir frá Syðri-Neslöndum og beinn, f. 16.11. 1959, m. Guðrún Bergmann Vilhjálms- dóttir, f. 14.9. 1962. Börn þeirra: 3.1. Steinunn Erla, m. Einar Þorgeirsson, börn: Brynja Dögg og Hildur Rut. 3.2. Smári Bergmann, m. Íris Gunnarsdóttir, börn: Andri Fannar, Linda Björk og Tinna Ösp. 3.3. Bjarki, m. Karen Daðadóttir, barn þeirra er Daðey. Emma ólst upp í Eyvík og að loknu hefðbundnu barna- skólanámi fór hún tvo vetur í Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún hóf nám í klæðskeraiðn hjá H. Andersen og Søn í Reykjavík 1941 og starfaði þar til ársins 1949. Hún nam einn- ig við Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Emma var í ritstjórn skólablaðs Laugarvatnsskóla og átti sæti í trúnaðarmanna- ráði klæðskerasveinafélagsins Skjaldborgar frá stofnun þess til ársins 1949. Emma veiktist af berklum árið 1948 og flutti heim í Eyvík á meðan hún tókst á við veikindin. Árið 1952 lést faðir hennar af slys- förum og átti það áfall eftir að breyta miklu. Móðir hennar, sem þá var orðin heilsulítil, þurfti aðstoð við rekstur bús og heimilis og Emma kom móður sinni til aðstoðar. Hug- ur Emmu stóð þó til þess að fara til Reykjavíkur og halda áfram þar sem frá var horfið við klæðskeraiðnina en þá tóku örlögin í taumana, hún kynntist lífsförunaut sínum, Reyni Tómassyni, og vorið 1953 giftu þau sig og tóku við búskapnum í Eyvík, það var mikið gæfuspor. Af stórhug og framsýni byggðu þau upp jörð- ina og ráku stórbú um árabil. Emma og Reynir voru heiðruð af Búnaðarfélagi Gríms- neshrepps fyrir farsælan bú- skap. Emma var hvatamaður að stofnun Handprjóna- sambands Íslands og stofn- félagi þess, hún var líka mikil kvenfélagskona og heið- ursfélagi í Kvenfélagi Gríms- neshrepps. Emma sat í full- trúaráði Kvenréttindafélags Íslands, var í sóknarnefnd Stóru-Borgarkirkju og með- hjálpari. Emma og Reynir voru frumkvöðlar í ferðaþjón- ustu bænda. Útförin fer fram frá Skál- holtsdómkirkju í dag, 17. júlí 2020, klukkan 14. Tómas Sigur- tryggvason frá Litlu-Völlum í Bárðardal. Börn Emmu og Reynis: 1) Steinunn, f. 11.2. 1954, d. 29.1. 1984, m. Pétur Hauksson, þau skildu. Börn þeirra: 1.1. Guð- mundur Kristinn, m. Sólveig Wium, börn: Svanhvít Birta, Steinunn Embla og Máni Þór. 1.2. Reyn- ir Viðar, m. Duan Buakrathok, barn þeirra er Reynir Aron, sonur Duan er Auðunn. 2) Sig- rún, f. 16.10. 1955, m. Þór- arinn Magnússon, f. 31.12. 1955. Börn þeirra: 2.1 Lilja Nótt, m. Ólafur Gauti Guð- mundsson, börn: Emma Björg og Birta Sigrún. 2.2. Magnús, m. Hallgerður Lind Kristjáns- dóttir, börn: Sóley Karen, Þór- arinn og Birkir Orri. 3) Kol- Elskuleg tengdamóðir mín, Emma Kolbeinsdóttir, lést 3. júlí. Emma var sterk og ákveðin, heiðarleg, víðsýn, afburðagreind og stórhuga. Henni var margt til lista lagt; hún var hagmælt, góð- ur ræðumaður, hún hannaði og saumaði föt og prjónaði lopapeys- ur. Allt lék í höndum hennar og sjaldan féll henni verk úr hendi. Emma var glæsileg, flott í tauinu og smart. Hugur ungrar Emmu stóð til þess að verða fullnuma í klæðskeraiðn og setjast að í Reykjavík en örlögin höguðu því þannig að hún settist að á bernskuslóðunum og tók við búi foreldra sinna við skyndilegt frá- fall föður síns. Emma sagði ein- hvern tíma frá því að þá hefði hún beðið Guð sér til hjálpar þó svo að hún væri ekki alla jafna að rella í honum Guði. Það birti upp í lífi hennar þegar hún kynntist lífs- förunaut sínum, Reyni Tómas- syni. Ég kynntist þeim heiðurshjón- um Emmu og Reyni vorið 1979, þegar Kolbeinn, einkasonur þeirra hjóna, kynnti mig fyrir til- vonandi tengdaforeldrum. Heim- ilið bjart og fallegt, fagurt hand- verk og blómstrandi blóm hvert sem litið var. Þau voru myndar- leg hjón á miðjum aldri, útitekin, frískleg og frjálsleg í fasi. Okkur varð strax vel til vina og sú vin- átta óx og dýpkaði með árunum. Emma og Reynir voru samstiga og samhent þótt ólík væru. Þau gengu til jafns í öll verk og mikil var vinnusemi þeirra og dugnað- ur. Um leið og rafmagnið kom í Eyvík, árið 1964, hófu þau bygg- ingu á 40 kúa fjósi með mjólk- urhúsi, hlöðu og vélageymslu. Þremur árum síðar byggðu þau stórt og mikið íbúðarhús. Vel var vandað til verka, allir hlutir þaul- hugsaðir, þetta var og er mikið afrek! Emma og Reynir ráku myndarbú alla tíð. Líf þeirra var farsælt og fallegt en þau fóru ekki varhluta af áföllum. Árið 1983 veiktist eldri dóttir þeirra, Steinunn, þá 28 ára gömul, af hvítblæði og lést ári síðar frá tveimur ungum sonum. Áfallið var mikið, næstum óbærilegt, en lífið hélt áfram. Emma og Reynir nutu útivist- ar og höfðu gaman af því að ferðast. Á áttræðisaldri gengu þau Fimmvörðuháls frá Skógum í Þórsmörk. En svo dró ský fyrir sólu: Reynir lést eftir stutt en erfið veikindi árið 2001. Emmu fór að daprast sjón og 92 ára var hún nánast orðin blind, hún datt og lærbrotnaði og í kjölfarið flutti hún á Kumbaravog. Emmu líkaði vistin vel, gott starfsfólk, góður matur á borðum og þar eignaðist hún góða vini. Emma náði sér og var farin að spássera með göngu- grind fjórum mánuðum eftir lær- brotið. En svo gerðist það skyndilega, nánast fyrir- varalaust, að ákveðið var að loka Kumbaravogi. Heimilisfólkið var sent sitt í hvora áttina. Þessir hreppaflutningar voru Emmu af- ar þungbærir, hún saknaði vina sinna frá Kumbaravogi. Emma fór til dvalar á Hjúkrunarheim- ilið Ljósheima á Selfossi þar sem hún naut góðrar umönnunar og dó södd lífdaga og sátt við lífs- hlaup sitt. Við leiðarlok vil ég þakka tengdamóður minni og vinkonu samfylgdina og vinátt- una, ástina og umhyggjuna. Minning um yndislega tengda- foreldra lifir og lýsir um ókomin ár. Það er mikil gæfa að hafa kynnst þessu góða fólki og átt með því samleið um stund. Ástar- kveðja. Guðrún Bergmann Vilhjálmsdóttir. Emma Kolbeinsdóttir ✝ Geirrún Mar-sveinsdóttir fæddist á Suð- urgötu í Hafnar- firði 2. ágúst 1938. Hún lést 5. júlí 2020 á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi. Foreldrar henn- ar voru Marsveinn Jónsson, f. 25. okt. 1897 í Ranakoti á Stokkseyri, d. 8. mars 1984, og Sólveig Sigurbjörg Guðsteins- dóttir, f. 15. des. 1905 á Kringlu í Grímsnesi, d. 12. apríl 1988. Geirrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Álfaskeiði 28 í Hafn- arfirði ásamt sex systkinum, sem voru: Haukur, f. 1925, Val- gerður, f. 1926, Bragi, f. 1929, Synir Geirrúnar og Gunnars eru: 1) Gunnar Grétar, f. 8. nóv. 1960, eiginkona Hrafnhildur Kristjánsdóttir, f. 10. jan. 1967. Börn þeirra eru Kristín Rún, f. 5. okt. 1997, og Hannes Ísberg, f. 23. maí. 2003. 2) Baldur Þór, f. 17. sept. 1966, eiginkona Sigrún Hauksdóttir, f. 12. jan. 1968. Börn þeirra Guðrún Ósk, f. 27. des. 1993, og Gunnar Geir, f. 29. sept. 1998. 3) Rúnar Geir, f. 13. okt. 1973, barnsmóðir Bryndís Alexandersdóttir, f. 26. júní 1980. Dóttir þeirra er Kolfinna Mist, f. 8. ágúst 2000. Geirrún og Gunnar hófu sinn búskap á Miklubraut 7 í Reykja- vík. Þar bjuggu þau fyrstu þrjú árin en fluttu svo á Kleppsveg 40 árið 1960. Árið 1966 fluttu þau á Lindarbraut 6, þar sem þau ólu upp drengina sína þrjá, en fluttu á Nesbala 46 árið 1986. Geirrún var húsmóðir, sá um heimilið og drengina. Útför Geirrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 17. júlí 2020, klukkan 13. Guðrún, f. 1930, Bára, f. 1931, og Baldur, f. 1933. Geirrún var því sjö- unda í röðinni af systkinahópnum. Hinn 26. janúar 1957 kynntist Geirrún eig- inmanni sínum, Gunnari Kristjáni Gunnarssyni, f. 18. feb. 1938 í Vest- mannaeyjum, þegar þau hittust í sjoppu sem var við Kirkjustræti í Reykjavík. Á þeim tíma bjó Geirrún í Barmahlíð í Reykja- vík. Hinn 31. janúar 1958 trúlof- uðu Geirrún og Gunnar sig og rúmu ári síðar, hinn 26. desem- ber 1959, giftu þau sig. Í dag kveð ég eiginkonu mína Geirrúnu Marsveinsdóttur en hún notaði nafnið Rúna dags daglega. Samvera okkar náði 63 árum án áfalla. Ágætis verka- skipting var á heimilinu, hún sá um liti, röðun hluta, fékk sér naglaleyfi til að hengja upp myndir, stjórnaði fjölskylduhitt- ingum og var ekki mikið að biðja um aðstoð. En þegar við vorum að koma okkur upp íbúð- um var hún fyrst allra til vinnu í steypu og ryki. Í blóma- og jurtarækt var hún snillingur og vildi sjá sjálf um klippingar og snyrtingar en ég fékk að sjá um grasið, það var nógu einfalt. Hún ræktaði öll blóm garðs okkar en lét fljóta með beð í kirkjugörðum ættingja og gaf vinum og fjöl- skyldu. Vinir sona okkar áttu greiðan aðgang að heimili okkar og ég finn hvað þeir voru miklir vinir hennar. Eitt árið þegar einn sonanna var í námi í Skotlandi áttu þeir til að koma og fá sér pylsu, þeim fannst hún vera snillingur að grilla pylsur og þeir voru alltaf velkomnir. Það kom fyrir að þeir fengu lykil að okkar híbýlum til að komast á öruggan stað eftir góð kvöld. Smádýr af öllu tagi voru í gæslu og umönnun hjá henni. Að passa fugla í hreiðrum og láta mig veiða mús á heimilinu í músahótel til að geta svo sleppt henni í náttúrunni og tala við alla hunda sem hún mætti var alla tíð í hávegum. Nú er ég skilinn eftir án nokkurar kunnáttu á hennar sviðum en það reddast. Við strákarnir munum halda garði hennar skammlausum, við kom- umst ekki á hærra stig en það. Hún á það inni hjá okkur að verðlaunagarðurinn verði okkur feðgum ekki til skammar. Í huganum hef ég farið yfir yndislegan tíma sem víð áttum saman með strákunum þremur og þakka það, ástarkveðjur. Gunnar. Mig langar í fáum orðum að minnast mömmu og þakka fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún sýndi mér, minni fjölskyldu og öllum okkar vinum. Ef einhverjum var treystandi þá varst það þú mamma mín. Það sem henni var sagt eða treyst fyrir það vissi ég að færi aldrei lengra. Þú hefðir kannski mátt skamma mig einhvern tímann en þú varst alltaf svo góð. Ef þér mislíkaði eitthvað sem ég gerði þá sýndir þú það aldrei. Krafturinn sem þú hafðir að geyma var ótrúlegur, hvert matarboðið á fætur öðru og þáðir enga aðstoð við, við vor- um gestirnir alla tíð. Það er fyrst núna sem við feðgar erum að átta okkur á allri vinnunni við að setja upp og viðhalda verðlaunagarði ykkar á Nes- balanum, þvílíkt meistaraverk ásamt fallegu heimili. Meiri náttúru- og dýrakonu er erfitt að finna, sama hvaðan dýrin komu. Þú varst vakin og sofin yfir öllu lífi sem var þér efst í huga og klárlega á undan þinni samtíð hvað varðar gróð- ur, eitur var ekki notað í garði Rúnu. Lífsvilji hennar var með ein- dæmum og hún lét okkur halda lengi vel að allt væri í himnalagi en hún vissi að hverju stefndi núna síðustu daga og tók hún því af miklu æðruleysi. Það var gott að fá að segja henni að við elskuðum hana og það var gott að fá að halda í höndina á henni þegar hún kvaddi svo falleg og frið- sæl. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Hinsta kveðja. Þinn sonur, Baldur Þór. Í dag kveðjum við Rúnu, ástkæra tengdamóður mína. Nú ertu komin í Sumarlandið og laus við allar þjáningar. Systkini þín og foreldrar hafa tekið á móti þér opnum örmum. Minningarnar eru margar og góðar enda samveran mikil á þessum 27 árum sem ég hef verið svo heppin að fá að til- heyra fjölskyldunni. Ég kom inn í fjölskylduna 1993 þegar við Gunnar Grétar kynntumst. Mér var afskaplega vel tekið af ykkur Gunnari. Alltaf voru þið reiðubúin að rétta hjálparhönd með hvað sem var. Þegar börnin fæddust varstu okkur ávallt innan hand- ar ef okkur vantaði pössun. Ég sá það fljótt að þú varst með græna fingur enda ber garðurinn þess merki. Hann er mjög fallegur og vel hirtur með margs konar fallegar plöntur og blóm. Það skyldi engan undra að þið fenguð verðlaun fyrir fallegasta garðinn á Sel- tjarnarnesi og það í tvígang. Þú varst iðin við að sá og rækta sumarblóm á hverju vori. Frá því að við Gunnar fór- um að búa færðir þú okkur sumarblóm og taldir aldrei eft- ir þér að setja þau niður fyrir okkur í potta. Enda sagðist þú eiga allan heimsins tíma, annað en við útivinnandi fólkið. Minningar um ánægjulegar fjölskyldustundir á Nesbalan- um koma upp í hugann yfir dýrindis kræsingum sem þú reiddir fram enda varstu góður kokkur og bakaðir dýrindis kökur. Maður kom aldrei að tómum kofanum hjá þér. Ef það var ekki nýbökuð kaka þá áttir þú alltaf einhverjar kræs- ingar í ísskápnum. Það má segja að eldhúsið og garðurinn hafi verið þitt og þar varst þú á heimavelli. Þú fórst oft síðla sumars að tína sveppi sem þú notaðir í „bestu“ sveppasósuna. Ég fór nokkrum sinnum með þér til að læra af þér. Þær stundir voru mjög ánægjulegar og við skemmtum okkur vel. Ég er þér ætíð þakklát fyrir þína leið- sögn. Það var mjög notalegt að koma og heimsækja þig. Við gátum spjallað saman um allt milli himins og jarðar. Þegar þú sagðir mér sögur frá æsku- stöðvum þínum, Hafnarfirði, sá maður glampa í augum þínum. Greinilega áttirðu góðar minn- ingar þaðan. Hafnarfjörður átti sinn sess í þínu hjarta. Elsku tengdamamma takk fyrir allt. Minningarnar lifa í hjörtum okkar. Smávinir fagrir, foldarskart, Fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. - hægur er dúr á daggarnótt, – dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson) Þín tengdadóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast elskulegrar tengda- móður minnar og þakka henni fyrir alla þá ást og tryggð sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Á kveðjustund koma margar fallegar minning- ar upp í huga mér. Umhyggja, góðvild og örlæti var aðals- merki hennar. Fyrir um 35 ár- um hitti ég Rúnu í fyrsta sinn og auðvitað var hún úti í garði á Lindarbraut 6 að klippa tré, en garðrækt og blóm var eitt af helstu áhugamálum hennar. Hún vissi fátt betra á góðum degi en að vera úti að snyrta og gera garðinn sinn fallegan enda fékk hún viðurkenningu fyrir fallegan garð frá Seltjarnar- nesbæ. Rúna var sannur dýra- vinur og ég segi að öll dýrin á Seltjarnarnesi hafi misst mikið þegar hún kvaddi. Hver önnur en Rúna vakti heilu og hálfu næturnar á fallegum sumar- nóttum til að vernda hreiður fullt af ungum í því skyni að passa upp á að kisurnar í hverf- inu kæmust ekki í það því það skyldi ekki gerast í garðinum hennar Rúnu. Fyrir ekki svo löngu komst lítil mús inn til Rúnu og allir sögðu henni að setja upp músagildru en það tók hún alls ekki í mál. Músin skyldi fara lifandi út af hennar heimili, sem og hún gerði að lokum. Ekki leið sá vetur að Rúna setti ekki út epli og fugla- korn til að passa upp á að litlu fuglarnir fengu örugglega að borða í frostinu. Hún elskaði öll dýr og frá því að ég kynntist henni hefur hún alltaf átt hund en mikið hafa þeir hundar verið heppnir að vera hjá henni því enginn hugsaði eins vel um hundana sína og Rúna, öll dýr voru vinir hennar. Rúna var mikil blómakona með fallegt blómahús í garðinum sínum þar sem hún sáði og ræktaði sum- arblóm og margt annað. Á hverju sumri síðan ég byrjaði að búa hefur hún komið fær- andi hendi með fullt af fallegum sumarblómum sem hafa prýtt garðinn minn. Ekki leið sá af- mælisdagur hjá mér frá því að við Rúna kynntumst að hún stæði ekki á tröppunum hjá mér færandi mér fallegan blóm- vönd. Rúna var aldrei að trana sér fram eða troða á öðrum og lét ekki mikið fyrir sér fara. Hún gaf frekar en þáði en hafði þó skoðanir á mönnum og mál- efnum. Rúna var yndisleg tengdamamma og það voru for- réttindi að hafa hana sem tengdamömmu. Það verður mjög tómlegt að hafa þig ekki lengur hjá okkur, elsku Rúna mín, en ég ætla að trúa því að þú sért farin að sjá um blómin í Sumarlandinu umvafin dýrum og englum. Nú þegar komið er að kveðjustund er þakklæti fyrir góð kynni mér efst í huga. Þótt líkaminn væri farinn að bregð- ast Rúnu síðustu vikurnar hélt hún andlegri reisn allt fram á síðasta dag. Ég er þakklát fyrir að hafa náð að þakka henni fyr- ir allt það sem hún var mér og kveðja hana á dánarbeði. Takk fyrir allt, elsku Rúna mín, ég kveð þig með söknuði, minning um góða konu mun lifa. Guð blessi minningu þína. Sigrún Hauksdóttir. Elsku amma okkar. Takk fyrir allt sem þú gafst af þér, hreinskilni þína, jákvæðni og alla þá þekkingu sem þú gafst okkur. Þú kenndir okkur að gefast aldrei upp og horfa björtum augum á lífið. Þú vildir alltaf öllum afskaplega vel og þvílíkur dugnaðarforkur sem þú varst. Það er svo ótrúlega margt sem við erum þakklát fyrir. Þar má nefna hversu lán- söm við vorum að búa nálægt þér og afa. Það var stutt að hlaupa yfir í næstu götu og allt- af tókstu á móti okkur með opnum örmum. Ætíð varstu bú- in að baka köku, með heitt á könnunni, og við spjölluðum um lífið og tilveruna. Það var dýr- mætt að fá að veita hjálparhönd í fallega garðinum þínum undir leiðsögn þinni fyrr í sumar. Þú Geirrún Marsveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.