Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 ✝ Héðinn Jón-asson fæddist 20. júlí 1947 á Rif- kelsstöðum 2, Eyja- fjarðarsveit. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. júlí 2020. Foreldrar hans voru Jónas Hall- dórsson, f. 9. nóv- ember 1903, d. 5. febrúar 1987, og Þóra Kristjáns- dóttir, f. 9. maí 1909, d. 25. apríl 1995. Systkini Héðins eru: Mars- elína Gunnur, f. 1933, Kristján Halldór, f. 1937, d. 1998, Gunn- ar, f. 1939, d. 2020, Hlynur, f. 1944, d. 2019, drengur (tvíbura- bróðir Héðins), f. 1947, látinn sama dag, og Sigurður Hreinn, f. 1954. Héðinn ólst upp á Rifkels- stöðum og gekk í barnaskólann á Laugarlandi. Hann tók virkan þátt í bústörfum, hafði sterkar taugar í sveitina og leið hvað best þar. Veturinn 1963-1964 stundaði hann nám við Mið- skóladeild Menntaskólans á Ak- ureyri og lauk þaðan landsprófi. Árið 1966 hóf Héðinn nám í málaraiðn hjá Guðvarði S. Jóns- syni. Hann lauk meistaraprófi og starfaði alla tíð sem mál- arameistari. Héðinn var virkur félagi í Lionsklúbbi Akureyrar um áratuga skeið. Hann var áhugasamur um verkefni og félagsskap innan klúbbsins og eignaðist þar marga góða vini. Héðinn hafði mikinn áhuga á ferðalögum, sérstaklega innan- lands, landafræði og stað- háttum. Þess naut hann í góðum félagsskap fjölskyldu og vina. Útför Héðins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 17. júlí 2020, klukkan 13.30. Héðinn kvæntist 30. ágúst 1969 eig- inkonu sinni, Jó- hönnu Ósk Gunn- arsdóttur sjúkraliða, f. 21. febrúar 1948. Dæt- ur þeirra eru: 1) Hanna Björg, f. 13. október 1981, gift Jónasi Valdimars- syni, f. 1974, börn þeirra eru Elva Ósk, f. 2012, og Halldór Birkir, f. 2015. 2) Þórunn Sif, f. 12. júlí 1990, gift Símoni H.Z. Valdi- marssyni, f. 1980. Tvíburasynir þeirra eru Jóhann Hlynur og Pétur Óli, f. 2019. Dóttir Sím- onar af fyrra hjónabandi er Katrín Emma, f. 2009. Héðinn og Jóhanna bjuggu öll sín bú- skaparár á Akureyri. Elsku pabbi. Stundin sem ég hef kviðið fyrir lengi er komin og eftir sit ég með minningar einar saman. Tárin trítla niður kinnarn- ar öðru hvoru en þess á milli skríða brosin fram. Það verður erfitt og skrýtið að geta ekki knúsað þig, haldið í stóru hend- urnar þínar og gefið þér nebba- koss, sem var okkar merki. Þú kenndir mér heilan helling sem ég mun búa að alla tíð. Eitt af því fyrsta sem þú kenndir mér var stundvísi og samviskusemi, mað- ur á alltaf að mæta á réttum tíma og ganga frá sínu verki almenni- lega, þú vildir ekkert fúsk við hlutina, enda þekktur fyrir góða vinnu. Þú varst hagleiksmaður og merki um það eru Skýjaborgir, sumarbústaður fjölskyldunnar. Þar áttum við góðar stundir og öllum leið vel þar. Þú gast hins vegar sjaldan setið kyrr heldur varstu alltaf eitthvað að dunda og dytta að. Sveitin átti stóran hlut í hjarta þínu og þú varst mikill dýravinur. Þegar Bassi minn kom fyrst heim fleygðir þú þér á gólfið, klappaðir honum og talaðir við hann, þar hófst góð vinátta sem ég vildi að hefði enst lengur. Síð- asta árið varstu mikið rúmliggj- andi og vissi Bassi alveg hvar þú varst og lá hjá þér uppi í rúmi. Þér leið best í faðmi fjölskyldunn- ar, með öll barnabörnin í kringum þig og ekki skemmdi það fyrir ef góður matur var í boði og kannski smá viskídreitill í eftirrétt. Land og þjóð voru eitt af áhugamálum þínum. Þú áttir örugglega allar bækur sem hafa verið gefnar út um það og ég er viss um að þú kunnir nafnið á hverjum einasta skurði. Einu sinni vorum við tvö að keyra sam- an suður og þú spurðir mig út í nöfn bæjanna á leiðinni. Ég vissi náttúrlega ekki neitt en þú vissir allt! Þú hafðir gott auga og þegar mig vantaði hjálp við fataval leit- aði ég oft til þín því þú sagðir það sem þú meintir og meintir það sem þú sagðir. Líkt og eitt sum- arið þegar ég spurði þig um vinnu hjá þér, þá var svarið: „Nei Tóta mín, við gætum aldrei unnið sam- an.“ Eitt af því sem þú stóðst líka fast á var að þök sveitabæja ættu ekki að vera blá því það passaði ekki við náttúruna, þökin ættu að vera rauð. Mér fannst það alltaf skrýtin skoðun en þegar ég sé blátt þak hugsa ég til þín og verð æ meira sammála. Við vorum hins vegar ekki alltaf sammála um hlutina, enda bæði krabbar og þrjóskupúkar. Einhvern veginn varð það þegjandi samkomulag að vera sammála um að vera ósam- mála. Barnabörnin voru augastein- arnir þínir og áttirðu alltaf tíma fyrir þau til að lesa, spjalla, spila eða bara fylgjast með þeim í leik og starfi. Þú varst með þeim fyrstu til að koma á sjúkrahúsið þegar við systur eignuðumst börnin okkar og það fyrsta sem þú skoðaðir voru fingurnir á börn- unum og sagðir svo: „Já, þau eru með löngu fingurna mína!“ Þegar ég var ófrísk að tvíburunum varst þú handviss um að þetta væru tveir strákar, sem reyndist svo rétt hjá þér. Ég mun leggja áherslu á að segja strákunum sögur af þér og kenna þeim fras- ana þína, annars veit ég að þú fylgist montinn með okkur. Elsku pabbi, takk fyrir allt, ég elska þig. Þín pabbastelpa, Þórunn Sif og fjölskylda. Elsku pabbi minn. Það er uppáhaldsárstíminn þinn, bjartir dagar og bjartar nætur. Þetta ár- ið náðir þú ekki að njóta hans með okkur, síðustu vikur og mánuðir voru þér erfiðir bæði á sál og lík- ama. Þú, sterki pabbi minn, sem alltaf gast leyst vandamál, lagað hluti eða bara hent þeim og keypt nýtt ef þolinmæðin brast, hefur kvatt okkur. Hreinskiptni pabbi minn sem sagðir hlutina á þinn hátt, sanngjarnan en hnitmiðaðan og oftast með nokkrum velvöld- um blótsyrðum til að leggja áherslu á orð þín. Vinnusami pabbi minn sem mættir stundvís- lega í verkefnin þín og vannst þau á vandvirkan hátt, enda vinsæll meðal viðskiptavina. Laghenti pabbi minn sem áttir fullan bíl- skúr af verkfærum og naust þess að vinna með höndunum, bæði heima og í sumarbústaðnum sem þú byggðir fyrir okkur fjölskyld- una. Ákveðni pabbi minn sem lagðir okkur systrum lífsreglurn- ar af ástúð en festu svo að virðing okkar fyrir þér og mömmu hefur alltaf verið til staðar. Grallarinn pabbi minn með kaldhæðinn en góðan húmor sem unglingurinn ég skammaðist mín stundum fyrir ef vinir mínir urðu vitni að. Blíði pabbi minn sem naust þess svo að vera afi barnanna minna og leyfð- ir þeim að komast upp með nán- ast allt. Tryggi pabbi minn sem stóðst alltaf með mér, fjölskyld- unni og vinum þínum sem voru margir. Þið mamma stóðuð sam- an í tæplega 51 ár og gáfuð okkur systrum allt það besta sem völ var á. Það er stórt tómarúm eftir að þú kvaddir okkur en versnandi veikindi undanfarið tóku svo mik- ið af lífsgæðum þínum. Í hjarta mínu veit ég að þú hafðir enga þolinmæði eða eirð í þér til að vera sjúklingur sem þyrfti að vera öðrum háður, það var ekki þinn stíll, enda verið heilsuhraustur í gegnum tíðina. Þú varst orðinn saddur lífdaga miðað við þá heilsu sem þér var gefin síðustu miss- erin. Það breytir því þó ekki að missirinn er sár, tilfinningarnar sveiflast frá reiði yfir í sátt, gleði við tilhugsun um góðar minningar yfir í sorg vegna þess að við get- um ekki skapað fleiri minningar með þér, söknuð barnanna eftir afa með stóra faðminn sinn yfir í þá trú að afa líði betur núna. Minningarnar eru margar og lifa með okkur. Öll ferðalögin okkar innanlands og utan, landa- fræðin sem þú reyndir að koma í hausinn á okkur systrum enda fróður um menn, málefni og stað- hætti hvers konar. Góðir tímar í sumarbústaðnum okkar þar sem þú naust þín svo vel í sveitinni þinni. Aðstoðin og stuðningurinn sem þú og mamma hafið veitt mér og fjölskyldu minni gegnum tíð- ina. Hvernig þú orðaðir hlutina. Hvernig þú horfðir á Hvolpa- sveitina og naust þess að lesa með krökkunum. Þið Halldór náðuð sérstöku sambandi í gegnum áhuga ykkar á vélum og tækjum hvers konar. Þú fylgdist stoltur með Elvu, skólagöngu hennar og áhugamálum. Elsku pabbi minn, ég hef þá trú að þú sért laus við veikindi og vanlíðan. Ég hef þá trú að þú hafir fengið þrótt þinn og þrek aftur. Ég hef þá trú að það sé glatt á hjalla hjá ykkur bræðrum í Sum- arlandinu þar sem þið standið saman eins og þið gerðuð í lifanda lífi. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Hanna Björg og fjölskylda. Héðinn Jónasson  Fleiri minningargreinar um Héðinn Jónasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Bjarki Sigur-björnsson fæddist á Sjúkra- húsi Akraness 15. júní 1967. Hann lést á heimili sínu á Sandabraut 11 Akranesi 6. júlí 2020. Foreldrar hans eru Sonja F. Jóns- son, f. 2. júlí 1941, húsmóðir og verkakona, og Sigurbjörn Jóns- son, f. 3. desember 1938, hús- gagnasmiður og slökkviliðs- stjóri, lést á heimili sínu 13. ágúst 1994. Eiginkona Bjarka er Erla Linda Bjarnadóttir, f. 11. apríl 1973. Saman eiga þau dæturnar Sunnu Elísabetu, f. 18. júlí 1995, og Ástrós Sögu, f. 30. júlí 1998. Bræður Bjarka eru: 1) Hlyn- ur Máni, f. 13. júni 1962, á tvö börn með fyrri eiginkonu sinni Ragnhildi Sigurðardóttur, þau Sonju Björgu, f. 23. júní 1982, og Sig- urð Reyni, f. 29. maí 1986. Seinni kona Hlyns er Petrína Helga Ottesen, f. 10. júní 1959, börn hennar eru Dagný, Jón og Haukur Óli. Saman eiga þau soninn Sigurbjörn Kára, f. 21. febrúar 1994. 2) Leiknir, f. 1. september 1972, giftur Sigrúnu Þóru Theodórs- dóttur, f. 20. júní 1977. Börn hennar eru Rakel Rósa, Sólveig Erla og Friðbert Óskar. Saman eiga þau soninn Theodór Willy. Bjarki kláraði grunnskóla og hélt til náms í FVA á rafiðn- aðarbraut og útskrifaðist sem rafvirki. Hann vann við þá iðn alla tíð, bæði í eigin rekstri og hjá öðrum. Útför Bjarka fer fram í Akraneskirkju í dag, 17. júlí 2020, klukkan 13. Mikill er minn harmur að þurfa nú að kveðja þig í síðasta skiptið elsku Batti bró. Þú sem hefur verið hluti af lífi mínu frá fæðingu og aldrei leið sú vika að við ekki hitt- umst eða töluðum saman. Alltaf varst þú tilbúinn í horninu hjá litla bró ef eitthvað bjátaði á eða þurfti að aðstoða, jafnt í æsku sem og á fullorðinsárum. Stundum þótt þú værir ekki sammála eða fyndist ég nú vera að gera vitleysu stóðstu samt þétt við bakið á mér sama hvað á dundi, traustari bróður er ekki hægt að óska sér. Glaðlyndi var þér í blóð borið og stutt í grínið, fólki leið því vel í kringum þig. Barngóður varstu og veittir börn- um jafnan athygli og áhuga enda var Theodór Willy alltaf til í að kíkja í kaffi hjá Bjarka frænda í bláa húsinu. Það er huggun harmi gegn að ég tel þig hafa verið kall- aðan til æðri verka hjá almættinu en minning þín mun lifa hjá mér þar til mitt kall kemur. Þá höllum við okkur aftur, hlustum á Tvær stjörnur og fáum okkur einn kald- an. Vertu sæll kæri bróðir. Leiknir Sigurbjörnsson. Þú hefur alltaf verið í lífi mínu kæri frændi minn og nú ert þú far- inn. Hugurinn leitar til baka, ég er sjö ára á leið til útlanda í fyrsta sinn en ég held að ég hafi verið spennt- ari yfir komu þinni í heiminn held- ur en ferðinni til ömmu þinnar og afa í Danmörku. Þú fæddist daginn eftir að við fórum. Við bjuggum hlið við hlið en svo flutti ég og fjölskylda mín í Kópavog og þið fluttuð í húsið sem ég hafði búið í. Alltaf hafa verið mikil tengsl og mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar, við systk- inin komum oft til ykkar og þið bræður til okkar, enda eruð þið bræðurnir mikið meira en frændur mínir, meira eins og bræður mínir. Ég man þegar von var á Leikni bróður þínum, þig langaði svo í systur og hjónin á neðri hæðinni hjá þér höfðu nýlega eignast dótt- ur. Þú sagðir við mig, ég fer bara niður og skipti ef ég eignast bróðir. Það var allt gleymt þegar Leiknir fæddist og samband ykkar var mikið og náið. Þið Kjartan bróðir brölluðuð margt saman og ég fylgdist með ykkur. Þú stofnaðir fjölskyldu með Erlu og þið eignuðust tvær ynd- islegar dætur. Þú varst alltaf svo góður við strákana mína og ég veit að samband ykkar Björgvins var mikið og gott og þú varst svo ánægður þegar hann leitaði til þín með ráðleggingar varðandi raf- magn. Báðir strákarnir mínir hafa alltaf sagt það er bara einn Bjarki frændi, alltaf svo hress. Hvað segir uppáhaldsfrænka mín, var oft það fyrsta sem þú sagðir við mig og þessi orð geymi ég í hjarta mínu því mér þykir svo vænt um þau. Við töluðum oft sam- an í síma, þú varst duglegri að hringa í mig en ég í þig, en ég reyndi nú alltaf að hitta á þig þegar ég kom á Skagann. Undanfarin ár höfum við mamma þín farið saman til Dan- merkur, alltaf hringir þú til að heyra hvort það væri ekki gaman og hvort allt gengi vel. Ég kveð þig með söknuði, elsku frændi minn, og lofa að hugsa vel um mömmu þína sem er mér afar kær. Þín uppáhaldsfrænka, Hildisif. Elsku Bjarki minn. Það voru forréttindi að fá að þekkja þig og fylgja þér í lífinu. Ég kom í fjölskylduna fyrir næstum níu árum og þú tókst mér og börnunum mínum opnum örm- um og urðum við frá fyrsta degi nánir og góðir vinir. Berti minn var bara smástubbur þá og það sem hann elskaði að eignast nýjan frænda sem elskaði hann frá fyrsta degi og keypti sprengjur og veiði- dót með honum. Stelpurnar mínar voru þakklátar fyrir þig; biðu eftir að Bjarki kæmi í mat eða heimsókn því hann var svo skemmtilegur, alltaf að segja brandara og grínast! Takk fyrir að vera svona góður. Þér leiddist ekki að segja mér frá fallegu stelpunum þínum, Erlu konunni þinni og Ástrós og Sunnu, gullmolunum sem þú varst svo stoltur af. Þið Leikki minn voruð eins og tvíburar, alltaf saman. Sama hvað þið voruð að brasa voruð þið tveir og að hugsa til baka þá var ykkar bræðraást einstök. Þegar þú fréttir að Leiknir væri að verða pabbi er ég bara ekki viss hvor ykkar var glaðari! Þegar frændi þinn svo loks fæddist varstu fyrstur á svæðið að hitta frænda, sagðir svo alltaf að hann væri eins og þú – sami villingur- inn! Þú kallaðir Theodór Willy aldr- ei nafninu sínu heldur alltaf frændi og þegar þið hittust var alltaf heilsað með alls konar handabönd- um og táknum sem þið tveir höfð- uð búið til saman. Bjarki frændi var sá allra besti, gaf bestu gjafirnar að mati frænda; eitthvað með hljóðum eða vatni, og það hefði ekki skipt máli hvað það var því allt frá þér var best. Að setjast niður með fimm ára barninu sínu og útskýra að besti Bjarki frændi og uppáhaldsmað- urinn okkar sé orðinn stjarna er erfiðara en allt. Hann grætur og biður okkur bara að hringja í þig og hætta þessu. Ég mun passa að hann gleymi þér aldrei og muni alltaf vita hvað þú elskaðir hann mikið elskan; núna munt þú stjarn- an passa hann og okkur. Okkar á milli var mikill fífla- gangur og gaman þrátt fyrir að við værum ekki alltaf sammála – vor- um sammála um að það skipti ekki máli í lífinu. Tíminn sem ég fékk með þér er mér mjög dýrmætur. Tónleikarnir sem við fórum svo oft á saman því Leikki og Erla höfðu ekki sama smekk og við á tónlist. Ég er þakk- lát fyrir rúntana okkar, matarboð- in, tónleikana, pottaferðirnar, út að borða, ljótu jólagjafirnar okkar á milli sem þú notaðir allt árið og elskaðir þær sama hvað þær voru hræðilegar, fyrir að þú kallaðir mig mávu og ég þig máv. Ég mun gera mitt allra besta til að passa upp á fólkið sem þú elsk- aðir; Leikka minn, frænda þinn, mömmu þína, Erlu, Sunnu, Ástrós og alla hina. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Takk elsku mávur, ég mun alltaf elska þig. Þín Sigrún Þóra (máva). Elsku Bjarki minn. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja, ég er í áfalli. Þú komst inn í líf mitt sem einn skemmtilegasti kall sem ég hef hitt, gat hlegið endalaust að þér og með þér. Þú varst alltaf eitt- hvað að fíflast í mér, meira að segja bara í síðustu viku komum ég, amma og pabbi til þín og þú varst að djóka eitthvað í okkur og segja einhverja brandara og gera grín í ömmu. Fyrsta minningin sem mér dett- ur í hug um þig er þegar mamma segir við mig: „Berti minn, hann Bjarki vill að þú komir að sprengja sprengjur með sér,“ því þér fannst svo gaman þegar ég var að hafa gaman. Þarna vorum við bara tveir að leika okkur að sprengja saman og hlæja. Þetta segir eiginlega bara allt um hvernig manneskja þú varst, alltaf svo góður við allt og alla. Ég vildi óska að ég gæti fengið að spjalla við þig oftar, en að missa þig á afmælisdaginn minn var mér óbærilegt. Ég mun alltaf minnast þín líka á þessum degi. Elsku Bjarki, núna ertu á betri stað og ég get ekki beðið eftir að kíkja í kaffi og spjall þegar minn tími kemur! Takk fyrir allt. Þinn frændi, Friðbert Óskar (Berti). Elsku Bjarki minn. Er maður gengur í gegnum lífið kynnist mað- ur alls konar fólki, vinum og fjöl- skyldu, sumir ná til manns en aðrir ekki. Alveg síðan ég var lítill snáði hef ég alltaf tengt sterklega við þig. Þú varst svo skemmtilegur og áhugaverður frændi og alltaf til í allt. Bernskuminningar af Skagan- um eru mér ómetanlegar og varst þú stór hluti af þeim, alltaf til í að taka á móti mér og gefa mér at- hygli. Síðar meir, þegar ég var orð- inn fullorðinn sjálfur, var gaman að geta kynnst þér á nýjan hátt. Ég man sumarið 2004 þegar við áttum frábæran tíma saman heima hjá Kjartani með fjölskyldunni þinni. Þú tókst ekki annað í mál en að ég kláraði stúdentinn, áfangi hjá mér sem þú áttir klárlega þátt í að peppa mig í að klára. Ég kunni mik- ið að meta rósemd þína yfir lífinu og hversu jarðtengdur þú varst. Einn- ig var alltaf gaman að sjá hverju þú tókst upp á næst. Ég man að ég hló mikið að sturtunni sem þú keyptir sem var með innbyggðu útvarpi. Þú varst litríkur einstaklingur og það var einfaldlega gott að vera í návist þinni. Við hittumst kannski ekki jafn oft og ég hefði viljað síðustu ár- in nú þegar ég lít til baka. Það er nú samt þannig að fjölskylda manns býr líka innra með manni, og heldur maður henni nálægt sér þannig þrátt fyrir að samverustundirnar séu ekki eins margar. Þú munt ennþá lifa með okkur og get ég allt- af hugsað til þín og glaðst yfir því að þekkja þig. Þú gafst mér meira en ég geri mér grein fyrir. Svona er það með þá sem standa manni nærri; þeir lita veruleika manns og þú áttir stór pensilstrik í mínum. Mér þótti gríðarlega vænt um þig, takk fyrir að vera vinur minn, frændi og áhrifavaldur. Björgvin. Bjarki Sigurbjörnsson HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíldu í friði elsku Bjarki minn, minning þín lifir. Elsku Erla, Sunna, Ást- rós, Sonja, bræður og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur alla mína samúð. Minning um góðan dreng lifir Kær kveðja tengda- mamma, Kolbrún Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.