Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2020, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2020 Það er bæði skemmtilegt og óþægilegt aðþurfa að skrifa pistil í hverri viku.Skemmtilegt að fá frelsi til að blaðra um öll sín hjartans mál. Segja sögur af kött- unum og hafa vettvang til að vera smá kverúl- ant annað slagið. En líka stundum pínu óþægi- legt að þurfa að hafa skoðun á öllu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er yfirleitt sein- þreyttur til vandræða og nenni ekki alltaf að nöldra yfir öllu. En nú er ég á leið í sumarfrí. Sem þýðir að ég þarf ekki að fylgjast með neinu og ekki vita neitt um neitt. Og ég get verið mjög góður í því. En mér líður eins og þurfi að klára eitt og annað fyrir frí. Eiginlega taka til á skrifborð- inu áður en ég fer og láta í ljós skoðun mína á þessum helstu málum sem okkur hefur tekist að rífast um síðustu daga. Mér finnst algjörlega galið að það sé hægt að bjóða sig fram til forseta með 1.500 undir- skriftum, setja af stað kosningar sem kosta mörg hundruð milljónir og vera svo algjörlega á trampólíninu yfir að ná ekki nema tæpum átta prósentum atkvæða. Finnst engum það bjánalegt að vera sigri hrósandi þegar rúm- lega níu af hverjum tíu hafa hafnað þér? Haf- andi verið nýbúinn að lýsa því yfir að pökkun á búslóðinni gengi vel fyrir Bessastaði og innan skamms kæmi í ljós að þessar kannanir væru allar stórt samsæri og þjóðin kallaði á breyt- ingar. Hér þyrftum við sennilega að ræða eitt- hvað um væntingastjórnun. Mér gæti ekki verið meira sama um hvað Vigdísi Hauksdóttur finnst um skreytingar á strætisvögnum. Ég verð að segja að það kem- ur mér ekkert rosalega á óvart að hún sé ósátt við eitthvað í stjórnun Reykjavíkurborgar. Ég hefði líka alveg komist af án þess að fá frétt um að Jón Viðar Jónsson væri ekki ánægður með myndina um Eurovision. Aftur: Ekki mjög hissa. Mér fannst hún ágæt. Bjánaleg en ágæt. Ég get ekki fyrir mitt litla líf náð að tengja nýtt myndband KSÍ við nasisma, eins og virð- ist vera mjög vinsælt núna. Þessi yfirlætisfulla kaldhæðni getur stundum orðið pínu þreyt- andi. Það þarf ekki að taka allt svona alvarlega og þetta er fótboltalið. Í alvöru. Svo bara veit ég ekki hvernig á að haga sér á landamærum á þessum Covid-tímum. Hverja á að skanna og hverjum á að sleppa. Hvað er eðlilegur tími í sóttkví. Það síðasta sem ég myndi gera væri að reyna að breyta mér í ein- hvern sérfræðing í Covid. Það er fólk í því. Já og Lauga- vegurinn. Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um hann, hvað þá skrifa eitthvað um hann. Og hvað segið þið? Voru ekki allir sáttir á Alþingi í lok þings. Nei hættið nú alveg! Hvernig gat það gerst? Þá held ég að þetta sé nokkurn veginn komið. Ég er farinn í sumarfrí, innanlands að sjálfsögðu. Ef það koma upp einhver svona mál sem þið teljið að ég ætti að hafa skoðun á, þá verða þau bara að bíða þangað til eftir verslunarmannahelgi. Það eru samt allar líkur á að stóru mál júlímánaðar verði orðin ansi smá þá. Gleðlilegt sumar. ’En mér líður eins og þurfi aðklára eitt og annað fyrir frí.Eiginlega taka til á skrifborðinuáður en ég fer og láta í ljós skoð- un mína á þessum helstu mál- um sem okkur hefur tekist að rífast um síðustu daga. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ég fer í fríið Svona spyr þingmaður í vef-miðilsgrein nýlega. Tilefniðvar frumvarp forsætisráð- herra um leyfisveitingar vegna jarðakaupa. Þingmaðurinn sagði að lagasmíð sem snýr að eignar- rétti varðaði grundvallarmannrétt- indi og þyrfti fyrir bragðið að fá viðhlítandi umræðu í þjóðfélaginu og á Alþingi þannig að hún fengi að þroskast. Mikið rétt, nema hvað í þessu til- viki hefur ráðrúm til að þroskast verið nokkuð rúmt. Öll höfum við getað fylgst með fjárfestingum auðjöfra í landi og hafa sumir fjöl- miðlar staðið sig vel í því að upp- lýsa okkur þar um á liðnum árum. Undirskriftum hefur verið safnað og hafa þúsundir krafist þess að þetta verði stöðvað. Alþingismenn hafa hins vegar þagað flestir hverjir og ekki sýnt málinu þann áhuga sem efni eru til eins óskilj- anlegt og það nú er. Og nú er um- rætt frumvarp orðið að lögum. Er það til ills? Alls ekki. Með því er búið í haginn fyrir gagnsærri eignaskráningu en verið hefur en þó á undarlega nærfærinn hátt gagnvart stórtæk- um fjárfestum. Hvers vegna skyldi ekki þykja sjálfsagt að upplýsingar liggi fyrir um allar landareignir? Uppi hafa verið kröfur í þjóð- félaginu um að afgerandi bann yrði sett við eignasöfnun í landi. Svo hefur ekki verið gert og hélt for- sætisráðherra því ranglega fram við atkvæðagreiðslu um frum- varpið að nú hefði kalli þjóðarinnar verið svarað. Því fer fjarri! Stærðarmörkin sem lögin kveða á um eru svo ævintýraleg að engu tali tekur. Hefðu menn þorað að horfa með djörfung til framtíðar þá hefði verið tekin ákvörðun um að binda réttinn til eignar á landi því skilyrði að eigandinn þyrfti að vera hérlendur ríkisborgari eða hafa lögheimili hér á landi og jafnframt hefði verið sett afdráttarlaust bann við fjárfestingum í landi umfram tiltekna stærð. Hefði þetta verið gert, þá hefði til sanns vegar mátt færa að kalli almennings hefði ver- ið svarað. En svo var ekki. En þá að eignarréttinum. Bændur sem vilja bregða búi hafa sumir lýst áhyggjum yfir því að hvers kyns takmarkanir, jafnvel krafa um að kaupandinn hlíti skipulagsákvæðum laga og reglu- gerða ríkis og sveitarfélaga, geti rýrt eignir þeirra. Hvort þessi lagasetning eigi eftir að hafa slík áhrif leyfi ég mér að efast um. Þó skal ég ekki útiloka að bændur sem vilja bregða búi komi til með að eiga heldur erfiðara með að ná sölusamningi við feimna milljarða- mæringa sem þegar eiga tugi þús- unda hektara lands og að það kunni að hafa áhrif á markaðsvirði. Spurning er hins vegar hvort ekki megi leysa vanda bænda, sem vilja losna við jarðir sínar í skipt- um fyrir húsnæði í þéttbýli og trygga afkomu, með aðkomu ríkis og sveitarfélaga sem þá jafnframt greiddu fyrir því að fólki sem vill stunda landbúnaðarstörf sé gert það kleift. Þessi hugmynd hefur áður litið dagsins ljós og þá hjá þeim sem áhyggjur hafa af því að landbúnaðarland sé bútað niður til annarra nota en landbúnaðar og fólki þröngvað út úr atvinnugrein þar sem það helst vildi starfa. Jafnvel þau sem alast upp á land- búnaðarjörðum og vilja áfram búa, ráða iðulega ekki við að kaupa systkini sín út vegna þess hve dýr jörðin er að ógleymdum fram- leiðslukvótum sem einnig hafa hátt verðgildi. Þetta hefði maður óskað að ríkisstjórn og Alþingi hefðu rætt af alvöru því þennan þátt umræðunn- ar þarf vissulega að þroska betur. Hitt þarf ríkis- stjórn og Alþingi líka að þroska og þá með sjálfum sér en það er að þora að standa með almannahag og hrista af sér alla lítilþægni gagnvart brösk- urum og ríki- dæmi þeirra. Mörg trúðum við því framan af að ríkisstjórn og Alþingi myndu reisa alvöru skorð- ur við landakaupum og þá einnig koma í veg fyrir að eignarhald á landi og þar með auðlindum, vatni, heitu og köldu og orku svo og öll- um öðrum verðmætum í jörðu, færðist út fyrir landsteinana. Í yfirráðum yfir þessum gæðum er fólgið efnahagslegt og pólitískt vald sem á heima hjá samfélaginu – hjá þjóðinni. Milljarðamæringar og málaliðar á þeirra vegum eru orðnir talsvert fyrirferðarmiklir sem „innanbúðar- menn“ í umræðu um auðlindir Ís- lands. Samtök ferðaþjónustu eru orðin þeirra samtök og fjárvana stofnanir ríkisins kostaðir sam- starfsaðilar. Hugtakið auðvald verður sífellt skiljanlegra. Og komum við þá aftur að eign- arréttinum. Á heimsvísu nýtur sú hugsun vaxandi fylgis að aðgangur að vatni flokkist til mannréttinda og skuli heyra okkur öllum til; á Íslandi er það viðhorf ríkjandi að orkan eigi að vera okkar og í lög- um um stjórn fiskveiða segir að sjávarauðlindin sé þjóðarinnar allrar. Samt fjarar undan þessari hugs- un í lögum og dómum. Þarna fæ ég ekki betur séð en að verið sé að jarða eignarréttinn, ekki eignarrétt Ratcliffes og auð- kýfinganna í Fljótunum eða Tung- unum; þeirra réttar gætir ríkis- stjórn og Alþingi. Öðru máli gegnir um almannarétt, yfirráðarétt þjóð- arinnar yfir landi og auðlindum. Þeim rétti er nú ógnað. Látum ekki jarða hann. Er verið að jarða eignarréttinn? Úr ólík- um áttum Ögmundur Jónasson ’Uppi hafa veriðkröfur í þjóðfélaginuum að afgerandi bannyrði sett við eignasöfn- un í landi. Svo hefur ekki verið gert og hélt forsætisráðherra því ranglega fram við at- kvæðagreiðslu um frumvarpið að nú hefði kalli þjóðarinnar verið svarað. Því fer fjarri!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.