Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.07.2020, Qupperneq 32
Hin árlega tónlistarhátíð Jazz undir fjöllum verður haldin í fimmtánda sinn í Skógum undir Eyjafjöllum á morgun, laugardag. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í Fossbúð kl. 21 en þar kemur fram kvartett söng- konunnar Andreu Gylfadóttur. Fyrr um daginn verður boðið upp á tónlist í Skógakaffi frá kl. 14 til 17. Þar leið- ir forsprakki hátíðarinnar, saxófónleikarinn Sigurður Flosason, kvintett sinn í eins konar djammsessjón. Ókeypis er þar inn og reiknað með að gestir geti komið og farið að vild meðan á tónleikunum stendur. Tónlistarhátíðin árlega Jazz undir fjöllum haldin í Skógum á morgun FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 199. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég er spennt fyrir komandi leikjum og vonandi er þetta það sem koma skal hjá okkur,“ segir Katrín Ás- björnsdóttir, knattspyrnukona úr KR, sem tryggði liði sínu fyrstu stigin á Íslandsmótinu þegar hún skoraði tvívegis í sigri gegn Stjörnunni á þriðjudagskvöldið. Hún er leikmaður umferðarinnar hjá Morgunblaðinu en í blaðinu í dag er viðtal við hana og birt úrvalslið 6. um- ferðar deildarinnar. »27 Vonandi það sem koma skal ÍÞRÓTTIR MENNING Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Jón Gunnþórsson á Þórshöfn er kominn á virðulegan aldur og hefur nú loksins tíma til að sinna sínu helsta hugðarefni, tónlistinni. Hann gaf nýlega út geislaplötu sem nefnist Grái fiðringurinn og eru öll lögin eft- ir Jón. „Það er búið að vera í gerjun hjá mér í tæp fimm ár að gera geisladisk með nokkrum lögum mínum, kannski eru þetta elliglöp sem ég þarf að ljúka,“ sagði Jón kímileitur en engin ellimörk er þó á honum að sjá. Hann er sístarfandi, bæði við tónlist sína og fleira, þótt kominn sé yfir áttrætt. Ferlið við að gera þessa plötu var rúmt ár en Jón var strax ákveðinn í að fá fagmenn til liðs við sig. Frábært samstarfsfólk „Það er of mikið mál að brasa í þessu öllu sjálfur, langt að keyra og það þarf nokkra þjálfun til að fara í stúdíó í upptökur. Ég ákvað að láta fagfólkið um að vinna þessa tónlist mína á sem bestan hátt,“ sagði Jón og honum varð vel til fanga með tón- listarfólk. „Samstarfsfólkið í þessu verkefni var frábært og allt ferlið búið að vera mjög skemmtilegt,“ sagði Jón en yfirumsjón höfðu þeir Valmar Väljaots og Brynleifur Hallsson í Tónræktinni á Akureyri og nótnarit- un var í höndum Sigurðar Daníels- sonar tónlistarkennara. Söngvarar eru valinkunnir, þeir Magni Ásgeirsson, Óskar Pétursson og Friðjón Jóhannsson, en eitt lagið syngur ung stúlka, Vilborg Anna Jó- hannesdóttir, sem er sonardóttir Jóns en hún syngur lagið Föður- minning við texta Helga Seljan. Aðr- ir textahöfundar eru Hákon Aðal- steinsson, Friðrik Steingrímsson, Úlfur Ragnarsson, Guðmundur Halldórsson og Gísli á Uppsölum að ógleymdum heimamanninum Páli Jónassyni í Hlíð, sem á flesta text- ana á plötu Jóns en Páll er kunnur fyrir vísnagátur sínar. Lögin 14 á plötunni eru aðeins brot af lögum Jóns enda hefur hann verið að semja í ein 20 ár. En hvern- ig kviknar hugmyndin að öllum þessum lögum? „Lögin verða til í huga mínum þegar ég les texta, kvæði eða ljóð. Textinn sem ég les verður að tónum og allt í einu er komið lag sem fellur að þeim texta,“ sagði Jón sem sagð- ist bæði grípa í harmonikkuna og hljómborðið. Íbúðin hans er eins og lítið stúdíó; full af hljóðfærum og búnaði þeim tengdum þótt Jón sé búinn að láta töluvert frá sér. Lengi sungið í kór „Ég á nokkrar harmonikkur og hljómborð en er búinn að gefa ein- hverjar, meðal annars gaf ég Harmonikkusafni Ásgeirs Sigurðs- sonar á Ísafirði eina nikku.“ Jón hafði í upphafi hugsað sér að vinna með tónlist sína eingöngu hér í heimabyggð og í samstarfi við kirkjukórinn en ekki varð af því þar sem organista vantaði. Jón hefur sungið í kór frá unga aldri og hneigðist snemma til tónlist- ar þótt starfsævin hafi að mestu ein- kennst af vinnu við vélar og bíla, einnig kom sjómennska nokkuð við sögu. Jón er ættaður frá Seyðisfirði og lærði þar meðal annars á bassatúbu en harmonikkan er nú hans aðal- hljóðfæri og gleður Jón oft samborg- ara sína hér í byggðarlaginu með harmonikkuleik á ýmsum sam- komum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Tónlistarmaður Jón Gunnþórsson á Þórshöfn með geisladiskinn sem hann var að gefa út og nefnist Grái fiðringurinn. Á plötunni eru 14 lög eftir Jón. Grár fiðringur á plötu  Áttræður harmonikkuleikari á Þórshöfn með geislaplötu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.