Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson Sýndmeð íslensku tali Í TILEFNI AF 40 ÁRA AFMÆLI FRÁBÆR NÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. 90% Variety Múmía Inkakonungsins Raskar Kapaks hefur vakið athygli og kynnt undir spennu margra kynslóða unn- enda Tinnabókanna en hún kemur með dramatískum hætti við sögu í Sjö kraftmiklum kristallskúlum, sem Fjölvi gaf fyrst út á íslensku ár- ið 1974. Frumútgáfa belgíska höf- undarins Hergé birtist fyrst á prenti árið 1948. Sögurnar um Tinna njóta enn vin- sælda og svo mjög að nú eru for- svarsmenn tveggja stofnana í Belgíu komnir í hár saman og deila um það í hvorri sé sýnd múmían af fornum Inka sem Hergé á að hafa haft að fyrirmynd þegar hann teiknaði múmíuna í skáldaða sögu sína. Fréttastofan AFP greinir frá því að í hinu virðulega Konunglega list- og sögusafni í Brussel hafi áratugum saman verið sýnd múmía úr Andes- fjöllum. Hergé bjó þar nærri og kom oft í safnið. Fyrir um áratug þóttust sýningarstjórar þar á bæ hafa sýnt fram á það með óyggjandi hætti að Hergé hefði haft þá múmíu í huga þegar hann teiknaði Kaskar Kapak og eru teikningar höfundarins sýnd- ar við hlið múmíunnar. En í liðinni viku byrjaði Pairi Daiza-safarígarðurinn í sunnan- verðri Belgíu að auglýsa sýningu á „hinni upprunalegu múmíu sem væri kölluð Raskar Kapak.“ Vakti það litla lukku á Konunglega safninu þar sem unnendur Tinnasagnanna koma iðulega að skoða þeirra múmíu. Hef- ur forstöðumaður safnsins ýjað að því að dýrasafnið sé að blekkja fólk. „Við reynum ekki að laða að gesti með því að lofa að sýna þeim panda- birni,“ er haft eftir safnstjóranum. Talsmaður dýrasafnsins harmar deiluna en segir enga leið að fullyrða hvaða múmía var fyrirmynd Hergés. Hvaða múmía er sú rétta?  Deilt um fyrir- mynd Inkamúmíu í bók um Tinna AFP Sú rétta? Inkamúmían í Pairi Daiza-dýragarðinum í Belgíu. AFP Eða þessi? Þessi múmía er sýnd í Konunglega list- og sögusafninu. Teikningin Múmían í Sjö kraftmikl- um kristallskúlum eftir Hergé. Austfirsku rokkhátíðinni Eistnaflugi hefur verið frestað um ár vegna cov- id-19 en aðstand- endur hyggjast þó efna til rokk- veislu á Spot í Kópavogi í kvöld og á morgun, laugardag. Um rokkið sjá hljóm- sveitirnar The Vintage Caravan, Dimma, Une Misère, Misþyrming, Vicky, Devine Defilement, Rock Paper Sister, Volcanova, Alchemia og Grafnár. Milli kl. 15 og 17.30 á morgun verður fjölskyldugleði og opin öllum, miðar fást annars á tix- .is. Rokkveisla á Spot Vintage Caravan Tónlistarkonan sem kallar sig Special-K heldur útgáfutónleika í Mengi í kvöld ásamt hljómsveit, og hefjast þeir klukkan 21. Mun hljóm- sveitin Cyber hita upp en hin norska DJ Dírgní lýkur dag- skránni. Special-K er myndlistar- og tón- listarverkefni Katrínar Helgu Andrésdóttur. Tónlistinni hefur verið lýst sem „kaldhæðnu smá- barnapoppi“ og „depresso-popp bangers“. Í tilkynningu segir að með bakgrunn í myndlist og klass- ískum píanóleik skapi Katrín „heim með ólíkum miðlum svo sem tísku, myndum og textum. Heim þar sem há- og lágmenning mætast í post- internet fagurfræði, flóknum hljómasamböndum og amatör blokkflautusólóum. Óuppfylltir frægðardraumar, ást og einmana- leiki á öldum samfélagsmiðla og loddaraheilkenni eru meðal um- fjöllunarefna hennar, pökkuð inn í leikgleði og flutt af grallaralegri einlægni.“ Special-K og Cyber í Mengi í kvöld Listakonan Special-K í myndbandi. Hvað er satt og hvað er log-ið, hver hefur rétt fyrirsér og hver fer með rangtmál? Aðalpersónan Sara spyr sig þessara spurninga og ann- arra af sama meiði í sálfræðitryllinum Þerapistanum og þar sem svörin fljóta ekki á yfirborðinu þarf að kafa djúpt og lengi til þess að fá málið á hreint. Í frasakenndum heimi má oft heyra að enginn sé fullkominn og hver hafi sinn djöful að draga. Sara og Sigurd virðast vera dæmigerð ung norsk hjón. Hún starfar sem þerapisti fólks í yngri kantinum í Ósló og hann er arki- tekt. Þegar Sigurd skilar sér ekki til vina sinna í fjallakofa einn daginn og enginn virðist vita hvar hann er fer Sara að efast um sig sjálfa og eitt leið- ir af öðru. Hún virðist vera vænisjúk og það er eins og allir snúist á sveif gegn henni. Hún sekkur dýpra og dýpra, hringurinn þrengist og engin leið er sjáanleg út úr iðunni. Hvílík spenna. Mannshvarf er ekkert grín og erf- itt er að lifa með nagandi óvissunni. Sara verður auð- vitað ráðvillt en samfara lýsingu á við- brögðum hennar leiðir höfundur les- andann inn í líf hjónanna, greinir frá væntingum þeirra og þrám og ekki síst mótlætinu, sem þau upplifa sam- an, lyginni og vantraustinu. Þau hafa ekki alltaf verið samstiga og þegar betur er að gáð er ekki allt slétt og fellt í þeirra fari. Þerapistinn er spennandi glæpa- saga. Söguþráðurinn er markviss, fléttan vel uppbyggð og persónurnar eru almennt frekar trúverðugar, end- urspegla ágætlega hugmyndir um fólk í sömu sporum. Sumar af- spyrnuleiðinlegar eins og til dæmis tengdamóðirin Margrethe og lög- reglumaðurinn Gundersen, aðrar um- hyggjusamar eins og systirin Annika og svo er það Sara. Hún er rannsókn- arefni út af fyrir sig og veitir ekki af þerapista. Höfundurinn „Þerapistinn er spennandi glæpasaga. Söguþráðurinn er markviss, fléttan vel uppbyggð og persónurnar eru almennt frekar trúverð- ugar,“ skrifar gagnrýnandi um spennusögu Helene Flood. Blekkingar og villigötur Spennusaga Þerapistinn bbbbn Eftir Helene Flood. Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku. Benedikt bókaútgáfa 2020. Kilja, 368 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.