Morgunblaðið - 17.07.2020, Side 21

Morgunblaðið - 17.07.2020, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 ✝ Anna Ragn-heiður Ingv- arsdóttir fæddist í Reykjavík 28. nóv- ember 1926. Hún lést á Landspít- alanum 12. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Ingvar Sig- urðsson, f. 20. júlí 1885, d. 12. janúar 1951, og Marta Ein- arsdóttir, f. 2. maí 1896, d. 2. október 1953. Systkini Önnu Ragnheiðar voru Kristín Ingv- arsdóttir, f. 21. september 1922, d. 26. janúar 2018. Einar Ingvars- son, f. 23. maí 1924, d. 1. október 2009. Ingunn Ingvarsdóttir, f. 5. febrúar 1929, d. 29. september 2014, Bergljót Ingvarsdóttir, f. 5. september 1930. Anna Ragnheið- ur giftist Guðna Hannessyni, f. 4. apríl 1925, d. 30. desember 2016. Börn þeirra eru: 1) Ingvar Gunn- ar, sálfræðingur og skógarbóndi, f. 6. mars 1951, d. 19. júlí 2014. Laugavegi 20a í Reykjavík þar sem foreldrar hennar ráku versl- anir og saumastofu. Anna lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1946 og innrit- aðist í Háskóla Íslands sama haust þar sem hún stundaði nám í heimspeki og ensku. Ári síðar hélt hún til Englands og nam ensku og enskar bókmenntir við Háskólann í Leeds. Hún bjó síðan ásamt manni sínum í St. Andrews í Skotlandi þar sem Guðni stund- aði nám við háskólann. Eftir að þau hjónin fluttu heim árið 1951 tók Anna Ragnheiður við versluninni við Laugaveg 20 við fráfall móður sinnar. Þau hjónin stofnuðu eigin heildverslun árið 1970, G. Hannesson co., sem sér- hæfði sig í innflutningi á vörum fyrir olíufélög. Auk þess fluttu þau hjónin inn skó frá Ítalíu og ráku tvær skóbúðir ásamt dóttur sinni. Aðaláhugamál Önnu Ragn- heiðar voru lestur góðra bók- mennta og ferðalög en þau hjónin ferðuðust vítt og breitt um heim- inn en best undi hún sér í sumar- bústaðnum við Álftavatn þar sem hún dvaldi í æsku ásamt systrum sínum á sumrin. Útförin fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 17. júlí 2020, klukkan 13. Fyrri eiginkona Ingvars var Guðný Beck, þeirra dóttir er Anna Ragnheið- ur, f. 19. júní 1970, gift Pétri Vigni Reynissyni og eiga þau þrjú börn, Ingv- ar, Lilju og Baldur. Seinni eiginkona Ingvars er Bryndís S. Guðmundsdóttir, f. 24. janúar 1955, dóttir þeirra er Védís Sigríður, f. 1. desember 1998. 2) Rósa Marta, íslenskufræðingur og framhalds- skólakennari, f. 1. desember 1955. Fyrri sambýlismaður henn- ar er Vignir Bergmann og eiga þau soninn Magnús Kára, f. 11. maí 1975, eiginkona hans er Drífa Magnúsdóttir og eiga þau þrjár dætur, Rósu, Birnu og Vig- dísi. Seinni sambýlismaður Rósu er Jón Þór Guðmundsson og eiga þau soninn Arnar Guðna, f. 3. maí 1989. Anna Ragnheiður ólst upp á Í dag kveðjum við magnaða og frábæra konu sem ég var svo hepp- in að fá inn í líf mitt fyrir næstum 20 árum. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til Önnu, þakklát fyrir matarboðin, ferða- lögin, kaffispjallstundirnar og heimsóknirnar og lífsgleðina henn- ar. Það var alltaf mikið hlegið þar sem Anna kom og hún hafði þau áhrif á alla, unga sem aldna. Það var ekkert málefni sem ekki var hægt að ræða við Önnu, hún virtist hafa áhuga og skoðanir á öllu. Anna var stórkostleg fyrirmynd sem ég veit að mun lifa í hjörtum dætra okkar sem ég vona svo inni- lega að muni læra að njóta lífsins eins og langamma þeirra gerði, hún lagði metnað sinn í allt sem hún tók sér fyrir hendur, lét verkin tala, var óhrædd að vaða í hvaða verkefni sem var. Oftar en ekki var hún mætt á undan öllum öðrum að mála, hreinsa niðurföll, klippa trén eða hvað annað sem hún sá að þurfti að gera. Kraftmikil, kát og hress, alltaf til í partí og ferðalög og kunni að njóta lífsins alla leið, það var Anna í Álfheimum. Takk fyrir allt elsku Anna, minning þín lifir! Drífa Magnúsdóttir. Þegar ég kynntist Önnu tengda- móður minni upp úr 1980 fann ég strax hve umhugað henni var um sitt fólk. Hún opnaði heimili sitt í Álfheimum fordómalaust fyrir þeim sem hennar fólk valdi og gerði þeim gott. Þangað höfum við öll alltaf verið velkomin. Fjölskylduboðin, kaffiboðin, kaffi- innlitin hafa verið óteljandi í gegn- um árin. Alltaf velkomin og ekki í eitt einasta skipti hef ég fundið fyr- ir því að konan í húsinu sé ekki í stuði til að fá gesti. Börnin, barna- börnin, langömmubörnin og tengdabörnin – öll höfum við sótt í að koma í Álfheima. Alltaf var Anna tilbúin með alls konar góð- gæti allt eftir því hver var að koma í heimsókn, snúðar fyrir suma, kaffi fyrir aðra, vöfflur, pönnu- kökur, klattar, dýrindis matur og drykkur. Hvernig hafði þessi smá- gerða fínlega kona kraft í þetta allt? Ofan á allt var hún hrókur alls fagnaðar á mannamótum og gat vakað langt fram á nótt og lét ekk- ert undan síga þrátt fyrir að vera komin á tíræðisaldur. Henni fannst ómögulegt ef menn vildu fara að sofa í miðju kafi. Samt ekkert stjórnleysi – alltaf við stjórn – dugnaðarforkur – stór persóna. Hún fylgdist alla tíð vel með þjóð- málum, hafði ákveðnar skoðanir og skarpa sýn. Vissi sínu viti um mannlegt eðli, var næm og skarp- greind. Alltaf var bók nálægt henni – alveg fram á síðasta dag. Hún fylgdist með Kiljunni og las flestar nýjar bækur, hafði skoðanir og var besti vinur bókasafnsins í Sól- heimum. Bókmenntagagnrýni hennar var treystandi. Það sem henni fannst ekki gott var heldur ekki gott. Anna var mikill ferðalangur. Hún fór til mennta í Englandi eftir stúdentspróf þegar hún var ung og ólofuð. Með Guðna manni sínum flutti hún til Skotlands og dvaldi þar á meðan hann menntaði sig. Síðar ferðuðust þau saman m.a. vegna verslunarreksturs þeirra en einnig í leit að ævintýrum og þekk- ingu á heiminum. Þau ferðuðust líka mikið innanlands. Hún mundi öll þessi ferðalög og sagði oft frá þeim af mikilli þekkingu og mundi allt. Hún hélt áfram að ferðast eftir að Guðni hafði ekki heilsu til. Þær Rósa dóttir hennar hafa ferðast mikið saman hin síðustu ár og það hefur verið unun á að horfa hvernig þær verða eitt á ferðalögum og svo innilega sammála um hvernig skuli njóta lífsins. Sumarið 2019 kom Anna með okkur fjölskyldunni á Austfirði og keyrði um leið allan hringinn með Rósu. Ég var svo heppin að fá að fara með þeim mæðgum síðustu ferð Önnu til út- landa til Verona á Ítalíu í október 2019. Hún var 93 ára og lét hvorki aldur né krankleika í beinum koma í veg fyrir að hún nyti ferðarinnar. Hún var allan tímann jákvæð og áköf í að njóta. Hún gekk og gekk, fleiri kílómetra á dag og var hrókur alls fagnaðar þegar sest var niður og pantað öl eða hvítvín og góður matur jafnvel seint að kvöldi. Það er sannarlega skarð fyrir skildi fyrir okkur sem eftir erum að Anna sé farin – líklega yfir á annað tilverustig og því trúi ég að hún hitti þar sitt fólk og verði umvafin ástu og blessun. Takk, elsku Anna, fyrir allt það dýrmæta sem þú hef- ur gefið. Minning þín lifir. Bryndís S. Guðmundsdóttir. Það er erfitt að skrifa um ömmu því minningaranar eru óendanleg- ar. Það var engin eins og hún, síkát, hlý og hafði svo mikla útgeislun. Þær voru ófáar stundirnar sem ég dvaldi hjá ömmu og afa þegar ég var barn. Ég naut þess að vera hjá þeim í Álfheimum og gisti þar oft um helgar og tók jafnvel köttinn minn með mér, sem ömmu fannst sjálfsagt. Það var nefnilega þannig með ömmu að hún tók þátt í hvaða vitleysu sem manni datt í hug og studdi mann heilshugar. Ég var uppátækjasamt barn og frekar orkumikil er mér sagt en hún hló bara með mér og leyfði mér ým- islegt. Man eftir að hún leyfði mér að farða sig fyrir bíóferð þar sem hún fór með okkur Magga að sjá Súperman. Hún var með þykkt lag af augnskugga og kinnalit í bíóinu, mér þótti hún svo fín en hún fékk fyrirmæli frá okkur Magga um að hlæja ekki í bíó því hún hló svo hátt en auðvitað hlustaði hún ekkert á það. Einnig mátti hún ekki hnerra því enginn hnerraði eins og hún, það heyrðist ekki „ahh-tjú“ eins og hjá flestum heldur „ahh-timmý“. Maður fann það virkilega hvað hún naut þess að vera með okkur. Amma gat nú verið pínu utan við sig, alltaf var hún að leita að gler- augunum sínum og einu sinni gerð- um við dauðaleit að seðlaveskinu hennar sem reyndist vera inni í ís- skáp að lokum. Svo man ég að hún kom til mín upp á spítala þegar hálskirtlarnir voru teknir og hún, skókaupmaðurinn sjálfur, var í sitthvorum skónum! Þessu höfum við oft helgið að síðan. Ömmu þótti gaman að bjóða fólki heim og halda veislur, hún sá um marga stóra áfanga í mínu lífi, skírnarveislu, fermingarveislu, stúdentsveislu og útskriftarveislu úr háskólanum enda vildi ég ekki hafa það öðruvísi. Eftir að ég varð fullorðin höfum við amma átt sérstakt samband, mér þótti svo gott að koma til hennar í spjall og notalegheit. Hún var alltaf með opin faðminn og hugsaði vel um sitt fólk. Við skemmtum okkur svo vel saman, fórum saman í helgarferðir til út- landa í seinni tíð og skemmtum okkur stórkostlega, öll hláturs- köstin sem við höfum fengið vegna einhverrar vitleysu eru ógleyman- leg. Hún var ekki bara amma mín heldur ein af bestu vinkonum mín- um. Amma var mikil félagsvera og átti mikið af vinkonum sem hittust oft. Einnig ferðuðust hún, afi og Rósa um allan heim og í fyrra fór hún í sína síðustu utanlandsferð, til Ítalíu. Það var alltaf gleði og fjör í kringum ömmu, algjör stuðpinni og hún virkilega naut lífsins. Það sem háði henni mest síðustu árin var heyrnin og henni fannst hún ekki geta tekið eins mikinn þátt í umræðum og áður. Þetta vor og sumar var henni erfitt og einnig fyrir okkur sem elskum hana. Hún var tilbúin að kveðja okkur og halda ferðinni áfram. Ég trúi að pabbi og afi taki vel á móti henni og fái að njóta hlýs faðms hennar. Guð hvað ég á eftir að sakna þín elsku amma, góðu lyktarinnar af þér, faðmsins þíns og allra gæða- stundanna í Álfheimum og á Álfta- vatni. En hvað ég er heppin og þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í 50 ár og svo stolt yfir að hafa fengið að bera nafn þitt. Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir yngri. Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir ✝ HallgerðurGunnarsdóttir fæddist á Þórshöfn 24. maí 1929. Hún lést á Öldr- unarheimilinu Hlíð 11. júlí 2020. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Jónsson, f. 24. sept- ember 1879, d. 25. febrúar 1940, og Steinunn Sigurðar- dóttir, f. 25. mars 1908, d. 1995. Systkini hennar eru Hrefna, f. 21. ágúst 1931, d. 30. janúar 2001; Guðrún Sigþrúður, f. 16. maí 1933, d. 4. febrúar 2020; Sigríður Kristín, f. 4. maí 1939; Guðný María, f. 23. mars 1944, d. 26. júní 2011. Eiginmaður hennar var Hannes Arnar Guðmundsson, f. börn þeirra eru Hulda Björg, Gunnar Berg og Arnar Berg. c) Björg Jónína, maður hennar er Viðar Geir Sigþórsson, börn þeirra eru Gunnar Egill og Una Björk. d) Stella, maður hennar er Þór Vilhjálmsson, börn þeirra eru Ægir Daði, Helga Hrund og Villa Ragna. 3) Krist- ín, f. 29. september 1953, börn hennar og Gunnars Krist- inssonar, fyrrverandi eigin- manns, eru a) Kristinn Arnar, maki Harpa Kristjánsdóttir, dóttir hans er Rebekka Rut. b) Jónína Fjóla, dóttir hennar er Kristín Emilía. c) Brynja Stein- unn, maður hennar er Valdimar Baldvinsson, börn þeirra eru Eva Laufey, Gunnar Bjarki og Baldvin Kristinn. 4) Sigurður, f. 25. september 1968, kvæntur Guðbjörgu Henningsdóttur, börn þeirra eru a) Brynjar Arn- ar. b) Guðrún Dagný. c) Ívar Bjarki. d) Gerður Björk. e) Guð- björg Inga. Útför Hallgerðar fer fram frá Glerárkirkju í dag, 17. júlí 2020, klukkan 10.30. 22. júlí 1930, d. 21 október 2019. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur Jón, f. 10. apríl 1949, kvænt- ur Mörtu Páls- dóttur. Dætur þeirra eru a) Elísa- bet, hennar maður er Guðni Sigur- bjarnason og eiga þau Aron Bjarka, Kjartan og Sunn- evu. b) Gerður, synir hennar eru Anton Josiah og Nataniel Leo. 2) Gunnar, f. 13. október 1951, kvæntur Rögnu Gunn- ardóttur. Börn þeirra eru a) Hallgerður, maður hennar er Jón Ragnar Jónsson, börn hennar eru Valgerður og Ragn- ar. b) Hannes Arnar, kona hans er Dóra Sif Sigtryggsdóttir, Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma Hallgerður. Ég lít yfir liðinn tíma og efst í huga mér er þakklæti fyrir þau for- réttindi að hafa unnið á Hlíð, sem var heimili þitt síðastliðin ár. Það verða ekki allir þess að- njótandi að hitta ömmu sína á hverjum degi, geta gefið henni knús og spjallað um daginn og veginn. Þú spurðir frétta af fólk- inu þínu í Grímsey og hvernig hefði gengið á sjónum hjá pabba og hvernig hefði fiskast þann daginn. Þú hafðir alla þína tíð mikinn áhuga á veðrinu og fylgdist með veðurfari alveg fram á síðustu stundu, hefðir örugglega orðið mjög góður veðurfræðingur. Ég minnist margra góðra stunda í Grímsey sem krakki, alltaf var ljúft að fara í Efri-Sandvík til ömmu Hallgerðar í mat og leik. Mér er þó minnisstæðast að fá að leika inni í „sparistofunni“ og svo gerði amma bestu pönnukökur og grjónagraut í heimi og þótt víðar væri leitað. Þegar ég hugsa um stund þar sem ég man þig sem ömmu Hallgerði, þá var það heima í Grímsey í hvítum bol og svörtum Nokia-stígvélum að hengja út á snúrur því þú lagðir mikinn metnað í að þvott- urinn þinn væri hreinn og vel brotinn saman. Sá lærdómur sem amma Hallgerður gaf mér út í lífið er sennilega tvennt; að hafa heimilisþvottinn á hreinu og leggja mig fram í skóla og mennta mig. Takk elsku amma mín fyrir ljúfar og góðar stundir saman. Þín Björg Jónína. Mig langar í fáum orðum að minnast elsku ömmu minnar og nöfnu Hallgerðar Gunnarsdótt- ur, sem lést hinn 11. júlí síðast- liðinn, og afa míns Hannesar Arnars Guðmundssonar, sem lést 21. október síðastliðinn. Amma fæddist á Þórshöfn á Langanesi og ólst þar upp fram á fullorðinsár. Amma var aðeins ellefu ára gömul þegar faðir hennar lést. Hún talaði ekki mikið um æsku sína en þó má geta sér þess til að lífsafkoma þeirra sem eftir lifðu hafi verið strit. Amma réð sig í kaupa- mennsku í Eyjafirði átján ára og kynntist þar afa eiginmanni sín- um. Þau bjuggu á Akureyri í áratug en árið 1959 fluttust þau til Grímseyjar og bjuggu þar í um fimmtíu ár. Í fyrstu bjuggu þau í gamla Kastalanum sem kallaður var, síðar í Gamla-Sjá- landi og að síðustu í Efri-Sand- vík sem þau byggðu árið 1975. Í æsku var ég þess aðnjótandi að hafa greiðan aðgang að heimili þeirra afa og ömmu sem var al- laf opið okkur börnunum og ég naut ávallt mikillar hlýju og elsku þar. Eldhúsið í Efri-Sand- vík var stundum eins og umferð- armiðstöð, þar komu margir og fengu sér kaffi og með því. Ef við litum ekki inn var jafnan kallað út um gluggann og boðið í kræsingar. Það var skýr verka- skipting á heimili þeirra; afi sinnti útgerðinni og amma sá um heimilishaldið. Amma var listakokkur og allt sem hún eld- aði var gott, ekki var síðra bakk- elsið hennar sem oft var fljótt að fara því margir komu við og enginn stóðst kleinulyktina sem lagði niður á götu. Afi og amma sátu löngum stundum við eld- húsgluggann og fylgdust með bátsferðum um höfnina, og þá ekki síst strákanna sinna. Vel var fylgst með veðri upp á sjó- sókn og var rás 1 það eina sem heyrðist á þeirra heimili. Afi var forfallinn boltaáhugamaður og las mikið, bæði bækur og dag- blöð, alla tíð. Þau voru bæði afar nægjusöm á veraldlega hluti en sóttust frekar eftir félagsskap fjölskyldu sinnar og nutu þess að fá gesti í spjall eins og áður segir. Síðustu árin bjuggu þau á Akureyri og undir það síðasta á Dvalarheimilinu Hlíð, þar sem þeim leið mjög vel. Ég mun ávallt minnast þeirra beggja með hlýju fyrir þá umhyggju, hvatningu og ástúð sem þau sýndu mér. Hallgerður Gunnarsdóttir yngri. Amma Gerða var ein af mín- um uppáhaldsmanneskjum í líf- inu. Það var alltaf svo gott að koma til hennar, besta sem ég vissi var að stinga mér inn hjá henni og sníkja eina samloku í forláta örbylgjuofninum þeirra, gikkurinn ég var í himnaríki. Amma eyddi ófáum stundunum í eldhúsinu, hún gerði besta hafragraut, mjólkurgraut og kjötkássu sem ég hef smakkað. Matarást mín á henni var mikil. Það er margs að minnast þegar maður hugsar til baka; amma í vaskahúsinu að leggja þvott í bleyti, mér fannst það mjög spennandi allt saman, enda er ég mjög smámunasöm á þvott- inn minn og hef oft heyrt að ég sé alveg eins og amma Gerða í þeim málum, ekki leiðum að líkj- ast. Þorláksmessa var alltaf svo skemmtileg því þá var skötu- og saltfiskveisla í Efri-Sandvík og á eftir var allt gert fínt og við systur skreyttum fyrir ömmu. Uppáhaldsjólaskrautið mitt var Jesúbarnið í Betlehem og jóla- sveinn sem við settum alltaf upp á sjónvarpið hjá þeim. Á aðfangadagskvöld kom svo amma í kvöldkaffi til okkar og við fórum saman yfir jólagjaf- irnar og hún var alltaf jafn áhugasöm yfir gjöfunum. Amma Gerða var kannski ekki mjög áberandi manneskja í þessu litla samfélagi sem þau bjuggu í en ég veit ekki um eina manneskju sem líkaði ekki vel við hana. Hún stappaði í mig stálinu þeg- ar ég þurfti þess, gaf mér góð ráð sem ég hef haft að leiðarljósi alla mína tíð. Vonandi var vel tekið á móti þér í Sumarlandinu, ég hef ekki nokkra trú á öðru en að afi bíði þín þar. Elsku amma mín Gerða, takk fyrir að vera þú. Þín Stella. Hallgerður Gunnarsdóttir Kæru ættingjar og vinir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JÓNS KARLS ÚLFARSSONAR útvegsbónda frá Eyri í Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossahlíðar á Seyðisfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Fjölskyldan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.