Morgunblaðið - 17.07.2020, Síða 24

Morgunblaðið - 17.07.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 70 ára Marta er fædd í Danmörku en ólst upp í Reykjavík og býr í Mos- fellsbæ. Hún átti leik- fangaverslunina Leik- húsið. Maki: Ólafur Haralds- son, f. 1960, vinnur í Nóa-Siríusi. Börn: Jóhann, f. 1969, Kristín Ebba, f. 1976, Björn, f. 1980, og Kristinn, f. 1988. Barnabörnin eru ellefu og eitt lang- ömmubarn. Foreldrar: Björn Jónsson, f. 1926, d. 1984, verslunarstjóri hjá Sambandinu, og Gurly Magnusson, f. 1928, d. 2017, verslunarmaður í Kastrup. Kjörmóðir Mörtu var Ebba Sveinsdóttir, f. 1927, d. 1974, verslunareigandi. Björn og Ebba voru búsett í Reykjavík og Garðabæ. Marta Guðrún Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Afslöppuð sambönd eru ánægju- leg. Spáðu í það hvernig aðrir skynja þig, þeir hljóta að halda að þú sért ofurhetja, fyrst þeir gera þessar kröfur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst þú viðkvæmur gagnvart fólkinu í kringum þig. En mundu að meta stöðuna á hverjum degi því hún er ekki sjálfgefin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óvæntir atburðir á fjármálasvið- inu koma þér á óvart en þú getur gefið þér tíma til að gera þér mat úr stöðunni. Vertu samt rólegur því tíminn vinnur með þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ferðaáætlanir gætu tafist. Flestum líður svona einhvern tímann. Gleymdu samt ekki því sem þú hefur áður lært. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð ógrynni hugmynda til þess að auka tekjur þínar. Hertu upp hugann og drífðu hlutina af. Taktu þér frí, ef tækifæri er til. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér vinnst vel og þú stefnir ótrauð- ur að settu marki. Hvort sem þér líkar bet- ur eða verr skaltu reyna að fá góða heildar- mynd af eignum þínum og skuldum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Láttu velgengnina samt ekki stíga þér til höfuðs. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Skjótar ákvarðanir gera sem mest úr hæfileikum þínum og peningar koma þægilega til málanna. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt hlutirnir gangi ekki fyrir sig akkúrat eins og þú hefðir helst viljað er engin ástæða til að örvænta. Taktu gleði þína því þú munt sjá að ótti þinn var ástæðulaus. 22. des. - 19. janúar Steingeit Áhugaverðar hugmyndir verða bornar undir þig og þú ættir að gefa þér tíma til þess að kynna þér þær. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er góður dagur til að taka til hendinni þar sem hlutirnir eru að fara úr böndum. Gefðu þér tíma til að festa hug- myndir á blað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hvort er það það sem þú veist eða hverja þú þekkir sem gerir þig svona eftir- sóknarverðan? Þú ert klár og þú veist það. vera í karakter og sjá hvernig mér líkaði. Við spiluðum mjög mikið og ég var alltaf í karakter, meira að segja í sjónvarpsviðtölum og í út- varpinu. Síðan héldum við stóra lokatónleika á Nasa og fengum fullt af hljómsveitum með okkur og dag- inn eftir flaug ég út til Danmerkur.“ Þrátt fyrir að hafa einbeitt sér að leiklistarferlinum hefur Björn aldrei sagt skilið við tónlistina og hefur m.a. verið í tríóinu Skepnu sem gaf út aðra plötu sína í fyrra. Meðfram hljómsveitarlífinu og tónlistinni á sínum tíma vann Björn ýmis störf, þ.á m. á leikskóla, ýmis ritstörf, útvarpsmaður á Rúv og B jörn Stefánsson fæddist 17. júlí 1980 í Reykja- vík og ólst upp í Breið- holti til tíu ára aldurs. Hann flutti svo í Mos- fellsbæ en býr nú í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Björn gekk í Fellaskóla og Varm- árskóla og lauk gagnfræðaskóla í Mosfellsbæ. Hann átti stutta við- veru í Borgarholtskóla og Iðnskól- anum og kláraði ekki stúdentinn. Árið 2009 fór hann í Film og Teat- erskolen Holberg í Danmörku og lauk námi þar árið 2012. „Námið var allt á dönsku og ég hélt ég myndi gíra það alveg en fékk hálfgert áfall fyrsta daginn, skildi ekki neitt. Ég æfði mig með því að lesa upp úr bók á kaffihúsi fyrir vin minn sem lagaði framburð og fleira. Í lokin var ég svo farinn að leika Shakespeare og Holberg á dönsku.“ Áður en leiklistarferillinn hófst hafði Björn átt glæstan tónlist- arferil og var í einni vinsælustu og alræmdustu hljómsveit landsins um og upp úr aldamótunum, harðkjarnasveitinni Mínus. Hljóm- sveitin sigraði í Músíktilraunum 1999 og þar var Björn valinn besti trommuleikarinn. Hljómsveitin varð strax þekkt fyrir frábæra tónleika og var þriðja plata hljómsveit- arinnar, Halldór Laxness, valin hljómplata ársins árið 2003 á ís- lensku tónlistarverðlaununum. Ári seinna var Björn valinn fjórði besti trommuleikari í heimi af lesendum tímaritsins Kerrang!, sem var á þeim tíma mest selda breska tónlist- artímaritið. „Fyrsta alvöru- hljómsveitin mín var samt Spitsign. Við vorum í myndinni Popp í Reykjavík og ætluðum okkur stóra hluti. Mínus varð síðan til úr henni. Við túruðum á fullu og gáfum út fjórar plötur og svo fór ég í hljóm- sveitina The Motion Boys og gerði plötu með þeim. Hún varð mjög vin- sæl en svo fór ég í leiklistarskólann í Danmörku öllum að óvörum. Ég hafði ekki sagt neinum frá því að leiklistin hefði blundað í mér.“ Fyrstu merkin um leiklistina voru þegar Björn kom fram sem Mick Jagger í heiðurssveitinni Stónes. „Þar fékk ég tækifæri til að prófa að samlokugerðarmaður hjá Sóma- samlokum. Í dag starfar Björn sem fastráðinn leikari hjá Borgarleik- húsinu. Meðal sýninga sem hann hefur leikið í eru Njála, sem var val- in sýning ársins 2016, Himnaríki og helvíti sem var sýning ársins 2018, Blái hnötturinn sem var valin barnasýning ársins 2017 en þar lék hann Gleðiglaum. Einnig lék hann í Elly, sem sló met í sýningafjölda, en alls urðu sýningarnar 220 og náðu yfir þrjú leikár hjá Borgarleikhús- inu. Þar var hann trommuleikarinn á sýningunni og lék einnig gítarleik- arann Jón Páll Bjarnason. „Það var frábært ævintýri að taka þátt í því. Björn Stefánsson, leikari og tónlistarmaður – 40 ára Fór í leiklistina öllum að óvörum Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Afmælisbarnið Björn er leikari í Borgarleikhúsinu. Fjölskyldan Björn og Íris Dögg ásamt börnunum. 30 ára Fjóla Dís er úr Grafarvogi en býr í Hafnarfirði. Hún er með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands og er sálfræðingur á Heilsugæslunni Hvammi í Kópavogi. Maki: Davíð Arnar Sigurðsson, f. 1991, með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja og er ráðgjafi í Íslands- banka. Foreldrar: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 1962, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri tryggingasviðs hjá Sjúkratryggingum Íslands, búsett í Grafarvogi, og Markús Sveinn Mark- ússon, f. 1957, kerfisstjóri hjá Origo. búsettur í Garðabæ. Fjóla Dís Markúsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Júlía Ósk fæddist 21. sept- ember 2019 kl. 11.50 í Björkinni, Reykjavík. Hún var 53 cm löng og 17 merkur. Foreldrar hennar eru Margrét J. Reynisdóttir og Sigurbaldur P. Frímannsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.